Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
t-
FRETTIR
Morgunblaðið/RAX
FULLTRÚAR Columbia Ventures og forsvarsmenn Fjardabyggðar skoða aðstæður að Hrauni þar sem talið er hagkvæmast að staðsefja nýtt álver.
Hafa fullan hug á að reisa
annað álver á Islandi
James F. Hensel, aðstoðarforstjóri Col-
umbia Ventures Corporation, segir að fyrir-
tækið hafí áhuga á byggingu og rekstri nýs
álvers á Reyðarfírði. Hensel, Matthieu
Kalthof, fulltrúi ING Barings-bankans í
Amsterdam, og Ragnar Guðmundsson, fjár-
málastjóri Norðuráls, kynntu sér aðstæður
á Austurlandi í gær. Ómar Fríðriksson og
Ragnar Axelsson voru með í för.
JAMES F. Hensel, aðstoðarfor-
stjóri Columbia Ventures Cor-
poration, sem á og rekur álver
Norðuráls á Grundartanga, Matthi-
eu Kalthof, fulltrúi hollenska bank-
ans ING-Barings, sem tekið hefur
þátt í fjármögnun álvers Columbia
Ventures á Grundartanga, og Ragn-
ar Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Norðuráls hf.,
komu til Austfjarða í gærmorgun til
að kynna sér aðstæður í Reyðarfirði
vegna hugsanlegrar starfsemi ál-
vers og til að ræða við heimamenn
um fyrirhugaðar stórvirkjanir og
stóriðjuframkvæmdir á svæðinu.
Fulltrúar bæjarstjómar Fjarða-
byggðar, Þróunarstofu Austur-
lands, verkefnisstjóri staðarvals-
nefndar vegna fyrirhugaðs álvers
og fulltrúi atvinnumálanefndar
Austur-Héraðs tóku á móti þeim,
fylgdu þeim um svæðið og kynntu
þeim áætlanir um orkufreka stór-
iðju.
James F. Hensel sagði í samtali
við Morgunblaðið að stjómendur
Columbia hefðu haft á prjónunum í
JAMES F. Hensel, aðstoðarforstjóri Columbia, Matthieu Kalthof, full-
trúi ING Barings-bankans, Jörundur Guðmundsson, í atvinnumála-
nefnd Austur-Héraðs, og Ragnar Guðmundsson, framkvæmdasljóri
fjármálasviðs Norðuráls, ræða málin á Reyðarfirði í gær.
Tilvalin
tækifærisgjöf!
Gjafabréf Samvinnuferða-Landsýnar henta
við öll tækifæri, t.d. útskriftir, brúðkaup,
afmæli og margt fleira.
^^B4oVö
1 símann j'e'"/ 1auK"> ■
."í.
Mmm
Samvinnuferðir
Landsýn
nokkum tíma að kanna möguleika á
að reisa nýtt álver á íslandi og augu
manna beindust að Austfjörðum,
þar sem unnin hefði verið ákveðin
undirbúningsvinna og rannsóknir
farið fram, sem væri ótvíræður
kostur. Hann sagði Columbia hafa
mikinn áhuga á þátttöku í þeirri
stóriðjuuppbyggingu sem áætlanir
gera ráð fyrir á Austfjörðum. Hen-
sel sagði að ekki hefði enn gefist
tóm til að meta kosti þess að reisa
álver á Austfjörðum en félagið hefði
þó aflað sér talsverðra upplýsinga.
„Framleiðslugeta álversins er
undir því komin hvert framboð
verður af raforku og ég hef á tilfinn-
ingunni að í fyrsta áfanga dygði það
til framleiðslu 120 til 150 þúsund
tonna á ári af áli,“ sagði hann. Hen-
sel sagði að stjórnendur Columbia
myndu nú meta hvoit kostur væri á
að reisa álver á Reyðarfirði, sem
væri að fullu samkeppnishæft á al-
þjóðlegan mælikvarða.
Hitta ráðherra
að máli í dag
í dag hitta fulltrúar Columbia
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra og Finn Ingólfsson iðnaðar-
og viðskiptaráðherra vegna málsins
og á morgun er ráðgert að haldinn
verði fundur með Friðrik Sophus-
syni, forstjóra Landsvirkjunar.
Hensel sagðist hafa áhuga á að
vita hver afstaða stjómvalda væri í
málinu, um tímaáætlanir fram-
kvæmda, stöðu viðræðna við Norsk
Hydro o.fl. Einnig munu fara fram
held að reynsla okkar og það orð-
spor sem við höfum skapað okkur
hér á íslandi sýni að við getum unn-
ið hratt og að við stöndum við það
sem við segjumst ætla að gera,“
sagði hann.
Guðmundur Bjarnason, bæjar-
stjóri í Fjarðabyggð, tók á móti full-
trúum Columbia á Reyðarfirði í gær
og var síðan farið að jörðinni
Hrauni þar sem talinn er hagkvæm-
asti staðurinn fyrir væntanlegt ál-
ver. Þessu næst héldu Austfirðingar
fund með fulltrúum Columbia í
Neskaupstað þar sem farið var yfir
þær hugmyndir sem uppi eru um
orkufreka stóriðju á svæðinu, og
þjónusta og atvinnulíf á svæðinu var
kynnt.
Góð reynsla
viðræður við fulltrúa Landsbankans
og Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins á næstu dögum vegna hugsan-
legrar fjármögnunar framkvæmda.
Hann sagði að félagið hefði á sínum
tíma haft áhuga á þátttöku ís-
lenskra fjárfesta við byggingu ál-
versins á Grundartanga, en það
hefði ekki gengið eftir sem skyldi.
Hugsanlega væri nú meiri áhugi
fyrir hendi í dag varðandi slíka
þátttöku í fjárfestingu í stóriðjuveri
á Austurlandi. Einnig yrði rætt við
erlenda fjármögnunaraðila en við
byggingu álversins á Grundartanga
gerði Norðurál sérstaka fjármögn-
unarsamninga við ING-bank og
Paribas í París.
Aðspurður sagði Hensel að ef til
þess kæmi að Columbia réðist í
byggingu og rekstur álvers á Aust-
fjörðum yrði það að meirihluta í
eigu Columbia. Hann sagði að áætl-
anir fyrirtækisins um stækkun
Norðuráls á næsta ári í 90 þúsund
tonn væru óháðar þessum hug-
myndum og yrði þeim haldið áfram
með viðræðum við Landsvirkjun
um orkuafhendingu, hvort sem fyr-
irtækið ræðst í byggingu álvers á
Reyðarfirði eða ekki.
Hensel sagði að reynsla Col-
umbia af rekstri álversins á Grund-
artanga væri góð og fyrirtækið
hefði fullan hug á að auka fjárfest-
ingu sína hér á landi. Hann sagði að
hér væri um að ræða langtímaverk-
efni og kvaðst hann gera ráð fyrir
að taka myndi a.m.k. 4-5 ár þar til
slíkt álver gæti hafið starfsemi. „Eg
Matthieu Kalthof sagði að ING-
Barings hefði góða reynslu af fjár-
mögnun álversins á Grundartanga
og bankinn væri reiðubúinn að taka
þátt í fjármögnun vegna stækkunar
verksmiðju Norðuráls í 90 þúsund
tonn. Kalthof sagði að fulltrúar ING
hefðu fylgst með þeim áætlunum
sem uppi væru á íslandi um frekari
stóriðju. Hann sagði að þeir byggju
yfir góðri þekkingu á slíkri upp-
byggingu og vildu fá tækifæri til að
taka þátt í henni ef um álitleg verk-
efni væri að ræða og í samræmi við
þá skilmála sem bankinn starfaði
eftir.
Guðmundur Bjarnason bæjar-
stjóri sagði að fulltrúar Columbia
hefðu átt frumkvæði að könnunar-
ferð þeirra um Austurland og það
hefði verið sjálfsagt og eðlilegt að
taka á móti þeim og sýna þeim að-
stæður. „Að mínu mati er mjög mik-
il alvara í þessum málum núna.
Norsk Hydro er fyrst í röðinni, þar
sem það hefur verið lengst í þessu,
en það eru aðrir aðilar að sýna
áhuga sinn á þessu líka. Ég met
þetta því svo að það sé kominn al-
mennilegur skriður á þessu mál, þó
svo að engar ákvarðanir hafi enn
verið teknar,“ sagði hann.
Guðmundur sagði ljóst að fulltrú-
ar Columbia hefðu fullan hug á að
verða virkari þátttakendur í áliðn-
aði á íslandi.
Aðspurður hvort fregnir af því að
hugsanlegur eignarhlutur Norsk
Hydro í álveri á Reyðarfirði yrði að-
eins 20-25% breyttu áætlunum um
að reisa álver á Austfjörðum sagðist
Guðmundur ekki telja svo vera.
Fram hefði komið á kynningarfundi
Landsvirkjunar og iðnaðarráðu-
neytisins á Austurlandi sl. mánudag
að það væri samdóma álit manna að
ekki væri ástæða til að hafa áhyggj-
ur af því að fjárfestar fengjust ekki
til þátttöku í þessu verkefni.
Margir um hituna
Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjómar Fjarðabyggðar, sagði það
ánægjulegt að margir virtust nú
hafa áhuga á að byggja upp orku-
frekan iðnað á Reyðarfirði. „Þetta
hangir saman við orkuöflunina. Ég
tel að þetta styrki það að orkufrek-
ur iðnaður á Reyðarfirði verður að
veruleika innan skamms, sem við
teljum eitt mikilvægasta hagsmuna-
mál Austurlands sem er á dagskrá
um þessar rnundir," sagði Smári.
Smári sagði ljóst að Columbia
Ventures hefði mikinn áhuga á að
byggja nýtt álver á Islandi og væru
menn þaðan að skoða aðstæður á
Austurlandi í ljósi þess. „Það er líka
ljóst að það er unnið að framgangi
mála í samvinnu við Norsk Hydro
af fullum krafti,“ sagði hann.
Hann sagðist gera ráð fyrir að
málin myndu skýrast eftir fund full-
trúa Columbia með ráðherrum á
næstu dögum. Halda á fund með
fulltrúum Norsk Hydro undir lok
júní þar sem undirrita á sérstaka
viljayfirlýsingu vegna fyrirhugaðs
álvers og sagðist Smári vera bjart-
sýnn á niðurstöðu þess fundar. „Ég
geri ráð fyrir að á þeim fundi verði
wteknar ákvarðanir um næstu skref
við undirbúninginn," sagði hann.
Smári sagði einnig að áhugi Col-
umbia-manna kæmi ekki á óvart
þótt heimsókn þeirra til Austur-
lands hefði átt sér stuttan aðdrag-
anda. 1