Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forseti íslands setur 124. löggjafarþing
„A Alþingi fer
samviskan
með æðsta
dómsvaldið“
ALÞINGI íslendinga, 124. löggjaf-
arþing, kom saman í fyrsta sinn í
gær eftir alþingiskosningarnar í vor.
Biskup íslands, Karl Sigurbjöms-
son, fiutti í upphafí nokkur blessun-
arorð í þingsalnum en að því búnu
las forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, upp úr forsetabréfi um að
þing skyldi saman komið og lýsti því
yfir að Alþingi Islendinga væri sett.
,Asamt forseta lýðveldisins eru al-
þingismenn, hver og einn og sem
heild, handhafar mestu ábyrgðar
sem sjálfstæð lýðræðisþjóð getur
veitt. Frá þeirri ábyrgð er hvorki
hægt að flýja með tilvísun til flokks-
hollustu né hagsmunavalds. Hér fer
samviskan með æðsta dómsvald,“
sagði forseti Islands m.a. í þingsetn-
ingarræðu sinni. Að henni lokinni
risu alþingismenn úr sætum og
minntust fósturjarðarinnar með
fjórföldu húrrahrópi.
Halldór Ásgrímsson, sá þingmað-
ur sem næstlengsta þingsetu hefur
að baki, tók því næst við stjórn
þingfundarins og bauð sérstaklega
þá fimmtán þingmenn sem ekki áttu
sæti á Alþingi á síðasta kjörtímabili
velkomna til starfa. Af þeim hafa
sjö setið áður á Alþingi sem vara-
menn og tveir sem aðalmenn. „Ég
ALÞINGI
vil láta í ljós þá ósk að störf Alþingis
verði okkur alþingismönnum til
sóma og landi og þjóð til heilla,“
sagði Halldór ennfremur.
Halldór Blöndal
forseti Alþingis
Eftir að nýir þingmenn höfðu
undirritað drengskaparheit að
stjórnarskránni, var Halldór Blön-
dal, fyrsti þingmaður Norðurlands-
kjördæmis eystra, kjörinn forseti
Alþingis með 33 atkvæðum. Tutt-
ugu og sex þingmenn greiddu ekki
atkvæði. „Ég þakka háttvirtum al-
þingismönnum það traust sem þeir
hafa sýnt mér með því að kjósa mig
sem forseta alþingis," sagði Halldór
Blöndal m.a. „Ég tel það skyldu
Morgunblaðið/Kristinn
BISKUP Islands, herra Karl Signrhjörnsson. flutti nokkur blessunarorð fyrir þingsetninguna í gær, en að
því búnu las Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands upp úr forsetabréfi og lýsti því yfir að þingið væri sett.
mína að vinna að því að gott sam-
starf megi takast við háttvirta þing-
menn um störf Alþingis. [...] Eg
óska ríkisstjóminni velfarnaðar í
störfum og vona að samstarf hennar
og Alþingis megi verða gott og landi
og þjóð til blessunar."
Að loknu ávarpi nýkjörins forseta
Alþingis fór fram kosning fjögurra
varaforseta þingsins. Guðmundur
Ámi Stefánsson, Samfylkingunni,
var kjörinn fyrsti varaforseti þings-
ins, Guðjón Guðmundsson, Sjálf-
stæðisflokki, var kjörinn annar
varaforseti, ísólfur Gylfi Pálmason
var kjörinn þriðji varaforseti og
Ámi Steinar Jóhannsson, Vinstri-
hreyfingunni-grænu framboði, var
kjörinn fjórði varaforseti.
RÁÐHERRAR ríkisstjórnar íslands og alþingismenn ganga fylktu liði
upp í þingsal Alþingishússins.
ÚRVALÚTSÝN
585 4000
4
FERÐASKRIFSTOFA ÍSIANDS
RAÐSTEFNUR
5854400
\
FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS
VlÐSICiPTAFBRÐiR
585 4400
FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS
ÍNNANLANDSDEILD
585 4300
Þingkonur
stilla sér upp
fyrir 19. júní-
blaðið
TUTTUGU og tvær konur sitja
nú á Alþingi Islendinga og hef-
ur hlutur þeirra aldrei verið
meiri í sögu lýðveldisins Is-
lands, en alls eru þingmennirn-
ir 63. Af því tilefni stilltu þing-
konurnar sér upp fyrir ljós-
myndara blaðs Kvenréttindafé-
Iags íslands, 19. júní, og náði
Morgunblaðið þessari mynd
við það tækifæri. Á myndina
vantar aðeins eina alþingis-
konu, Katrínu Fjeldsted, þing-
mann Sjálfstæðisflokksins. Hin-
ar voru mættar glaðbeittar til
leiks við upphaf þingsetningar
í gær.
Morgunblaðið/Kristinn
Síld innan
lögsögunnar
SÍLD úr norsk-íslenska sfldarstofn-
inum fékkst innan íslenskrar land-
helgi í gær en þá bámst fréttir um
að færeyska skipið Saxaberg hefði
fengið um 370 tonn af síld rétt innan
landhelgislínunnar um 200 mflur
norðaustur af Langanesi. Islensku
skipin streyma nú á miðin eftir sjó-
mannadag og komu fyrstu skipin á
miðin í gærkvöldi. Þá bámst fréttir
um að Guðrún Þorkelsdóttir SU
hafði fengið um 400 tonn af sfld í
einu kasti innan landhelginnar í
gærkvöldi og sprengt nótina í öðm
kasti en það fékkst ekki staðfest.
Ánægjulegar fréttir
Hjálmar Vilhjálmsson fískifræð-
ingur sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi fréttimar vera
ánægjulegar og vonandi gengi sfldin
enn lengra inn í lögsöguna. „Það er
ekki útlokað að hún taki sama rúnt
og í fyrra. Það var dálítið kalt þama
norður frá fyrr í vor en ef yfirborð
sjávar hefur hlýnað getur sfldin allt
eins skotist vestur á bóginn og
möguleikamir verða meiri þegar
sunnar dregur,“ sagði Hjálmar.
Sfldarleiðangur um
miðjan mánuðinn
Sfldarrannsóknarleiðangur Haf-
rannsóknastofnunar, sem hefst
laust eftir miðjan júní, er gagngert
ætlaður til að kanna gönguleiðir
norsk-íslensku síldarinnar. Leið-
angursstjóri verður Jakob Jakobs-
son, fyrrverandi forstjóri Hafrann-
sóknastofnunarinnar.
Afrýja ekki dómi um
ólögmætt útboð
BANDARÍSKA dómsmálaráðu-
neytið hefur ákveðið fyrir hönd
hersins að áfrýja ekki þeirri niður-
stöðu alríkisdómstólsins í Was-
hington frá í febrúar síðastliðnum
að útboð vegna flutninga milli Is-
lands og Bandaríkjanna fyrir varn-
arliðið sé ekki í samræmi við milli-
ríkjasamning. Skipafélögin Atlants-
skip á íslandi og Transatlantic
Lines í Bandaríkjunum hafa annast
flutningana og áfrýjuðu þau dómn-
um.
Eimskip óskaði eftir því að flutn-
ingamir skyldu boðnir út meðan
málið er fyrir áfrýjunarréttinum en
hann hafnaði því og hefur Eimskip
nú farið fram á að sú ákvörðun verði
endurskoðuð. Þórður Sverrisson,
framkvæmdastjóri flutningasviðs
Eimskips, segir að margir mánuðir
geti liðið þar til áfrýjunarrétturinn
kemst að niðurstöðu, jafnvel hálft til
heilt ár, og því hefur Eimskip óskað
eftir flýtimeðferð á málinu.
Með þeirri ákvörðun að áfrýja
ekki málinu eru bandarísk stjórn-
völd að mati Þórðar að viðurkenna
að bandaríska hemum hafi orðið á
mistök við útboðið og þá niðurstöðu
dómsins að milliríkjasamningur hafi
verið brotinn. Þórður segir þau rök
vera fyrir beiðni Eimskips um nýtt
útboð meðan málið er fyrir áfrýjun-
arréttinum að á meðan annist tvö
skipafélög flutningana á gmnni út-
boðs sem dæmt hafi verið ólög-
mætt, félög sem eru í eigu banda-
rískra aðila. Því væri rétt að nýtt
útboð færi fram strax.