Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Norður-írland Trimble sagður valt- ur í sessi ÞEIR liðsmanna Sambands- flokks Ulsters (UUP), sem andvígir eru friðarsamkomu- laginu á Norður-írlandi, leggja nú drög að því að velta David Trimble, verðandi forsætisráð- herra á N-írlandi, úr stóli leið- toga UUP, en flokkurínn er stærsti flokkur sambandssinna á N-írlandi. Hefur dagblaðið The Irish Times eftir einum þingmanni UUP á breska þinginu að svo gæti jafnvel farið að vantraust- stillaga yrði borin upp á flokkráðsfundi þegar í næstu viku, nái Jim Nicholson, fram- bjóðandi UPP í Evrópuþing- kosningunum á fimmtudag, ekki kjöri. Þessar væringar eiga rætur að rekja til þess að margir liðs- manna UUP vantreysta Trimble og telja að hann muni á endanum svíkja lit og ganga til stjómarsamstarfs við Sinn Féin, stjórnmálaarm írska lýðveldishersins (UUP), án þess að IRA hafí byrjað af- vopnun fyrst. Líklegt að díoxín-hneykslið hafí áhrif á kosningar í Belgíu Forsætisráðherrann gæti misst embættið The Daily Telegraph. ÞINGKOSNINGAR fara fram í Belgíu um næstu helgi, og að mati stjórnmálaskýrenda eru líkur á að flokkur forsætisráðherrans Jean- Lue Dehaenes bíði ósigur, vegna vaxandi óánægju almennings með framgöngu ríkisstjórnarinnar í hneykslismálinu sem upp kom fyrir tæpum tveimur vikum vegna dí- oxín-mengunar í belgískum mat- vælum. Dehaene er þekktur fyrir hæfi- leika sína til að ná samningum og bjarga málum í höfn, en óvíst er að hann muni geta sannfært sam- starfsflokkinn, sósíalista, um að halda áfram stjórnarsamvinnunni eftir kosningar. Þótt Dehaene ætti fræðilega möguleika á að halda forsætisráð- herraembættinu þrátt fyrir að flokkur hans, Kristilegir demókrat- ar, hlyti ekki flest þingsæti, þykir líklegast að næsti forsætisráðherra Belgíu komi úr röðum Frjálslynda flokksins. Fulltrúar fram- kvæmdastjómar Evr- ópusambandsins áttu í gær fundi með aðilum frá ríkjum utan sam- bandsins til að reyna að slá á óttann vegna mengunarmálsins, en ýmis lönd hafa ekki eingöngu bannað inn- flutning landbúnaðar- afurða frá Belgíu held- ur öllum ríkjum ESB. Vonuðust þeir til að fá banninu aflétt á þeim vörum sem augljóslega væru ekki mengaðar. Eiturefni aðeins fundist í kjúklingakjöti Talsmaður ESB tilkynnti í gær að aðildarríki sambandsins gætu ekki sett hömlur á innflutning belgískra vara, ef unnt væri að sanna að þær innihéldu ekki díoxín. Dehaene sagði jafnframt á fréttamannafundi að díoxín hefði fundist í prufum sem teknar hefðu verið í þremur fóðurverksmiðjum í landinu. Fullyrti hann að aðeins hefðu fundist merki um eiturefnið í kjúklingakjöti, og að óhætt væri að neyta svína- og nautakjöts. Sala fuglakjöts, svína- kjöts og nautakjöts, auk eggja og mjólkur- vara, var bönnuð í Belgíu eftir að uppvíst varð um díoxín-meng- unina fyrir tæpum tveimur vikum. Talið er að málið muni valda Belgum tjóni sem nemur um 60 milljörðum íslenskra króna á mán- uði. Fjármálaráðherra Belgíu, Herman von Rompuy, sagði í gær að fjárhagur landsins yrði tvö ár að jafna sig. Dehaene Tipper Gore segir frá þunglyndi sínu á ráðstefnu um geðheilbrigðismál Hvetur til for- dómalausrar umræðu Washington. Reuters. TIPPER Gore, eigin- kona Als Gore, vara- forseta Bandaríkjanna, ræddi í fyrsta sinn á almennum vettvangi um reynslu sína af þunglyndi á ráðstefnu um geðheilbrigðismál á vegum Hvíta hússins, sem fram fór á mánu- dagskvöld. Hvatti hún landa sína til að líta á þunglyndi sem hvem annan sjúkdóm, for- dómalaust og án skammar. Tipper Gore, sem er ráðgjafi Bills Clintons Bandaríkjaforseta varðandi geðheilbrigðismál, var forseti ráðstefnunnar. Hún kvaðst hafa átt við þunglyndi að stríða í kjölfar bílslyss árið 1989, sem varð syni þeirra hjóna næstum því að bana. Sagðist hún hafa gengist und- ir lyfjameðferð, sem hefði til allrar hamingju skilað góðum árangri. Unnt að greina og lækna geðsjúkdóma Gore sagði að geð- sjúkdómar væru „síð- asta skammarmál 20. aldarinnar", og að nauðsynlegt væri að binda enda á þá mis- munun sem þeir sem af þeim þjáðust upplifðu. Kvaðst hún vilja koma þeim skilaboðum á framfæri að unnt væri að greina og lækna þunglyndi og aðra geð- sjúkdóma. Hvatti hún fólk eindregið til að leita sér lækn- inga ef það kenndi sér meins. Varaforsetafrúin viðurkenndi í viðtali við dagblað í maí sl. að hún hefði tekið lyf við þunglyndi, en gaf þá engar frekari upplýsingar. Stuðningsmenn Als Gore, sem mun væntanlega tilkynna formlega um forsetaframboð sitt 16. júní, hafa lýst yfir áhyggjum af því að and- stæðingar hans kunni að gera þetta að kosningamáli, en talsmenn Tipp- er vísuðu því á bug að yfirlýsingar hennar á ráðstefnunni stæðu í nokkrum tengslum við kosninga- baráttuna. AJ Gore sagði við ráð- stefnugesti að hann væri afar hreykinn af hugrekki eiginkonu sinnar. Tipper Gore Reuters NUNNUR biðja við útimessu Jóhannesar Páls páfa í borginni Elk í gær. Efnamenn hvattir til að gleyma ekki Elk. Reuters. JÓHANNES Páll páfi skoraði í gær á vel stæða Pólverja að gleyma ekki þeim sem búa við bág kjör eftir innreið kapítalism- ans í Póllandi fyrir áratug. „Þróun og efnahagsleg fram- för má aldrei verða á kostnað karla og kvenna, hindra að frum- þörfum þeirra verði fullnægt," sagði páfi í ræðu í borginni Elk í norðausturhluta Póllands á fjórða degi heimsóknar sinnar til landsins. Borgin er í einum af fátækustu landshlutum Póllands þar sem at- vinnuleysið er um 20%. í landinu öllu er atvinnuleysið um 11%. Lifskjaramunurinn hefur stór- aukist í Póllandi frá því landið tók upp frjálsan markaðsbúskap í stað miðstýrðs hagkerfis. Með- almánaðarlaunin eru andvirði 33.000 króna og margir lifa und- ir fátæktarmörkum. Páfi sagði að Pólverjar, sem hafa hagnast á efnahagsbreyt- ingunum, mættu ekki láta ákall fátæka fólksins sem vind um eyru þjóta. „Við skulum kapp- kosta að hlusta á þetta ákall. Við skulum kosta kapps um að lifa þannig að í landi okkar verði enginn án þaks yfir höfuðið eða brauðs á borðinu." Um 250.000 manns hlýddu á ávarp páfa, þeirra á meðal kaþ- ólskir pflagrímar frá Kalíníngrad bágstöddum AP PÁFI veifar til mannfjöldans í Elk. Um 250.000 manns sóttu messu hans í borginni. í Rússlandi, Hvita-Rússlandi og Litháen. Páfi hélt síðar um daginn í klaustur í bænum Wigry nálægt landamærunum að Litháen. Ráð- gert er að hann hvfli sig þar í dag og haldi ferðinni um Pólland áfram á morgun. Launamis- rétti enn fyrir hendi KONUR í Evrópusambands- ríkjunum hafa að jafnaði 25% lægri laun heldur en karlar og sú hugsun að þær eigi að hljóta sömu laun og karlar fyr- ir sömu vinnu hefur enn ekki náð að skjóta rótum, að því er fram kemur í samantekt nefndar á vegum fram- kvæmdastjórnar ESB. Benda niðurstöðurnar til þess að kon- ur í austurhluta Þýskalands, Danmörku og Svíþjóð þurfi einna síst að kenna á launa- misrétti, en að mestur sé launamunur kynja í Grikk- landi, Hollandi og í Portúgal. Grátt gaman í háloftunum FLUGVÉL Delta-flugfélags- ins, sem var nýlega á leið frá Atlanta í Bandaríkjunum til Manchester í Englandi, var lent í Bangor í Maine svo vísa mætti breskum farþega frá borði, en þetta var í annað skipti á rúmlega mánuði sem breskum farþega er vísað frá borði flugvélar á þessari flug- leið. Umræddur Breti varð fjúkandi reiður þegar flug- þjónar neituðu að veita honum áfengi og reyndi hann að brjóta sér leið inn í flugstjórn- arklefann. Stöðvuðu tveir flug- þjónar för mannsins en hlutu nokkra áverka fyrir vikið. Dúsir Bretinn nú í fangelsi í Maine. Netanyahu situr ekki aðgerðalaus BENJAMIN Netanyahu, sem tapaði í forsætisráðherrakosn- ingum í Israel í síðasta mán- uði, hefur nú fundið nýtt og vel launað starf en hann hyggst ferðast um heiminn og halda fyrirlestra gegn greiðslu um málefni eins og stöðug- leika, velmegun, hvernig leið- togum beri að hegða sér, og um friðarumleitanir í Mið- Austurlöndum. Eru menn sammála um að helsti styrk- leiki þessa umdeilda leiðtoga sé hæfileiki hans til að bíta frá sér með beinskeyttum ræðu- flutningi og ætti Netanyahu því að geta farið fram á háar greiðslur fyrir fyrirlestra sína. Aitken í fangelsi JONATHAN Aitken, fyrrver- andi ráðheira í ríkisstjórn breskra íhaldsmanna, var í gær dæmdur í átján mán- aða fangelsi fyrir mein- særi og fyrir að hafa reynt að standa í veg réttvís- innar. Aitken höfðaði árið 1997 mál á hendur dagblaðinu The Guar- dian fyrir ærumeiðingar en í janúar á þessu ári gekkst hann við því að ávirðingar blaðsins höfðu reynst sannar, og að hann hafði sjálfur falsað vitnayfirlýsingar til að styrkja málarekstur sinn á hendur blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.