Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ t- FRETTIR Morgunblaðið/RAX FULLTRÚAR Columbia Ventures og forsvarsmenn Fjardabyggðar skoða aðstæður að Hrauni þar sem talið er hagkvæmast að staðsefja nýtt álver. Hafa fullan hug á að reisa annað álver á Islandi James F. Hensel, aðstoðarforstjóri Col- umbia Ventures Corporation, segir að fyrir- tækið hafí áhuga á byggingu og rekstri nýs álvers á Reyðarfírði. Hensel, Matthieu Kalthof, fulltrúi ING Barings-bankans í Amsterdam, og Ragnar Guðmundsson, fjár- málastjóri Norðuráls, kynntu sér aðstæður á Austurlandi í gær. Ómar Fríðriksson og Ragnar Axelsson voru með í för. JAMES F. Hensel, aðstoðarfor- stjóri Columbia Ventures Cor- poration, sem á og rekur álver Norðuráls á Grundartanga, Matthi- eu Kalthof, fulltrúi hollenska bank- ans ING-Barings, sem tekið hefur þátt í fjármögnun álvers Columbia Ventures á Grundartanga, og Ragn- ar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Norðuráls hf., komu til Austfjarða í gærmorgun til að kynna sér aðstæður í Reyðarfirði vegna hugsanlegrar starfsemi ál- vers og til að ræða við heimamenn um fyrirhugaðar stórvirkjanir og stóriðjuframkvæmdir á svæðinu. Fulltrúar bæjarstjómar Fjarða- byggðar, Þróunarstofu Austur- lands, verkefnisstjóri staðarvals- nefndar vegna fyrirhugaðs álvers og fulltrúi atvinnumálanefndar Austur-Héraðs tóku á móti þeim, fylgdu þeim um svæðið og kynntu þeim áætlanir um orkufreka stór- iðju. James F. Hensel sagði í samtali við Morgunblaðið að stjómendur Columbia hefðu haft á prjónunum í JAMES F. Hensel, aðstoðarforstjóri Columbia, Matthieu Kalthof, full- trúi ING Barings-bankans, Jörundur Guðmundsson, í atvinnumála- nefnd Austur-Héraðs, og Ragnar Guðmundsson, framkvæmdasljóri fjármálasviðs Norðuráls, ræða málin á Reyðarfirði í gær. Tilvalin tækifærisgjöf! Gjafabréf Samvinnuferða-Landsýnar henta við öll tækifæri, t.d. útskriftir, brúðkaup, afmæli og margt fleira. ^^B4oVö 1 símann j'e'"/ 1auK"> ■ ."í. Mmm Samvinnuferðir Landsýn nokkum tíma að kanna möguleika á að reisa nýtt álver á íslandi og augu manna beindust að Austfjörðum, þar sem unnin hefði verið ákveðin undirbúningsvinna og rannsóknir farið fram, sem væri ótvíræður kostur. Hann sagði Columbia hafa mikinn áhuga á þátttöku í þeirri stóriðjuuppbyggingu sem áætlanir gera ráð fyrir á Austfjörðum. Hen- sel sagði að ekki hefði enn gefist tóm til að meta kosti þess að reisa álver á Austfjörðum en félagið hefði þó aflað sér talsverðra upplýsinga. „Framleiðslugeta álversins er undir því komin hvert framboð verður af raforku og ég hef á tilfinn- ingunni að í fyrsta áfanga dygði það til framleiðslu 120 til 150 þúsund tonna á ári af áli,“ sagði hann. Hen- sel sagði að stjórnendur Columbia myndu nú meta hvoit kostur væri á að reisa álver á Reyðarfirði, sem væri að fullu samkeppnishæft á al- þjóðlegan mælikvarða. Hitta ráðherra að máli í dag í dag hitta fulltrúar Columbia Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Finn Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna málsins og á morgun er ráðgert að haldinn verði fundur með Friðrik Sophus- syni, forstjóra Landsvirkjunar. Hensel sagðist hafa áhuga á að vita hver afstaða stjómvalda væri í málinu, um tímaáætlanir fram- kvæmda, stöðu viðræðna við Norsk Hydro o.fl. Einnig munu fara fram held að reynsla okkar og það orð- spor sem við höfum skapað okkur hér á íslandi sýni að við getum unn- ið hratt og að við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera,“ sagði hann. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri í Fjarðabyggð, tók á móti full- trúum Columbia á Reyðarfirði í gær og var síðan farið að jörðinni Hrauni þar sem talinn er hagkvæm- asti staðurinn fyrir væntanlegt ál- ver. Þessu næst héldu Austfirðingar fund með fulltrúum Columbia í Neskaupstað þar sem farið var yfir þær hugmyndir sem uppi eru um orkufreka stóriðju á svæðinu, og þjónusta og atvinnulíf á svæðinu var kynnt. Góð reynsla viðræður við fulltrúa Landsbankans og Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins á næstu dögum vegna hugsan- legrar fjármögnunar framkvæmda. Hann sagði að félagið hefði á sínum tíma haft áhuga á þátttöku ís- lenskra fjárfesta við byggingu ál- versins á Grundartanga, en það hefði ekki gengið eftir sem skyldi. Hugsanlega væri nú meiri áhugi fyrir hendi í dag varðandi slíka þátttöku í fjárfestingu í stóriðjuveri á Austurlandi. Einnig yrði rætt við erlenda fjármögnunaraðila en við byggingu álversins á Grundartanga gerði Norðurál sérstaka fjármögn- unarsamninga við ING-bank og Paribas í París. Aðspurður sagði Hensel að ef til þess kæmi að Columbia réðist í byggingu og rekstur álvers á Aust- fjörðum yrði það að meirihluta í eigu Columbia. Hann sagði að áætl- anir fyrirtækisins um stækkun Norðuráls á næsta ári í 90 þúsund tonn væru óháðar þessum hug- myndum og yrði þeim haldið áfram með viðræðum við Landsvirkjun um orkuafhendingu, hvort sem fyr- irtækið ræðst í byggingu álvers á Reyðarfirði eða ekki. Hensel sagði að reynsla Col- umbia af rekstri álversins á Grund- artanga væri góð og fyrirtækið hefði fullan hug á að auka fjárfest- ingu sína hér á landi. Hann sagði að hér væri um að ræða langtímaverk- efni og kvaðst hann gera ráð fyrir að taka myndi a.m.k. 4-5 ár þar til slíkt álver gæti hafið starfsemi. „Eg Matthieu Kalthof sagði að ING- Barings hefði góða reynslu af fjár- mögnun álversins á Grundartanga og bankinn væri reiðubúinn að taka þátt í fjármögnun vegna stækkunar verksmiðju Norðuráls í 90 þúsund tonn. Kalthof sagði að fulltrúar ING hefðu fylgst með þeim áætlunum sem uppi væru á íslandi um frekari stóriðju. Hann sagði að þeir byggju yfir góðri þekkingu á slíkri upp- byggingu og vildu fá tækifæri til að taka þátt í henni ef um álitleg verk- efni væri að ræða og í samræmi við þá skilmála sem bankinn starfaði eftir. Guðmundur Bjarnason bæjar- stjóri sagði að fulltrúar Columbia hefðu átt frumkvæði að könnunar- ferð þeirra um Austurland og það hefði verið sjálfsagt og eðlilegt að taka á móti þeim og sýna þeim að- stæður. „Að mínu mati er mjög mik- il alvara í þessum málum núna. Norsk Hydro er fyrst í röðinni, þar sem það hefur verið lengst í þessu, en það eru aðrir aðilar að sýna áhuga sinn á þessu líka. Ég met þetta því svo að það sé kominn al- mennilegur skriður á þessu mál, þó svo að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar,“ sagði hann. Guðmundur sagði ljóst að fulltrú- ar Columbia hefðu fullan hug á að verða virkari þátttakendur í áliðn- aði á íslandi. Aðspurður hvort fregnir af því að hugsanlegur eignarhlutur Norsk Hydro í álveri á Reyðarfirði yrði að- eins 20-25% breyttu áætlunum um að reisa álver á Austfjörðum sagðist Guðmundur ekki telja svo vera. Fram hefði komið á kynningarfundi Landsvirkjunar og iðnaðarráðu- neytisins á Austurlandi sl. mánudag að það væri samdóma álit manna að ekki væri ástæða til að hafa áhyggj- ur af því að fjárfestar fengjust ekki til þátttöku í þessu verkefni. Margir um hituna Smári Geirsson, forseti bæjar- stjómar Fjarðabyggðar, sagði það ánægjulegt að margir virtust nú hafa áhuga á að byggja upp orku- frekan iðnað á Reyðarfirði. „Þetta hangir saman við orkuöflunina. Ég tel að þetta styrki það að orkufrek- ur iðnaður á Reyðarfirði verður að veruleika innan skamms, sem við teljum eitt mikilvægasta hagsmuna- mál Austurlands sem er á dagskrá um þessar rnundir," sagði Smári. Smári sagði ljóst að Columbia Ventures hefði mikinn áhuga á að byggja nýtt álver á Islandi og væru menn þaðan að skoða aðstæður á Austurlandi í ljósi þess. „Það er líka ljóst að það er unnið að framgangi mála í samvinnu við Norsk Hydro af fullum krafti,“ sagði hann. Hann sagðist gera ráð fyrir að málin myndu skýrast eftir fund full- trúa Columbia með ráðherrum á næstu dögum. Halda á fund með fulltrúum Norsk Hydro undir lok júní þar sem undirrita á sérstaka viljayfirlýsingu vegna fyrirhugaðs álvers og sagðist Smári vera bjart- sýnn á niðurstöðu þess fundar. „Ég geri ráð fyrir að á þeim fundi verði wteknar ákvarðanir um næstu skref við undirbúninginn," sagði hann. Smári sagði einnig að áhugi Col- umbia-manna kæmi ekki á óvart þótt heimsókn þeirra til Austur- lands hefði átt sér stuttan aðdrag- anda. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.