Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 13 FRETTIR •• Oryggismál í Bláa lóninu Segir gagnrýni byggða á mis- skilningi Morgunblaðið/Þorkell Unglingavinn- an er hafin ÞAÐ var heldur kalt í veðri þegar um 2.000 unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavikurborgar á mánudag- inn. Unglingarnir starfa víðs vegar um borgina og á svæð- um utan við hana, að sögn Arnfinns Jónssonar, skóla- stjóra. Morgunblaðið rakst á hóp frá Vinnuskólanum við Hagaskóla og tók tvö ungmenni tali. Aðalbjörg Bjarnadóttir sagði að erfiðlega hefði gengið að vakna í vinnuna og var fremur óhress með veðrið. „Það verður gaman ef veðrið verður betra,“ sagði Aðalbjörg aðspurð um væntingar til vinnunnar í sumar. Að- albjörg útskrifaðist úr Hagaskóla í vor og ætlar í Kvennaskólann í haust. Hún er ákveðin í að kaupa föt fyrir sumarlaunin sín. Guðbjörn Axelsson var í Hagaskóla í vetur, Iíkt og Aðalbjörg. Hann býr þó í Grafarvoginum og fannst lítið mál að vakna klukkan 6 til að taka sig til fyrir vinnuna. Guðbjörn var sáttur við að hefja störf í gær en vonaðist til að veðrið yrði betra í sumar. „Það er gaman að verða brúnn og sætur,“ sagði Guðbjörn, en þetta er þriðja sum- arið hans í unglingavinnunni. Forstjóri Byggðastofnunar um lánveitingu til Rauðsíðu Vantar enn gögn GRÍMUR Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, segir gagnrýni þá sem fram kom í bréfi Robins Kirkhus, norsks atvinnukaf- ara sem staddur var í lóninu er taí- vönsk kona lést þar á sunnudag, byggða á misskilningi. I bréfinu, sem Morgunblaðið sagði frá í gær, gerir Kirkhus alvarlegar athugasemdir við skipulag öryggis- mála í lóninu og segir Grímur að ályktanir hans séu rangar. „I fyrsta lagi erum við með fullnægjandi ör- yggisbúnað við lónið, sem er í sam- ræmi við þær reglur sem okkur eru settar af yfirvöldum. Þetta þýðir að við erum að sjálfsögðu með súrefn- iskúta, björgunarbúnað og allan þann skyndihjálparbúnað sem þarf að vera íyrir hendi á stað sem sinnir starfsemi af okkar tagi. Það er því hreinn misskilningur af hálfu Norð- mannsins og beinlínis rangt að halda því fram að þessi búnaður hafi ekki verið til taks,“ sagði Grímur. Ekki um skipulagsleysi að ræða Grímur visar einnig á bug þeim ummælum Kirkhus að skipulagsleysi hafi einkennt allar björgunaraðgerð- ir. Bendir hann í því sambandi á það mat lögreglumanna frá Grindavík að starfsfólk lónsins hafi staðið sig með ágætum við björgunarstörfin. „Það er heldur ekki að ástæðulausu sem þarna mæta lögregla, sjúkrabíll og björgunarsveit, heldur vegna þess að við erum með ákveðið kerfi sem fer í gang með skipulegum hætti við að- stæður sem þessar," sagði Grímur. Kirkhus gagnrýnir einnig að ekki hafi verið reyndar lifgunartilraunir á taívönsku konunni. I þessu sambandi bendir Grímur á að mjög reyndur björgunarmaður hafi úrskurðað kon- una látna mjög fljótlega eftir að hún fannst. Grímur leggur áherslu á að þrátt fyrir þær athugasemdir sem hann gerir við gagnrýni Kirkhus sé Bláa lóninu að fullu Ijós sú ábyrgð sem það ber, enda hafi öryggi baðgesta verið haft að leiðarijósi við uppbygg- ingu nýs lóns og baðstaðar sem verði opnaður eftir tvær vikur. Því sé ekki hægt að neita að slys og dauðsfóll hafi átt sér stað í lóninu og því sé allt gert til að reyna að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Hann segir þó nauðsynlegt að setja staðreyndir í rétt samhengi og bendir á að fjögur þeirra átta banaslysa sem orðið hafa í lóninu síðan 1984 hafi átt sér stað áður en starfsemi þar hófst eða utan afgreiðslutíma þess. „Engu að síður er þetta hörmulegur atburður sem átti sér stað hér á sunnudaginn og við, stjóm og starfsmenn Bláa lóns- ins, vottum aðstandendum og sam- ferðamönnum hinnar látnu okkar dýpstu samúð.“ Slysið enn í rannsókn Ásgeir Eiríksson, löglærður full- trúi sýslumannsins í Keflavík, sagði að slysið á sunnudag væri í rannsókn og ekkert væri hægt að segja um nið- urstöður hennar á þessu stigi. Hann kvaðst einnig hafa bréf Robins Kirk- hus til skoðunar og sagði ábendingar hans vera um margt gagnlegar. Þó væri litið á bréfið sem athugasemdir frá hverjum öðrum borgara, enda vita menn engin frekari deili á Robin Kirkhus og hann hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. Hvað varðar ör- yggismál í Bláa lóninu sagði Ásgeir þau vera í skoðun óháð bréfi Kirkhus. Banaslysin orðin átta Bláa lónið var tekið í notkun árið 1984 og síðan þá hafa átta banaslys átt sér þar stað. Þijú þessara slysa urðu á árunum 1984-1986, en þá var enginn rekstur við lónið. í öllum þessum tilvikum var um drukknun að ræða. Næst urðu banaslys árin 1989 og 1990 og var um köfnun vegna uppsölu að ræða í öðru til- vikanna, en hjartaáfall í bíl á bif- reiðastæði við lónið í hinu. í maí árið 1994 drukknaði skoskur ferðamaður í lóninu og þremur árum síðar drukknaði þar ung stúlka eftir að hafa farið inn á svæðið að næturlagi í fylgd þriggja annarra ungmenna. FORSTJÓRI Byggðastofnunar seg- ir enn vanta gögn frá rekstraraðilum Rauðsíðu ehf. á Þingeyri og systur- félögum þess, til að hægt sé að taka ákvörðun um hvort stofnunin veiti fyrirtækjunum 100 milijónir króna sem hún hafi gefið vilyrði fyrir að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Skilyrðin voru meðal annars að fyr- irtækið lækkaði skuldir um 70 millj- ónir króna og að hlutafé yrði aukið um 20 milljónir króna. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær óskuðu rekstraraðilar Rauðsíðu þess í maí sl. að Byggða- stofnun endurskoðaði ákveðin skil- yrði varðandi lánveitinguna. Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir stofnunina hafa óskað eftir frekari gögnum og segir ómögulegt að segja til um hvenær svar fáist við því hvort af lánveitingunni verður. Formaður stjórnar Byggðastofn- unar hefur ákveðið að gera opinber þau skilyrði sem stjórnin samþykkti að setja fyrir lánveitingu til Rauð- síðu. Þar kemur fram að á fundi sín- um hinn 12. apríl sl. hafi stjórnin ákveðið að lána fyrirtækjunum Bol- fiski ehf., Rauðhamri ehf., Rauðsíðu ehf. og Rauðfeldi ehf. allt að 100 milljónir króna til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Þau eru að fyrirtækin færu í greiðslustöðvun eða svokallaða „frjálsa nauðarsamn- inga“ sem áttu að leiða til lækkunar skulda um 70 milljónir króna og að hlutafé sameinaðra fyrirtækja yrði aukið um að minnsta kosti 20 millj- ónir. Stjórnin vildi að aðalveðtrygg- ing fyrir láninu yrði frystihús á Þing- eyri, ásamt vélum, þar með talið kaupleigusamningar. Byggðastofnun skyldi auk þess fá 2. veðrétt sam- hliða, næst á eftir 110 milljóna króna nýju langtímaláni frá sparisjóðum eða öðrum lánastofnunum sem nota skyldi til að endurfjármagna áhvílandi lán. Samhliða láni Byggða- stofnunar skyldi fást 55 milljón króna langtímalán frá sparisjóðum sem eru viðskiptabankar fyrirtækj- anna. Einnig gerði stjómin að skil- yrði að gerður yrði prósentusamn- ingur við veðhafa um skil á hluta af framleiðsluverðmæti. Ennfremur að lokið yrði við þriggja mánaða upp- gjör fyrirtækjanna sem bera átti saman við rekstraráætlun. Rúmum mánuði síðar heimilaði stjórnin forstjóra Byggðastofnunar að greiða út að uppfylltum ofan- greindum skilyrðum. Var honum falið að ganga úr skugga um að samningum við lánardrottna væri lokið og að 20 milljóna króna hluta- fjáraukning væri greidd. Þá fékk forstjórinn heimild til að semja við viðskiptabanka eða aðrar lánastofn- anir um að lægri upphæð en 55 millj- ónir króna hvíldu á samhliða veðrétti með láni Byggðastofnunar, í ljósi þess að skuldbreyting við lánar- drottna leiddi til þess að langtíma- fjármögnun fengist að upphæð 122 milljónir króna. Að öðru leyti stóðu skilyrði um veðtryggingar óbreytt. MUbetta á aðeins kr.6890,- Margar gerðir f'- Glæsilegt 5 hl pottasett + 3ja hluta * skálasett. Gæðastál, tvöf. botn, , orkusparandi, fyrir allar gerðir eldavéla. Hert glerlok. •Frábært verð Sumarkjólar 1 Dalvegi 2, Kópavogut Dragtir 2 JakKar I Handtöskur í úrvali Peysui* ■ Blussur Buxur/Pils Vesti • önnusett iraðirendast Glæsil. ámeðan Bæjartaska Allt betta ; á aðeins Kr. 3900,- Vandað 8 hl. pottasett Gæðastál Tvöfaldur botn Másetjaí uppþvottavél. Kr.1995,- Stílhreint 30 hl.sett t 6 úr gæðastali. Má þvo í uppþv.vel Kr. 695,- 10 hluta hárgreiðslusett Burstar, greiða, spennur Kr.1195,^ Baðtaska + vErdaðhandsnyrtisett Kr. 1995,- 5 frábærar töskur í ferðalagið Kr.590,- Vind- og regnjakki úr gæðastáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.