Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Hreinkýr með kálfa
á Þuríðarstaðadal
Vaðbrekku, Jökuldal - Hrein-
kýrnar á Vesturöræfum hafa
borið utar á öræfunum nú í vor
en oft áður. Það helgast af því að
nú er þar meiri siyór en jafnan.
Oftast bera flestar kýrnar í
svoköiluðum Háisi á Vesturöræf-
um, en á þessu vori er sú ekki
raunin. Að sögn Koibeins Árna-
sonar hjá Upplýsinga- og merkja-
fræðistofu Háskólans sem séð
hefur um tMningu á hreinkúm
um burðartímann síðustu fimm
ár fyrir Landsvirkjun hafa kýrn-
ar borið utar á öræfunum nú í
vor en áður vegna þess hve mik-
ill snjór er innar á öræfunum.
Fáar kýr hafa borið inn í Hálsi,
flestar hafa þær borið á þessu
vori út á Glúmstaðadal, Tungu
og Þuríðarstaðadal þar sem þessi
mynd var tekin af nokkrum
hreinkúm með kálfa með tignar-
legt Snæfeliið í baksýn.
Vann utanlandsferð í
spurningaleik
Hveragerði - Nýverið var dregið í
spumingaleik sem Verslunin
Hornið á Selfossi og Hverakaup í
Hveragerði stóðu fyrir ásamt
Mjólkurbúi Flóamanna í tilefni af
70 ára afmæli mjólkurbúsins.
Aðalvinningurinn var ferð fyrir
tvo til Edinborgar. Ung stúlka úr
Hveragerði, Karen Osk Guð-
mundsdóttir, 10 ára, datt heldur
betur í lukkupottinn þegar nafn
hennar var dregið út í spuminga-
leiknum. Að sögn forsvarsmanna
fyrirtækjanna var þátttakan í
leiknum framar öllum vonum og
vildu þeir þakka þeim fjölmörgu
sem sendu inn svarseðla.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
SIGURÐUR Mikaelsson, Karen
Ósk, Margrét Jóna Bjarnadótt-
ir, móðir Karenar og Vigfús Þ.
Guðmundsson við verðlauna-
afhendinguna.
STÓRSÝNING
Bíla- og búvélasýningar
Ingvars Helgasonar og
Bílheima um landió
Miðvikudaginn 9. júní
Hella.................... 9-12
.Flúðir.................. 14-17
Fimmtudaginn 10. júní
Laugarvatn............... 9-12
Selfoss................. 14-18
Þorlákshöfn............. 19-21
Morgunblaðið/AMÍs Hafsteinsdóttir
Ovanalegt
starf al-
þingis-
manns
Hveragerði - Þeir voru margir við-
skiptavinimir hjá Garðyrkjustöð
Ingibjargar Sigmundsdóttur í
Hveragerði sem ráku upp stór augu
þegar kunnugleg kona tíndi til
stjúpur og fjölær blóm í kassa fyrir
þá um síðustu helgi. Þar var komin
Margrét Frímannsdóttir alþingis-
maður sem hefur þann sið á vorin
að aðstoða við afgreiðsluna hjá
Ingibjörgu Sigmundsdóttur á há-
annatímanum. Aðspurð sagði hún
að það væri góð tilbreyting að sinna
þessum störfum enda harla ólíkt því
sem hún fengist við á hinu anna-
sama Alþingi.
Skuldir bæjarsjóðs Húsa-
víkur aukast um 42,6%
Húsavík - Bæjarstjóm Húsavíkur
hélt sinn 700. fund 3. þessa mánað-
ar en Húsavík fékk bæjarréttindi
1. janúar 1950. Bæjarstjórnarfund-
ir hafa því verið tæplega 15 að
meðaltali á ári hverju.
A fundinum vom lagðir fram, til
fyrri umræðu, reikningar bæjar-
sjóðs og fyrirtækja og sýna þeir
meðal annars að skuldir bæjar-
sjóðs vora í árslok 1998 um 518
milljónir og höfðu hækkað á árinu
um 42,6%. Skuldir á íbúa em því
um 209 þúsund króna.
Rekstrartekjur hafnarsjóðs urðu
26,5 millj. og drógust saman um
4,4% frá fyrra ári. Rekstrargjöld
vora 22,7 millj. og hagnaður fyrir
afskriftir nam því 3,7 millj. I upp-
gjörinu era gjaldfærðar um 2 millj.
vegna tjóns á hafnarvog í óveðri sl.
haust. Bæjarstjóm er skipuð níu
mönnum, meirihluta bæjarstjómar
skipa nú H-listamenn með fimm
fulltrúa, framsóknarmenn era með
tvo og sjálfstæðismenn með tvo.
Bæjarstjóri er Reinhard Reynisson,
forseti bæjarstjómar Tryggvi Jó-
hannsson og bæjarritari Guðmund-
ur Níelsson.
BÆJARSTJÓRN, bæjarstjóri og bæjarritari Húsavíkur.
Vngt fólk á Norður-
löndunum vill samvinnu
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
GISLI Ámi Eggertsson, Mike Bell, Linda Udengaard, Logi Sigur-
finnsson og Björa Vilhjálmsson eiga öll sæti í stýrihóp um NOKON.
Á myndina vantar Siri Strandrud og Magnus Axell.
Hveragerði - Ráðstefna norrænna
ungmenna sem bar yfirskriftina; at-
vinna, óhefðbundin menntun og
samskipti, NOKON, var haldin á
Hótel Ork í Hveragerði nú nýverið.
Um 140 manns sóttu ráðstefnuna og
tóku þátt í henni ungmenni, aðilar
sem vinna með ungu fólki, stjóm-
málamenn og embættismenn. Um
30 þátttakendur komu frá hverri
Norðurlandaþjóðanna en meðal
annars var reynt að hafa til hlið-
sjónar að þátttakendur væm frá
mismunandi landshlutum og úr hin-
um ýmsu starfsstéttum. Þetta er í
annað sinn sem ráðstefna með
þessu sniði er haldin, en hún var
haldin á síðasta ári í Linköping í
Svíþjóð.
NOKON-verkefnið hefur það að
markmiði að stuðla að meiri sam-
vinnu milli Norðurlandaþjóðanna
og auðvelda samskipti ungs fólks
frá þessum löndum og þá sérstak-
lega að auðvelda ungu fólki að fá
vinnu á Norðurlöndunum. Utan um
NOKON-verkefnið hefur verið
myndaður sérstakur stýrihópur
þar sem hvert land á sinn fulltrúa
en síðan eru hópar í hverju landi
fyrir sig sem halda utan um verk-
efnið heima fyrir. Linda
Udengaard hefur setið í stýrihópn-
um fyrir íslands hönd. I stuttu
spjalli sagði hún að eftir ráðstefn-
una í Linköping hafi þátttakendur
verið spurðir álits á áframhaldandi
samvinnu og svörin verið einum
rómi mjög jákvæð. Allir vildu vinna
saman og stefna á meiri samskipti.
Ungt fólk ekki meðvitað um
tengsl við Norðurlönd
„Ungt fólk er ektó mjög meðvitað
um tengslin við Norðurlöndin og á
það við öll löndin,“ sagði hún. „Okk-
ur langaði til að gera það auðveld-
ara fyrir ungt fólk að stunda nám
eða fá vinnu hjá hinum Norður-
landaþjóðunum og þannig reynum
við að efla þau tengsl sem óneitan-
lega era mjög sterk milli þessara
þjóða. Það er alveg ljóst að ungt
fólk vill eiga samskipti við ná-
grannaþjóðimar og NOKON-verk-
efnið er kjörinn vettvangur fyrir
slíkt.“
Fjöldi fyrirlestra var fluttur á
ráðstefnunni en einnig unnu þátt-
takendur verkefni í hópum.
Miðpunktur hennar var Torgið
þar sem hver þjóð kynnti tvö verk-
efni sem lúta að þeim málum sem
fjallað var um þessa daga. Þar mátti
sjá fjölbreytt dæmi um það hvað
ungt fólk á Norðurlöndunum er að
fást við og hvað er í boði fyrir ung-
menni. Island átti sína fulltrúa á
Torginu. Það voru fulltrúar frá
Landsbjörg ásamt fulltrúum hand-
verkshússins Ásgarðs.
Þótt mikill tími færi í ráðstefnu-
hald gafst ráðstefnugestum þó tóm
til að njóta þess sem Hveragerði
hefur upp á að bjóða og var farið í
útreiðartúra, synt í volgri Varmánni
og sundlaugin og hverasvæðið
heimsótt svo fátt eitt sé talið.
Norræna ráðherranefndin hefur
haft frumkvæði að þessari sam-
vinnu en í ár situr fsland þar í for-
svari. Norræna vinnumálanefndin
og Norræna æskulýðsnefndin
styrkja síðan ráðstefnuna ásamt
Linköping og Reykjavíkurborg.
NOKON hefur opnað heimasíðu á
veraldarvefnum og er slóðin
www.nordicyouth.org.
Lestarferð um Evrópu
Á NOKON-ráðstefnunni var
kynnt verkefnið Pallas Aþena, Þór,
sem skipulagt er af Jafningja-
fræðslu framhaldsskólanema, Fé-
lagi framhaldsskólanema, Evrópsk-
um borgum án eiturlyfja og fjölda
annarra erlendra samtaka. íslend-
ingar standa að stærstum hluta
skipulags verkefnisins sem hefst í
janúar 2000. Að sögn Víkings Við-
arssonar, eins forsvarsmanns hóps-
ins, verður þá byrjað á ýmsum
verkefnum en hápunktumn er
lestarferð hópsins sem hefst í
Aþenu. Þar mun lest leggja af stað
upp Evrópu og á leiðinni munu bæt-
ast við hópar ungmenna frá öilum
Evrópulöndunum. Endastöðin er
Ósló og þá er gert ráð fyrir að hóp-
urinn verði um 1000 manns.
Frá Ósló munu þátttakendur
fljúga til íslands en hér verður
haldin ráðstefna þar sem meginvið-
fangsefnið verður forvarnir. Gert er
ráð fyrir að enda með stórtónleikum
í Reykjavík. Að sögn Viðars er til-
gangur þessa verkefnis að sýna
ungu fólki fram á að hægt er að lifa
lífinu og skemmta sér án vímuefna
af nokkru tagi.