Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 27 Barnabækur rýndar hennar í stórum dráttum sömu grunnreglur og áður, enda form höfuðlagsins hið sama. Það kemur líka fram að mark- verðustu myndverkin á sýning- unni eru gerð af fólki sem hefur akademíska þjálfun í malnum og athygli vekur hve málarar sem margir litu lengstum niður til, voru úti í kuldanum, falla vel að sýningunni svo sem Eggert Guð- mundsson og Freymóður Jó- hannsson sbr. málverk þeirra af Guðmundi Kamban og Jóhannesi úr Kötlum. Þetta er lítil en nota- leg sýning og eins og á öðrum svipuðum, kemur næstum of vel fram hve margir eru liðtækir á vettvanginum, þótt lítið hafi þeir lagt sig að honum. Alltof vel, vegna þess að hér er um afskipta og vanrækta auðlind að ræða, hvorutveggja af listamönnum sem hinu opinbera. Þá er mikilsvert að Gunnarshús skuli opið almenningi á þessum tímamótum og er ekki að efa að margur vilji nota tæki- færið og litast um í híbýlum eins okkar mesta ritlistarjöfurs á öld- inni, og fá um leið nasasjón af starfsemi Rithöfundasambands- ins. Má taka heilshugar undir þá ósk Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar að sýningin megi verða myndlist- armönnum hvatning til að halda áfram að glíma við ásjónur rithöf- unda. En hér þarf líka að koma til uppörvun og að myndlistarmenn fái verðug verkefni á vettvangin- um þ.e. eyðimörkinni, að gróður- vinjum hennar undanskildum, flibbaportrettinu, eða skjallmynd- unum eins og Thor Vilhjálmsson nefnir slík skilirí í læsilegum for- mála sýningarskrár. Bragi Ásgeirsson íslands, en eftir hann er meðal annarra muna, seglbáturinn Svan- ur frá Mörk. í verkum beggja gæt- ir greinilegra áhrifa hefðbundinn- ar leikfangagerðar. Á veggjunum umhverfis bóka- safnið er sérsýning á verkum Óskars Beck, en hann lést fyrir tveim árum. Óskar bjó til myndir úr plasthúðuðu blikki sem hann klippti til og límdi á járnplötur. Verk hans skera sig töluvert frá öðrum verkum sem sýnd eru í Safnasafninu vegna skreyti- kenndra eiginleika sinna, en sam- hverf bygging þeirra minnir á staðlað mynstur frá miðöldum. Oft má greina jurtir og önnur kunnug- leg form í myndum Óskars, en jafnoft eru þær fullkomlega óhlut- bundnar eins og stærðfræðileg skjaldarmerki forðum daga. í hornstofunni á miðhæð heldur Níels Hafstein litlar sérsýningar þar sem hann býður listamönnum að sýna, sem með einhverjum hætti hafa orðið fyrir áhrifum af íslenskri alþýðulist og sjálf- sprottnu, innlendu handverki. Þegar undirritaðan bar að garði var þar lítil en einkar kunnugleg sýning á vefjalist Hildar Hákonar- dóttur, forstöðumanns Listasafns Árnesinga á Selfossi, frá 7. og 8. áratugnum. Það var eins og að hverfa þrjá áratugi aftur í tímann að standa frammi fyrir minningar- teppi hennar um hin ýmsu skæru- liðasamtök sem þá gerðu garðinn frægan. Það eina sem á skorti var fjaðrafokið sem vefur Hildar olli forðum daga. En spyrji menn hvar Safnasafn- ið sé að finna nægir að vísa þeim á móttökunefndina framan við húsið. Áberandi og óborganleg stein- steypuverk Ragnars heitins Bjarnasonar, trésmiðs úr Reykja- vik, heilsa hverjum sem framhjá fer. Kristur og Kölski, -Josephine Baker og Ungmenni vorsins draga svo til sín athygli vegfarenda á þjóðveginum austan Akureyrar að vart stenst nokkur mátið að renna í hlað. Og hví skyldu menn halda aftur af sér þegar jafnsérstætt og skemmtilegt safn verður óvart á vegi þeirra? Halldór Björn Runólfsson BÆKUR Fræðibók RADDIR BARNABÓKANNA: GREINASAFN Silja Aðalsteinsdóttir valdi greinarn- ar og skrifaði formála. Mál og menn- ing, 1999. 251 bls. SILJA Aðalsteinsdóttir hefur verið okkar helsti sérfræðingur á sviði bamabókmennta og menntalegrar umfjöllunar barnabækur allt frá því að hún sendi frá sér ís- lenskar barnabækur 1780-1979. Sú bók- menntasaga var braut- ryðjandaverk og má með sanni segja að þar með hafi bamabækur komist á blað sem sér- stök bókmenntagi'ein hér á landi. í þeirri bók beitti Silja pólitískri mælistiku á bamabæk- urnar og gæði þeirra. Hún dregur „enga dul á þá skoðun sína á hlut- verki barnabóka að þær eigi umfram allt að vekja böm til umhugs- unar og aðgerða, vera vekjandi og hvetjandi, helst pólitískar og rót- tækar“ (s. 15). I þessu nýja greinasafni er beitt ýmiskonar kenningum, vitnað í marga erlenda sérfræðinga og nokkra íslenska og viðmið þeirra, sem gerir þetta greinasafn mjög mikilvægt hjálpartæki þeim sem vilja skoða barnabækur út frá bók- menntafræðilegu sjónarmiði fremur en út frá skemmtanagildi, hversu læsilegur textinn er eða hvaða sögu er verið að segja. I þessu greinasafni á Silja sjálf þrjár greinar. Sú fyrsta er ágrip af sögu barnabókaritunar á Islandi þar sem hún fjallar um bemskuminn- ingar sem fyrsta vísi að bamabókum sem síðan þróast út í sjálfstæðar skáldsögur fyrir börn eftir 1930. Skandinavíska bylgjan svokallaða kom síðan eftir 1970 með sitt nýja raunsæi og enn taka íslenskar barnabækur stakkaskiptum. Ung- lingabækur koma á markað á síðari hluta 8. áratugarins og þær bestu taka fyrir tilvistarkreppu unglinga á milli barnæsku og fullorðinsára. Þetta er fróðleg yfirsýn, vel skrifuð og sýnir í hnotskum þróun íslenskr- ar barnabókaritunar á þessari öld. I NU í sumarbyrjun þegar lífið vaknar og trén laufgast, sendir Erlendur Jónsson frá sér ljóða- bókina Vatnaspegil, þá sjöttu í röðinni frá hans hendi frá árinu 1967 þegar frumraunin Skuggar á torgi komu út. Erlendur hefur fengist við flestar tegundir rit- listar um dagana, ljóð jafnt sem smásögur auk þess að skrifa bók- menntagagnrýni, hressileg út- varpsleikrit og bráðskemmtileg- ar minnisgreinar um menn og bækur. Þá er hann höfúndur ís- lenskrar bókmenntasögu 1550-1950. Erlendur yrkir opin ljóð og auðskilin en undir yfir- borðinu leynast margræðar til- finningar þegar betur er að gáð. Vatnaspegill skiptist í þijá hluta. Fyrsti hluti bókarinnar nefnist Frá vorhimni til haustlita og þar er kvæðið Dettifoss? „Hver kafli bókarinnar er um sérstakt efni og ég býst við því að formið fylgi því að einhverju leyti. Fyrsti kaflinn íjallar um náttúruna og víðernin. Eg var þrettán ára þegar ég kom fýrst, að Dettifossi og þá var ég búinn að lesa kvæði þjóðskáldanna Kri- sljáns Jónssonar, Einars Bene- diktssonar og Matthíasar Jochumssonar. I vitundinni teng- ist þetta allt hvað öðru. Maður sá náttúnma ósjálfrátt að einhverju leyti með augum þessara stór- skálda.“ Annar hluti bókarinnar, Með- lok greinarinnar birtir höfundur lista yfir einkenni þess sem hún kall- ar vandaðar barna- og unglingabæk- ur annars vegar og afþreyingarsög- ur hins vegar. Raddir bai'nabókanna er önnur grein Silju í þessari bók. Þar nýtir hún kenningar Barbara Wall um ná- lægð sögumanns við sögupersónur sínar. Þar tekur hún fyrir dæmi úr íslenskum barnabókum og gefur sýnishom af texta til að skýra mál sitt. Þriðja greiniri fjallar um trú og siðferði í íslenskum barnabókum sem er greining sem tekur mið af kristilegu siðferði, syndafalli og fyrirgefningu og hvem- ig þessi minni endur- speglast í fimm íslensk- um verðlaunabókum. Að mínu mati er þetta ein allra framlegasta greining sem hefur ver- ið gerð á íslenskum barnabókum. Forsend- ur greiningarinnar eru skýrar, ákveðnar spurningar era fram settar og texti þessara völdu bóka er metinn út frá þessum spurn- ingum. Margrét Tryggvadóttir á tvær greinar um myndabækur. Önnm' greinin er yfirlit yfir útgáfu ís- lenskra myndabóka frá því fyrsta myndabókin kom út 1853, en þessi bók er sennilega jafnframt fyrsta fræðibókin sem út kom fyrir íslensk börn. I þessari grein gefur hún yfii'- sýn yfir helstu myndlistarmenn sem hafa myndskreytt bækur fyrir börn og þá sem hafa samið myndabækur. Hin greinin ber heitið „Setið í kjölt- unni“ og fjallar um myndabækur sem bókmenntaform, greiningu þeirra og sérstöðu íslenskra mynda- bóka. I þessari grein skilgreinir Margrét mismunandi tegundir myndabóka og fjallar síðan um hvað megi lesa út úr myndefninu, t.d. hvaða skilaboð kápa, saurblöð og sérhver hluti mjmdabókar hafi eða eigi að hafa. Þetta er fróðleg um- fjöllun og læsileg. Síðari hluti þess- arar greinar fjallar um greiningu myndabóka þar sem beitt er kenn- ingum Williams Moebiusar og grein- ingarlyklum hans. Þessi hluti er tyrfinn og illlæsilegur vegna þess hversu náið er reynt að þýða hug- myndir og kenningar Moebiusar í stað þess að umsegja þær og fella inn í íslenskt mál. Sem dæmi um hans gerðar og hann verður að vera í senn fjarlægur og nálægur. Unga fólkið sér oft- ast í gegnum kennarann ef hann reynir að Iátast! Þá verður kennarinn að vera skáld! Hann verður að hafa hugmyndaflug. Það er uppörvandi að vera með ungu fólki, sérstaklega þegar árin taka að færast yfir. Unga fólkið stendur á einhvern hátt nær lífínu en við sem eldri erum, það þekkir þjóðfélagið svo miklu þennan tyrfna texta má nefna fyrir- sögn sem ber heitið: Lyklar stað- setningar, stærðar og smækkandi endurbirtingar". Þarna er óís- lenskulega að orði komist að ekki sé meira sagt. Jón Yngvi Jóhannsson greinir myndabók Þorvaldar Þorsteinsson- ar, „Skilaboðaskjóðuna", út frá hug- myndafræði póstmódemismans. Hann skoðar textann og myndirnar og les bókina opnu fyrir opnu og skoðar hvemig merking verður til. Þessi umfjöllun er vel læsileg og framleg greining og hann kemur auga á margt sem óvant auga hefur ekki náð að tileinka sér. Þuríður Jóhannsdóttir skrifar grein sem hún kallar „Ut fyrir borg- arveggina" og fjallar um þjóðlegan menningararf og sýn á íslenska náttúru í fimm íslenskum unglinga- bókum. Þetta er merkileg grein þar sem Þuríður skoðar ýmiskonar textatengsl og einkum þó sókn barna- og unglingabókahöfunda í dultrú, draugasögur, þjóðsögur og annan séríslenskan menningararf, og hvemig nútímahöfundar vinna úr þessum tengslum. Brynja Baldursdóttir og Helga Kjaran skrifa um heim Sossu, sögu- hetju úr bókum Magneu frá Kleif- um. Þessi greinin er nákvæm um- fjöllun um umhverfi sögunnar, per- sónur, sögumann, stfl sögunnar og önnur einkenni þar sem beitt er ná- kvæmri greiningu á alla þætti sög- unnar. Eina greinin sem fjallar um er- lendan höfund er grein Armanns Jakobssonar um Enid Blyton, skrif- uð í tilefni af aldarafmæli hennar. Blyton hefur verið mjög fyrirferða- mikil á íslenskum barnabókamark- aði og hafa tugir bóka hennar verið þýddir á íslensku. Greining Ár- manns er fagleg og skörp og at- hugasemdir oft spaugilega fram settar, einkum þar sem hann fjallar um kynjahlutverk í bókunum og hvað er sæmandi fyrir bresk ung- menni að mati þessa breska höfund- ar. I heild er þetta greinasafn vel gert og þarft framlag til þessarar bókmenntagreinai'. Þótt sumar gi-einarnar hafi komið út áður, eins og t.d. grein Silju um trú og siðferði, er mjög hentugt að hafa allar þessar greinar milli spjalda sem gerir þær handhægar fyrir þá sem vilja feta út á braut bókmenntalegrar greiningar á innviðum íslenskra barnabóka. Sigrún Klara Hannesdóttir Hannlærði ungur orgelleik og kórstjórn hjá Magn- úsi Einarssyni á Akureyri og var kirkjuorganisti á Stað í Hrúta- firði. Hann langaði að koma upp kór sem gekk þó báglega vegna fámennis og féll frá á góðum aldri. Honum tókst ekki að koma kórnum á legg, kom því aldrei nokkurntíma almennilega í verk. Fráfall hans var mér mikil reynsla en ég reyndi að harka þetta af mér. I Ijóðinu Isafoldarkórinn í Royal Albert Hali Góðar við- tökur við heimsfrum- flutningi KOR Vídalínskirkju og Álftaneskór- inn tóku þátt í heimsframflutningi í Royal Albert Hall á Proms-tónleika- röðinni í síðustu viku. Kórarnir komu fram saman undir nafninu Isafoldarkórinn og segir Jóhann Baldvinsson, stjórnandi kóranna, þá hafa fengið mjög góðar viðtökur. Á þriðja hundrað manns söng á tónleikunum og tók ísafoldarkórinn þátt í heimsfrumflutningi á „African Cathcart Concerto“ eftir Paul Hart ásamt Kórfélagi Lundúna og barna- kór. ,Afríkanska stykkið sem við voram að æfa fékk alveg rífandi góðar undirtektir," segir Jóhann, „og mjög mikið var klappað fyrir því.“ Að sögn Jóhanns var sungið fyrir fullu húsi og segir hann það sér- staka upplifun að hafa tekið þátt í tónleikunum. Hann segir tónleikana hafa einkennst af fjölbreytni, en að hápunktur kvöldsins hafi þó vænt- anlega verið lokalag kóranna, „Pomp and Circumstance" eftir Ed- ward Elgar. Þá veifuðu áhorfendur breska fánanum og tóku undir með kórunum á meðan blöðrur svifu nið- ur úr loftinu. Jóhann segir Isafoldarkórinn vera ánægðan með þær viðtökur sem hann fékk. „Við vorum búin að leggja mikla vinnu í að æfa þetta og læra og það stóðst allt mjög vel,“ segir Jóhann en kórarnir höfðu mjög skamman tíma til að æfa fram- flutninginn á „African Cathcart Concerto". -------------- Sýningum lýkur Gallerí Ingólfsstræti 8 SÝNINGU Finnboga Péturssonar lýkur sunnudaginn 13. júní. Á sýn- ingunni fæst Finnbogi við grann- form hljóðbylgjunnar. Verk hans eru unnin með stemmningu rýmis- ins í huga og notar hann hátalara, álplötur og rafmagn. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. hverf ég aftur til bernskunnar og reyni að sjá þetta eins og ég sá hlutina þá, en að hinu leytinu horfa á atburðinn með árin að baki. I kjölfar þessa var afar- mikil röskun á mínum högum! Eg varð að hverfa úr átthögum mínum og átti ekki þangað aft- urkvæmt þannig að þetta er hill- ingaland bernskunnar sem mað- ur horfir þarna á og einnig endalok þess æviskeiðs í raun og veru. Lífið er hart! Það gildir líka um skáldskapinn. Hann er ekki alltaf metinn eftir gæðum, það er svo margt fleira sem horft er til. Tíðarandinn er harðstjóri! Mér hefur alltaf ver- ið óljúft að lúta honum fremur en öðrum harðstjórum." Dettifoss Þú stendur á grjóti gráu. Elfurin þunga sem hrapar hrapar niður í gljúfrið mikla sogar þig til sín. Þúvonar að þessi táraflaumur tröllsins beri drauma þína og yfirsjónir til hafs, að þetta stundaglas ísaldarinnar feli í djúpinu kalda daga þína og nætur. Nei, straumiðan blekkir! Máríuerla á steini veifar stélinu og vekur þig til lífsins. bók- um A Silja Aðalsteinsdóttir Vonin speglast í djúpinu bláa an kennarinn svaf, geymir gráglettinn og gamansaman kveðskap um kenn- arastarfið. Ymsir gætu þó misskilið tit- ilinn! „Eg er búinn að kenna í 44 ár og mér hefur aldrei leiðst að kenna, þvert á móti, en skólinn er erfíður vinnustaður og betra að halda sér vakandi! Þarna er ungt fólk á mótunarskeiði og kennarinn finnur að miklar kröfur eru til Erlendur Jónsson betur. Ef ég þekki þessa borg núna, þá þekki ég hana í gegn- um ritgerðir nem- enda minna.“ Lokahlutinn nefn- ist Sólstöður yfir Staðarkirkjugarði, og er í rauninni eitt langt ljóð um Jón í Geithól, líf hans og dauða. Þegar hann fellur frá heldur org- el vindanna áfram að hljóma undir hlíðum Tröllakirkju. „Ljóðið er ort í minningu föður míns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.