Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM .X JL > Forvitnilegar bækur DlcnONARy op AMEHICAN IfNDEftWOftlD IINGO Mmm$ Glæpsam- leg enska Dictionary of American Underworld Lingo. Hyman Goldin og fleiri t<5ku saman. Twayne-útgáfan gaf út í New York 1950. Keypt á fornsölu í Reykjavík fyrir 176 kr. 322 bls. Fátt breytist eins hratt og tungumálið, ekki síst tungutak menningarkima, málfar þjófa, fíkniefnaneytenda, vændisfólks og annarra misindismana. Illt er og að henda reiður á slíku máli og segin saga að þegar búið er að skrásetja það er það orðið úrelt. Því eru bækur sem sú sem hér er gerð að umtalsefni yfírleitt fróðleikur um liðinn tíma, en ekki skráning á því máli sem talað er á þeim tíma sem ritið kemur út. Hver iðn og atvinnugrein á sér sitt sérstaka málfar, hvort sem það er prentverk eða sjómennska, tölvufræði eða söngkennsla. Innan fagsins verða til orð sem tengjast handverki, hráefni eða aðfongum, sumt skrumskælt úr öðrum mál- um, eða að orð eru tekin til annarra nota en almennt tíðkast. Glæpa- hyski hefur sama hátt á og innan þeirrar „iðngreinar" verða til orð sem hljóma torkennilega í munni þess sem notar og oft erfitt að giska á hvað um er rætt þótt sum orðanna skýri sig sjálf. í Dietion- ary of American Underworld Lingo eru saman komin um 5.000 orð sem tengjast ýmislegu ólöglegu athæfí, en þar er, að mati þeirra sem tóku saman, kominn obbinn af orðaforða bandarískra glæpa- manna á fimmta áratugnum. í inngangi að bókinni kemur fram að höfundar hennar leituðu til bófanna sjálfra við samsetningu hennar, fóru í fangelsi víða um Bandaríkin, söfnuðu orðum og fengu skýringar jafnhliða. Þeir segjast hafa gætt að því að tína bara til þau orð sem virtust hafa víðtæka útbreiðslu, enda sé mikill mállýskumunur á milli staða og reyndar megi segja að ekki sé bara að hver „iðngrein" glæpaheimsins eigi sitt sérstaka málfar, heldur eigi hvert fangelsi eða vinnubúðir, 3.600 alls 1950, sitt málfar sem þekkist ekki annars staðar. Jafnvel megi telja varðhaldsklefa lögreglu- stöðva einnig, en þær voru á þess- um tíma um 100.000 í Bandaríkjun- um. Þeir sem lesið hafa glæpasögur frá þessum tíma, til að mynda bráðskemmtilegar sögur Damons Runyons, kannast við allmargt sem kemur fyrir í bókinni, en obb- inn er þó torkennilegur. Það eykur notagildi bókarinnar til muna að óteljandi dæmi eru um málnotkun og ekki veitir af. Hverjum hefði til að mynda dottið í hug að „drilled to a handful" þýddi að vera dæmd- ur í fímm ára fangelsi, eða að „what strength is the iron“ þýði „hvað á hann af seðlum?“ Flestir geta þó lesið í frasa eins og að „lush-diver“ sé sá sem ræni fyli- byttur og að „house of nations" sé vændishús með fjölþjóðlegar vændiskonur. Arni Matthíasson SAFN UPPÁHALDSUPPSKRIFTA ELVIS PRESLEY / / Forvitnilegar bækur MIG langar ekki sérlega mikið að lifa svona lífí. Viðbjóður og já bara viðbjóður. Og þó ... gæti samt verið pínulítið gaman. Að vera klúbbakrakki í London, djamma og dingla sér úti allar nætur og fara svo bara í skólann daginn eft- ir. Hljómar alveg ágætlega og til- hugsunin jafnvel svolítið kitlandi. Hvernig ætli það sé? Viðbjóður. Eins og það sé ósköp eðlilegt að vakna í eigin ælu. Að þurfa kókaín til að geta tekið til í íbúðinni. Nauðganir og barsmíðar. Olétta vinkonan lamin í klessu af kærastanum. Jarðarfaiir. Skemmdar tennur. Endalaust ógeð. En eitthvað fær mig til að halda áfram að lesa. Er það gleðin yfir ófórum annarra? Er rangt af mér að lesa bara svo ég geti verið fegin að vera ég? Ég er fegin. Ég er bara venjuleg stelpa. En sögu- persónumar eru líka bara venju- legt fólk. Að vísu dóphausar og ei- lífðardjammarar, en engu að síður langt frá heróínvofum, útigangs- fólki og Dýragarðsbömum. Þetta er E-kynslóðin. Ungt fólk sem tekst næstum alveg að taka þátt í „eðlilegu" lífi, þrátt fyrir svaka- lega fíkn og ólifnað. Og um leið ímyndar það sér að því þyki gam- an - þegar er ekkert gaman. Það sér sá utanaðkomandi um leið. Hann sér fólk sem sniglast um, svo tómt að innan að það kann ekki að gráta. Hvern langar að vera þannig? Ekki mig. Og ég er algjörlega sannfærð um það núna. Með þetta fyrir augunum hverfur glansinn af næturlífínu eins og skot. Er þetta þá viljandi forvamar- starfsemi? Tekur einhver mark á svoleiðis? Þó að einhver fyr- irsæta eða handboltagella segi að það sé hallærislegt að reykja, þá þarf það ekki að þýða að ég gleypi við því. Forvarnir virka ekki endi- lega alltaf. En þessi lifla saga, þessi forvöm, virk- ar Því þetta er við- bjóður. Og ég vil ekki finna snigil í hárinu á mér. Silja Björk Baldursdóttir ELVIS og Priscilla við brúðkaups- tertuna vígalegu. ELVIS Presley var sérkennileg samsuða, strangtrúaður ófram- færinn Suðurríkjamaður sem stundaði kynsvall og dópát á milli þess sem hann söng sálma og ógleymanleg dægurlög. EIvis hafði mikið dálæti á mat og kunni því betur að meta hann sem hann var feitari og næring- armeiri, hann hefði kunnað vel við sig á íslenskum togara. I bókinni Are You Hungry Tonight? sem Brenda Arlene Butler tók saman er að fínna uppskriftir að Suðurríkjamat sem EIvis ólst upp við, steiktu kjöti og soðnu, en inn á milli er grænmeti og stöku pastaréttir, aukinheldur sem ýmsar bökur eru nefndar og eftirréttir. Uppáhaldssamloka kóngsins í inngangi að bókinni kemur fram að rík áhersla var lögð á það að aldrei vantaði banana- búðing og súkkulaðibitakökur í Graceland, en einnig varð alltaf að vera til hráefnið í uppáhalds- samloku Elvis. Hafi einhver undrast mittismál kóngsins síð- ustu árin sem hann lifði getur sá lesið eftirfarandi uppskrift að slíkri samloku, steiktri samloku með hnetusmjöri og banönum. Hann byijaði oft daginn með steiktri samloku með hnetu- smjöri og banönum en átti einnig til að fá sér þannig sam- lokur kvölds og morgna og á nóttunni Iíka ef hann átti erfítt með svefn. Þroskaður banani, stappaður 2 hveitibrauðsneiðar 3 msk. hnetusmjör 2 msk. smjör 4 msk, smjör svartur pipar ELVIS Presley var mikill matmaður eins og þær 58 uppskriftir eftirlætisrétta hans bera vitni. Kartöflurnar eru skornar í bita og settar í pott með vatni. Suðan látin koma upp, hitinn lækkaður og látið malla í 20 mínútur undir loki. Vatninu hellt af og mjólkin og smjörið sett út í og hrært þar til kartöflumúsin er létt og loft- kennd. Borðað með mikilli upp- bakaðri sósu. Eplabakan ómissandi Ofninn er hitaður í 220 gráð- ur. Helmingur bökudeigsins sett- ur í formið. Hveiti, sykur, kanill og salt sett í skál og eplunum sem skorin hafa verið í þunnar sneiðar velt upp úr blöndunni. Þeim er síðan raðað í bökuform- ið og hinn helmingur bökudeigs- ins settur ofan á. Raufar eru skornar á bökutoppinn og pensl- að yfir með ijóma eða mjólk. Bakan er bökuð í 40-45 mínútur. Ef bakan virðist dökkna um of er hægt að hylja hana með ál- pappír hluta bökunartímans. Fyrir Elvisvinafélagið Margar upp- skriftanna eru þesslegar að elda má þær í venjulegu eldhúsi og þær eru kjörnar til að komast aðeins nær kóng- inum, en enginn skyldi láta hjá iíða að spreyta sig á brúð- kaupstertu þeirra Elv- is Presley og Priscillu Beaulieu. Hún er reyndar svolítið stór, enda ætluð 500 manns, en tilvalið fyrir vinnufé- laga eða Elvisvinafélög að taka sig saman um að baka kökuna. Uppskriftin að henni er m'u síður með skýringarmyndum og inn- kaupalista (10 kíló af hveiti, 5 kíló af smjörlíki, 14 kíló af sykri, 8 kíló af eggjahvítum ...). Hveiti og salti er blandað saman í skál. Smjörlíkið er skorið niður í skálina og hnoðað létt saman þar til hveitið er komið í litla kekki á stærð við baunir. Köldu vatni er smám saman bætt við og hnoðað létt saman. Þegar deigið helst þokkalega vel saman er því skipt í tvo hluta og flatt út í tvær kringlóttar kökur. Önnur er sett innan í bökuform og innihaldi bökunnar dreift yfír. Efri kakan er sett þar ofan á og rifúr skorn- ar í deigið. Brauðið er ristað létt og síðan er önnur sneiðin smurð með hnetusnyöri en hin með banönum. Þær eru svo lagðar saman og steiktar í smjöri. Eldamennska kennd við Suður- ríkin er sjaldnast hitaeininga- snauð en Suðurríkjamenn eru þekktir fyrir mataráhuga sinn og í Suðurríkjaeldhúsinu mætast ýmsar hefðir landbyggjaifiia. Áhrif úr eldhúsum svartra má einnig greina víða í uppskriftum og er eldamennskan oft kennd við sálina, enda fæðið ekki ein- göngu ætlað til að halda skrokkn- um gangandi heldur einnig til að gleðja andann þegar fjölskyldan kemur saman við eldhúsborðið. Alkunn er aðdáun EIvis á móður sinni og líklegt að hin góðkunna matarást hafí í það minnsta ekki minnkað aðdáunina. Þeir sem heimsóttu Elvis í Memphis tóku fljótt eftir að hann kunni vel að meta þungar kjötmáltíðir og var fískur aldrei hafður á borðum á heimili kóngsins. Meðlætið með steikun- um var ríkulegt og voru oftast á borðum risastórar skálar af kartöflumús og þykkum sósum. Uppáhaldsuppskrift Elvis að kartöflustöppu er eftirfarandi: 700 g rauðar afhýddar kortöflur 1/3 bolli mjólk Innihald: 6-8 epli Vi bolli sykur 2 msk. hveiti Vitsk. kanill Vútsk. salt 2 msk. smjör Fátt þykir Bandaríkjamönnum minna meira á heimahag- ana en heimabökuð eplabaka og slær hún jafnvel hamborgur- unum við í vinsæld- um. Elvis sem át hamborgara af mikl- \ um eldmóð í tfma og ótíma kunni vel að meta heita eplaböku að hætti mömmu. Hér er uppskriftin að uppáhaldsböku EIvis: ___________ Deig:____________ 2 bollar hveiti 1 tsk. salt 2/3 bolli smjörlíki 5-7 msk. kalt vatn EPLABAKA eins og hún var bökuð í Graceland. Smó rjómi eða mjólk I MAT HJA KÓNGINUM Með snigla í hárinu „Sharking", Sophie Stewart. Skáidsaga. 288 bls. Anchor, Transworld Publishing, London, 1999. Eymundsson, 1.995 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.