Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 47 I DAG BRIDS I ins jiín Guðmundnr l'áll Arnarson í GÆR sáum við fyrsta spilið í hinni alþjóðlegu keppni Culbertsons 1932, sem kölluð var Heimsól- ympíuleikar, hvorki meira né minna (World Bridge Olympie). Lítum á eitt til: Norður A DG43 V 642 ♦ 943 *Á108 Suður ♦ ÁK108662 VÁK ♦ ÁD2 *2 Hér er samningurinn hálfslemma í spaða eftir sagnirnar tveir-þrír og sex spaðar. (Þetta var 1932, svo veikir tveir voru ekki enn komnir á teikniborðið, hvað þá meira.) Útspil vesturs er laufkóngur. Hvernig er best að spila? Svíning í tígli er síðasta úrræðið, en fyrst er sjálf- sagt að reyna að byggja upp innkast á vestur (í þeirri von að hann eigi laufgosa með drottning- unni). Fyi-sti slagurinn er tekinn og lauf trompað hátt. Einn háspaði er tek- inn heima, síðan ÁK í hjarta. Þá er farið inn í borð á tromp og hjarta stungið. Nú er upphreins- un lokið og aðeins eftir að spila blindum inn á tromp og lauftíu þaðan. Ef austur leggur ekki til gosann, er tígli hent heima og lagt upp. En ef gosinn kemur úr austrinu, trompar suður og spilar smátígli heiman- frá. I versta falli þarf hann þá á treysta á tígulsvíning- una. Arnað heilla /?/\ ÁRA afmæli. í dag, O Afmiðvikudaginn 9. júní, verður sextug Lilja Huld Sævars, Hæðarbyggð 12, Garðabæ. Eiginmaður hennai' er Magnús Jóhanns- son. Þau dvelja um þessar mundir í Sommerlyst 89, 8500 Grená, Danmörku. ÁRA afmæli. í dag, OOmiðvikudaginn 9. júní, verður sextugur Oddur Sæ- mundsson, bifreiðastjóri, Stuðlaseli 12. Hann og kona hans, Unnur Jóna Sigur- jónsdóttir, munu taka á móti gestum fóstudaginn 11. júní, milli kl. 20 og 23 að Engjateig 11. SKAK llinsjón Margeir Pélursson STAÐAN kom upp á hol- lenska meistaramótinu í sumar. Dmitry Reinder- mann (2.540) hafði hvítt og átti leik gegn Paul Van der Sterren (2.535). 28. Hxd7! _ Dxd7 29. Dxh6+! _ gxh6 30. Bf6+ _ Kh7 31. Hg7+ _ Kh8 32. Hxf7+ _ Kg8 33. Hxd7+ og svartur gafst upp, því hann verður miklu liði undir. Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur hefst í kvöld, miðvikudag- inn 9. júní, kl. 19.30. Tefldar verða sjö umferðir eftir Mon- rad-kerfi og er um- hugsunartíminn VÆ klst. á 30 leiki og síðan Va klst. til að ljúka skákinni. Umferðh' verða á mánudög- um, miðvikudögum og föstu- dögum og hefjast þær ávallt kl. 19.30. Boðsmótið er liður í Bik- arkeppninni í skák sem TR stendur að ásamt Taflfélag- inu Helli, Taflfélagi Garða- bæjar, Hafnarfjarðar og Kópavogs. HVITUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu ...aðsegja nei takk þegar þú ert á bSL TM Ras. U.a P*t. Olf. — aS rightt rasetvttd (c) 1999 Los Anaetes Tirrte* Syntbcate MUNDU að tala hvorki um sljórnmál né trúar- brögð. Best væri náttúr- lega að þú héldir þér bara saman. VIÐ erum greinilega ekki fyrstu kettirnir sem koma hingað. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyi-irvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Páll Ólafsson (1827/1905) Ljóðið Sumar- kveðja LJOÐABROT SUMARKVEÐJA Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvítan jökulinn. Þú klæðir allt í gull og glans, þú glæðir allar vonir manns, og hvar sem tárin kvika á kinn, þau kyssa geislann þinn. Þú fyllir dalinn fuglasöng, nú finnast ekki dægrin löng, og heim í sveitir sendirðu æ úr suðrinu hlýjan blæ. Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt um fjöll og dali og klæðir allt, og gangirðu undir, gerist kalt, þá grætur þig líka allt. Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. STJORNUSPA eftir Frances Drake * TVÍBURARNIR Afmælisbam dagsins: Þú ert fordómalaus og sanngjarn og leitast við að sjá það jákvæða í mönnum og málefnum. Hrútur (21. mars -19. apríl) “r* Þeir eru mai-gir sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér og þar sem þér svíður misréttið ættir þú að leggja hönd á plóg og berjast fyrir málstað þeirra. Naut (20. aprfl - 20. maí) Það getur verið gaman að koma öðrum á óvart svona stundum ef menn bara fara ekki yfir strikið því þá er betur heima setið en af stað farið. Tvíburar (21. maí - 20. júní) nA Láttu það ekki koma þér í opna skjöldu þótt félagarnir fari þess á leit við þig að þú veitir liði ykkar forystu. Þú ert vel að heiðrinum kominn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú hugsar mikið um tilgang lífsins þessa dagana. Gefðu þér tíma til að rækta sálarlíf þitt en gættu þess að forðast allar öfgar í þeim efnum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Fróðleiksfysnin hefur náð tökum á þér svo láttu einskis ófreistað til að svala henni þótt nú sé sumar og sól. Allh' hafa gott af þvi að víkka út sjóndeildarhring sinn. Meyja (23. ágúst - 22. september) OunL Sjálfsgagnrýni er af hinu góða en á sér þó sín takmörk. Þú veist hvar þú getur best nýtt hæfileika þína svo leggðu kapp við að rækta þá. Vog rrx (23. sept. - 22. október) « Til þín eru gerðar miklar kröfur úr öllum áttum og nú er svo komið að þú verður að vega þær og meta því að öðrum kosti er þín eigin velferð í húfi. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Oft var þörf en nú er nauðsyn á að þú gerir eitthvað fyrir sjálfan þig til að lyfta þér upp andlega sem líkamlega. Láttu það ganga fyrir öðru. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. desember) ÍÍSr Einhverjar glæringar eru í loftinu svo þú skalt hafa hægt um þig og segja sem minnst. Steingeit (22. des. -19. janúar) Gefðu umhverfi þínu gaum og gleymdu ekki heldur að rækta garðinn þinn að innan sem utan. Það gefur lífinu gildi að vera glaður og gleðja aðra um leið. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) 65«! Þótt þú sért fullur af krafti og viljir drífa í hlutunum geturðu ekki ætlast til þess að aðrir séu sama sinnis. Sýndu þvi skilning en haltu þig við þínar áætlanir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú hefur setið tímunum saman yfir einhverju sem hefur valdið þér miklum heilabrotum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaiegra staðreynda. KIRKJUSTARF Safnaðartstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirlga. Kvöldbænir og fyrir- bænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg@texti:Selfjarnameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimUinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu á eftir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Seþ'akirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deUd kl. 20-22 í minni Hásölum. Kl. 20-21.30 íhugun og samræður í safnaðarheimilinu í Hafnarfjarðarkirkju. Leiðbeinendur RagnhUd Hansen og sr. Gunnþór Ingason. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirlq- unni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Djáknasúpa, salat og brauð og vægu verði. Allh' aldurshópar. Umsjón annast Lilja HaUgrímsdóttir, djákni. Einar Öm Einarsson leikur á orgel. Landakirkja Vestmannaeyjum. Helgistund á sjúkrahúsinu kl. 14.30 í dagstofunni á 2. hæð. Fíldadelfía. Samkoma kl. 20. Skipt niður í almenna kennslu, grunn- fræðslu, enskukennslu og kennslu fyrir ungt fólk. Allir hjartanlega vel- komnir. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Mömmumorgunn í Fellsborg kl. 10. manuli f et ® MALNINGAR- 0G PÖKKUNAR- LÍMBÖND . . 'ZJ; ,,jy ’ ARVIK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 TRILLUR HJÓLABORÐ 0G VAGNAR \ í P ARVIK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 668 7295 Skipholt Til sölu björt, vel skipulögð 4—5 herb. íbúð á 1. hæð við Skipholt. Bílskúr fylgir. Upplýsingar í síma 567 4331 í dag og næstu daga, eftir kl. 17.00, og einnig í síma 893 2818. MORGUNHANI ________, fær 20% aíslátt af &E£^SfD1N) viðskiptum milli Laugavegl36 kl. 9 og 11 BODYSLIMMERS NANCY GANZ Línurnar Undirfatoverslun, 1. hæð, Kringlunni, sími 553 7355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.