Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 39 + Hanna Bjarna- dóttir söng- kona fæddist á Akureyri 11. sept- ember 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru báðir Skag- firðingar, Sigríður Ósland Siguijóns- dóttir, f. á Öslandi í Óslandshlíð 27. febrúar 1902, d. 23. apríl 1973, og Bjarni Marteinn Jónsson, f. 23. júní 1905 á Hrauni í Sléttuhlíð, fyrrverandi fangavörður, en hann dvelur nú í hárri elli á dvalarheimili Hrafnistu í Hafn- arfirði. Systkinin voru tvö og er bróðir hennar Frosti, fædd- ur 21. janúar 1930, fyrrver- andi flugsljóri hjá Flugleiðum, og býr í Kópavogi. Eiginkona hans er Katla Ólafsdóttir. Hanna ólst upp á Akureyri fram á unglingsár, gædd miklum námshæfileikum og Undurfógur rödd söngfuglsins okkar er þögnuð hér, en upprisu- kraftur Jesú Krists hefur gefið Hönnu byr undir báða vængi til nýrra heimkynna, þar sem hún syngur Drottni sínum lofsönginn. Hanna Bjarnadóttir ólst upp á Akureyri á kreppuárunum fyrir seinni heimsstyrjöldina, þar sem lífsbarátta fólks var gjörólík því, sem við eigum að venjast nú á dög- um. Oft var þetta spuming um að hafa í sig og á. Atvinnuleysi var mikið og vinna mjög ótrygg. Verkalýðsbaráttan snerist því um brauðið og að komast af til næsta dags. Bjarni faðir hennar tók alla vinnu, sem hægt var að fá til sjós og lands. Hanna fór því með for- eldrum sínum þangað, sem vinnu var að fá, hvort heldur var á sfldar- plan á Siglufirði eða til sveita í slát- urtíðinni. Einnig fylgdist hún með móður sinni þegar hún vann við fiskþurrkun á stakkstæðunum á eyrinni, en þau áttu lengst af heima í Norðurgötunni niðri á eyri. Hanna var fijálsleg í fasi, vel vax- in með fallegt sjálfliðað rautt hár. Það geislaði af henni glaðværðin. Hún var hraustbyggð, einbeitt og vel fallin til íþrótta og leikja. Á þess- um árum keppti hún með íþróttafé- laginu Þór í handbolta og stundaði sund af kappi. Bömin voru söm við sig í þá daga og nú. Ekki skipti máli í leikjum og íþróttum hversdagsins hvemig fullorðna fólkið, sem þeirra vegna gat aðhyllst öfgastefnur til vinstri og hægri eða til að mynda fagnaðarboðskap Hjálpræðishers- ins, hugðist leysa vandamál líðandi stundar. Stundum var og farið í sunnudagaskóla Hjálpræðishersins, þar sem sáð var frækomum, sem stundum báru ávöxt ævilangt. Besta æskuvinkona Hönnu var Pál- ína Jónsdóttir, en Jón, faðir hennar, stjómaði lúðrasveit og annarri tón- list Hjálpræðishersins á Akureyri til margra ára. Vináttubönd Hönnu og Pálu í æsku voru sterk og entust ævilangt. Bjarni faðir hennar lagði mikla áherslu á að hún legði fyrir sig tón- listamám. Hún lærði fyrst að spila á lítið orgel, en síðar á píanó og gekk í Tónlistarskóla Akureyrar. Árið 1946 fluttist fjölskylda Hönnu til Reykjavíkur, og var heimili þeirra í Sigtúni. Á árinu 1947 fluttist suður til Reykjavíkur ungur Vestfirðingur, Þórarinn Jónsson, og fékk leigt risherbergi í næsta húsi við Sigtún. Kynntist hann brátt þessum glaðvæm og hressilegu systkinum Hönnu og Frosta. Ekki leið á löngu þar til þau Hanna og Þórarinn felldu hugi saman. Stutt var í kímnigáfuna og opinberuðu þau trúlofun sína 1. fékk frábæran vitn- isburð í því, sem nú kallast grunnskóla- nám. Hún stundaði einnig nám og lauk prófi frá Húsmæðra- skólanum á ísafirði. Á barnsaldri kom strax fram, að hún hafði einkar fagra sópransöngrödd. Hún hóf sem barn náin í orgelleik, síð- ar píanóleik og var nemandi í Tónlistar- skóla Akureyrar. Hún lærði söng í nokkur ár hjá Guðrúnu Þorsteinsdóttur söng- konu og síðar Sigurði Birkis í Reykjavík. Framan af sjötta áratug aldarinnar stundaði Hanna söngnám hjá Florence Lee Holtsman í Los Angeles í Bandaríkjunum og síðar hjá Ragnari Hultén, tónlistarpró- fessor í Stokkhólmi. Söngur og söngkennsla varð því ævistarf hennar. Hún söng einsöngshlut- verk í óperum, óperettum og óratoríum. Hún söng einnig lög aprfl 1948. Héldu vinnufélagar Þórarins, að um væri að ræða apr- ílgabb. Þau giftu sig 1949 og vant- aði aðeins örfáa mánuði upp á 50 ára hjúskaparafmæli þeirra. Þarna var því lagður homsteinn að ham- ingjuríkri framtíð þeirra og far- sæld í einkalífi. Hanna mat mikils dóttur sína og bar mikla umhyggju fyrir fjöl- skyldu hennar. Hún var þakklát fyrir að fá að sjá bamaböm sín vaxa upp og dafna í næsta ná- grenni við sig. Hanna var hjálpfús, hreinskilin og ráðagóð, og kenndi jafnan bamabömum sínum guðsótta og góða siði. Einhverju sinni, þegar amma og afi komu í heimsókn, varð nöfnu hennar og dótturdóttur að orði, sem þá var í kringum þriggja ára aldurinn: „Ertu nú komin til að vaska upp og ráða.“ í annað sinn þegar sú stutta var í heimsókn hjá afa og ömmu, þurfti amma hennar að vanda um við hana úti í garði, þar sem hún var að leik hjá afa sínum. Litla nafnan vildi ná fullum sáttum, hljóp að glugganum og kallaði inn til ömmu: „Já, en amma mín, þú ert nú góð, þegar þú ert góð.“ A söngferli sínum kom Hanna víða við. Eftir nám í Bandaríkjun- um hélt hún á slóðir Vestur-íslend- inga í Bandaríkjunum og Kanada. Hélt hún marga einsöngstónleika og heimsótti einnig elliheimili og gladdi aldraða landa sína með söng. Söng hún m.a. í Seattle, Bell- ingham, Blaine, Vancouver, West- minster, Winnipeg, Mountain og Brookings. Eftir að heim til ís- lands var komið, söng hún m.a. ein- söngshlutverk í Töfraflautunni eft- ir Mozart og Sumar í Týról í Þjóð- leikhúsinu og Ástardrykknum eftir Donizetti. Hún söng einsöng í stór- um kórverkum með söngsveitinni Fflharmoníu ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Islands undir stjórn dr. Ró- berts Abrahams Ottóssonar, sem voru Requiem Brahms og tvívegis með tíu ára millibili Messías eftir Handel. Hanna raddþjálfaði marga kóra. Þar má m.a. nefna söngsveit- ina Fflharmoníu, Sunnukórinn á Isafirði, kirkjukórinn í Bolungar- vík og Gígjumar á Akureyri. Hún starfaði með og söng einsöng um árabil með kirkjukór Ássóknar á aðfangadag jóla. Hún söng marg- sinnis í hvítasunnukirkjunni Ffla- delfíu. Margt fleira mætti nefna, en hér verður látið staðar numið. Trúin á Jesú Krist var hjartans mál Hönnu. Orðin í 3. kafla Jó- hannesarguðspjalls, „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, held- ur hafi eilíft líf‘, voru henni heilag- íslenskra tónskálda á öldum Ijósvakans í Ríkisútvarpinu. Oft hljómaði einsöngur henn- ar í kirkjum landsins, einkum þó í Hvitasunnukirkjunni Ffla- delffu, og í mörg ár söng hún einsöng á jólum í Ássókn sem og við vígslu Áskirkju. Margir söngkórar og nemendur nutu Ieiðsagnar hennar við radd- þjálfun. Hanna giftist árið 1949 eftir- lifandi maka si'num, Þórarni Jónssyni múrarameistara, sem fæddur er á ísafirði 16. mars 1923. Foreldrar Þórarins voru hjónin Karlinna Grein Jóhann- esdóttir frá Seljalandi í Skut- ulsfirði, f. 1896, d. 1979, og Jón Jónsson, klæðskeri frá Höfða í Dýrafirði, f. 1890, d. 1979. Hanna og Þórarinn eignuðust eina dóttur, Sigríði, f. 1950. Hún er gift Ólafi Óskari Jak- obssyni, f. 1952. Eru þau búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru fimm: 1) Þórarinn Jóhannes, f. 1973. 2) Jakob Óskar, f. 1975. 3) Sigurður Anton, f. 1978. 4) Hanna Lísa, f. 1986, og 5) Pét- ur Jóhann, f. 1995. Utför Hönnu Bjarnadóttur fer fram frá Hvítasunnukirkj- unni Ffladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík, í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ur sannleikur. Hún var einlæg í trú sinni, falslaus, hreinskilin og hisp- urslaus. Hún talaði umbúðalaust við samferðafólk sitt í þessum heimi um mikilvægi þess að eiga trúna á Jesú Krist, fullvissu um fyrirgefningu syndanna og eilíft líf. Hún gerði sér fulla grein fyrir, að réttlætisverk okkar manna duga skammt, og við eigum allt undir náð og miskunn Drottins Jesú Krists frelsara okkar. Hanna vissi svo sannarlega, „að lausnari henn- ar lifir“, eins og hún söng í síðasta sinn með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í Messíasi eftir Hándel. Ég þakka Jesú Kristi fyrir allt það, sem hún var mér, dóttur sinni og bamabörnum. Ég veit, að Hann styrkir Þórarin eiginmann hennar í sorginni. „Drottinn gaf. Drottinn tók. Lof- að veri nafn Drottins." Ólafur Óskar Jakobsson. Jesús sagði: „Ég er upprisan og líf- ið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi. Og hver, sem lifir og trúir á mig , mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ (Jóh. 11.25-26.) Það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð þig í dag, elsku amma mín, en trúin á hjálp- ræðisverk Jesú Krists veitir mér fullvissu um að þú hafir séð dýrð guðs og þér líði nú vel og sért laus við alla þjáningu. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að kynnast þér og það verða margar dýrmætar stundir með þér sem ég geymi í fjársjóði minninganna um ókomna tíð. Það voru forréttindi að fá að kynnast jafn einlægri og hreinskflinni konu og þér. Þú varst mér ekki einungis amma heldur einnig stórvinur, kennari og leiðbeinandi. Persónu- leiki þinn og manngæska voru ein- stök, þú varst ávallt tilbúin að rétta mér hjálparhönd og styðja við bakið á mér jafnvel þótt þú ættir við mikil veikindi og heilsuleysi að stríða. Mér eru sérstaklega minnisstæð nokkur atvik í maí síðastliðnum þegar þú kenndir mér og undirbjóst mig undir að syngja fyrir á prófi og söngskemmtun fyrir Blindrafélagið. Hvort sem það var fyrir söngpróf, söngskemmtun eða í söngtíma heima í stúdíóinu þínu þá vildirðu alltaf ná fram því besta. Mér þótti aðdáunarvert að þú gætír þjálfað mig þrátt fyrir að hafa fengið mikla heilablæðingu tveimur mánuðum áður. Lífsvilji þinn og stolt hófu þig yfir öll veikindi hversu alvarleg sem þau voru. Þú vfldir sannarlega að ég gerði vel. Þú varst mér frábær söngkennari og ég er þér afar þakk- látur fyrir að hafa kennt mér undir- stöðuatriði sönglistarinnar. Þú gafst þig alltaf alla í kennsluna, aldrei skorti á hreinskilni þína þegar þú sagðir mér hvað betur mættí fara og eins hældir þú mér líka fyrir það sem var þér að skapi. Gagnrýni þín var gjöf fyrir mig. Það var gaman að heyra þig rifja upp ljúfar minningar frá árunum sem þú stundaðir söngnám í Hollywood. Þar fékkstu tækifæri til að læra hjá einum allra besta kennara heims á þeim tíma, Flor- ence Lee Holtsman. Fróðustu menn í sönglífinu hér á landi sögðu að þú hefðir náð undraverðum framfórum og miklum árangri í söngnáminu eftir einungis eitt ár ytra en það var gert að skilyrði fyr- ir styrk sem þú fékkst frá mennta- málaráðuneytinu að þú kæmir heim eftir eitt ár og héldir þrenna tónleika hér á landi, sem og varð. Þú fórst aftur út til Hollywood skömmu síðar, komst síðan heim eftir tveggja og hálfs árs söngnám í Bandaríkjunum. Elsku afi sýndi mikinn skilning og áhuga á þínu söngnámi og studdi þig ávallt og hvatti til dáða. Þér stóðu til boða ýmis tækifæri eftir þennan tíma í Hollywood en þú kaust frekar að eiga eðlilegt fjölskyldulíf og ráðast í húsbyggingu þegar heim var komið heldur en að láta reyna á flökkulíf söngvarans. Ef marka má þá ritdóma sem ég hef komist í og lesið og þær upp- tökur sem ég hef heyrt með þér þá varstu mjög góð söngkona og með ákaflega fallegan lýrískan blæ á röddinni. Þú varst ákaflega vand- virk og gerðir ávallt vel það sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég veit að þú varst hógvær og af hjarta lítillát og lést fyrst og fremst verkin tala í söngnum sem og öðru sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú og afi voruð ætíð samhent og samstíga í ykkar farsæla hjónabandi. Þið hefðuð átt 50 ára brúðkaupsafmæli í haust ef þér hefði auðnast að lifa lengur. Elsku amma, ég er þakklátur Guði fyrir þau tuttugu ár sem hann gaf þér til viðbótar hér á jörðinni eftir hafa reist þig á fætur eftir baráttu við illvígan sjúkdóm, þar sem meginhluti magans var fjar- lægður. Þrátt fyrir mikið heilsu- leysi síðustu tuttugu árin skorti þig aldrei kímnigáfu og skopskyn, þú varst ætíð hrókur alls fagnaðar þar sem þú komst og áttir auðvelt með að fá fólk til að gleðjast með þér. Heilræðin sem þú gafst mér, söng- inn sem þú kenndir mér og lífsregl- urnar sem þú lagðir fyrir mig mun ég geyma og hafa að leiðarljósi allt mitt hf. Ég kveð þig nú með mikl- um söknuði en þar sem ég veit að trúin á Jesú Krist var haldreipi þitt þá fyllist ég gleði yfir því að þú sért núna í himnaríki og þér líði vel. Elsku afi, ég votta þér mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Guði styrki þig og huggi í sorginni. Þórarinn Jóhannes Ólafsson. Fyrir rúmum tuttugu árum var mjög tvísýnt um líf ömmu. Þá lá hún á gjörgæsludeild eftir upp- skurð við magakrabba. Með bæn- um góðra manna og framþróun læknavísindanna tókst að fram- lengja líf hennar því sem nemur minni ævi. Hún var semsagt að berjast fyrir lífi sínu á meðan ég kom í heiminn. Ég var að koma en hún var að fara. Farseðlinum var breytt og amma sneri aftur í húsið sem hún hafði verið að byggja ásamt manni sínum í tuttugu ár. Þegar fólk kom í heimsókn var að- dáun jafnan fyrstu viðbrögðin. Enda var smekkur þeirra hjóna ekkert til að skammast sín fyrir. En þá áttu þau hjón margt óklárað, sem aðrir sáu ekki. Jú, húsið var þeirra lífstíðarverkefni. Alltaf að breyta og bæta, moka og múra. Þau ætluðu sér að klára húsið. Og garðinn. Þrátt fyrir litla heilsu voru þau alltaf vinnandi. Enda lærði ég margt af því að fylgjast með þeim. Ekki bara það sem ég lærði af að hjálpa þeim. Heldur líka það sem ég lærði með þvi að átta mig á, að allt sem þau áttu höfðu þau byggt með berum höndunum. Fyrir sléttu ári, þegar ég varð stúdent, vildi ég halda veisluna mína hjá þeim. Og þegar gestimir fóru að tínast inn var amma orðin leiðsögumaður í höllinni sinni. Þá fannst henni gam- an að lifa. Það er eflaust mjög misjafnt hvemig fólk á eftir að minnast Hönnu Bjamadóttur. Margir eiga eftir að minnast hennar sem stuð- bolta sem söng og spilaði á manna- mótum. Aðrir sem söngkennara. Enn aðrir sem kröfuharðrar konu sem lét aðeins það besta duga. Vin- ir mínir munu líklega minnast hennar sem siðapostula sem var ekkert grín að verða fyrir barðinu y á. Konu sem ekki varð sloppið frá nema vera sammála henni. Það sem gerði hana að því sem hún var var þetta falsleysi og blátt áfram framkoma sem hún bjó yfir. Hún var ófeimin við að segja það sem henni fannst og það hefur fleytt henni langt. Trúin áttí líka stóran þátt í lífi hennar. Hún sagði fyrir stuttu að hún gengi fyrir Guði eins og bfll fyrir bensíni. Miðað við heilsufarið á henni og það sem hún fékk áorkað er það ekki fjarri sanni. Með þessari grein vil ég koma á framfæri þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessari sérstöku konu. Ég á henni mfláð að þakka. . Og mínar bestu samúðarkveðjur tfl afa Þóra. Guð styrki þig í sorginni. Sigurður Anton Ólafsson. Um miðja nótt þegar allt er kyrrt sest ég niður og pára nokkr- ar línur á blað um vinkonu mína og trúsystur, Hönnu Bjarna, sem nú er farin tfl hinnar himnesku borgar Jerúsalem. Við Hanna Bjama, eins og hún ætíð var kölluð, áttum margar góð- ar stundir saman. Hún var gædd mikilli kímnigáfu sem ég kunni vel að meta. Þær gleymast seint stundirnar er við áttum saman þegar hún var að kenna mér að opna rödd mína. Það voru skemmtistundir sem enduðu oft með að við lágum báðar í gólfinu af hlátri. Hanna var töfrandi persónu- leiki, ákveðin, sterk á sinni mein- ingu og stundum virtist hún hrjúf, en inni fyrir sló viðkvæmt og gott hjarta sem mátti ekkert aumt sjá. Ef hún heyrði að hallað var á lítfl- magnann þá hvessti hjá minni konu, því með þeim minnsta stóð hún allt til enda. Eitt sinn áttí ég í erfiðleikum og þurfti að fá uppörv- c un og húsaskjól um ákveðinn tíma. Þá hringdi ég í Hönnu mína og tjáði henni vandræði mín og ekki stóð á svarinu. „Jú, elskan, komdu bara strax.“ Og á þessu sviði stóð Þórarinn eftirlifandi maður hennar alltaf með henni. Þau elskuðu að hlúa að öðrum, bjóða fólki heim inn í sitt listfagra heimili. Núna heyrum við ekki lengur sem eftir lifum röddina hennar fögru sem var einstök, hún var svo ljúf og mild. En nú syngur hún fyr- ir Frelsarann, Drottin, Guð í land- inu sem hún stefndi til. Nú hefur hún hitt móður sína sem hún elskaði svo heitt. Ég þakka Hönnu minni fyrir ynd- ' islegar stundir sem gleymast seint og um leið votta ég eftirlifandi manni hennar, Þórami, samúð mína, Sigríði og Óla og bamabömunum. Guð blessi ykkur öll, í Jesú nafni. í heimkynnum himneskra sala hljómar nú rödd þín fagra í hugljúfri morgundýrð. Nú englar allir syngja, og umveQa Hönnu mina með ástkærum Frelsara vorum. Allt sem þú áttir hérna er eftirsldlið á jörðu. Þú lést það í faðminn fagra frelsarans okkar vinar. Þreytt orðin varstu og vegmóð vel mátt þú hvfldinni una. Föðmuð sértu af öllum semelskuðuþigájörð. (Þóra Björk.) Þóra Björk Benediktsdóttir. HANNA BJARNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.