Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 1
127. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skýstrokkur Qlíklegt að Kínveijar beiti neitunarvaldi gegn samþykkt G-8 um Kosovo Fundur NATO og Júgóslava um brottflutning stóð fram á nótt Washington, Kölji, Sameinudu þjóðunum, Belgrad, Moskvu. Reuters, AP. BANDARISKA varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær- kvöldi að sjá mætti merki um að serbneskar hersveitir í Kosovo væru að undirbúa brottför frá héraðinu. Þó væru sveitirnar enn ekki komnar af stað. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að Serbar séu að undirbúa brottfór,“ sagði Kenneth Bacon, talsmað- ur ráðuneytisins. Herflugvélar Atlantshafsbandalagsins (NATO) héldu áfram árásum á skotmörk í Serbíu í gær. í Islendinga- byggðum ÖFLUGUR skýstrokkur gekk yfir Islendingabyggðir á svæðinu um- hverfis smábæinn Mountain í Norður-Dakótaríki í Bandaríkjun- um síðdegis á sunnudag. Morgun- blaðið ræddi í gær við Joan Olson, íbúa á svæðinu af íslenskum ætt- um, sem hefur farið á slóðir ský- strokksins og skoðað verksum- merki. Sagði hún að aðkoman hefði verið hræðileg, en fregnir hafa borist af því að íbúðar- og úti- hús bænda hafi gereyðilagst. Mikil mildi þykir að eiliheimilið Borg, sem nefnt er eftir Hótel Borg við Austurvöll, skyldi sleppa, en strokkurinn fór hjá örskammt þar frá. ■ Miklar skemmdir/22 The Grand Forks Herald UNGUR maður reynir að bjarga því sem bjargað verður úr hjólhýsi ömmu sinnar í bænum Mountain. Bandaríkin segja merki um að Serbar undirbúi brottför í gærkvöldi áttu yfirmenn her- sveita NATO og júgóslavneskir hershöfðingjar fund um hvemig staðið skuli að brottflutningi júgó- slavneskra hersveita frá Kosovo. Fór fundurinn fram í Kumanovo- herstöð NATO í Makedóníu. Bacon sagði að NATO vænti þess að Serbar hæfu brottflutning liðs síns áður en fundinum í Kumanovo lyki. NATO myndi halda loftárásum áfram uns staðfest væri að brottför væri hafin. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN hafði í gærkvöldi eftir heimilda- mönnum að helsti ásteytingarsteinn- inn í Kumanovo væri hversu fljótt hersveitir NATO myndu halda inn í Kosovo eftir að Serbar hæfu brottför sína. Um hálfeittleytið í nótt stóð fund- urinn enn, og fréttaskýrendur kváðu það ekki góðs vita hve hann hefði dregist á langinn. Samkomulag G-8 Utanríkisráðherrar sjö helstu iðn- ríkja heims, G-7, og Rússa komust í gær að samkomulagi um drög að ályktun er lögð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um friðar- gæslu í Kosovo. Voru drögin rædd á fundi ráðsins í gær, en verða ekki samþykkt fyrr en í fyrsta lagi í dag, að því er diplómatar sögðu í gær. Kínverjar kváðust hins vegar „eiga í erfiðleikum" með nokkur lyk- ilatriði samningsdi’aganna. Þeir kváðust standa fast á þeirri kröfu sinni, að árásum á Serbíu yrði hætt áður en serbneskar hersveitir hyrfi frá Kosovo. Bandarískir embættismenn sögðu að sér hefði þó skilist, að Kínverjar myndu ekki koma í veg fyrir að ör- yggisráðið gæti samþykkt ályktun- ina. Kínverjar, sem eiga fastafulitrúa í ráðinu, hafa neitunarvald þar. Þeir eru eina fastaríkið sem ekki tók þátt í að semja ályktunardrögin. Samkvæmt samkomulaginu, sem G-8-hópurinn komst að í gær, verð- ur öryggisráðið að heimila alþjóð- legt herlið í Kosovo og borgai’alega stjóm er send yrði til héraðsins, samkvæmt forræði SÞ, til þess að tryggja að landflótta íbúar, sem taldir eru vera um 860 þúsund, geti snúið heim á ný. Júgóslavnesk stjómvöld hafa þegar sæst á áætl- unina. Talbott til Moskvu Vamarmálaráðherra Rússlands, Igor Sergeijev, sagði yfirmenn hers- ins vera að setja saman nokkrar áætlanir, er til greina kæmu, um þátttöku Rússa í væntanlegri friðar- gæslu. Taldi hann að allt að 10 þús- und rússneskir gæsluliðar yrðu sendir til Kosovo og yrðu ekki undir stjóm NATO. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, ræddi við Borís Jeltsín Rúss- landsforseta í síma í gær og sam- þykkti Clinton að rússnesku gæslu- liðamir lytu ekki stjóm NATO. Þá samþykktu forsetamir að Strobe Talbott, aðstoðamtanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi til Moskvu í dag til þess að ræða nánar um væntan- lega þátttöku Rússa í fríðargæsl- unni. I símtalinu lýsti Rússlandsfor- seti sig samþykkan ályktunardrög- unum, en ítrekaði andstöðu rúss- neskra stjómvalda við árásir NATO á Serbíu. Lionel Jospin, utanríkisráðherra Frakka, sagði í gær, að friðargæslu- liði í Kosovo yrði, er til kæmi, skipt niður á fimm fjölþjóðleg svæði og yrði hvert þeirra undir stjóm og á ábyrgð aðildarríkis í NATO. Stjórnarmyndunarviðræður í fsrael Meretz setur Barak í vanda Jerúsalem. AFP. VINSTRIFLOKKURINN Mer- etz, sem lengi hefur verið hallur undir Verkamannaflokkinn í Isra- el, hefur óvænt orðið helsta hindr- unin fyrir því að Ehud Barak, ný- kjörinn forsætisráðherra, geti myndað sterka meirihlutastjóm. Meretz-flokkurinn, sem hefur lengi verið hlynntur friðarviðræð- unum við araba, hefur hafnað áformum Baraks um að mynda stjóm með Shas, flokki heittrúaðra gyðinga, sem hefur einnig stutt friðarviðræðumar. Meretz kveðst ekki lengur geta lagt blessun sína yfir aukin áhrif flokka heittrúaðra gyðinga í isra- elskum stjómmálum og allra síst Shas-flokksins eftir að leiðtogi hans, Arieh Deri, var dæmdur í fangelsi fyrir spillingu í apríl. Eftir áralangt samstarf við Shas-flokkinn í fyrri stjórnum Verkamannaflokksins hefur Mer- etz tekið þá mótsagnakenndu af- stöðu að vilja frekar mynda stjóm með hægriflokknum Likud þótt það kunni að torvelda friðarsamn- inga við araba. Amnon Rubinstein, þingmaður Meretz, sagði að það væri óhugs- andi að mynda stjórn með Shas meðan flokkurinn væri undir stjórn dæmds afbrotamanns og virti ekki úrskurði veraldlegra dómstóla landsins. Hann vísaði þar til mótmæla Shas vegna nýlegra dómsúrskurða þar sem forréttind- um heittrúaðra gyðinga var hafn- að. ■ Olmert býður sig fram/19 Talning í Indónesíu tafsöm Jakarta. Reuters, AFP. B.J. HABIBIE, forseti Indónesíu, spáði því í gær að enginn flokkur myndi ná að tryggja sér meiri- hluta á indónesíska þinginu, en fyrstu lýðræðislegu kosningarn- ar í landinu fóru fram á mánu- dag. Höfðu talsmenn stjórnar- flokksins, Golkar-flokks Ha- bibies, fyrr um daginn sagt að þeir myndu virða vilja almenn- ings og að liðsmenn Golkar væru fyllilega reiðubúnir til að fara í stj órnarandstöðu. Þrátt fyrir spádóma Habibies kváðust talsmenn stærsta stjóm- arandstöðuflokksins, PDI-P- flokks Megawatis Sukarnoputris, sannfærðir um að PDI-P myndi tryggja sér 40% atkvæða, eða nægilega stórt hlutfall til að flokkurinn geti ráðið ríkjum á indónesíska þinginu. Fréttaskýrendur sögðu hins vegar óvarlegt að treysta þeim AP DAGBLAÐ í Jakarta lýsti í gær yfir sigri Megawati Sukamo- putri og flokks hennar. tölum, sem birtar höfðu verið í gær, því talning atkvæða gekk afar hægt í gær og heilum sólar- hring eftir að kjörstöðum var Iokað var einungis búið að telja um tvö prósent allra atkvæða. Kasmirdeilan Boða viðræður Dras, Nýju Delhí, Islamabad. Reuters, AFP. STJÓRNVÖLD í Pakistan og Ind- landi urðu í gær ásátt um að hefja viðræður um hvemig draga megi úr spennu í samskiptum ríkjanna vegna Kasmír-deilunnar, sem bloss- aði nýlega upp af fullum krafti. Pakistan hafði stungið upp á við- ræðum á mánudag en Indverjar þá sagt að tímasetning fyrirhugaðra viðræðna hentaði þeim ekki. I gær sögðu þeir hins vegar að Sartaj Aziz, utanríkisráðherra Pakistans, væri velkomið að koma til Nýju Delhí næstkomandi laugardag til að eiga viðræður við indversk stjórn- völd og tilkynntu Pakistanar síðar að þeir myndu þekkjast boðið. Atal Behari Vajpayee, forsætisráð- hen-a Indlands, lét þau orð falla í gær að eina málið, sem rætt yrði á fundinum með Aziz, væri með hvaða hætti Pakistanar kalla skæruliðana til baka en Indverjar segja að innrás- armennimir njóti stuðnings Pakist- anstjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.