Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hreinkýr með kálfa á Þuríðarstaðadal Vaðbrekku, Jökuldal - Hrein- kýrnar á Vesturöræfum hafa borið utar á öræfunum nú í vor en oft áður. Það helgast af því að nú er þar meiri siyór en jafnan. Oftast bera flestar kýrnar í svoköiluðum Háisi á Vesturöræf- um, en á þessu vori er sú ekki raunin. Að sögn Koibeins Árna- sonar hjá Upplýsinga- og merkja- fræðistofu Háskólans sem séð hefur um tMningu á hreinkúm um burðartímann síðustu fimm ár fyrir Landsvirkjun hafa kýrn- ar borið utar á öræfunum nú í vor en áður vegna þess hve mik- ill snjór er innar á öræfunum. Fáar kýr hafa borið inn í Hálsi, flestar hafa þær borið á þessu vori út á Glúmstaðadal, Tungu og Þuríðarstaðadal þar sem þessi mynd var tekin af nokkrum hreinkúm með kálfa með tignar- legt Snæfeliið í baksýn. Vann utanlandsferð í spurningaleik Hveragerði - Nýverið var dregið í spumingaleik sem Verslunin Hornið á Selfossi og Hverakaup í Hveragerði stóðu fyrir ásamt Mjólkurbúi Flóamanna í tilefni af 70 ára afmæli mjólkurbúsins. Aðalvinningurinn var ferð fyrir tvo til Edinborgar. Ung stúlka úr Hveragerði, Karen Osk Guð- mundsdóttir, 10 ára, datt heldur betur í lukkupottinn þegar nafn hennar var dregið út í spuminga- leiknum. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækjanna var þátttakan í leiknum framar öllum vonum og vildu þeir þakka þeim fjölmörgu sem sendu inn svarseðla. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SIGURÐUR Mikaelsson, Karen Ósk, Margrét Jóna Bjarnadótt- ir, móðir Karenar og Vigfús Þ. Guðmundsson við verðlauna- afhendinguna. STÓRSÝNING Bíla- og búvélasýningar Ingvars Helgasonar og Bílheima um landió Miðvikudaginn 9. júní Hella.................... 9-12 .Flúðir.................. 14-17 Fimmtudaginn 10. júní Laugarvatn............... 9-12 Selfoss................. 14-18 Þorlákshöfn............. 19-21 Morgunblaðið/AMÍs Hafsteinsdóttir Ovanalegt starf al- þingis- manns Hveragerði - Þeir voru margir við- skiptavinimir hjá Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur í Hveragerði sem ráku upp stór augu þegar kunnugleg kona tíndi til stjúpur og fjölær blóm í kassa fyrir þá um síðustu helgi. Þar var komin Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður sem hefur þann sið á vorin að aðstoða við afgreiðsluna hjá Ingibjörgu Sigmundsdóttur á há- annatímanum. Aðspurð sagði hún að það væri góð tilbreyting að sinna þessum störfum enda harla ólíkt því sem hún fengist við á hinu anna- sama Alþingi. Skuldir bæjarsjóðs Húsa- víkur aukast um 42,6% Húsavík - Bæjarstjóm Húsavíkur hélt sinn 700. fund 3. þessa mánað- ar en Húsavík fékk bæjarréttindi 1. janúar 1950. Bæjarstjórnarfund- ir hafa því verið tæplega 15 að meðaltali á ári hverju. A fundinum vom lagðir fram, til fyrri umræðu, reikningar bæjar- sjóðs og fyrirtækja og sýna þeir meðal annars að skuldir bæjar- sjóðs vora í árslok 1998 um 518 milljónir og höfðu hækkað á árinu um 42,6%. Skuldir á íbúa em því um 209 þúsund króna. Rekstrartekjur hafnarsjóðs urðu 26,5 millj. og drógust saman um 4,4% frá fyrra ári. Rekstrargjöld vora 22,7 millj. og hagnaður fyrir afskriftir nam því 3,7 millj. I upp- gjörinu era gjaldfærðar um 2 millj. vegna tjóns á hafnarvog í óveðri sl. haust. Bæjarstjóm er skipuð níu mönnum, meirihluta bæjarstjómar skipa nú H-listamenn með fimm fulltrúa, framsóknarmenn era með tvo og sjálfstæðismenn með tvo. Bæjarstjóri er Reinhard Reynisson, forseti bæjarstjómar Tryggvi Jó- hannsson og bæjarritari Guðmund- ur Níelsson. BÆJARSTJÓRN, bæjarstjóri og bæjarritari Húsavíkur. Vngt fólk á Norður- löndunum vill samvinnu Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir GISLI Ámi Eggertsson, Mike Bell, Linda Udengaard, Logi Sigur- finnsson og Björa Vilhjálmsson eiga öll sæti í stýrihóp um NOKON. Á myndina vantar Siri Strandrud og Magnus Axell. Hveragerði - Ráðstefna norrænna ungmenna sem bar yfirskriftina; at- vinna, óhefðbundin menntun og samskipti, NOKON, var haldin á Hótel Ork í Hveragerði nú nýverið. Um 140 manns sóttu ráðstefnuna og tóku þátt í henni ungmenni, aðilar sem vinna með ungu fólki, stjóm- málamenn og embættismenn. Um 30 þátttakendur komu frá hverri Norðurlandaþjóðanna en meðal annars var reynt að hafa til hlið- sjónar að þátttakendur væm frá mismunandi landshlutum og úr hin- um ýmsu starfsstéttum. Þetta er í annað sinn sem ráðstefna með þessu sniði er haldin, en hún var haldin á síðasta ári í Linköping í Svíþjóð. NOKON-verkefnið hefur það að markmiði að stuðla að meiri sam- vinnu milli Norðurlandaþjóðanna og auðvelda samskipti ungs fólks frá þessum löndum og þá sérstak- lega að auðvelda ungu fólki að fá vinnu á Norðurlöndunum. Utan um NOKON-verkefnið hefur verið myndaður sérstakur stýrihópur þar sem hvert land á sinn fulltrúa en síðan eru hópar í hverju landi fyrir sig sem halda utan um verk- efnið heima fyrir. Linda Udengaard hefur setið í stýrihópn- um fyrir íslands hönd. I stuttu spjalli sagði hún að eftir ráðstefn- una í Linköping hafi þátttakendur verið spurðir álits á áframhaldandi samvinnu og svörin verið einum rómi mjög jákvæð. Allir vildu vinna saman og stefna á meiri samskipti. Ungt fólk ekki meðvitað um tengsl við Norðurlönd „Ungt fólk er ektó mjög meðvitað um tengslin við Norðurlöndin og á það við öll löndin,“ sagði hún. „Okk- ur langaði til að gera það auðveld- ara fyrir ungt fólk að stunda nám eða fá vinnu hjá hinum Norður- landaþjóðunum og þannig reynum við að efla þau tengsl sem óneitan- lega era mjög sterk milli þessara þjóða. Það er alveg ljóst að ungt fólk vill eiga samskipti við ná- grannaþjóðimar og NOKON-verk- efnið er kjörinn vettvangur fyrir slíkt.“ Fjöldi fyrirlestra var fluttur á ráðstefnunni en einnig unnu þátt- takendur verkefni í hópum. Miðpunktur hennar var Torgið þar sem hver þjóð kynnti tvö verk- efni sem lúta að þeim málum sem fjallað var um þessa daga. Þar mátti sjá fjölbreytt dæmi um það hvað ungt fólk á Norðurlöndunum er að fást við og hvað er í boði fyrir ung- menni. Island átti sína fulltrúa á Torginu. Það voru fulltrúar frá Landsbjörg ásamt fulltrúum hand- verkshússins Ásgarðs. Þótt mikill tími færi í ráðstefnu- hald gafst ráðstefnugestum þó tóm til að njóta þess sem Hveragerði hefur upp á að bjóða og var farið í útreiðartúra, synt í volgri Varmánni og sundlaugin og hverasvæðið heimsótt svo fátt eitt sé talið. Norræna ráðherranefndin hefur haft frumkvæði að þessari sam- vinnu en í ár situr fsland þar í for- svari. Norræna vinnumálanefndin og Norræna æskulýðsnefndin styrkja síðan ráðstefnuna ásamt Linköping og Reykjavíkurborg. NOKON hefur opnað heimasíðu á veraldarvefnum og er slóðin www.nordicyouth.org. Lestarferð um Evrópu Á NOKON-ráðstefnunni var kynnt verkefnið Pallas Aþena, Þór, sem skipulagt er af Jafningja- fræðslu framhaldsskólanema, Fé- lagi framhaldsskólanema, Evrópsk- um borgum án eiturlyfja og fjölda annarra erlendra samtaka. íslend- ingar standa að stærstum hluta skipulags verkefnisins sem hefst í janúar 2000. Að sögn Víkings Við- arssonar, eins forsvarsmanns hóps- ins, verður þá byrjað á ýmsum verkefnum en hápunktumn er lestarferð hópsins sem hefst í Aþenu. Þar mun lest leggja af stað upp Evrópu og á leiðinni munu bæt- ast við hópar ungmenna frá öilum Evrópulöndunum. Endastöðin er Ósló og þá er gert ráð fyrir að hóp- urinn verði um 1000 manns. Frá Ósló munu þátttakendur fljúga til íslands en hér verður haldin ráðstefna þar sem meginvið- fangsefnið verður forvarnir. Gert er ráð fyrir að enda með stórtónleikum í Reykjavík. Að sögn Viðars er til- gangur þessa verkefnis að sýna ungu fólki fram á að hægt er að lifa lífinu og skemmta sér án vímuefna af nokkru tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.