Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 38
#8 MIÐVTKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
EIRÍKUR
ODDSSON
+ Eiríkur fæddist
í Reykjavík 10.
desember 1926.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
fostudaginn 28. maí
síðastliðinn. For-
eldrar Eiríks voru
Oddur Júlíus Tóm-
asson, málarameist-
ari, fæddur í
Reylq'avík 14.7.
1896, d. 12.10. 1991,
og Guðbjörg Eiríks-
dóttir, fædd í Sel-
voginum 7.9. 1900,
d. 8.7. 1995. Systk-
ini Eiríks voru: Tómas; Jóhann-
es; Hörður, d. 1.8. 1931; Jó-
hanna, d. 3.9. 1992 og Sigrún, d.
11.9. 1933. Hálfbróðir Eiríks,
samfeðra, var Haukur, d. 16.5.
1968. Eiríkur óist upp í vestur-
bænum í Reykjavík og átti þar
heima þar til hann kvæntist
Guðmundu Kristbjörgu Þor-
geirsdóttur frá Lambastöðum í
Garði. Eiríkur og Guðmunda
hófu búskap 1949 að Hrísateig í
Reykjavík. Byggðu síðan hús
við Hlíðargerði og hafa búið
þar síðan. Börn Eiríks og Guð-
mundu eru: 1) Grétar, f. 23.4.
1949, d. 1954. 2) Grétar, f. 1.12.
1955, eiginkona
hans er Elín
Hilmarsdóttir, f.
1957, börn: a) Sif, f.
1982, b) Hlynur, f.
1985, c) Hjálmar, f.
1987, d) Gunnhildur
Hjördís, f. 1993; 3)
Oddur, f. 21.2. 1957,
eiginkona hans er
Alda Steingríms-
dóttir, f. 1961, börn
a) Eiríkur, f. 1985,
b) Freysteinn, f.
1987, c) Benedikt, f.
1990; 4) Guðbjörg,
f. 23.3. 1967, eigin-
maður hennar er Bjarni Brypj-
óifsson, f. 1966, börn: a)
Brynjóífur Jóhann, f. 1992, b)
Berglind Lára, f. 1994.
Eiríkur starfaði fyrst hjá föð-
ur sínum við málaravinnu. Það-
an lá leið hans til O. Johnson og
Kaaber hf. þar sem hann vann
ýmis störf þó aðallega við kaffi-
brennslu. Þar eftir starfaði
hann sem umsjónarmaður i
Skátaheimilinu við Snorra-
braut. Lengst af starfaði Eirík-
ur í útsölu ÁTVR, eða í 33 ár.
Útför Eiríks fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku hjartans pabbi. Mikið er
sárt að horfa á eftir þér hverfa svo
skjótt í burtu frá okkur öllum. Þú
skilur þó eftir mark í hugum og
hjörtum sem aldrei mun frá okkur
tekið.
Þú varst yndislegur maður sem
*<5gafst svo mikið af þér og varst ætíð
fyrsti maður til að bjóða fram að-
stoð þína við hvern sem var hjálpar
þurfi. Þú varst sannur skáti, alltaf
tilbúinn. En góðverkið var ekki eitt
á dag. Nei, þau voru mörg og ekki
taldir þú það eftir þér að gera þau.
Alltaf varstu til reiðu búinn fyrir
bamabömin og þína heittelskuðu
eiginkonu, hana Mundu þína. Hana
studdir þú og hjálpaðir svo dyggi-
lega í gegnum lífið, sérstaklega nú
á efri árum ykkar. En þú studdir
fleiri og það er það sem mig langar
sérstaklega til að þakka þér fyrir.
Þú gafst syni okkar Bjama, honum
Brynjólfi, svo ómælda ást og hlýju.
Viðkvæðið hjá þér var alltaf að
^fcneðan þú hefðir kraft til gerðir þú
það sem þú gætir en eftir þinn dag
tækju aðrir við. Þú veittir okkur
ómetanlega hjálp og stuðning sem
við færum þér okkar hjartans
þakkir fyrir.
Það var alltaf gaman að vera í
kringum þig. Mín fyrsta minning af
þér er þegar við sátum í kaffiboði
hjá Gunnu og Lúlla niðri í Hvassa-
leiti og þú varst svo stoltur þegar
þú kallaðir fram það sem þú varst
búinn að kenna mér en það var
setningin: I love you. Ég er ófeimin
að viðurkenna að ég var prinsessan
þín, enda varstu ansi hamingju-
samur þegar stelpan loksins fædd-
^ist. Ég var líka heppin að eignast
pabba eins og þig.
Næstu minningar eru minningar
frá ófáum skátamótum sem við
fjölskyldan fóram í. Þar vomm við
innan um góða vini sem enn þann
dag í dag standa fjölskyldunni
nærri. Við ferðuðumst mikið í
kringum landið og komum víða við.
Ég veit samt að þú fyrirgafst mér
seint þegar við komum loks að Mý-
vatni eftir langa og erfiða keyrslu
og ég neitaði að fara út úr bílnum
þegar ég sá allar flugumar fyrir
jyjtan bílinn. Mikið reyndir þú að fá
mig út. Þú varst svo lengi búinn að
hlakka til að eyða löngum ög góð-
um tíma á þessum fallega stað.
Ætli þetta hafi ekki verið eina
skiptið sem ég virkilega stóð uppi í
hárinu á þér og stóð fóst á mínu.
Já, þær em margar skemmtileg-
ar minningamar. Eg óx úr grasi og
">>3 lokum kom að því að ég kynntist
ástinni í lífi mínu honum Bjarna.
Það barðist ótt og títt hjartað í
stoltum föður þegar hann leiddi
dóttur sína sem tilvonandi brúði
upp að altari. Þú varst alltaf svo
snöggur og gerðir hlutina svo hratt
en í þetta skiptið man ég að þú
baðst mig að halda í við þig ef þú
færir of hratt. Ætli það hafi ekki
verið í eina skiptið sem ég hef
fengið að stjóma hraðanum í þér
og ákafanum.
Þú varst kraftmikill maður og
snöggur. Á einu ári, síðasta árinu
þínu, náðir þú að aðstoða okkur
systkinin með endurbætur á hús-
næði okkar allra. Þvílíkur var
krafturinn í þér. Það er kannski
þess vegna sem allir eiga erfítt
með að skilja hvers vegna þú þurft-
ir að fara svo snögglega frá okkur
sem raunin varð. Það var alls ekki
komið að þínum tíma, þú áttir nóg
eftir af krafti og elju.
Eftir þig læturðu fríðan hóp
bamabarna sem eiga þér svo mikið
að þakka. Þú varst þeim öllum al-
veg einstakur afi því þú gafst svo
mikið af sjálfum þér og miðlaðir
óspart af fróðleik þínum til þeirra
um lífið og tilvemna. Vesturbærinn
átti dyggan stað í hjarta þínu og
var oft farið með hópinn vestureftir
og niður að höfn. Hafðu þökk fyrir
allt það sem þú hefur gefið þeim.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku pabbi. Við Bjarni þökkum
þér fyrir góðar minningar. Einnig
fyrir hönd bama okkar, þeirra
Brynjölfs Jóhanns og Berglindar
Lám, eða „Beggu Lá“ eins og þú
einn fékkst að kalla hana, viljum
við færa þér innilegustu þakkir.
Þau eiga dýrmætar minningar um
góðan afa sem ætíð munu lifa í
hjörtum þeirra.
Þín dóttir,
Guðbjörg.
Elsku afi Eiki, minn besti vinur.
Takk fyrir allt það góða sem þú
hefur gefíð mér ógleymanlegar
minningar um. Takk fyrir að þykja
vænt um mig og elska mig.
Takk fyrir að leiða mig og
styðja. Takk fyrir allar strætóferð-
imar, ferðimar niður í bæ og niður
á höfn. Takk fyrir allar gönguferð-
imar og ökuferðimar. Takk fyrir
samvemna inn í Hlíðargerði. Við
vomm vinir eins og þú sagðir
alltaf. En nú taka aðrir við þegar
þú ert horfinn á braut í þína ferð
en minningin um þig mun aldrei
hverfa úr brjósti mér. Elsku besti
afi, takk fyrir mig.
Brynjólfur Jóhann Bjarnason.
í dag er til moldar borinn einn
af mínum bestu vinum gegnum ár-
in, en það var fyrir meira en hálfri
öld að við nokkrir ungir strákar
stofnuðum skátaflokk innan Skáta-
félags Reykjavíkur. Eins og venj-
an er þá gengu þeir yngri fram af
þeim eldri og „ráðsettari" félögum
með uppátækjum sínum, og með
því að nálgast verkefnin á annan
hátt en verið hafði. Meðal annars
kusum við okkur nafnið
„Labbakútar“ og var það nafn
nánast guðlast þeirra tíma í félag-
inu. En núna sjáum við á bak ein-
um besta félaga okkar, Eiríki
Oddssyni, sem ætíð var ein af drif-
fjöðmm þessa hóps. Þessir félagar
hafa haldið hópinn í gegnum árin,
og lagði Eiríkur mikið af mörkum
til að halda hópnum saman. Engan
gat gmnað að það væri í síðasta
sinn sem við hittumst, þegar við
fyrir nokkmm vikum sátum saman
á góðri stund í sunnudagskaffi hjá
ekkju eins okkar félaga, sem fyrst-
ur lést langt fyrir aldur fram fyrir
meira en tuttugu ámm. Við sem
eftir stöndum kveðjum nú með
söknuði annan félaga okkar.
Skátamót og ferðalög vom á yngri
ámm fastir liðir, og miklum tíma
og ómældri orku var varið í að
byggja eigin skála í Skarðsmýrar-
fjalli, „Kútinn“, og þar var faðir
Éiríks, Oddur Tómasson, okkur
mikil hjálparhella. Ekki má heldur
gleyma þeirri miklu vinnu sem var
lögð í að innrétta gamla Skáta-
heimilið við Snorrabraut, en þar
vom gamlir braggar sem herinn
skildi eftir. Borgin lagði til efnið,
en alla vinnu lögðu skátarnir til
bæði ungir og gamlir. Ég held að
við höfum betur kunnað að meta
þetta félagsheimili en menn gera
nú til dags, eftir alla þá vinnu sem
í það var lagt. Síðan tekur alvara
lífsins við. En Eiríkur er okkar
fyrstur að hefja þegnskylduvinnu
þess tíma, að byggja yfir sig og
sína. Þá var nýlega byrjað að
byggja upp svonefnt Smáíbúða-
hverfi og Eiríkur var einn af þeim
fyrstu til að hefja framkvæmdir
þar. Þröngar skorður vom í byrj-
un settar um stærð húsa og sam-
viskusamur maður eins og Eiríkur
alltaf var fylgdi settum reglum.
Seinna sá hann að þeim sem á eftir
komu tókst mörgum að teygja á
reglum og stækka og breyta sínum
húsum. Þannig launar kerfið
venjulega samviskusemina. En
þau Eiríkur og Munda, eins og
Guðmunda var kölluð í vinahópi,
gerðu sér þar yndislegt heimili og
bjuggu þau þar alla tíð síðan. Ekki
var lífið þó alltaf dans á rósum og
sárt var það að missa frumburðinn
aðeins nokkurra ára gamlan. En
síðar eignuðust þau þrjú mann-
vænleg börn, sem öll bera foreldr-
um sínum fagurt vitni. Og ekki
spillti það ánægjunni að umgang-
ast barnabömin, enda var Eiríkur
mjög bamgóður.
Á yngri árum vann Eiríkur um
tíma við húsamálun með fóður sín-
um, og náði mikilli leikni í þeirri
iðngrein þótt hann því miður tæki
ekki próf. En það vora margir ætt-
ingjar og vinir sem nutu hæfni
hans í þeirri iðngrein í eigin bygg-
ingabasli, enda var Eiríkur maður
greiðvikinn mjög og góður vinur
vina sinna. Það era áreiðanlega
margir sem hugsa hlýtt til hans að
leiðarlokum og þakka hjálpsemi og
greiðvirkni.
Fyrir hönd okkar Kútanna vil ég
þakka Eiríki samfylgdina, trygg-
lyndi hans og vináttu frá fyrstu
kynnum til hinstu stundar. Að lok-
um viljum við votta eiginkonu hans
og ættingjum öllum okkar innileg-
ustu samúð og kveðjum góðan vin
með söknuði og virðingu.
Pétur Guðmundsson.
Elskulegur vinur okkar er fall-
inn frá, langt um aldur fram. Þótt
hann hafi verið rúmlega sjötugur,
þá var hann svo ungur í anda og
hress. Okkar kynni hófust fyrir
rúmlega tuttugu og fjóram áram,
þegar okkur hjónin vantaði dag-
mömmu fyrir tveggja ára son okk-
ar. Við auglýstum og völdum úr
hana Mundu okkar, lífsföranaut
hans Eiríks. Þetta val var okkur
mikil gæfa því frá fyrsta degi var
strákurinn okkar, hann Pálmar,
umvafinn ást og hlýju af öllu heim-
ilisfólkinu. Guðbjörg notaði strák-
inn í mömmuleik, Grétar tók hann
með sér í skrúðgönguna á sumar-
daginn fyrsta þegar pabbinn var að
lesa fyrir próf og mamman að
vinna og Oddur sprellaði með hann
endalaust. Fyrir unga foreldra,
sem áttu allt sitt fólk úti á landi,
var ómetanlegt að eignast svona
aukafjölskyldu í Reykjavík. Fyrir
lítinn strák, að fá að skríða í holuna
hans Eiríks, á köldum vetrar-
morgnum var óskaplega gott fyrir
hann og ekki síður fyrir foreldrana
að vita hvað honum leið vel í Hlíð-
argerðinu. Fyrstu árin eftir að
Munda hætti að passa, var alltaf
kfkt í heimsókn á gamlárskvöld, til
að heilsa upp á heimilisfólkið.
Seinna var það alltaf öraggt að á
gamlársdag um hádegi þá sagði
Pálmar: „Ég er að fara til Mundu
og Eiríks." Oft grunaði okkur að
það væra flugeldarnir, sem Eiríkur
leysti hann út með, sem væru að-
dráttaraflið, en við höldum samt
ekki, því ennþá heldur hann í þenn-
an sið, þótt hann sé búinn að búa
erlendis í sex ár, og komi heim í
stutt jólafrí. Munda og Eiríkur
vora eitt. Það var aldrei talað um
annað nema hitt væri nefnt líka. Þó
að Pálmar væri í sérstöku uppá-
haldi hjá fjölskyldunni í Hlíðar-
gerði, þá fengu yngri bömin okkar
tvö einnig að njóta hlýjunnar, sem
geislaði af þeim. Það var alveg
sama hvort maður hitti hann Eirík
heima hjá sér eða heima hjá okkur
eða bara á fömum vegi, þá var
alltaf sami léttleikinn yfir honum
og maður fór betri manneskja af
þeim fundi. Elsku Munda okkar og
fjölskyldan öll, Guð veri með ykkur
og styrki í sorginni.
Elenóra, Sigurður,
Pálmar Jósafat, Rakel Sif
og Sigurður Hjörvar.
I dag kveð ég hjartfólginn
frænda minn, Eirík Oddsson. Frá
því að ég man eftir mér sem lítilli
stelpu, þóttu mér það forréttindi að
eiga Eirík sem frænda. Við voram
systraböm og vora heimsóknirnar
tíðar á Vesturgötuna, þar sem
Guðbjörg móðursystir mín bjó, en
hún lést í hárri elli fyrir fáeinum
árum. Á þessum áram bamæsku
minnar bjuggu enn í foreldrahús-
um í Vesturbænum Hanna og Ei-
ríkur, en Tómas og Jóhannes vora
flognir úr hreiðrinu.
Eiríkur frændi var töluvert eldri
en ég, en það breytti í engu viðmóti
hans. Hann tók ávallt á móti mér
sem „alvöra" manneskju og eftir
hverja heimsókn fannst mér ég
vera miklu merkilegri persóna en
áður.
Árin liðu, Eiríkur flutti að heim-
an og fann stóra ástina sína.
Munda var engri lík í viðkynningu,
sami ljúflingurinn og hann. Þegar
um hjónin var talað vora þau ávallt
nefnd sem eitt, „Eiki og Munda“,
enda vora þau einstaklega sam-
stiga í sínu hjónabandi.
Þótt oft hafi liðið langt á milli
heimsóknanna þegar fullorðinsárin
tóku við, sýndi hann alltaf jafn
innilegt viðmót þegar við hittumst.
Hann lét mér, eins og svo mörgum
öðram, ennþá líða sem merkilegri
persónu. Ég sakna samverustund-
anna og vildi gjaman að þær hefðu
verið fleiri, en þakka fyrir þær dýr-
mætu minningar sem ég á um Eika
frænda.
Ég og fjölskylda mín sendum
fjölskyldu Eiríks okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur með þeirri
vissu að björt og fögur minning
hans muni hugga þau á sorgar-
stundu.
Kær kveðja,
Sigurhanna.
Við voram ungir. Við voram
komnir yfir „gelgjuna“, eða þannig,
- og litum til ýmissa átta. Við horfð-
um til framtíðar. Töldum okkur
eiga hana, án þess að íhuga það
frekar. Við lifðum á líðandi stund í
glaðværð og gáska. Nakin mistök
stigum við yfir á þeim forsendum
að „það reddast". - Blíðmælgi tím-
ans var okkar farkostur. Við sung-
um með glöðum. Við táruðumst
með vinveittum. Við voram íslands
æskumenn í hljómmiklum skrefum
í átt að því að leitast við að láta gott
af okkur leiða, eftir því sem við yrð-
um menn til í framvindu tímans.
Við voram skátar. Það var í þeim
ágæta félagsskap sem skátahreyf-
ingin er sem við Eiki kynntumst.
Þar áttum við, eins og fjöldi ann-
arra ungmenna, „fögur sumur og
yndisleg vor“. Við áttum alltaf ein-
hverja aulabrandara sem dugðu til
þess að glaðværðin stillti sálirnar
saman og stundin varð ljúf. Það
þurfti ekki alltaf svo mikið til að
gleðin fyndi farveg í ungmenna
hópi. Vonandi er það við lýði enn þá
hjá æskufólki Islands þótt allt sé
breytingum háð.
Árin líða og örlögin setja hvert
og eitt okkar á sinn stall. Mig
skortir visku og getu til að segja frá
því eins og vert væri hver það ER
sem nú er „farinn heim“, eins og
skátar orða það þegar andlát ber að
úr þeirra röðum. Ég vil þó nefna
það fyrst að ég met Eirík Oddsson
sem drenglundaðan öðlingsmann.
Mér finnst hann nærtækt dæmi um
það að: „eitt sinn skáti, ávallt
skáti“. Líf hans einkenndist af heið-
arleika og trúmennsku. Mér er ekki
kunnugt um nema tvo vinnustaði
hans á þeim 71 árs ferli sem hann
átti að baki. Það hlýtur að segja
söguna um það að hann var heill og
vel séður sem starfsmaður og hug-
ljúfur þar - ekki síður en annars
staðar þar sem hann steig fæti að.
Hann var hjálpsamur og hlýr.
Otrúlega oft nærtækur þegar liðs
þurfti við í tæpri stöðu hjá ein-
hverjum. Hann virtist tileinka sér
það að vera „ávallt viðbúinn". Hann
gekk hægt og yfirvegað um gleð-
innar dyr og barst farsællega með
straumi tímans í tryggð og trú-
mennsku við örlög sín. Og ávallt
var hann heill og sannur í starfi og
leik eins og guðmóðir tímans. Eins
og við hin átti Eiki sínar stóru
stundir. Hann fann sér konu. Það
var hún Munda - Guðmunda Þor-
geirsdóttir. Hún var eins og „Dagg-
artár af næturhvarmi" eins og ein-
hver hefur orðað það. Hún var
sömu gerðar og Eiríkur; hlý og
góðviljuð, með hjarta svo stórt eins
og þar gæti allt rúmast sem til bág-
inda horfði hjá öðrum.
En lífið er skin og ský. Þau lentu
í umferðaróhappi, Eiríkur og hún.
Hún beið tjón af því og situr nú við
skarðan hlut heilsufarslega. En hjá
henni situr eftir sami hlýleikinn,
ljúfmennskan og löngun til mikilla
dyggða sem fyrr. Hugprýði hennar
og þrek er af mikilli reisn. Hún er í
sinni stóru raun eins og geisli sem
glampar í auga guðdómsins. Eiki er
farinn heim. Við eram líka á heim-
leið. Heima er best segja allir þeir
sem í góðum ranni búa.
Við kveðjum Eirík með heilli
þökk fyrir viðveruna í djúpum dal
mannlegs samfélags. Við biðjum
honum velfarnaðar á nýrri vegferð,
með heitri bæn um það að honum
farnist vel á torsóttri leið inná
Guðsríkisbraut.
Guð veri með honum.
Kær kveðja,
Skarphéðinn Össurarson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.