Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 19
ERLENT
Olmert býður sig fram
í leiðtogakjöri Likud
Reuters
EHUD OLMERT strýkur yflr hárið á fréttamannafundi í gær,
skömmu áður en hann tilkynnti framboð sitt.
EHUD Olmert, borgarstjóri Jer-
úsalem, tilkynnti í gær að hann
hygðist bjóða sig fram gegn Ariel
Sharon, fráfarandi utanríkisráð-
herra Israels, í leiðtogakjöri Likud
eftir ósigur flokksins í kosningunum
í maí.
„Ég vil verða leiðtogi Likud, end-
urreisa flokkinn og færa hann aftur
að miðju stjómmálanna í ísrael,"
sagði Olmert þegar hann tilkynnti
ákvörðun sína á blaðamannafundi í
Jerúsalem.
Olmert tók fram að markmið sitt
væri að verða forsætisráðherra og
spáði því að næstu þingkosningar,
sem verða ekki síðar en í nóvember
2003, „fari fram fyrr en ráðgert hef-
ur verið“. „Ég yrði besti hugsanlegi
frambjóðandi Likud gegn Ehud
Barak [nýkjömum forsætisráð-
herra], en núna er brýnasta verk-
efnið að endurreisa flokkinn þannig
að hann verðskuldi að stjóma land-
inu, þegar þar að kemur.“
Sharon var skipaður formaður
Likud til bráðabirgða þegar Benja-
min Netanyahu, fráfarandi forsætis-
ráðherra, lét af formennsku eftir að
hafa beðið mikinn ósigur fyrir
Barak.
Samkvæmt stofnskrá Likud getur
Sharon gegnt formennsku í flokkn-
um í þrjá mánuði en stuðningsmenn
hans hafa krafíst þess að umboðið
verði framlengt í tvö ár til að tími
gefist til að endurreisa flokkinn eftir
kosningaafhroðið.
Olmert kvaðst hins vegar andvíg-
ur því að leiðtogakjörinu yrði
frestað. „Ég tel að það verði að fara
fram snemma í september eins og
kveðið er á um í stofnskrá flokks-
ins.“
Auk þess sem Netanyahu tapaði í
forsætisráðherrakjörinu missti
flokkur hans 13 þingsæti í kosning-
unum. Hann fékk aðeins 19 þing-
menn kjöma og hefur aldrei komið
jafn illa út í kosningum.
„Við höfum orðið fyrir miklum
ósigri og það hefði mátt sjá fyrir
löngu áður eftir að mikilvægir menn
gengu úr Likud, einkum David
Levy, Benny Begin, Dan Meridor,
Ronni Milo og Yitzhak Shamir,“
sagði Olmert. Allir þessir menn
ákváðu að ganga í aðra flokka vegna
óánægju með stefnu Netanyahus.
Olmert sagði að forgangsverkefni
sitt yrði að fá „hundmð þúsunda“
gamalla stuðningsmanna Likud til
að styðja hann á ný.
Olmert hefur verið þingmaður í
25 ár og borgarstjóri Jerúsalem í
tæp sex ár. Hann var endurkjörinn
til fimm ára í borgarstjórakosning-
um í nóvember. Hann var áður álit-
inn einn af hörðustu hægrimönnun-
um í Likud en hefur boðað hófsam-
ari stefnu á síðustu árum.
Netanyahu snýr sér
að ræðumennsku
Fyrirtæki í Washington, sem sér-
hæfir sig í að útvega ræðumenn,
kvaðst í gær hafa gert samning við
Netanyahu um að hann flytti fyrir-
lestra um stöðugleika, hagsæld,
störf leiðtoga og fnðarumleitanir í
Miðausturlöndum. Israelska dag-
blaðið Yedioth Ahronoth sagði að
Netanyahu myndi fá andvirði 4,3
milljóna króna fyrir hvern fyrirlest-
ur.
í einum fyrirlestranna, sem nefn-
ist „hlutverk leiðtoga í nútímarík-
inu“, hyggst Netanyahu m.a. fjalla
um það „hvernig taka má á ein-
semdinni" og ætti hann að geta talað
af reynslu vegna brotthvarfs gam-
alla bandamanna hans sem gátu
ekki starfað með honum á valdatíma
hans.
Barak hallast að
samstarfi við Shas
Ehud Barak sagði í fyrradag að
hann vildi enn mynda samsteypu-
stjóm með Shas, flokld heittrúaðra
gyðinga, og gaf þar með til kynna að
til greina kæmi að sniðganga
vinstriflokkinn Meretz, sem hefur
verið í fyrri stjórnum Verkamanna-
flokksins og hafnað samstarfi við
Shas.
„Shas er stór og lögmæt hreyfing
og við þurfum hana í samsteypu-
stjórn," sagði Barak. Hann bætti
við að hann vildi einnig að Meretz
yrði í stjórninni.
Shas er þriðji stærsti flokkurinn
á þingi ísraels, með 17 þingmenn af
120. Arieh Deri er enn leiðtogi
flokksins þótt hann hafi látið af
þingmennsku eftir að hann var
dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir
spillingu í aprfl.
Áður hafði Barak sagt að ekki
kæmi til greina að hefja stjórnar-
myndunarviðræður við Shas meðan
flokkurinn væri undir stjóm Deris
en hefur nú mildað þá afstöðu. „Ari-
eh Deri getur ekki verið leiðtogi
Shas þegar við semjum við flokkinn,
en það er ekki skilyrði, heldur von
okkar,“ sagði Barak í fyrradag.
Sérfræðingar í ísraelskum stjóm-
málum segja nú flest benda til þess
að Barak hallist að stjómarsam-
starfi við Shas og vilji halda opnum
þeim möguleika að Meretz gangi í
stjómina síðar.
Meretz fékk tíu þingsæti í kosn-
ingunum 17. maí og Verkamanna-
flokkurinn 26.
Erjur milli ættbálka í Nígeríu um yfírráð lands í gjöfulu héraði
Cr
GÓLFEFNABÚÐIN
Borgartúni 33
^jyæða flísar
^jyæðaparket
í jpóð verð
Cyóð þjónusta
Brennsluofnar
Dönsk hönnun og gæði.
Stærðir: 3,5—9 kW.
Verð frá
aðeins kx. 56.905 stgr.
Einar
Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900
Hvaða
aukaverkanir
hefur lyfið?
Blóðug átök á feniasvæði
irri. Reuters.
Warri. Reuters.
SVEITIR nígeríska hersins gættu í gær
mannvirkja alþjóðlegra olíufyrirtækja
sem staðsett em á fenjasvæðinu í suður-
hluta landsins og reyndu að stiila til frið-
ar á svæðinu eftir blóðug þjóðflokkaátök
undanfama daga. Síðustu helgi bárust
fréttir af því að byggingar í Warri, hér-
aðshöfuðborg fenjasvæðisins, stæðu í
Ijósum logum og að skotið væri að al-
mennum borguram. Hundrað íbúa
reyndu að flýja borgina. Talið er að um
200 manns hafi látist í yfirstandandi
átökum, þar af átján sl. föstudag. Átökin
á fenjasvæðinu, sem er eitt gjöfulasta
hérað Nígeríu og aflar ríkinu hvað
mestra tekna, eru talin vera mikilvægur
prófsteinn á hvernig Olusegun Obasanjo,
nýkjörinn forseti Nígeríu, helst á málum.
Obasanjo
Átökin á fenjasvæðinu eiga sér langa
sögu og eru rakin til deilna um yfirráð
landsvæðis og valdastaða í héraðsstjórn-
inni milli tveggja meginættbálkanna á
svæðinu; Itsekiris-manna og Ijaws-
manna. Urhobos, þriðji ættbálkurinn á
svæðinu, er sagður hafa blandað sér í
átökin og styðja Ijaws-ættbálkinn. Mikil
fátækt er á fenjasvæðinu þrátt fyrir rík-
ar olíulindir og er það talið hafa kynt
undir langvarandi átökum ættbálkanna.
Átökin brutust út í liðinni viku eftir
að vopnuð ungmenni réðust á þorpið
Arunton nærri Warri. Um tíma var
talið að um 100 manns hefðu látist í
átökum þeim sem í kjölfarið fylgdu í
þorpinu og sendi ríkisstjórn Nígeríu því
herinn á vettvang. Var höfnum lokað og
gæslusveitir sendar til þéttbýlisstaða.
Fréttaritari BBC í Warri sagði á
mánudag að Obasanjo, nýkjörinn forseti
landsins, þyrfti að grípa skjótt til að-
gerða ef hann vildi koma í veg fyrir að
átökin græfu undan völdum stjómarinn-
ar. Er Obasanjo tók við völdum lauk
fimmtán ára valdatíma hersins í Nígeríu.
Fyrri rfldsstjómum hefur ekki tekist að
leiða mál fenjasvæðisins til lykta en
Obasanjo hefur heitið því að koma á var-
anlegum friði í héraðinu.
I gær virtist sem átökin væru í rénun
pg að herinn hefði stjórn á aðstæðum.
Ibúar Warri sögðu að nóttin hefði verið
fremur tíðindalítil miðað við næturnai-
þar á undan en að fólk sé enn að reyna
að komast út af svæðinu.
hefur svarið
og einnig í Árnesapóteki, Húsavíkurapóteki
og Egilsstaöaapóteki.
www.lyfja.is
Gæðin staðfest !
Niðurstöður þýsku skoðunarstofunnar DEKRA, sem árlega framkvæmir
skoðanir á yfir 7 milljónum bíla sýndu að Fiat Bravo og Brava voru í
besta ástandi þriggja ára gamalla bíla.
Þetta er staðfesting á vandaðri smíð og öfluga gæðaeftirliti FIAT.
Bravo og Brava fengu ennfremur hæstu einkunn í 100.000 km
reynsluakstri Auto Motor und Sport, en blaðamenn völdu hann
,,Besta bílinn í millistærðarflokki".
Staðalbúnaður:
Fjórir loftpúðar, ABS hemlar,
kippibelti, samlæsingar, fimm :***•
hnakkapúðar, 8 ára ábyrgð á Istraktor
gegnumtæringu. bIlar fybiií »ua
SMIÐSBÚÐ 2 ■ GARÐABÆ • SIM I S 400 800