Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 36
J6 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
Guðmundur
Jónsson fæddist
í Keflavík 23. sept-
ember 1907. Hann
lést á heimili sínu
29. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Jóns-
dóttir, f. 26. janúar
1870, d. 26. septem-
ber 1926, og Jón
Pálsson, f. 28. júní
1864, drukknaði 15.
apríl 1912. Hann
átti níu systkini sem
öll eru látin.
Hinn 23. desem-
ber 1934 kvæntist Guðmundur
Ólöfu Eggertsdóttur frá
Hávarðarstöðum í Leirársveit,
f. 28. mars 1910. Foreldrar
hennar; Haildóra Jónsdóttir, f.
8. júní 1870, d. 1948, og Eggert
Ólafsson, f. 15. mars 1868, d.
1932. Börn Guðmundar og
Ólafar: 1) Elín Jóhanna, f. 1934,
d. 1948. 2) Lúðvík, f. 1936,
kvæntur Bjarneyju Sigurðar-
dóttur, f. 1939. Þau eiga fjögur
börn og eitt er látið og þrjú
barnaböm. 3) Hall-
dóra, f. 1937, gift
Ingólfi Bárðarsyni,
f. 1937, og eiga þau
fimm börn og tólf
barnabörn og tvö
barnabarnabörn. 4)
Inga Kristín, f.
1939, gift Anthony
Ciotta, f. 1941. Þau
eiga þrjú börn og
fjögur barnabörn.
5) Þórhallur Arnar,
f. 1941, kvæntur
Sigríði Friðjóns-
dóttur, f. 1944. Þau
eiga þijú börn og
tvö bamabörn. 6) Gréta, f. 1943,
gift James Hand, f. 1944. Þau
eiga tvö böm og þrjú barna-
böm. 7) Birna, f. 1943, sambýl-
ismaður Donald Lovejoy, f.
1928. Hún á tvö börn og þijú
barnaböm. 8) Ólöf Edda, f.
1946, gift Gísla S. Einarssyni.
Þau eiga þijú böm og fimm
bamaböm.
títför Guðmundar fór fram í
Keflavíkurkirkju 4. júní í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Tr Ég man vel eftir því þegar ég
hitti tengdafóður minn fyrst, ég ný-
trúlofaður dóttur hans Halldóru
Jónu. Móttökurnar voru mjög góðar
í Litlabænum eins og þær hafa ver-
ið hjá þeim heiðurshjónum Guð-
mundi og Lóu alla tíð. Mjög gest-
kvæmt var á heimili þeirra af vinum
og vandamönnum. Faðmur þeirra
hjóna stóð opinn börnum og bama-
bömum, enda sóttu þau í að heim-
sækja ömmu og afa í Litlabæ. Ég
komst fljótlega að því, hvílíkum
^mannkostum Guðmundur var
'gæddur í hvívetna, og sérlega var
það aðdáunarvert og lærdómsríkt
fyrir yngri menn hvað hann var
nærgætinn og tilitssamur við konu
sína. Lóa tengdamamma hafði feng-
ið lömunarveiki árið 1946. Þá voru
öll bömin átta í heimahúsum og
reyndi þetta mjög á tengdapabba að
vera fýrirvinna heimilisins og sjá
um heimilishald. Tengdapabbi stóð
vel undir þessu með áræði og dugn-
aði, enda mjög hraustur maður á sál
og líkama. Guðmundur var mjög
trúaður maður, fór alltaf í kirkju
þegar hann kom því við. Enda fóru
þau oft með allan barnahópinn í
kirkju, sem börnin hafa búið að alla
tíð. Guðmundur var beinvaxinn
■S%naður og bar aldur sinn frábærlega
vel, og er einn af þeim sem elli kerl-
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, simi 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
’AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
ing vann seint á. Guðmundur vann
mörg ár sem sjómaður og við ýmis
störf í landi, enda mikill hagleiks-
maður og duglegur og samvisku-
samur. Hann var verkstjóri í frysti-
húsi í mörg ár og einnig vann hann
hjá Olíusamlagi Keflavíkur. Síðustu
sautján starfsárin eða fram að sjö-
tugu vann hann sem póstmaður,
gekk hann oft yfir 10 km á dag við
þau störf. Eftir að hann hætti að
vinna hafði hann það sem reglu að
ganga í einn til tvo tíma á dag um
Keflavík, sem hann gerði til dauða-
dags.
Nokkur orð frá Dóru: Elsku
pabbi, ég vil þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem ég átti með
þér. Við sem eftir stöndum munun
ævinlega minnast þín sem sannkall-
aðs gleðigjafa. Farsælum lífsferli er
lokið og eftir standa minningamar,
svo ótal margar og góðar. Við viljum
að lokum þakka þér, elsku pabbi,
fyrir allt og allt, sem þú gafst okkur
af því mikla og góða veganesti sem
Guð gaf þér. Það er einhvem veginn
mjög erfitt að hugsa sér lífið án hans
pabba í Litlabæ, eftir stendur skarð
sem seint verður íyllt.
Mafgs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Um leið og við þökkum þér pabbi
og tengdapabbi samíylgdina í þessu
jarðríki biðjum við almáttugan Guð
að styrkja mömmu og tengda-
mömmu og aðra aðstandendur. Guð
blessi minningu þína. Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk
fyrir allt og allt. Elsku pabbi og
tengdapabbi, líði þér vel á nýjum
slóðum.
Halldóra og Ingólfur.
Elsku pabbi, afi og tengdapabbi.
Nú get ég ekki lengur hringt í þig
um helgar frá Ameríku. Hvað ég á
eftir að sakna þess að heyra ekki
lengur í þér. Þú fórst að segja mér
sögur og svo fórst þú að hlæja að
mér, því ég trúði öllu sem þú sagðir
mér. Tony minn á eftir að sakna þín,
því þegar hann kom heim til Islands
þá fóruð þið tveir inn í stofu til að
hlýja ykkur um hjartarætumar. Það
væri hægt að telja upp góðar sam-
verustundir endalaust.
Ég, Tony og börnin okkar þökk-
um þér fyrir dásamlegar samveru-
stundir.
Inga, Tony og börn.
Þegar orð eru sett á blað um þá
sem horfnir eru til annars heims
reynist oft vandasamt að koma
hugsunum og söknuði í orð. Þó verð-
ur í örstuttu máli sett saman kveðja
frá okkur undirrituðum til minning-
ar um Guðmund Jónsson frá Litla-
bæ (Vallargötu 23) í Keflavík.
Samheldni, dugnaður, mannkær-
leiki og virðing fyrir almættinu eru
þeir eiginleikar sem prýða og það er
góður arfur að láta eftir sig hér í
heimi. Við trúum og vitum að okkar
kæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi kvaddi sáttur við allt.
Guðmundur reyndi margt í lífinu
frá unga aldri. Hann missti korn-
ungur föður sinn og bróður í sjóslysi
þegar frönsk skonnorta sigldi skút-
una Svaninn niður. Eiginkona hans,
Lóa, fékk lömunarveiki 1946 og var
frá heimilinu í langan tíma vegna
þess og hefur búið við verulega fötl-
un, en hefur þrátt fyrir það með
óbugandi dugnaði og áræði tekist að
leysa hlutverk sitt á stóru heimili.
Líklega hefði margur bugast við
slíkt mótlæti og þá ekki síður þegar
elsta dóttirin Elín Jóhanna dó úr
sykursýki aðeins tólf ára gömul. En
því sem gott er og fagurt var haldið
á lofti en virðing borin íyrir því sem
óhjákvæmilegt er í mannlegu lífi.
Gummi í Litlabæ var hnarreistur
og ósérhlífinn dugnaðarmaður.
Hann gekk til allra verka bæði utan-
húss og innan. Starfaði fyrr á árum
við sjómennsku, verkstjóm og al-
menna verkamannavinnu. Margir
muna eftir honum í póstþjónustu og
einnig sem starfsmanni Félagsbíós í
Keflavík.
Það vissu allir sem til fjölskyld-
unnar þekkja hversu miklir snilling-
ar þau hjón voru til munns og handa
t.d. við matargerð, enda flatkökur
Lóu og kleinur einstakar og mat-
reiðsla Gumma á sama máta. Það
þætti mörgum merkilegt nú á tím-
um að maður sem var orðinn níutíu
og eins árs var tilbúinn að reyna
nýjungar í matargerð og kunni að
auki að matbúa úr því sem fátítt er
að notað sé á íslenskum heimilum í
dag, t.d. var eldað úr þorskhausum á
heimsvísu, svo boðlegt hefði verið á
hvaða veitingahúsi sem er. Bömin,
tengdabömin, barnabömin og
barnabamabömin þekktu þetta allt,
t.d. bömin í Ameríku sem misst hafa
afa án þess að geta átt kost á að
kveðja hann hér heima á íslandi.
Það er oft rætt í fjölskyldunni þegar
börnin frá Ameríku voru að biðja
um ömmu-pítsu, það voru hveitikök-
umar hennar Lóu, og þá ekki síður
pönnukökur og kleinur.
Guðmundur í Litlabæ var ramm-
ur að afli. Við tengdasynir hans og
synir fengum oft að kenna á því ef
verið var að fljúgast á í gamni.
Stundum mátti þá heyra í Lóu: „Æ,
greyin látið ekki svona. Ætlið þið að
brjóta allt og bramla." En við vitum
að hún hafði gaman af galsanum og
lífsgleðinni, enda bregður fyrir bliki
í augum hennar ef glest er við hana
þar sem hún er á Sjúkrahúsi Kefla-
víkur. Hennar veraleiki er sá að allir
séu henni svo góðir og henni líði svo
vel og starfsfólkið og allir séu hinar
bestu manneskjur.
Það er ekki meining okkar að
rekja allt, en Gummi sagði oft nú
seinni árin að allt væri þetta nú gott
og blessað, en alveg væri lífið full-
komið ef hann bara ætti litla trillu
og gæti skroppið fram fyrir Stapann
og rennt fyrir fisk og jafnvel að ná í
sprökulok. Þetta og margt annað
verður minnisstætt.
Öll viljum við þakka við leiðarlok
pabba og tengdapabba, afa og
langafa allt sem hann gerði fyrir
okkur. Við þekktum vel að hann sá
og skynjaði margt sem öðram er
ekki gefið. Hann var búinn að gera
ráðstafanir fyrir öllu því sem fylgir
dauðanum. Það er nærri því að það
hvarfli að manni að hann hafi vitað
að stundin væri að nálgast því hann
var farinn að játa því að ef til vill
væri nú rétt að fara að panta vistun
á dvalarheimili.
Kallið kom óvænt eins og oft er.
Laugardaginn 29. maí ætlaði Dóra
eins og svo oft að kanna með símtali
hvort allt væri ekki við það sama.
Gummi hafði verið hálfslappur síð-
ustu dagana, en þá svaraði hann
ekki í símann og brátt varð ljóst að
kallið var komið, kveðjustundin
rannin upp.
Útfór Guðmundar Jónssonar var
gerð frá Keflavíkurkirkju föstudag-
inn 4. júní sl. Hún fór fram án aug-
lýsingar að ósk hins látna, en þó var
fjölmennt við einstaklega fallega og
látlausa útfor. Hér era sóknarpresti,
séra Ólafi Oddssyni, útfararstjóra,
kór og organista Keflavíkurkirkju
þökkuð þeirra góðu verk. Einnig
þeim sem önnuðust erfidrykkju með
einstökum myndarskap.
Eftir lifa minningar í hug og
hjarta okkar allra, minning um góð-
an fóður, tengdafóður, afa og
langafa. Megi algóður guð vísa hon-
um veginn á nýju tilverastigi,
þannig kveðjum við og vonumst til
að við hittumst í fyllingu tímans.
Fjölskylda Eddu Guðmunds-
dóttur og Gísla S. Einarssonar.
Elskulegur tengdafaðir minn
Guðmundur Jónsson er fallinn frá
níutíu og eins árs að aldri, það er
mikill sjónarsviptir að slíkum
manni. Hvern dag sem guð og heils-
an leyfði nú síðustu árin tók hann
sér göngu um götur bæjarins eftir
að hafa gert Mullersæfingarnar sín-
ar, með sitt silfurgráa hár, hatt og
staf til að hressa sig við, það dáðust
allir að fasi þessa aldna manns. Ég
gleymi aldrei móttökunum þegar ég
kom íyrst í Litlabæinn til að hitta
fjölskylduna með unnusta mínum,
eldri syninum Lúðvík, vertu vel-
komin í barnahópinn Baddý mín var
sagt. Þetta vora ógleymanleg orð
við sextán ára foreldralausa stúlku.
Það er af svo mörgu að taka þegar
litið er til baka, hann hafði frá svo
mörgu að segja hann Gummi í bæ.
Það var gaman þegar hann fór að
segja okkur frá lífinu hér í Keflavík
í byrjun aldar, þegar fátæktin var
svo mikil að það var ekki til mjólk
út í grautinn nema handa þeim
yngstu, þessar sögur drakku börn
og barnabörn í sig þegar komið var
í heimsókn. Oft var sögð sagan af
því þegar verið var að byggja kirkj-
una okkar hér í Keflavík, hann vann
við þá byggingu ellefu ára gamall
við að flytja grjót. Gumma þótti
vænt um kirkjuna sína en var ekki
sáttur við þær breytingar sem orðn-
ar era þar í kring. Gummi og Lóa
áttu miklu barnaláni að fagna og
era afkomendur þeirra orðnir fjöl-
margir, flestir era búsett á íslandi,
einnig er stór hópur í Bandaríkjun-
um. Gummi lagði hönd á plóginn við
margt á langri ævi, bæði til sjós og
lands. Síðustu starfsárin hans vora
hjá Pósti og síma. Eftir að Gummi
hætti störfum utan heimilis
hjúkraði hann og sinnti konu sinni
af mikilli umhyggju með góðri hjálp
elstu dóttur sinnar, Dóru, og Linda
var ætíð reiðubúin að hjálpa afa sín-
um og öll voru börnin og barna-
börnin með framréttar hjálparhend-
ur. Eftir að Lóa fór á sjúkrahúsið
bjó Gummi áfram í Litlabænum.
Hann naut góðrar aðstoðar við
heimilishjálpina frá henni skúra
sinni eins og hann kallaði hana Ás-
dísi. Gummi var aldrei einn í bæn-
um sínum, alltaf bjó eitthvað af
barnabörnunum í kjallaranum og
litu til með afa og er hans nú sárt
saknað af litlu fjölskyldunni sem
býr þar nú. Brottfarardaginn hans
Gumma úr þessum heimi bar upp á
afmælisdaginn hennar Ellu, sem
var elst af börnunum þeirra hjóna
Gumma og Lóu. Hún var aðeins 13
ára er hún lést af sykursýki og
saknaði hann hennar alla tíð mjög
sárt. Auðvelt er að gera sér í hugar-
lund, hve þá hefur verið erfitt hjá
þeim hjónum, hún að stíga upp úr
langri sjúkralegu með ævarandi
fötlun og barnahópurinn allur undir
fermingu, en þau vora alla tíð ein-
staklega samhent og með samtaka-
mætti, útjónarsemi og hjálp barna
sinna, sem öll fóru að hjálpa til um
leið og þau gátu, tókst þetta allt að
lokum. Eg hef alla tíð dáðst mjög að
þeim báðum og vil hér með votta
þeim alla mína þökk og virðingu, ef
þetta eru ekki hetjur hversdagslífs-
ins, hver þá? Elskuleg tengdamóðir
mín lifir nú mann sinn, hún hefur
dvalið síðustu árin á sjúkrahúsi
Suðurnesja við mikið og gott atlæti
hjá þessu yndislega fólki sem þar
starfar. Ekki leið sá dagur ef heils-
an leyfði að hann tengdapabbi minn
færi ekki (helst gangandi) upp á
sjúkrahús til hennar Lóu sinnar
með súkkulaði eða brjóstsykur-
smola í vasanum til að gefa henni
orku. Það var dásamlegt að sjá
þessa ást og virðingu á milli þessara
öldnu hjóna. Hún Lóa mín hefur
misst mikið en hún tekur öllu með
einstöku æðraleysi sem á hana hef-
ur verið lagt, það var þeirra aðals-
merki alla tíð. Tengdapabbi minn
var mikill andans maður og oft sát-
um við og ræddum þessa göngu
okkar hér á jörðinni og hvað tæki
við að loknu þessu lífi. Hann var
farinn að þrá vistaskiptin og hlakk-
aði til að hitta ástvini sína hinum
megin. Tengdapabbi minn fékk síð-
ustu ósk sína uppfyllta, að fá að
sofna sínu síðustu nótt í þessu lífi í
rúminu sínu í Litlabænum. Ég vil að
lokum þakka honum alla hans ástúð
og umhyggju fyrir okkur öllum,
megi guð blessa minningu Guð-
mundar Jónssonar frá Litlabæ.
Bjarney Sigorðardóttir.
Nú er látinn tengdafaðir minn,
Guðmundur Jónsson frá Litlabæ í
Keflavík. Þar fór maður sem aldrei
brást. Hann stóð sem klettur við hlið
bama og eiginkonu sinnar, Olafar
Eggertsdóttur, sem nú dvelur á
Sjúkrahúsi Suðurnesja. A hverjum
degi gekk þessi níutíu og tveggja
ára (ungi maður) til hennar á
sjúkrahúsið og sat hjá henni. Hann
tengdapabbi varð aldrei gamall í
mínum huga. Hann var sístarfandi
úti sem inni. Aldrei brást þegar
komið var í heimsókn að tekið var á
móti öllum með bros á vör, dúkað
borð og boðið upp á kaffi og með-
læti. Elsku tengdapabbi, ég vil
þakka þér fyrir samfylgdina í þrjá-
tíu og níu ár, sem bar aldrei skugga
á og þakka þér allt sem þú varst
okkur Halla og börnunum.
Þín tengdadóttir,
Sigríður Friðjónsdóttir.
Elsku afi Gummi.
Þegar mamma vakti mig laugar-
dagsmorguninn 29. maí og sagði
mér að afi væri mikið veikur þá
fannst mér eins og hann myndi samt
komast yfir það, því þetta var nú
einu sinni afi Gummi sem var alltaf
svo hress og kátur og mér fannst að
hann myndi aldrei fara frá okkur, að
hann væri eilífur. En svo hringdi
mamma í mig og sagði mér að afi
minn, afí Gummi, væri farinn frá
okkur, að hann hefði sofnað og ekki
vaknað aftur. Ég vildi ekki trúa
þessu fyrst, því afi átti alltaf að vera
hjá okkur. En núna veit ég að þetta
var ekki mjög slæmt því þetta fór al-
veg eins og hann vildi. Afi vildi
nefnilega alls ekki fara á einhverja
stofnun eins og sjúkrahús eða elli-
heimili, nei hann vildi sko bara vera
heima hjá, sér í Litlabænum. En
jafnvel þótt ég viti að þetta var alls
ekki slæmt þá á ég alltaf eftir að
sakna hans.
Elsku amma Lóa, ég veit að þú
skilur að eitthvað er farið frá þér, en
þú mátt vita það að allir eiga eftir
koma oft til þín á sjúkrahúsið alveg
eins og afi gerði.
Elsku afi, ég kveð þig nú í hinsta
sinn, en minningarnar sem ég á um
þig eiga alltaf eftir að lifa.
Bless, afi minn.
Þín dótturdóttir,
Erla Björk.
Okkur systkinin langar til að
minnast afa okkar Guðmundar Jóns-
sonar eða Gumma í Litlabæ eins og
hann var alltaf kallaður og við af-
komendumir eram kennd við. Þó svo
að afi væri níutíu og eins árs gamall
og elsti innfæddi Keflvíkingurinn