Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 AKUREYRI MORGUNB LAÐIÐ Trúðurinn Skralli 25 ára og heimsækir leikskóla á Norðurlandi í sumar A Anægjan er öllu yfirsterkari TRUÐURINN Skralli á 25 ára af- mæli í sumar en af því tilefni mun hann leggja upp í mikla ferð um Norðurland og heimsækja böm á 23 leikskólum á svæðinu fi-á Hvamms- tanga til Vopnaíjarðar nú í sumar og hlakkai- mikið til. Pabbi hans Skralla, Aðalsteinn Bergdal leikari, sagði að trúðurinn hefði orðið til fyrir hálfgerða slysni en hann fór fyrst á stjá 4. ágúst 1974 á bindindishátíð sem haldin var á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Sá sem átti að skemmta börnunum á hátíðinni forfallaðist á síðustu stundu og voru þá góð ráð dýr en leitað var til Aðalsteins sem með skömmum fyrirvara tók málið að sér. Aðalsteinn hafði fyrr þetta ár leikið í Strompleik Halldórs Laxness hjá Leikfélagi Akureyrar, en gerfið sem hann kom fram í minnti á trúð, hvítur andlitsmaski og rauðar kinn- ar. Einhverju sinni fór hann með Gesti Einari Jónassyni félaga sínum út á götu í gerfmu og tóku þeir m.a. upp á að stjórna umferð um götur ALureyrar. Hugmyndin um Skralla kviknaði í framhaldi af þessu uppá- tæki, en trúðurinn hjólaði fram í Hrafnagil á tveggja manna reiðhjóli og skemmti þar börnum við góðar undirtektir þó hann væri kúguppgef- inn eftir hjóltúrinn. „Eg skottaðist þama í tvo þrjá tíma með halarófuna á eftir mér og hafði feikigaman af og ekki sá ég betur en krakkarnir væru himinlif- andi líka,“ sagði Skralli þegar hann rifjar atburðinn upp. Skralli þykir ekki sérlega vel gef- inn og þó að hann hafi náð þessum aldri er hann á svipuðu þroskastigi og þegai' hann fyrst kom fram. Þó að hann geti á stundum verið pínulítið andstyggilegur er hann í raun besta sál og ekki vantar viljann til að læra. Þau eru mörg bömin sem lagt hafa sig fram um að kenna honum eitt og annað en það er eins og það gleymist furðu fljótt. „Það hefur sína kosti að vera seinþroska," segir Skralli, en bætir við að það séu eiginlega allir góðir við sig. Löggan skammaði hann bara pínulítið einu sinni þegar hann keyrði of hratt og svo var stöðumælasekt sem hann fékk eitt sinn felld niður. Hefiir einu sinni reiðst A löngum ferli hefur Skralli reynt eitt og annað en bara tvisvar og hálfu sinni hefur fólk reiðst honum, aðallega fyrir klaufalegan misskiln- ing. Trúðar mega hins vegar ekki reiðast, en samt hefur það hent Skralla að reiðast einu sinni. Þá var hann á ferðinni í sundlaugargarði á Spáni og tveir strákar, Breti og íri, lögðu sig alla fram um að gera hon- SKRALLI er jafnan með halarófu af krökkum á eftir sér hvar sem hann fer. Aðeins einu sinni á ferlinum hefur hann reiðst og tvisvar og hálfu sinni hefur fólk reiðst honum. um lífið leitt. Þeir útbjuggu drullukökur sem þeir hentu í Skralla og voru honum til ama á alla lund. Þegar hann svo sat á hækjum sér og spjallaði við litla stúlku fékk hann' allt í einu þetta ógurlega spark neð- an undir sig. Þrátt fyrir að því fylgdi ómældur sársauki var hann fljótur að snúa sér við og náði þeim breska sem var við það að leggja á flótta. Honum var vísað út úr garðinum fyr- ir tiltækið. Á sömu skónum í 23 ár Skórnir hans Skralla vekja hvar- vetna sem hann kemur athygli, en SKÓRNIR hans Skralla eru orðnir 23 ára gamlir. Þeir þykja afar óhentugir til akst- urs en heldur skárri til knatt- spymuiðkunar. Morgunblaðið/Kristján „ÞAÐ hefur sína kosti að vera svolítið seinþroska," segir Skralli sem skemmtir börnum á leikskólanum Hlíðabóli á Akureyri. þeir eru nú orðnir 23 ára gamlir. Skralli fékk Halldór skósmið á Akur- eyri í lið með sér við að búa þá til. Gamlir spariskór eru límdir á botn- inn, en svo var Morgunblaðinu troðið inn í skóna sem uppfyllingu. Skómir hafa reynst sem hin bestu skíði, en eru aftur á móti afar óheppilegii' til aksturs. „Ég myndi segja að ég hafi bara elst þokkalega vel,“ sagði Skralli. „Og á meðan gigtin er ekki að hrjá mig verða ég á ferðinni áfram, en þá má vel vera að ég fari eitthvað að ró- ast. Þetta hefur oft verið ansi erfitt, en þegar maður er kominn af stað verður ánægjan öllu yfirsterkari, það gefur mikið til baka að skemmta börnunum." Meó einu handtaki býróu til boró í mióaftursætinu. Einnig fáanlegt meó kæliboxi. „Flugsætisboró“ fyrir yngri farþega í aftursæti. Mikió farangursrými sem hægt er aó stækka enn meira. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Amýetíammtí Méfane Scénic Fjarstýró hljómtæki meó geislaspilara, stjórnaó úr stýri. 4 loftpúóar: bílstjóri, farþegi í framsæti og hlióarpúóar. Tvö hólf í gólfi fyrir framan aftursæti. Auóvelt er aó taka aftursætin úr, eitt, tvö eóa öll þrjú. Þau eru ótrúlega létt. Aukabúnaóur á mynd: Álfelgur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.