Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 23 LISTIR Hádegisleikhús í Iðnó Lífið er salat og sósan er merkingin Hádegisleikhús Iðnó frumsýnir í dag lOOOeyja sósu Hallgríms Helgasonar. Leikritið fjallar um Sigurð Karl, ævintýra- mann í íslensku viðskiptalífí, sem Stefán Karl Stefánsson leikur. Anna Sigríður Einarsdóttir hitti þá félaga að máli. Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR Karl, maðurinn sem enginn vili kynnast, ræðir ófeiminn við samferðafólk sitt. HALLGRÍMUR Helgason segir til- drög verksins hafa verið þau að Stefán Karl hafi beðið sig að skrifa einleik íyrir um tveimur árum síðan þegar hann var í Leiklistarskólan- um. Hallgrímur segir þá hafa verið hugmyndasnauða í byrjun, en sagan hafi slðan spunnist út frá flugvéla- sæti sem þeir rákust á niðri í Leik- listarskóla. Að sögn Hallgríms var verkið síðan skrifað að hluta í sam- vinnu við Stefán sem hann segir einstaklega hugmyndaríkan. Stefán sýndi verkið fjórum sinn- um í skólanum og Hallgrímur sendi það síðan í leikritasamkeppni Iðnó í fyrra, þar sem það varð í öðru sæti. Stefán segir að þá hafi það legið beinast við að hann léki Sigurð aft- ur. Nokkuð sem hann sé ánægður með þar sem gott sé að vinna með Hallgrími, en auk þess þyki sér hann alltaf eiga svolítið í verkinu. Að sögn Hallgríms varð þó að lengja verkið fyrir uppfærslu Há- degisleikhússins. „Það var ný reynsla fyi'ir mig, því að ég hef alltaf barist við að þurfa að stytta mín verk því að þau hafa alltaf verið of löng,“ segir Hallgrímur. „En þarna var ég kominn í nýtt hlutverk og þurfti að lengja verkið sem var ákaflega skemmtilegt." Maðurinn sem sefur í bílnum sínum Stefán segir persónu Sigurðar dýpri í uppfærslunni í Iðnó og að samband hans við aðrar persónur verksins hafi þróast. Hallgrímur segir það eiga rætur að rekja til þess að Stefán sé búinn að ná betri tökum á persónunni, þar sem hann sé nú útskrifaður úr Leiklistarskól- anum og því orðinn betri leikari. Að sögn Stefáns er gaman að fá tæki- færi til að fást við hlutverk Sigurðar á nýjan leik, því aðalvandi leikara felist jafnan í því að þróa persónur áfram í stað þess að láta þær staðna. „Það er ákveðin ögrun að koma aftur að þessu,“ segir hann. Persóna Sigurðar vekur hins veg- ar ákveðnar spumingar segir Stef- án. „Það er alltaf þessi spurning; er maðurinn hetja, byltingarsinni eða aumingi? Eg mundi segja að þetta væri algjör aumingi,“ þætir hann við. „Málið er að svona fólk fyrir- finnst alveg í þjóðfélaginu. Það fer í ljós þrisvar í viku og stundar lík- amsrækt, er með hvítar tennur og heldur að það viti allt,“ segir Stefán. „Þetta er maðurinn sem sefur í bíln- um sínum og þykist vera að reka fyrirtæki sem er löngu farið á haus- inn. En hann vill gera vel, vill koma vel fram við fólk og heldur alltaf í vonina um að hann fái eitthvað seinna meir.“ Hallgrímur segir það eiga vel við sig að nota fyndnina til að sýna aumari hliðar mannlífsins. „Grín verður rosalega innantómt ef það er ekki sannleikur á bak við, angist eða kvöl, eða eitthvað sem gefur því vigt,“ segir hann og bætir við að um leið og hlutirnir verði mannlegri þá verði þeir um leið fyndnari, því þeir nái þá að koma við fólk. Auðveldara að leika einn Stefán er þessa stundina að leika í Litlu hryllingsbúðinni og Kráku- höllinni, sem sýnd er í Nemenda- leikhúsinu, auk þess að leika í lOOOeyja sósu. Hann þvertekur fyr- ir að erfitt sé að halda uppi verki einn síns liðs. „Það er þægilegt að leika á móti þykjustufólki því það gerir alveg eins og maður segir,“ svarar Stefán. „Það man alltaf text- ann sinn og línurnar eru alltaf rétt- ar, auk þess sem maður þarf ekki að hafa áhyggjur af að það komi ekki inn á sviðið. Eg held að það sé bara minna stressandi ef eitthvað er.“ Hádegisleikhúsið er að mati Stef- áns góð nýbreytni í íslensku leik- húslífi. Hann segir að hádegisleik- hús þekkist alls staðar í heiminum og sé að sínu mati komið til að vera hluti af íslensku leikhúslífi. Enda hafi viðtökur við síðasta verki Há- degisleikhússins, Leitun að ungi-i stúlku, verið mjög góðar, en sýning- um var hætt fyrir fullu húsi. „Að koma og kasta af sér mæð- inni á meðan maður borðar góða súpu og horfir á leikrit lætur manni finnast maður vera búinn að gera rosalega mikið yfir daginn," segir Stefán. „Ég held að maður geti ekki nýtt hádegið betur en í einmitt eitt- hvað svona. Það á heldur ekkert að vera neitt yfirmáta hátíðlegt að fara í leikhús, því að leikhús er fyrir alla og það eiga allir að fara þangað,“ bætir hann við. Að sögn Hallgríms líst honum vel á útfærslu Hádegisleikhússins á lOOOeyja sósu. Hann bætir þó við að leikhús sé alltaf happdrætti og því sé aldrei hægt að sjá fyrir hvemig muni fara. Spurður um boðskap verksins hugsar hann sig um eitt augnablik og svarar svo „lífið er salat og sósan er merkingin". lOOOeyja sósa er sýnd á miðvikudögum, fimmtudög- um og fóstudögum. V andræðagangur skilgreiningarvandi BÆKUR Smásögur ÞRISVAR ÞRJÁR SÖGUR Ymsir höfundar. Félag íslenskra bókaútgefenda, 1999 - 115 bls. ÞAÐ var vel til fundið af Félagi íslenskra bókaútgefenda að efna til viku bókarinnar nú í vor. í tengsl- um við þá viku gáfu þeir út smá- sagnasafn, Þrisvar þrjár sögur, og efndu til getraunar í leiðinni. Les- endur áttu að geta sér til um höf- undana því að smásögurnar eru ekki merktar höfundum en þeirra getið í stafrófsröð fremst í bókinni. Hér er safn af vönduðum og góð- um sögum enda era höfundamir margir hverjir verðlaunahöfundar, Einar Már Guðmundsson, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Guðbergur Bergsson, Guðrún Eva Mínervu- dóttir, Gyrðir Elíasson, Ólafur Jó- hann Ólafsson, Steinunn Sigurðar- dóttir og Þórarinn Eldjárn. Smásagan hefur á undanförnum árum fengið ofurlítinn byr í seglin eftir nokkuð dauft tímabil og mér er nær að segja vanrækslu höfunda á þessu vandmeðfarna formi. Segja má að flestar þær smásögur sem hér birtast sép með nokkuð hefð- bundnu sniði. I þeim er atburðarás, þær byggjast á túlkun hugmynda og hugblæs og áhersla er lögð á sálarlífslýsingu persónanna. Sög- urnar hafa á sér persónuleg stílein- kenni höfundanna og af þeim sök- um hefur það varla vafíst mikið fyrir glöggum lesendum að geta i sér tiL um liverjir -þeic_.eru enda liggja niðurstöður getraunarinnar þegar fyrir. Efni sagnanna er að mörgu leyti keimlíkt. Þannig fjalla fimm sagn- anna um vandræðagang af ýmsu tagi. Persónur eru settar í pínlegar aðstæður og leitast við að skilgreina tilfinningar þeirra og kenndir í því uppnámi sem þær skapa. En einnig er leitast við að afhjúpa út frá hverju menn skilgreini sig. Konan í Ormagryfjunni óttast að eiginmað- urinn ætli að færa henni að gjöf af- spyrnuljótt málverk. í Frumsýning- unni er það drykkjuskapur móður einnar leikkonunnar sem óttast er að gangi fram af fólki. Sagan Að vera íslenskur höfundur í útlöndum fjallar á háðskan hátt um fálæti er- lendra manna gagnvart íslenskum rithöfundum og vandræðagang sem af því sprettur. Meginviðfangsefni sögunnar 31. ágúst er frásögn af blaðamanni sem reynir að veiða frétt aldarinnar en veitir í viðleitni sinni til fréttaöflunar þannig upp- lýsingar að þær koma niður á hon- um sjálfum og hans nánustu og Ómerkingurinn fjallar á háðskan hátt um sjálfsmyndarkreppu og sjálfslygi. Allir nálgast höfundar þessir við- fangsefni sín og aðalpersónur á nokkuð kaldhæðinn hátt. Sama gild- ir raunar um eineltisumfjöllun sög- unnar Vegir Guðs og handan- heimsumræðuna í Fjórðu persónu eintölu. Dálítið annan tón kveður við í sögunum Haraldur gastrósóf og Margrét og Blindi drengurinn sem fjalla að sönnu um skilgreining- arvanda en snúast báðar af djúpri alvöru um unga drengi sem takast á við óskiljanlegan og framandi heim. Sem fyrr segir eru sögurnar fremur hefðbundnar á yfirborðinu og raunar sakna ég ofurlítið nýj- unga og fjölbreytni í frásagnar- hætti. Þær eru flestar bundnar ein- um sögumanni eða hafa fasta sögu- miðju og gerast með einni undan- tekningu á sama tímasviði. Það er eins og hvað þetta varðar sé ekki mikið að gerast í íslenskum smásög- um. Þá er áberandi einhvers konar hugmyndafræðileg hömlun. Sög- urnar eru fremur sjálfhverfar og snúast einna helst um þröng, per- sónuleg svið þótt á kaldhæðinn hátt sé. Ymislegt leynist þó í þessum sög- um ef vel er að gáð. Tilvistarlegt til- gangsleysi speglast t.a.m. í sögunni Að vera íslenskur höfundur í út- löndum og kannski á það að vera dæmigert um tilveru landans eða a.m.k. íslenskra bókmennta í er- lendu samhengi. Módernísk firring og einsemd sprettur upp úr ein- angraðri verund Blinda drengsins og kannski er póstmódemískasta verkið Vegir guðs. Hún er vitandi vits tilbrigði við hina kunnu smá- sögu Grimmd eftir Halldór Stefáns- son en höfundur leitast á hinn bóg- inn við að nota kunna farandsögu, skopsögu sem margir kannast ef- laust við, sem uppistöðu. Hér er raunar nálgast nokkuð stíl og vinnubrögð Islendingasagna en á nýstárlegan hátt. Þrisvar þrjár sögur er eigulegt verk með vönduðum smásögum. Þótt nýjungar séu ekki á hverju strái í þessu verki er margt bita- stætt í sögunum. Þær eru hin besta sagnaskemmtun. ... Skafti Þ.-HLalldórssxxn vYAMAHA Drag Star 650 Sími 568 1044 ALLT TIL RAFHITUNAR Fyrir Niiwili - s«wirln« > fýrtrHiki ELFA-OSO hitakútar og túbur Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynsiu. Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og 300 lítra. Getum útvegað stærðir frá 400—1.000 lítra. Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6—1200 kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og handþvott. ELFA-VÖSAB olíufylltir ofnar Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur hiti, engin rykmengun, lágur yfirborðshiti. Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja. Stærðir á lager: 400—750—800 og 1.000 W. Hæð: 30 eða 60 sm. Getum einnig útvegað tvöfalda ofna. HAGSTÆTT | //// VERÐ! UÆmÆ Einar Farestveit &Co. hf Borgartúni 28 tt S62 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.