Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Karl Bretaprins hefur gengið fram fyrir skjöldu gegn erfðabreyttum matvælum Bændur óttast almenningsálitið KARL Bretaprins - fremstur í gagnrýninni á erfðabreytt matvæli. KARL Bretaprins hefur hleypt nýju fjöri í umræðuna um erfða- breytt matvæli með blaðagrein, þar sem hann hefur uppi miklar efa- semdir um þau; segir þau reyndar óþörf og að það liggi engan veginn fyrir að þau séu hættulaus mönn- um. Opinber viðbrögð ríkisstjómar- innar hafa verið á lágu nótunum, en sögur fara af reiði og pirringi í röð- um ráðherra. Bændur eru á hinn bóginn sífellt ófúsari að taka þátt í tilraunum með ræktun erfða- breyttra afurða vegna vaxandi and- stöðu almennings. Tony Blair forsætisráðherra sagði í viðtali á BBC-sjónvarpsstöð- inni á sunnudag að nauðsynlegt væri að skoða málið með opnum huga. Hann sagðist ekki vera sér- legur talsmaður erfðabreyttra mat- væla, en að skynsamlegra væri að fara eftir niðurstöðum vísindarann- sókna en tilfinningaþrungnum al- mannarómi. Blair varaði við því að ef lagt yrði bann við framleiðslu erfðabreyttra matvæla í Bretlandi, myndu önnur lönd, eins og til dæm- is Þýskaland, ná forskoti í rann- sóknum á þessu sviði. Sagt er að Karli og Tony Blair forsætisráðherra sé vel til vina, en blöð skýra frá því að fyrir fimm vik- um hafi slegið í brýnu milli þeirra út af erfðabreyttu matvælunum. Full- yrt er að að ummæli ráðherra í síð- ustu viku um skaðleysi þeirra og ófagrar samlíkingar um þá, sem á móti þeim eru, þ.á m. samtök sem Karl er vemdari fyrir, hafi gert prinsinum gramt í geði. Tony Blair varar við því að önnur lönd nái forskoti í rannsóknum Lengi verið andvígur ræktun erfðabreyttra matvæla Karl Bretaprins hefur löngum lýst sig andvígan ræktun erfða- breyttra matvæla og opnaði um ára- mótin heimasíðu, þar sem fólki var gefinn kostur á að segja hug sinn til þeirra. í grein sinni í Daily Mail segir Karl, að alls kyns upplýsingum um skaðsemi og skaðleysi erfða- breyttra matvæla sé haldið að fólki og brýn nauðsyn sé á því að umræð- an verði markvissari og að almenn- ingur fái svör við spumingum sín- um. Hann telur enga þörf fyrir erfðabreytt matvæh í Bretlandi og vafasamt, hvort sú þörf verði nokkum tíma íyrir hendi. Hann segir að engar sannanir liggi fyrir um hættu af því að neyta erfða- breyttra matvæla, en hins vegar sé heldur ekki hægt að afneita henni, til þess hafi allt of litlar rannsóknir verið gerðar. Hann bendir á, að lyf verði að rannsaka vandlega áður en þau fáist sett á markað og engin ástæða sé til þess að annað gildi um erfðabreytt matvæli. Þá bendir prinsinn á, að í Banda- ríkjunum hafi nú eftir áralangar rannsóknir komið í ljós að erfða- breytt maísfrjókorn drepi fiðr- ildalirfur, og hættan á víxlfrjógvun sé vissulega fyrir hendi, þar sem hvorki flugur né vindar lúti nokkmm reglum okkar mannanna. Og hver borgar svo brúsann, ef illa fer? spyr Karl. Um þau rök, að erfðabreyttu matvælin séu bjargvættur þriðja heimsins segir Karl, að þau hljómi í sínum eyrum eins og tilfinningaleg fjárkúgun. Hann vísar til samþykkt- ar 20 Afríkuríkja, þ.á m. Eþíópíu, þess efnis að erfðabreytt matvæli séu ekki lausnin fyrir þau og nýrrar skýrslu Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, þar sem sett era fram rök fyrir því, að erfðabreytt matvæli séu ekki lausnin gegn hungri og fátækt í þriðja heiminum. Loks fjallar prinsinn um framtíð- ina og spyr þá m.a. hvort við eigum að láta iðnvæðingu sjálfs lífsins við- gangast með breytingum á náttúr- legu umhverfi okkar. Og ef við breytum svo, kemur þá ekki ein- hvem tíma að skuldadögum? Væri ekki skynsamlegra að vinna með náttúranni og nýta gjafir hennar til góðs fyrir okkur og framtíðina? Skoðunum Karls andmælt Grein prinsins hefur þegar vakið hörð viðbrögð þeirra, sem era fylgj- andi erfðabreyttum matvælum. The Times hefur eftir Tony Combes, talsmanni Monsanto, fyrirtækisins sem stendur einna fremst í þróun erfðabreyttra matvæla, að fullyrð- ingar prinsins um skort á reglu- gerðum og rannsóknum séu rangar. Hver rannsóknin á fætur annarri hafi leitt í ljós, að erfðabreytt mat- væli séu hættulaus mönnum og um- hverfinu. Peter Melchett, talsmaður Greenpeacesamtakanna, tekur hins vegar heils hugar undir málflutning Karls. Frá skrifstofu prinsins ber- ast þær upplýsingar, að hann sé hæstánægður með viðbrögð fólks, sem hafi hringt þangað í stóram stíl til að taka undir orð hans og að ör- tröð hafi skapazt á heimasíðu prins- ins. Prinsinn sendi forsætisráðuneyt- inu eintak af greininni fyrir birtingu og þar á bæ segja menn upphátt, að ríkisstjómin fagni öllum skynsam- legum innleggjum í umræðuna. Hún telji neyzlu erfðabreyttra matæla skaðlausa, hafni banni við rannsóknaræktun þeirra, en sé fylgjandi ströngu eftirliti og aðhaldi með þeim. Þá hafi ríkisstjórnin sett reglur um merkingar í verzlunum og veitingahúsum og sjálfsagt sé, að almenningur eigi um það val, hvort hann kaupir vörur með erfðabreytt- um efnum eða ekki. Almenningsálit gjörbreytt Þegar Karl Bretaprins vakti fyrst máls á hættunni af ræktun erfða- breyttra matvæla, voru skoðanir hans taldar honum til sérvizku, og allar búðarhillur voru fullar af mat- vælum með erfðabreyttum efnum. Nú hefur almenningsálitið gjör- breytzt og nær allar verzlanakeðjur hafa hætt sölu þeirra. Brennt bam forðast eldinn segir máltækið og það sannast á Bretum nú, því and- stöðu þeirra má að hluta rekja til kúariðunnar og afleiðinga hennar, sem Karl vísar til í grein sinni, en þar þótti ríkisvaldið grípa of seint inn í gang mála. Rannsóknaræktun á erfðabreytt- um matvælum fer nú fram á 148 stöðum í Bretlandi. Fréttir hafa borist af því að fyrirtæki, sem hefúr stundað rannsóknir á erfðabreyttu sáðkomi, hafi ákveðið að hætta þeim vegna stöðugra skemmdar- verka á uppskeranni. Þá hefur kom- ið fram að bændur óttast í auknum mæli að ímynd þeirra bíði hnekki haldi þeir áfram tilraunum með ræktun erfðabreyttra afurða. Síðast á mánudaginn lét einn breskur bóndi undan þrýstingi samsveit- unga sinna og eyðilagði alla upp- skera sína á 25 ekram lands. Torg hins himneska friðar: Hliðið að framtíð Kína AFP Eftir Xiao Qiang The Project Syndicate. TÍU AR era liðin frá blóðbaðinu í Peking en það varð til þess að líf mitt tók nýja stefnu og gerði mig að baráttumanni mannréttinda. Grimmd ríkisstjómarinnar þá og öll mín reynsla síðan hafa sannfært mig um að framtíð Kína verður óviss án viðeigandi útskýringa þessara glæpa. Ég sá myndir frá blóðbaðinu í sjónvarpinu í Bandaríkjunum þar sem ég var við doktorsnám í stjameðlisfræði. Daginn eftir ákvað ég að hætta námi og tók fyrstu vél heim til Kína. I tvo mán- uði sem þrangnir vora skelfingu, reyndi ég að komast að því hvað hefði gerst án þess að lögreglan yrði á vegi mínum. Ég hafði uppi á fólki i felum og dreifði framlögum úr erlendum söfnunum til fómar- lambanna og fjölskyldna þeirra. Þegar ég sneri tilbaka úr þessari ferð var ég sannfærður um eitt: Það er hægt að slátra fólki en frelsisþráin verður aldrei drepin niður. Hin friðsamlegu mótmæli sem áttu sér stað árið 1989 gáfu í fyrsta sinn milljónum Kínverja forsmekk- inn að pólitísku frelsi og von um að þeir gætu haft áhrif á opinbert líf í landinu. Ríkisstjómin afgreiddi hins vegar þessa friðsamlegu hreyfingu sem uppreisn gagnbylt- ingarsinna og réttlætti þannig þær miskunnarlausu aðgerðir sem brutu hreyfinguna niður. Skilaboð- in til fólksins vora skýr: Það yrði ekkert pólitískt frelsi. Þau rök heyrast að Kína hafi tek- ið framförum síðan þá. Efnahagur hafi batnað, lífsgæðin aukist og að ríkið hafi minni afskipti af daglegu lífi fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að frekari þróun í Klna getur ekki orðið á meðan stjómvöld era ekki kölluð til ábyrgðar og almenn- ingur fær hvorki upplýsingar né aðgang að stjómkerfinu. Kínversk stjómvöld halda fram þeim fullyrð- ingum sínum að hreyfingin á Torgi hins himneska friðar og lýðræði muni skapa pólitískan glundroða og þjóðarsundrangu. „Stöðugleika of- ar öllu“, hljómar hið opinbera slag- orð. En stöðugleiki byggður á und- irokun er líkast húsi reistu á virku eldfjalli. Kínverski kommúnistaflokkur- inn fylgir ekki marxisma nema í orði en hefur þó engin önnur úr- ræði hvað varðar framtíð landsins. Stjórnvöld treysta á áframhald- andi hagvöxt og geta þannig rétt- lætt þann „stöðugleika" sem þar ríkir, en það sem þeir kalla „stöð- ugleika“ er í raun kúgun og undir- okun. Minnki hagvöxturinn munu efasemdir vakna um slíkan samn- ing sem þvingaður er upp á þjóð- ina. Stjórnvöld kunna engin ráð við mótmælaaðgerðum atvinnulausra verkamanna og snauðra bænda svo ekki sé minnst á óánægða trúar- hópa. Þegar kínverska sendiráðið var sprengt í loft upp í Belgrad á dögunum, kyntu stjórnvöld undir Þeir sem muna eftir áhrifum vakningar- innar árið 1989 gera sér grein fyrir þýðingu þess að halda anda hennar á lofti ef Kína á að komast friðsamiega í gegnum núverandi breytingar. þjóðemishyggju og útlendingahat- ur hjá þjóðinni, en þau viðbrögð bera vott um það mikla óöryggi sem endurspeglast í afneitun ólíkra sjónarmiða. Þeir sem muna eftir áhrifum vakningarinnar árið 1989 gera sér grein fyrir þýðingu þess að halda anda hennar á lofti ef að Kína á að komast friðsamlega í gegnum nú- verandi breytingar. Þess vegna teljum við lífsnauðsynlegt að ógilda dóminn sem fordæmdi mótmælin. Ef réttlæti á að ríkja, þjóðarsátt og sannur stöðugleiki, þá verða kín- versk stjómvöld að viðurkenna að blóðbaðið árið 1989 var glæpur gegn kínversku þjóðinni. Eftirfarandi aðgerðir era nauð: synlegar við ógildingu dómsins: I fyrsta lagi verða stjómvöld að gefa út þá opinbera yfirlýsingu að mót- mælin árið 1989 hafi ekki verið uppreisn gagnbyltingarsinna. I öðra lagi verður að láta lausa alla þá pólitísku fanga sem enn era í fangabúðum fyrir „glæpi" tengd- um lýðræðishreyfingunni. I þriðja lagi verður kínverska ríkisstjómin að biðja fómarlömbin, hina særðu og fjölskyldur þeirra opinberlega afsökunar og veita þeim fullnægj- andi bætur. í fjórða lagi verður kínverska ríkisstjórnin að hleypa þeim hundraðum pólitísku útlögum eins og mér aftur inn í landið. Að lokum er nauðsynlegt að setja á fót sjálfstæðan glæpadóm- stól sem rannsakar blóðbaðið þann 4. júní. Það þarf að ákæra og draga fyrir rétt alla þá sem ábyrgir era fyrir drápunum og grimmdarverk- unum, svo sem Li Peng, fyrram formann. Það er ekki auðvelt að taka slík skref. Sýn og pólitískt hugrekki þarf til að horfa til framtíðar kín- versku þjóðarinnar í stað þess að vemda sérhagsmuni valdahópa. Einungis með því að ógilda dóm- inn, getur ný forysta í Kína endur- heimt þann opinbera siðferðisrétt sem brotinn var niður fyrir tíu ár- um. Þetta er einungis byrjunin á þeim löngu tímabæra aðgerðum sem nauðsynlegar era ef Kína á að geta hafið 21. öldina sem mikil þjóð og ábyrgur meðlimur í alþjóðlegu samfélagi. Torg hins himneska friðar og andi þess tilheyra heiminum. Ógilding dómsins þann 4. júní 1989 mun ekki einungis vega þungt í endurreisn lýðræðis, mannréttinda og lagaréttar í Kína, heldur einnig tákna heimssigur réttlætis og frið- ar. Höfundur er framkvæmdastjóri samtakanna „Mannréttindi ( Kína“ en þau samtök, sem eru starfrækt í New York og Hong Kong, hafa eft- irlit með kfnverskum mannréttind- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.