Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 15 AKUREYRI •• Benjamín Antonsson og Orn Sigurðsson heiðraðir á sjómannadaginn eftir áratuga sjómennsku „Merkilegt að hægt sé að fara í bað á hverjum degi!“ TVEIR sjómenn hlutu að venju heiðursmerki Sjómannadagsráðs Akureyrar á sjómannadaginn, að þessu sinni Benjamxn Antonsson á Akureyrí og Orn Sigurðsson frá Hauganesi. Benjamín er fyrrverandi skip- stjóri. Hann var lengi stýrimaður og skipstjóri hjá Utgerðarfélagi Akureyringa, alls í 19 ár, en 1976 réðst hann til Höfða á Húsavík og tók við skipstjórn skuttogarans Júlíusar Havsteen og 1981 tók hann við Kolbeinsey. Fyrir fjórum ánim kom Benja- mín svo í land eftir hartnær 50 ára sjómennsku. í samtali við Öldurót, blað sjó- mannadagsráðs Akureyrar, seg- ir Benjamín að ólíku sé saman að jafna að vera stýrimaður eða skipstjóri. „Mikil er sú ábyrgð sem skipstjórinn ber þegar veðr- ið er vitlaust - eða þá að sjá til þess að fá einhvexja titti til að fara með í land þar sem fisk- vinnsla og fólk bíða. En í öllu þessu fylgdi mér gæfa; ég fískaði ágætlega og það sem mest var um vert þá missti ég aldrei mann fyrir borð eða að alvarleg slys hentu. Mér fínnst það ekki frá- sagnarvert þó menn fái rispur eða þó sauma þurfí nokkur spor. Slíkt getur líka hent í landi, rétt eins og úti á sjó.“ Benjamín segur jafnframt í blaðinu að því sé ekki að leyna að kjarkur sinn til sjós hafí orðið minni eftir því sem hann eltist. „Áður snerti það mann ekki þótt kæmi hnútur á skipið og vaknaði ekki við slíkt, væri maður í koju. Að fara að kippa sér upp við þetta fannst mér viðvörun og um áramótin 1995-1996 ákvað ég að fara í land eftir tæplega fímmtiu ár til sjós - og hætti þá störfum. Settist í helgan stein. Það hvenær menn eiga að fara í land verður auðvitað hver og einn að fínna hjá sjálfum sér, en megin- málið er að þegar menn fara að verða óöruggir sækja þeir auð- vitað ekki jafn stíft og þá er mál að stefna til lands,“ segir Benjinín I blaðinu. í sama blaði er spjall við Örn, sem einnig er kominn í land eftir áratugi á sjó. Hann segir m.a. að þrátt fyrir að komið hafí fyrir að hann hafí orðið leiður á sjónum á sínum tíma hafi aldrei hvarflað a.ð sér að hætta á sjó. Síðan segir Örn: „Mér fínnst mikill munur á togurunum í dag og þeim skip- um sem ég var á á sínum tíma. Þá óð maður salt og sjó þegar maður gekk um borð en í dag eru þessir togarar eins og lúxus- hótel miðað við síðutogarana. Eg var einu sinni í 100 daga á veið- um vestur undir Grænlandi og þá var okkur skammtað vatn til að þvo okkur en þótti samt ekk- ert tiltökumál. Mér fínnst þess vegna alltaf merkilegt að hægt sé að fara í bað á hverjum degi í skipunum í dag!“ Bikarinn til eignar Á sjómannadaginn var keppt í róðri að vanda og einnig í innan- hússknattspyrnu og golfi. I keppni áhafna voru það sjómenn af Akureyrinni EA sem sigruðu sjöunda áríð og unnu þar með bikarinn til eignar; um þennan bikar var reyndar byijað að keppa fyrir þremur árum, en áð- ur höfðu þeir unnið annan til eignar. I keppni landmanna var sveit UA hlutskörpust og sveit UA sigraði einnig í kvennaflokki. Lið Frostrásarinnar FM 987 keppti sem gestur í knattspyrnu- mótinu og varð hlutskarpast, en sigurvegari telst lið Margrétar EA. Guðmundur Örn Guðjóns- son, skipveiji á Baldvin Þor- steinssyni EA sigraði í golfmót- inu. Morgunblaðið/Kristján BENJAMÍN Antonsson, til hægri, og Örn Sigurðsson. Reynir Rósants- son vélstjóri, sem er í sjómannadagsráði, afhenti þeim heiðursmerkin. HlFUJIFILM SKYNDIMYNDAVÉIAR FRðBÆR MVNDGÆDI L'JOSMYNDAVORURi Shlpholtl 31, Siml 568 0450_____Kaupvangsslfgll t s, 4612850 Þriggja punkta öryggisbelti meó strekkjurum og höggdempurum fyrir alla farþega bíísins, Jíka aftur í. Farangursrými stækkaö meó einu handtaki. Góó lesljós í farþegarýrrti, leslampi yfir framsætum, Ijós í farangursrými. Verð 1.678.000,- Mégane Scénic stækkar þegar þú sest inn í hann: Rýmió kemur á óvartj þú situr hátt og hefur því frábært útsýni. Þaó er líkt og Renault Mégane Scénic stækki þegar þú sest inn í hann, enda er hann fyrsti fjölnota- bíllinn f flokki bfla í millistærð. Segja má aó Scénic sé í raun þrír bflar, fjölskyldubfll, feróabfll og sendibfll. Hann er aðeins 4,23 m á lengd en hugmyndarík hönnun og mikið innanrými gerir hann ótrúlega notadrjúgan og hagkvæman fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Þaó er því engin furða þó hann hafi umsvifalaust verið valinn bíll ársins af öllum helstu bílatímaritum í Evrópu þegar hann var kynntur. Hér á landi hefur hann þegar fengið frábærar viðtökur. ( 1 Fossháls i 1 ca B&L Hestháls •—VGriótháls \ \ — Vesturlandsvegur RENAULT fÓLK • SlA • 5278
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.