Morgunblaðið - 09.06.1999, Page 12

Morgunblaðið - 09.06.1999, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Lagning hringvegar á Austur-Héraði Athugun hafín á umhverfísáhrif- um hringvegar HAFIN er athugun Skipulags- stofnunar á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Stóra- Sandfell í Skriðdal á Austur-Hér- aði. Vegagerðin sér um fram- kvæmd verksins og áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Tilgangur framkvæmdarinnar er að færa veginn fjær íbúðar- og úti- húsum á Stóra-Sandfelli I og II á um 1,2 km löngum kafla ásamt því að leysa af hólmi óuppbyggðan veg með slæma legu og skerta vegsýn, en í því eru jafnframt jákvæð áhrif framkvæmdarinnar fólgin sam- kvæmt frummatsskýrslu. Áætluð efnisþörf er 20 þúsund rúmmetrar, þar af verða teknir um 8.500 rúmmetrar úr áreyrum Grímsár, 7.500 rúmmetrar úr ruðn- ingsholtum innan við Stóra-Sand- fell og 4.000 rúmmetrar úr sker- ingum. FELLABÆR Kálfafcll . V. ' ECILS-jl • STAÐIR _ ^ . Þórencs Hfeiðarsst^ðir/ ,/ n fox / ■ V ' v > L * %Vallan4 v> A ; > . • >%■ Höttur * Stóra-Sandfell Sandhólar Zb'jf UJ msm 0 Saadfcll W Landsbanki íslands hf. bótaskyldur Gert að greiða fyrrverandi starfsmanni 5 milljónir króna vegna uppsagnar HE RAÐSDOMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Landsbanka Islands hf. til að greiða fyrrum yfirhúsverði aðalbanka Landsbankans fimm milljónir ki’óna í skaðabætur íyrir óréttmæta uppsögn hinn 25. októ- ber árið 1995. Ástæður brottvikn- ingarinnar voru tilgreindar þær að maðurinn hefði fyrir hönd bankans gefið VIS upp rangar fjárhæðir varðandi launagreiðslur ræstinga- konu bankans. Væri það ekki í verkahring hans að svara slíkum íyrirspumum. Maðurinn var 61 árs að aldri er honum var sagt upp og stefndi bankanum fyrir uppsögnina og byggði m.a. á því að uppsögnin hefði verið ólögmæt. Málavextir voru þeir að ræst- ingakonan, sem heyrði undir mann- inn, lenti í umferðarslysi í septem- ber árið 1993 og bar VÍS bótaá- byrgð á tjóni hennar. Fór hún þess á leit við yfirmann sinn að hann gæfi út yfirlýsingar um tekjur hennar hjá bankanum og vinnu- tekjutap. Maðurinn kvaðst hafa talið sér bæði rétt og skylt að verða við beiðni konunnar og hefði hann gefíð út umræddar yfirlýsingar til trygg- ingafélagsins með það í huga að greiða götu hennar í samskiptum hennar við félagið. Málsástæður þær sem Lands- bankinn rakti vegna uppsagnarinn- ar voru m.a. að tilefni uppsagnar- innar hefði verið það að bankanum hefðu borist bréflegar staðfestingar Raskar jaðri skógi vaxins svæðis Við hönnun vegarins var reynt að fella hann sem best að landinu. Framkvæmdin raskar jaðri skógi vaxins svæðis með tveggja til fimm metra háum birkiskógi á um 200 metra kafla og túni á um 500 metra kafla. Samráð verður haft við landeigendur og Skógrækt rík- isins um gróðursetningu trjáa á svæðinu í stað þeirra sem fara undir vegsvæðið. Verður efni tekið úr áreyrum Grímsár á svæði sem er utan við farveg árinnar nema í miklum flóðum. Þess verður einnig gætt að farvegur árinnar breyti sér ekki vegna efnistökunn- ar. Innan og neðan við bæinn Sand- fell I geta leynst áður óþekktar fomleifar og mun Minjasafn Aust- uriands kanna svæðið nánar í sam- ráði við Þjóðminjasafn íslands. Við frágang verður haft samráð við landeigendur og eftirlitsráðgjafa Náttúruverndar ríkisins. Morgunblaðið/J.E.G. ÞRJÁTÍU kennarar og starfsmenn Vogaskóla fyrir framan Scandinavian Centre í Winnipeg. Dragtir með buxum; stuttum og síðum pilsum ósamt kjólum, blússum og toppum. Sportfatnaður í miklu úrvali. Á tilboði Dragtir, sportgallar íg bolir með 20% afslæjíi. oiraarion "Rtíytqdvílojrvegi 64, sími 565 1147. Vogaskóla- kennarar í Vesturheimi Winnipeg. Morgunblaðið. „KRAKKAR af íslenskum upp- runa í Gimli, Riverton og Ar- borg hafa mikinn áhuga á að kynnast Islandi. Þess vegna ætl- um við að koma af stað tölvu- samskiptum milli skólabekkja á íslandi og í Manitoba. Þetta verður aldamótaverkefni hjá okkur,“ sagði Guðrún Halldórs- dóttir skólasljóri, en 30 kennar- ar og starfsfólk Vogaskóla hafa verið á ferðalagi um Manitobafylki undanfarna daga. „Okkur langaði að sjá hvern- ig Vestur-Islendingar hefðu plumað sig hér í Kanada og svo átti skólinn okkar 40 ára af- mæli. Þess vegna ákváðum við að fara hingað í kynnisferð,“ sagði Sigrún Björnsdóttir kenn- ari. „Við höfum verið að skoða skóla og kynna okkur mismun- andi vinnuaðferðir. Það er til dæmis athyglisvert hvernig þeir bregðast við agavandamál- um hér. Eins höfum við kynnt okkur hvaða stefnu þeir hafa í sérkennslumálum og hvernig þeir sinna nýbúum. Kennsluað- ferðirnar eru öðruvísi og upp- bygging skólakerfisins er önn- ur. Svo sjáum við líka ýmislegt sem er betra hjá okkur, þannig að það er mjög hollt að fara út úr sínum eigin skóia og sjá hvað aðrir eru að gera.“ I lok ferðarinnar snæddu kennararnir úr Vogaskóla há- degisverð í Scandinavian Centre ásamt ræðismönnunum Svavari Gestssyni og Neil Bar- dal í boði Þjóðræknifélags ís- lendinga í Vesturheimi. „Vest- ur-Islendingarnir hafa tekið ótrúlega vel á móti okkur og það er mjög merkilegt að sjá hvað þetta fólk hefur haldið í uppruna sinn og hversu margir tala íslensku,“ sagði Sigrún. „Ég held að fólk heima geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er mikil upplifun að koma í þessar Islendingabyggðir og hitta fólk af íslenskum upp- runa.“ á því að maðurinn hefði í nafni bankans gefið VIS umræddar launaupplýsingar. Hefðu stjórn- endur bankans talið að maðurinn hefði brotið starfsreglur bankans í svo verulegu atriði að heimilt væri og rétt að víkja honum úr starfi fyr- irvaralaust og fella niður launa- greiðslur frá næstu mánaðamótum að telja. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að umræddar fjárhæðir, sem maðurinn staðfesti sem rétt laun starfsstúlkunnar, væru rangar. Hefði hún komið með yfirlýsingarn- ar tilbúnar til undirskriftar til hans og hefði hann talið þær réttar sam- kvæmt þeim gögnum sem hann hafði undir höndum. Hefði maðurinn sýnt af sér óvar- kárni þegar hann staðfesti umbeðn- ar yfirlýsingar án þess að afla sér óyggjandi upplýsinga um að rétt væri farið með uppgefnar fjárhæðir. Ekki um ásetning að ræða Þótti hins vegar ósannað að um ásetning hefði verið að ræða í blekkingarskyni, heldur bentu gögn málsins og sönnunarfærsla til þess að um mistök hefði verið að ræða. Þau mistök þóttu að mati dóms- ins ekki réttlæta fyrirvaralausa uppsögn úr starfi svo löngu eftir hið meinta brot þar sem lögbund- inn andmælaréttur mannsins var auk þess ekki virtur. Féllst dómurinn því á að bankan- um bæri að bæta það tjón sem mað- urinn varð fýrir vegna uppsagnar- innar og dæmdi honum fimm millj- ónir króna í skaðabætur og dæmdi bankann ennfremur til að greiða 650 þúsund í málskostnað. Slasaðist í bifhjólaslysi RÚMLEGA þrítugur ökumaður bifhjóls var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir bifhjólaslys á mótum Ennisbrautar og Olafs- brautar í Olafsvík aðfaranótt sunnu- dags. Grunur leikur á um að um ölvun- arakstur hafi verið að ræða og telur lögreglan í Olafsvík að hjólið hafi ofrisið með þeim afleiðingum að ökumaðurinn féll af því og hlaut áverka í andliti og á öxl. I fyrstu var talið að um alvarlegt slys væri að ræða en síðar kom í ljós að svo var ekki. Maðurinn var þó enn til rannsóknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á mánudag. Bifhjólið, sem er torfærubifhjól, skemmdist hins vegar ekkert, að sögn lögregl- unnar. ♦ ♦♦ Yarað við bensínbrúsum í húsagörðum AÐ GEFNU tilefni vill framkvæmdastjóri Verkefnis um slysavarnir barna og unglinga benda landsmönnum á að skilja ekki eftir bensín í görðum þar sem börn geta komist í það, en í síðustu viku brenndust tveir drengir þegar eldur kom upp í kjölfar fikts þeirra við bensín. Þess má að lokum geta að samkvæmt rannsókn á brunaslysum á börnum, sem læknar á Barnaspítala Hringsins gerðu, eru það aðallega drengir á aldrinum 5- 14 ára sem fikta við bensín og brennast illa. ff

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.