Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 17 Skuldir Kaupfélags Þingeyinga um- fram eignir um 150 milljónir króna Morgunblaðið/Kristján Gísli Baldur Garðarsson hrl. fór yfir stöðu raála varðandi uppgjör á skuld- um Kaupfélags Þingeyinga á fundi með lánardrottnum á Húsavík í gær. Tæplega 80% af almennum kröfum greidd GÍSLI Baldur Garðarsson hrl., að- stoðarmaður Kaupfélags Þingeyinga í greiðslustöðvun félagsins, upplýsti á fundi með lánardrottnum á Húsa- vík í gær, að mismunur á eignum og skuldum KÞ væri 149 milljónir króna og að miðað við þá stöðu fengjust greiddar 78% af almennum kröfum. Heildareignir KÞ eru 1.236 milljónir króna, heildarskuldir 1.355 milljónir króna og áætlaður rekstar- kostnaður á greiðslustöðvunartíma- bilinu 30 milljónir króna. Kaupfélag Þingeyinga fékk heim- ild til greiðslustöðvunar þann 21. maí sl. en á fundinum i gær kom fram að þinghald um áframhald greiðslu- stöðvunarinnar yrði tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra nk. fóstudag. Þeir bændur sem tóku til máls á fundinum lýstu sig samþykka því að áfram yrði unnið á sömu nót- um og verið hefur, greiðslustöðvun yrði framlengd og nauðasamninga leitað. Ragnar Baldursson hdl., sem mætti á fundinn fyrir hönd nokkurra kröfuhafa og eigenda viðskiptavíxla að upphæð samtals 55 milljónir króna, upplýsti að umbjóðendur sínir legðust gegn framhaldi greiðslu- stöðvunar. Áfram er unnið að sölu eigna Kaupfélags Þingeyinga en eins og fram hefur komið hefur verið gengið frá sölu á Mjólkursamlagi KÞ (MSKÞ), Kjötiðjunni ehf. Bakaríi KÞ, söluskálum ESSO, Matbæ og útibúunum á Laugum og Fosshóli. Þá hafa borist tilboð í Sana og bygg- inga- og fóðurvörudeiid, sem að sögn Gísla Baldurs eru metin á 90 milljón- ir króna. Hann sagði að fram komin tilboð væru nærri þeirri upphæð. Eignarhlutur KÞ í Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur er metinn á 130 millj- ónir króna miðað við gengið 1,5. Gísli Baldur sagði að við ákvörðun á því gengi væri miðað við sölu á litlum hlutum í FH og það gæfi því kannski ekki raunsanna mynd af verðmæti eignarhlutarins - það gæti verið meira. Kauptilboðið uppfyllir ekki lagaskyldu Að sögn Gísla Baldurs uppfyllir kauptilboð Kaupþings í MSKÞ ehf. ekki lagaskyldu og því væri ekki hægt að samþykkja það. Hann sagði að fulltrúar Kaupþings hafi komið til Húsavíkur, gert úttekt á mjólkur- samlaginu og/arið yfir helstu tölur í rekstrinum. I athugun þeirra hafi komið í Ijós að ekki væri um að ræða yfirtöku á viðskiptakröfum upp á rúmar 90 milljónir króna eins og þeir hafi reiknað með og því væri niður- staða í kauptilboði Kaupþings ekki fjarri kaupsamningi KEA á MSKÞ. „Eg beindi því til fulltrúa Kaup- þings að þeir legðu fram tilboð fyrir fundinn eða segðu til um hvort þeir myndu gera slíkt. Það gerðu þeir ekki og því stendur málið opið,“ sagði Gísli Baldur. Hann sagði jafn- framt að íslandsbanki hefði lýst því yfir að verði tilkynnt um sölu á MSKÞ ehf. á ný hafi bankinn áhuga á að vita af því fyrir hönd viðskipta- vinar. Gísli Baldur sagði að hann myndi sækja um framhald greiðslustöðvun- ar og halda áfram þeirri vinnu að koma eignum félagsins í verð og leit- ast við að fá fyrir þær sem hæst verð. Mat á uppgjöri skulda Kaupfélags Þingeyinga milljónir kr. Yfirtekin Sala eigna Söluverð lán o.fl. Greiðsla MSKÞ ehf. 237 179 58 Kjötiðjan ehf. 293 184 109 Alls 530 363 167 Aðrar eignir Sala hlutabréfa og rekstrareininga 324 228 96 Viðskiptakröfur og skuldabréf 291 291 Sjóður 47 47 Fasteignir 44 44 0 Alls 706 272 434 HEILDAREIGNIR 1.236 635 601 Skuldir Heildarskuldir skv. bókh. 1 -6-99 1.355 Áætlaður rekstrarkostnaður 30 Heildarskuldir og áætlaður rekstur 1.385 Veðskuldir gerðar upp með sölu eigna -635 Forgangskröfur -72 Almennar kröfur 679 Eignir umfram veðskuldir 601 Forgangskröfur -72 Til greiðslu almennra krafna og innlánsdeildar 530 78% Mismunur á eignum og skuidum -149 Verðsvipting- ar á bréfum í tölvufyrir- tækjum New York. Reuters. HLUTABRÉF í tölvufyrirtækjum lækkuðu nokkuð í gær eftir tölu- verða hækkun á mánudag. Þetta átti m.a. við um bréf í IBM og Hewlett-Packard. Samkvæmt sérfræðingum á bandarískum verðbréfamarkaði er skýringar að leita í 2000-vandan- um og líklegt að hagnaður tölvu- fyrirtækja fari minnkandi eftir því sem nær dregur áramótum. Verðbólguspár og vísbendingar um vaxtahækkanir hafa valdið skjálfta í bandaríska verðbréfa- heiminum undanfarið en nú er beðið eftir vísitölum fyrir maímán- uð sem leiða sannleikann í ljós. Verð hlutabréfa í netfyrirtækj- um hækkaði aftur á móti og vó upp lækkun bréfa í tölvufyrir- tækjum. Þar varð mest hækkun hjá Inprise Corp. eftir að Microsoft ákvað að fjárfesta í fyr- irtækinu. Nu er lag ! ■ rýmum fyrír nýjum skjávörpum Ótrúleg verðtilboð á nokkrum gerðum skjávarpa næstu daga. Svona verð hefur ekki sést áður. Tegund Upplausn Birta Verð 3M - 8610 SVGA 500 ANSI lumen 230.000 .- 3M - 8660 SVGA 1100 ANSI lumen 395.000 .- 3M - 8730 XGA 650 ANSI lumen 430.000 .- InFocus LP 420 SVGA 500 ANSI lumen 275.000 .- ASK A4 Compact SVGA 650 ANSI lumen 390.000 .- ASKA6 + XGA 650 ANSI lumen 490.000 .- ASK C1 Nýr SVGA 800 ANSI lumen 399.000 .- ASK C5 Nýr XGA 800 ANSI lumen 499.000 .- Þessi tæki verða til sýnis og sölu hjá Nýherja, Skipholti 37, næstu daga. Tilboðið gildir meðan birgðir endast.Tækin eru öll ný og ónotuð og eru með eins árs ábyrgð. Vinsamlegast hafið samband við Sveinn Þ. Jónsson, sveinn@nyherji.is eða 569 7606, eða Ágúst Gylfason, agustthor@nyherji.is eða 569 7681. Verð er með virðisaukaskatti. InFöcus ÆASK NYHERJI Sími 569 7700 ■ Fax 569 7799 http://www.nyherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.