Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 25 Tónlistarverðlaun Norðurlanda Verk Jóns Nordal og Hauks Tómas- sonar tilnefnd VERK Jóns Nordal og Hauks Tóm- assonar eru tilnefnd íyrir hönd ís- lands til Tónlistarverðlauna Norð- urlanda árið 2000. Verðlaunin verða veitt tón- skáldi fyrir eitt til- tekið verk. Streng- jakvartettinn „Frá draumi til draums“ eftir Jón Nordal og Konsert fyrir fiðlu og kammersveit eftir Hauk Tómas- son voru tilnefnd. Strengjakvart- ett Jóns Nordal var saminn vetur- inn 1996-97 og frumfluttur í febr- úar 1997 af Bern- ardel-kvartettinum hjá Kammermús- íkklúbbnum. Heiti verksins og ein- stök kaflaheiti eru tilvitnanir í ljóð Jó- hanns Jónssonar, „Söknuður". Konsert fyrir fiðlu og kammer- sveit eftir Hauk Tómasson var sam- inn 1998 og frumfluttur á Listahátíð í Reykjavík sama ár af Sigrúnu Eð- valdsdóttur og Caput-hópnum. Á liðnum árum hafa einkum stærri verk, oftast stór hljómsveit- arverk eða óperur, verið tilnefnd til verðlaunanna. Á fundi Tónlistar- nefndar Norðurlanda í Færeyjum í byrjun maí, sem Ámi Harðarson og Ingvar Jónasson sátu fyrir Islands hönd, var komist að samkomulagi um að mælast til þess við dómnefnd að hún beindi sjónum sínum að kammerverkum í breiðri skilgrein- ingu þess orðs. I dómnefndinni fyrir íslands hönd er að þessu sinni Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari. Akvörðun um verðlaunaverkið verður tekin í september næstkomandi. ----------------- Helstu söfn Parísar opnuð á ný París. AFP. GERT var ráð fyrir því að ýmis söfn í Frakklandi, sem rekin eru af franska ríkinu, yrðu opnuð á ný í dag, miðvikudag, eftir að starfsfólk ákvað að binda endi á þriggja vikna langt verkfall sem valdið hefur gíf- urlegum tekjumissi fyrir söfnin og um leið reitt marga erlenda ferða- menn til reiði. Starfsfólk safnanna ákvað að binda endi á verkfall sem boðað var til að krefjast þess að menntamála- ráðuneytið franska yki mjög starfs- mannafjölda svo hægt væri að minnka vinnuálag starfsfólks, en það kvartar yfir því að fjöldi gesta hafi aukist verulega á síðustu árum, án þess að við því hafi verið brugð- ist. Starfsmenn munu þó endur- skoða þessa ákvörðun sína í lok mánaðar þegar fyrir liggur hvort ríkisvaldið hyggst fjölga starfsfólki eður ei. Mörg af helstu söfnum Frakk- lands voru lokuð á meðan verkfall- inu stóð, m.a. Louvre-safnið, Orsay- safn og Eiffel-tuminn. Gátu fulltrú- ar menntamálaráðuneytisins sér þess til á mánudag að tekjutap vegna verkfallanna myndi nema rúmlega eitt hundrað • og sjötíu milljónum ísl. króna. „Verkfallið er algert áfall fyrir ímynd Parísar,“ sagði Alain-Phil- ippe Feutre, varaformaður samtaka hóteleigenda. „París án Louvre- safnsins er eins og svikið loforð, hluti af pakkanum ekki til staðar. Petta kemur til með að verða okkur dýrkeypt," sagði Feutre. Haukur Tómasson V est-norræn tónleikaröð fær ríflegan styrk Á FUNDI sínum í Reykjavík í gær tilkynnti Norræna menningarmála- nefndin um styrkveitingar ársins. Meðal þeirra vest-norrænu menn- ingarverkefna sem hljóta styrk er Nordvest Musik, Pórarinn Stefáns- son, sem ráðgerir fem stóra sumar- tónleika á ári í þrjú ár, 2000-2002, í Reykjavík, Pórshöfn í Færeyjum og Nuuk. Styrkurinn er 400.000 dansk- ar krónur. Fyrstu tónleikar sumarið 2000 Pórarinn Stefánsson kvaðst þakklátur nefndarmönnum fyrir að veita verkefninu brautargengi með þessum hætti. Hann hefði í upphafi mætt mikilli velvild gagnvart verk- efninu. Um væri að ræða vest-norræna tónleikaröð. Fyrsta árið, sumarið 2000, hæfist dagskráin um miðjan maí með tónleikum Sólrúnar Braga- dóttur og píanóleikarans Einar Steen-Nokleberg. I júní væri röðin komin að þeim Martin Fröstran og Porsteini Gauta Sigurðssyni. í júlí kæmi Trio Nordica fram og í ágúst Sigrún Eðvaldsdóttir og Roland Pönkina. ísland tengist mörgum verkefnum ísland tengist mörgum verkefn- unum og má nefna að norrænu menningarhöfuðborgimar fá 6,2 milljónir danskra króna til fjögurra verkefna, en þar á meðal er Baldr Jóns Leifs fluttur undir stjórn Leifs Segerstam. Menningarmálasjóðurinn úthlut- ar alls 10,4 milljónum danskra króna. Öll verkefnin eru að minnsta kosti í samvinnu þriggja norrænna landa. Morgunblaðið/Þorkell NEFNDARMENN Norræna menningarmálasjóðsins að lokinni úthlutun. Nýjar og notaðar j árniðnaðarvélar! koma til Islands Frá mánudecji 14. júní til föstudagsins 18. júní verðum við á HOTEL ESJU, Reykjavík, sími 505 0950. Þér er veikomið að hitta okkur þessa daga frá kl. 16.00—19.00, vinsamlegast hringið í síma 505 0950 og pantið viðtal. Við verðum með myndir og bæklinga sem sýna hið mikla úrval okkar af nýjum og notuðum vélum. NÝJAR VÉLAR - HÁGÆÐA VÉLAR FRÁ SAHINLER Á MJÖG GÓÐU VERÐI Vökvadrifnar C-pressur, 30-150 tonn. Vökvadr. kantpressur/fjölnota verkstæðispressur 100-150 tonn. Vökvadr. verkstæðispressur 30-150 tonn. Vökvadr. plötuvalsar, plötuþykkt 4-24 mm. Mótordrifnir plötuvalsar, plötuþykkt 0,8-12 mm. Vökva- og mótordrifnar rúllubeygjuvélar. Afskurðarvélar („trimming") 0,8-4 mm. Hringskerar, 1-5 mm þykkt. Lofthamrar, 34-75 kg. Súluborvélar MK-4. Vökvadr. fjölnota prófílsax 45 tonn. NOTAÐAR VÉLAR Við höfum meðferðis tæknilegar lýsingar og myndir af hinu mikla úrvaii sem við eigum af notuðum járniðnaðarvélum: Rennibekkir Fræsarar Borvélar Lárétt og lóðrétt borverk Pressur Súlustansar Plötusöx Kantpressur fyrir plötujárn Beygjuvélar Sagir Siípivélar CNC og hefðbundnar vélar og margt fleira. Hringið í síma 0045 36 786577 eða á Hótel Esju (í síma 505 0950 frá 13. júnQ til að fá nánari upplýsingar og við hlökkum til að hitta þig meðan á dvöl okkur á íslandi stendur. Brdp. Hansen Værktejmaskínep Maagevej 40 DK-2650 Hvidovpe Denmapk Sími: 004536786577 Fax: 604536771780 Netfang: bpdp.hansentele.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.