Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Orkuveita Reykjavíkur vill láta að sér kveða í fjarskiptum og gagnaflutningum STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur, hinna sameinuðu veitufyrirtækja borgarinn- ar, hefur samþykkt að stefna að lagn- ingu ljósleiðaranets um helstu at- hafnasvæði borgarinnar og bjóða stórnotend- um til gagnaflutnings. Aætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er 350 milljónir króna. Jafn- framt hefur Orkuveitan hafíst handa við undir- búning stofnunar íyrirtækis sem bjóði almenn- ingi og smærri íyrirtækjum Netþjónustu um raforkukerfið. Helgi Hjörvar, formaður verk- efnisstjórnar málsins, segir að flutningsgeta Netþjónustu um raforkukerfið verði allt að tíföld miðað við það, sem fæst með ISDN- tengingu frá Landssímanum. Nú er liðið ríflega eitt og hálft ár frá því að tilraunir til gagnaflutninga með lágspennu- raforkustrengjum voru fyrst gerðar í Manchester á Englandi. Frumkvöðull þeirra hugmynda var enska fyrirtækið Norweb, dótt- urfyrirtæki orkufyrirtækisins Northern Tel- ecom. Helgi Hjörvar segir að síðan hafi til- raunatengingar verið settar upp í allmörgum borgum. Helgi segir að strax og fréttirnar frá Manchester bárust hingað hafi hann lagt fram tillögu í stjórn veitustofnana um að kannaðir yrðu möguleikar á að rafmagnsveitan haslaði sér völl á sviði gagnaflutninga og fjarskipta. Síðan hafi fyrirtækið verið að kynna sér málið. Við þá könnun hafi komið í ljós að mörg raforkufyrir- tæki hafi reynslu af fjar- skiptarekstri, hafi t.d. ver- ið meðal frumkvöðla við rekstur kapalsjónvarps- kerfa og mörg hafi lagt Ijósleiðarakerfi og verið fyrsti vísirinn að almennri samkeppni við símamála- stofnanir. Leiðandi orkufyrirtæki Heigi segir að Orkuveit- an hafi átt í viðræðum við Norweb, um þessa nýjung eins og mikill fjöldi ann- arra orkufyrirtækja. „Nú hálfu öðru ári eftir að fyrsta tenging var sett upp í Manchester eru nokkur leiðandi orkufyrirtæki að taka þetta í almenna notk- un. Allir þessir staðir hafa áður sett upp fyrstu til- raunatengingar,“ segir Helgi. Helgi segir að auk við- ræðna við þessa erlendu aðila hafi verkefnisstjórn Orkuveitunnar rætt við ýmsa innlenda aðila sem hafi ýmist áhuga á við- skiptum við ljósleiðaranet í Reykjavík eða möguleik- um á þjónustu í gegnum STARFSMENN raforkukerfið. Helgi vildi ekki upplýsa hvaða aðilar þetta væru en sagði að þetta væri fjöldi aðila í upplýsinga- og tölvugeiranum og aðilar sem eru í stærri gagnaflutningi. Hann segir að eftir viðræður og fyrirliggj- andi samkomulagsdrög; ítarlegar markaðsút- tektir og úttektir á kostnaði sé það mat orku- veitunnar að þessi gögn gefi eindregið til kynna að það sé fysilegt að fara í lagningu á ljósleiðara. „Enda gefur það nokkuð augaleið," segir Helgi, „því langmesta þörfin fyrir gagna- flutninga er á tiltölulega litlu svæði í Reykja- vík, þar sem eru höfuðstöðvar fjármálastofn- ana, stjórnsýslu og upplýsingatækni. En jafn- framt því að fara í það verkefni munu menn, strax á síðari hluta þess árs, setja upp fyrstu tilraunatengingar um Netþjónustu í gegnum raforkukerfið; tengingar fýrir einstaklinga og lítil fyrirtæki." Helgi sagði að sá búnaður sem er nauðsyn- legur fyrir tengingar við internetþjónustu í gegnum raforkukerfið sé annars vegar enda- búnaður notanda og hins vegar endabúnaður í spennustöð en þar sé hægt að nýta hvern endabúnað fyrir 20 notendur. „Flutningsgetan á þessu er 1-2 mb á sekúndu," segir Helgi. „Til samanburðar má nefna að ISDN, sem er ein- hver hraðvirkasta tengingin sem Landssíminn býður, flytur 128 kb á sekúndu." Helgi segir hins vegar að ef tveir af 20 notendum með sama endabúnað séu að hlaða niður gögnum af Netinu á sömu sekúndunni deili þeir flutnings- hraðanum. Helgi segir að jafnaðarlega muni 10-15 notendur deila hverri tengingu og sam- tímanotkun sé mjög lítil í gagnaflutningum. Því þurfi nánast allir samtengdir notendur að hlaða niður á sömu sekúndu til þess að flutn- ingshraðinn fari niður í það lágmark þessa kerfis, sem er u.þ.b. jafnt hámarksgetu ISDN- tengingar. -«r»— Ljósleiðari borg- arinnar og Net- þjónusta um raforkustrengi Orkuveita Reykjavíkur undirbýr nú að hasla sér völl á sviði gagnaflutninga um ljósleiðara og Netþjónustu við einstaklinga um raforkukerfíð. Pétur Gunnarsson kynnti sér þessar hugmyndir. Landssímans hafa lagt ljósleiðara víðs vegar um landið en nú stefnir í að starfsmenn Orkuveitu leggja ljósleiðaranet um miðborg Reykjavíkur á næstunni. Viðskiptavinir orkuveitunnar í gagnaflutn- ingum og Netþjónustu verða þá annars vegar fáir stórir viðsldptavinir, sem munu nýta Ijós- leiðarann, og hins vegar almenningur og smærri fyrirtæki, sem nýta Netþjónustu um 220V raforkustrengina. Helgi segir að gagna- flutningar fari hraðvaxandi og þarfir stærri fyrirtækja muni verða meiri en svo að flutning- ur um raforkukerfið fái annað því. Eftir sem áður verði það þó álitlegur kostur fyrir einka- aðila og smærri fyrirtæki. Hve marga viðskiptavini er markið sett á að fá í viðskipti? „Það verður markaðurinn að skera úr um á endanum," segir Helgi Hjörvar. Þegar spurt er um kostnað Orkuveitu Reykjavíkur við að hasla sér völl í gagnaflutn- ingum og fjarskiptaþjónustu nefnir Helgi ekki tölur varðandi kostnað við raforkuteng- ingarnar en segir að áætlun hafi verið gerð um fyrsta áfanga í lagningu ljósleiðaranets, og sé gert ráð fyrir að kostnaður verði um 350 m.kr. við að taka þann áfanga í notkun. Ljósleiðarinn verður í fyrsta áfanga lagður um þau athafnasvæði Reykjavíkur, þar sem mestur gagnaflutningur er, þ.e. svæðið milli Kvosarinnar og Háskólans. Gert er ráð fyrir að ráðast í þennan fyrsta áfanga í sumar. „Hugsun Orkuveitunnar er fyrst og fremst sú að leggja þetta grunnnet en láta fyrirtækjum í tölvu- og upplýsingaiðnaði eftir að selja þjónustu og skapa viðskipti á þessu grunn- neti. En það er greinilegt að það er fjöldi að- ila sem hefur áhuga á því að fá loksins valkost í þessum efnum. Síðan er að því stefnt, þegar fyrirtækið er komið í rekstur, að það verði gert að almenningshlutafélagi með dreifðri eignaraðild." Um kostnað notenda segir Helgi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um verðskrá. Hvernig er hægt að fullyrða að þessi rekstur verði samkeppnisfær við símafyrirtæki? „Það verð sem gengið hefur verið út frá í hagkvæmniútreikningum er mun lægra, miðað við flutningsgetuna, en það verð sem nú býðst,“ segir Helgi. Hann vill ekki að svo stöddu gefa upp áætlanir um veltu en segir gert ráð fyrir að fyrirtækið sé komið í nokkurn rekstur þegar á næsta ári. Nátengt orkuveitunni Helgi sagði að þessi rekstur Netþjónustu um raforkukerfið hafi ekki áhrif á orkuflutn- inginn en rekstur gagnaflutnings- og fjar- skiptafyrirtækisins verði allur mjög nátengdur starfsemi Orkuveitunnar. „Það er verið að nota sömu lagnaleiðir, sömu spennistöðvar og svo framvegis. Það er önnur meginástæðan fyrir því að Orkuveitan leggur áherslu á að verða ráðandi aðili í fyrirtækinu því samstarfið þarna á milli þarf að vera afar gott.“ Hin ástæðan sé sú að erfitt er að verðleggja þá aðstöðu sem orkuveitan hefur til að koma inn á þennan markað. „Það er enginn annar aðili sem hefur jafngóða aðstöðu til að keppa við Landssímann og Orkuveitan, en þá aðstöðu er erfitt að meta til verðmæta í dag. Þegar þetta fyrirtæki er komið í rekstur geta menn hins vegar kallað fram þau verðmæti, með því að setja fyrirtæk- ið á markað." Landssíminn hefur á liðnum misserum mætt andstreymi í samskiptum við Netnotendur og hefur legið undir ámæli fyrir flutningsgetu og frammistöðu gagnvart viðskiptum við Net- þjónustuaðila. Aðspurður hvort hann teldi að neikvæð ímynd Landssímans gerði að verkum að fólk væri tilbúið að skipta við önnur fyrir- tæki á frjálsum markaði sagði Helgi að vissu- ■ lega væri athyglisvert hve góðum árangri Tal hefur náð á GSM-símamarkaðinum í sam- keppni við Landssímann. „Það hefur auðvitað líka vakið sérstaka athygli okkar að á ráð- stefnu um orkumál á Akureyri nýlega sagði Þórarinn V. Þórarinsson fi-amkvæmdastjóri VSÍ og stjórnarformaður Landssímans að ef Orkuveita Reykjavíkur hygðist leggja ljósleið- aranet í Reykjavík væri nauðsynlegt að leggja á það jöfnunargjald til að greiða niður kostnað við uppbyggingu annars staðar á landinu. Það verður að segjast eins og er að það skýtur skökku við að sá einstaklingur sem á að gæta hagsmuna atvinnufyrirtækja í Reykjavík sé á sama tíma sem stjórnarformaður Landssímans uppi með hugmyndir um jöfnunarskatta á fyr- irtækin hér í borginni en það bendir hins vegar til þess að stjórnarformaður Landssímans meti það svo að mikil hagkvæmni sé í fyiárætl- unum Orkuveitunnar," sagði Helgi Hjörvar. Manchester, Malmö og Stuttgart Þorsteinn Sigurjónsson, verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, hefur unnið að undir- búningi málsins og kynnt sér störf þeirra er- lendu orkufyrirtækja sem að þessu vinna. Hann sagði að notendurnir í Manchester væi-u nú nokkur hundruð og svipaður fjöldi tæki þátt í prófunarverkefnum í Svíþjóð og Þýskalandi. I Þýskalandi er það fyrirtækið Tesion, dóttur- fyrirtæki orkufyrirtækis- ins EMBW, sem er lengst á veg komið og hefur verið með prófunarverkefni í grennd við Stuttgart. I Malmö í Svíþjóð er einnig verið að gera lokaprófanir með nokkur hundruð not- endum áður en farið verð- ur í almenna markaðs- setningu. Bergþór Halldórsson, framkvæmdastjóri fjar- skiptasviðs hjá Landssím- anum, sagði að þessi nýja samkeppni hefði lítið verið rædd innan Landssímans. „Við erum ekkert búnir að ræða í framkvæmda- stjórninni hvernig við bregðumst við eða hvort við bregðumst við á ein- hvem hátt,“ sagði hann. Bergþór sagði að menn hefðu vitað af athugunum Orkuveitunnar og þekktu þessa tækni, sem væri ný- komin af tilraunastigi. Einnig sé Ijóst að ný tækni til að auka flutn- ingsgetu í gagnaflutning- um eftir símalínum Landssímans sé í örri þró- un. „Eftir því sem tímar líða verður sú tækni hag- kvæmari og ódýrari," sagði Bergþór. „Við erum í dag búnir Reykjavíkur muni að koma á ISDN-þjónustu sem allri íbúar á höfuð- borgarsvæðinu eiga að- gang að. Þar geta menn með réttum búnaði náð 128 kb hraða á Netinu. Ef búnaður er í lagi og mönnum gengur illa á þeim hraða er flösku- hálsinn oftast annars staðar en í notendalín- unni, t.d. netþjóninum hinumegin, þ.e.a.s. í upplýsingamiðlinum sem verið er að fá sam- band við.“ Lítið vitað um ijárhagslega hagkvæmni „Um fjárhagslega hagkvæmni þessa get ég lítið sagt. Þótt við höfum boðið ISDN-tengingu um allt land er mikill minnihluti internetnot- enda sem hefur séð ástæðu til að fá sér slíka tengingu. En ég veit ekki hvort það má draga þá ályktun af því að menn séu ekíd að biðja um meiri hraða en fæst á símalínu með góðu módemi," sagði Bergþór. Þá sagði hann að Landssíminn hefði gert ráð fyrir að Netið mundi nýta breiðbandskerfi Landssímans sem flutningsleið í framtíðinni. Mikill þrýstingur væri víða á uppbyggingu breiðbandskerfisins og ef Reykjavíkurborg ætlaði sjálf að byggja upp slíkt kerfi í hluta borgarinnar vöknuðu sjálfsagt spurningar um hvort draga ætti úr uppbyggingu breiðbands- ins í borginni en leggja aukinn kraft í upp- byggingu annars staðar. Það hefði þó ekki ver- ið rætt. Loks sagði Bergþór að áður en samkeppn- isumhverfi var búið til í fjarskiptum í landinu hefðu verið sett lög um að ekki mætti inn- heimta sérstakt gjald fyrir langlínu heldur skyldi bjóða notendum sama gjald hvar sem er á landinu. Ef fyrirtæki eins og Orkuveitan komi inn á markaðinn þar sem flutningurinn er mestur og arðsemin hæst en Landssíminn eigi að sjá um önnur svæði landsins hljóti verð þeirrar þjónustu sem dýrara er að halda uppi að hækka. .<>•( í,- t.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.