Morgunblaðið - 09.06.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 09.06.1999, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ I FRÉTTIR OG hvað svo húsbóndi góður, er kannski næst að ráðast til atlögu við sniglapláguna í ráðuneytinu? ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? 22 punda hængur á 20 mínútum STÆRSTI lax sumarsins til þessa veiddist í Kjarrá í gærmorgun. Það var 22 punda hængur sem Ingveld- ur Viggósdóttir veiddi í veiðistaðn- um Vaði sem er skammt neðan veiðihússins við Víghól. Ingveldur veiddi laxinn á tommulanga Black Sheep-túpuflugu. Eftir því sem komist verður næst var laxinn hængur, 103 sentimetrar, og var landað eftir aðeins 20 mínútna viðureign. Það kemur e.t.v. einhverjum á óvart að svo stórum laxi sé landað eftir aðeins 20 mínútur, en þetta hefur Ingveldur leikið áður, en fyrir nokkrum árum setti hún í 23 punda hæng í Klapparfljóti í Þverá og var ekki tvínónað við hlutina og málin afgreidd á tuttugu mínútum. Fleiri hafa verið að fá þá stóra í Kjarrá, t.d. dóttir Ingveldar, Erla Gísladóttir, sem veiddi 16 punda lax í Selsstrengjum í gærmorgun. Alls veiddust þá 9 laxar og voru þá alls komnir 18 laxar á land eftir fyrsta hálfa annan daginn. Það er besta byrjun í Kjarrá í mörg ár að sögn þeirra sem til þekkja. Alls voru þá komnir 60 laxar úr ánni allri, en Kj- arrá er sem kunnugt er eíW hluti Þverár, sem hafði gefíð alls 42 laxa í gær. Þar byrjaði veiðin þremur dögum fyrr. Þverá ásamt Kjarrá eiga því tvo stærsta laxana sem frést hefur af á þessari vertið, en eins og áður var greint frá veiddist 20 punda hængur í Kirkjustreng í Þverá fyrsta morguninn. Menn að sjá ‘ann alls staðar Næstu ár sem verða opnaðar eru Beldray Stigar fiá Starlight og áltröppur ftá Beldray fást t öllum stærðum í byggingavöruverslunum um allt land UhtltlNLrthMUILI I.GUÐMUNDSSON ehf- Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 TEKIST á við lax í Norðurá á dögunum, Bjarni Ó. Ragnarsson með stöngina og honum til halds og trausts, Kristján Guðjónsson og Bergur Steingrímsson. Laxárnar í Leirársveit, Kjós og Aðaldal og á öllum svæðunum hafa menn verið að sjá laxa að undan- förnu. Auk þess berast fregnir af að menn hafí séð laxa í ám sem opnaðar verða seinna, t.d. Langá, Víðidalsá, Miðfjarðará og Elliðaán- um. Ingvi Hrafn Jónsson hafði eftir Þórði Péturssyni, þeim þekkta Lax- árveiðimanni á Húsavík, að hann hefði ekki séð það líflegra í Laxá á þessum tíma í mörg ár. Síðustu daga hafa menn verið að setja niður göngubrýr, athuga merkingar við ána og þess háttar og séð þá um leið marga laxa, t.d. stökkvandi út á Kistuhyl og haldandi í straumi í Sól- eyjarviki, „við Staurinn" og á Eyr- inni. Og það eru engir smáfiskar. Sjálfur sagðist Ingvi hafa séð fyrstu laxana í Langá í byrjun þessarar viku, t.d. í Sjávarfossi, Myrkhyl, Breiðunni og í Strengjunum. Ingvi sagði vatnið í Langá fallegt og hæfi- legt og vatnsforðinn í vatnsmiðlun- inni svo góður að það þyrfti ekki að koma deigur dropi úr lofti fyrr en í fyrsta lagi í haust án þess að það kæmi að sök. Laxinn er einnig kominn í Elliða- árnar, fyrst sá Magnús Sigurðsson veiðivörður lax fyrir neðan brú á föstudag og síðan hafa nokkrir bæst við. Talsvert af laxi hefur sést í Kvíslafossi og Laxfossi í Laxá í Kjós og í Miðfjarðará og Víðidalsá hafa menn séð ‘ann í Kistunum og Kerinu. Seyðisfjarðardagar Menningarlífíð blómlegt á Seyðisfírði Þór Vilmundarson Seyðisfjarðardagar er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin er fyrsti hluti verkefnis þar sem mark- miðið er að tengja Reykja- vík og landsbyggðina traustari böndum. Þór Vil- mundarson er starfsmaður sýningarinnar. „Með sýningunni er verið að kynna Seyðis- fjörð fyrir Reykvíkingum, íbúa bæjarins, menningu og sögu.“ Þór segir að upprunalega hafi hug- myndin komið frá Jóhanni Isberg en hann hefur ferðast mikið um landið og tekið myndir. Hann kom sérstaklega til Seyð- isfjarðar í þeim tilgangi að mynda. „Þessi sýning sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu er íyrsta sýning- in af mörgum og þegar er hafinn undirbúningur að fleiri sýningum. „Þór segir að fyrirhugað sé að hafa sýningamar fyrst í Ráðhúsi Reykjavíkur en fara að því loknu með þær um landið. Þetta yrðu þá farandsýningar og það gætu auð- veldlega margar sýningar verið í gangi í einu. - Hvað eruð þið að sýna á Seyð- isfjarðardögum ? „Sýningin er markþætt. Þar er að finna ljósmyndir Jóhanns Is- bergs frá Seyðisfirði og síðan er þar sérstök húsasögusýning Seyð- isfjarðar sem Þóra Guðmunds- dóttir setti upp. Hún er arkitekt og rekur farfuglaheimilið á Seyð- isfirði. Þá eru til sýnis ýmsir list- munir og verk Hstamanna frá Seyðisfirði." Þór segir að á Seyð- isfirði búi margir listamenn og sýnd séu málverk eftir Garðar Eymundsson. Listaverk sem unn- in eru úr bjórdósum eru til sýnis en þau eru handverk Asgeirs Emilssonar. A Seyðisfjarðardög- um eru til sýnis blómaskreytingar eftir Jóhönnu Pálsdóttur og ljós- myndir eftir Maríu Gaskell og Gunnar Widtefeldt. Þór segir að Olga Kolbrún Vilmundardóttir eigi málverk á Seyðisfjarðardög- um og Pétur Kristjánsson er eig- andi listmuna, m.a. athyglisverðr- ar gítarvélar. Þá er Selma R. Klementsdóttir með bútasaum og veggteppi og skreytingar úr tré, Svava Sófusdóttir á glermuni á sýningunni og gjafakort og Vil- mundur Þorgrímsson er með út- skorna muni. - Eruð þið ekki líka að kynna Seyðisfjörð sem ferðamannabæ? „Jú, það er einmitt einn vinkill- inn á sýningunni og í því sambandi erum við meðal annars að kynna nýtt göngukort af Austurlandi og hvaða möguleikar bjóðast þeim ferða- löngum sem vilja kynnast lands- fjórðungnum með þeim hætti. Þá er Islandsvefurinn einnig kynnt- ur á sýningunni." Þór bendir á að um framkvæmd sýningarinnar í Ráðhúsinu hafi Fjölmennt og Islandsvefurinn séð í samstarfi við Seyðisfjarðarkaup- stað og Reykjavíkurborg. - Tók Islandsvefurinn ekki ný- lega tilstarfa? „Jú, það má segja að það sé verið að stofna íslandsvefinn um þessar mundir en hann er alls- herjar kynningarvefur fyrir Is- land. Um aldamót er gert ráð fyr- ► Þór Vilmundarson fæddist í Reykjavík árið 1974. Hann stundaði nám í lýðháskóla í Nor- egi og vann síðan til dæmis sem leiðsögumaður í Jötunheimum í Noregi og skálavörður í Kverk- fjöllum. Hann lauk kennaranámi frá Kennaraháskóla fslands nú í vor. ir að þar verði að finna um 10.000 myndir af Islandi." Þetta er upp- lýsingavefur þar sem hægt verður að skoða alla landshluta og fá upplýsingar um staðina á ensku og íslensku. Auk ljósmynda verða teikningar af dýrum eins og fugl- um og fiskum eftir Jón Baldur Hlíðberg. Jóhann Isberg er eig- andi Islandsvefsins og slóðin er www.iww.is. Hægt er að sjá sýn- inguna Seyðisfjarðardaga á ís- landsvefnum. -1 sumar er sérstök menning- ardagskrá á Seyðisfirði sem heitir A seyði. Verður mikið um að vera? „Já, menningarstarfið á Seyðis- firði er blómlegt. Menningardag- skrá sumarsins á Seyðisftrði kall- ast A seyði og hún stendur frá 18. apríl til 24. september. Af dagskrárliðum má til dæmis nefna menningardag bama sem hefur fengið heitið Karlinn í tunglinu. Hann er 20. júní og þá verða sýnd verk leikskólabama en það em þrívíddarmyndir unnar úr sköftum. Þá munu Snuðra og Tuðra koma fram og ýmsar óvæntar uppákomur verða fyrir yngstu kynslóðina." Þór segir að um miðjan júh' verði haldin Hljómstefna 99 fýrir unglinga á aldrinum 14-18 ára. Þar verður sett upp leikrit í sam- starfi við unglinga frá Svíþjóð og það er Kri- stján Kristjánsson sem er tengiliður og heldur utan um þessa dagskrá. í tengslum við þessa daga verða ýmsar uppákomur sem tengjast tónlist, dansi og leik. Þá nefnir Þór að Norskir dagar verði á Seyðisfirði dagana 19.-24. september. Þá verður margt um að vera sem tengist tónhst, ritlist og kvikmyndum. Auk þess verður matargerðarhst gert hátt undir höfði. Að lokum nefnir Þór sem dæmi um fjölbreytileika menningar- dagskrárinnar tónleikaröð Bláu kirkjunnar. „Öll miðvikudags- kvöld í sumar er boðið upp á sí- gilda tónlist í bláu kirkjunni á Seyðisfírði." Seyðisfjarðar- dagar á ís- landsvefnum i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.