Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 45 FRÉTTIR Morgunblaðið/Silli ÚTSKRIFTARNEMENDUR frá Framhaldsskólanum á Húsavík. Skólaslit Framhalds- skólans á Húsavík Húsavík. Morgnnblaðið Fjallað um getuleysi á norrænu læknaþingi UM 400 þvagfæraskurðlæknar og 200 hjúkrunarfræðingar sitja Nor- rænt þing þvagfæraskurðlækna og hjúkrunarfræðinga í Borgarleikhús- inu 9.-11. júní. Þingið hefst með mót- töku í Ráðhúsinu kl. 18.30 miðviku- daginn 9. júní. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra setur þingið í Borgarleik- húsinu kl. 9.00 fimmtudaginn 10. júní. Þingið er í reynd samsett ráðstefna þessara tveggja faghópa og varð þátt- taka mun meiri en vænst var. Búist er við því að það sæki samtals nærri 700 manns. Slík þing eru haldin á Norðurlöndum á tveggja ára fresti. Fyrirlesarar verða frá Norðurlönd- um, Englandi, Bandaríkjunum og víð- ar. Auk þess kynna margir þátttak- endur rannsóknir sínar og stór sýn- ing fyrirtækja verður í Borgarleik- húsinu, segir í fréttatilkynningu. Efni ráðstefnunnar er meðal ann- ars krabbameinssjúkdómar, svo sem þvagblöðru-, blöðruhálskirtils- og nýmakrabbamein, þvagleki, góð- kynja stækkun blöðruhálskirtils og getuleysi karlmanna. í hópi fyrirlesara er Tom F. Lue frá Bandaríkjunum, sem er mesti sér- fræðingur í heimi í getuleysi karla (ristruflunum). Hann fjallai' um ris- truflanir á næsta árþúsundi og hefst fyrirlesturinn kl. 13.30 fimmtudaginn 10. júní. Sama dag verður kynning á viagra-lyfinu fyrir íslenska lækna en senn líður að þvi að það fáist hérlend- is gegn framvísun lyfseðils. Paul Abrams frá Bretlandi verður með fyrirlestur um þvagleka, sem er al- gengt, hvimleitt vandamál hjá bæði konum og körlum og hefur legið í hálfgerðu þagnargildi, segir í tilkynn- ingunni. Fyrirlesturinn verður kl. 9.15 fimmtudaginn 10. júní. Framlag Islands verður um krabbamein í blöðruhálskirtli hjá ís- lenskum körium sem greindust árin 1983-1987. Það er afrakstur vinnu Jóns Tórnassonar unglæknis og íleii'i. Sérstaða íslands felst í þvi að hægt er að lýsa þessum alvarlega sjúkdómi vel hjá heilli þjóð. Fyrirlesturinn verður klukkan 11.30 fimmtudaginn 10. júní. Einnig verður kynnt fyrsta reynsla hérlendis af gerð nýrra þvag- blaðra úr görn, eftir að þvagblaðran hefur verið fjarlægð vegna krabba- meins eða annarra sjúkdóma HIN árlega íjölskylduhelgi Ferða- félags Islands verður um næstu helgi, 11.-13. júní, og er hún að þessu sinni í samvinnu við Land- græðsluna og Skógrækt ríkisins en sérfræðingar þeirra stofnana í landgræðslu og skógrækt munu ásamt fararsljóra Ferðafélagsins krydda dagskrá helgarinnar með uppákomum fyrir börn og full- • orðna. Áhersla er á upplifun og skoðun á gróðurfari, uppgræðslu og flóru Þórsmerkur og einnig verður minnt á sagnir og örnefni. Farið verður í léttar gönguferðir og þátt- takendur fá að planta birki. Af öðr- um dagskrárliðum má nefna mynd- list og skreytingar, reistur verður Fjölmenni var við skólaslit og brautskráningu nemenda frá Framhaldsskólanum á Húsavík laugardaginn 22. maí sl. Þá voru 36 nemendur brautskráðir, 22 með stúdentspróf, tveir af iðn- braut, tveir með verslunarpróf og 10 af verknámsbraut. I skólaslitaræðu simii ræddi skólameistari, Guðmundur Birkir Þorkelsson, um þær öru breyting- ar sem eiga sér stað í íslensku samfélagi og heiminum öllum. Þessar aðstæður væru sannarlega Skógræktarferð í Heiðmörk FERÐAFÉLAG íslands efnir á hverju vori til þriggja kvöldferða í skógarreit sinn í Skógarhlíðar: krika innst í Heiðmörkinni. I kvöld, miðvikudag kl. 20, verður farið frá BSI, austanmegin og Mörkinni 6. Unnið er að hreinsun og grisjun í reitnum og hefur Sveinn Olafs- son haft umsjón með þessum ferð- um í mörg undanfarin ár. Á fimmtudagskvöldið 10. júní er skógarganga Skógræktarfé- lagsins. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 20. bjálkakofi með krökkunum, úti- grill, varðeldur og kvöldvaka auk annarra óvæntra uppákoma. Þó verður fyrst og fremst lögð áhersla á að þátttakendur eigi saman nota- lega helgi í þessari náttúruparadís sem nú er komin í blóma. Ferðin er boðin á sérkjörum og er m.a. frítt fyrir börn 9 ára og yngri með for- eldrum sínum en böm og ungmenni 10-15 ára fá góðan afslátt. Pantan- ir og farmiðar eru á skrifstofunni að Mörkinni 6. Ferðafélagið efnir þessa sömu helgi til göngu- og æfingaferðar í Botnsdal þar sem gist verður í skál- anum Bratta og m.a. gengið á Syðstu súlu. Brottför í báðar þessar ferðir er kl. 19 á föstudagskvöldið. spennandi en um leið fælust í þeim auknar kröfur til skólanna. Náms- greinar, námsefni og kennsluhætt- ir þyrftu að vera í sífelldri endur- skoðun. Símenntun kennara væri mikilvæg og á upplýsinga- og tækniöld væri kunnátta við að leita upplýsinga og þekkingar sí- fellt mikilvægari hluti menntunar. Gunnar Baldursson, aðstoðar- skólameistari, flutti yfirlit yfir skólastarfið og Kristján Bjarni Halldórsson, áfangasljóri, gerði grein fyrir niðurstöðum prófa. Karlar í leik- skólum Reykjavíkur Á DÖGUNUM var haldið málþing á vegum karianefndar Félags ís- lenskra leikskólakennara og fræðslu- og starfsmannaþjónustu Leikskóla Reykjavíkur. Málþingið bar heitið Karlar í leikskólum og var öllum körlum, sem starfa hjá Leikskólum Reykjavíkur, boðið að hlýða á. Markmiðið var m.a. að beina sjónum starfsmanna að stöðu karla innan leikskólanna. Málþingið tengdist framkvæmd verkefna í jafnréttisáætlun Leik- skóla Reykjavíkur fjTÍr árið 1999, en samkvæmt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar 1996-2000 er öllum borgarstofnunum skylt að skila árlega starfsáætlun í jaifnrétt- ismálum. Meðal helstu markmiða jafnrétt- isáætlunarinnar 1999 er að fjölga ■ GÖTULEIKHÚS Hins hússins verður með uppákomu á Taltónleik- um Hins hússins og Rásar 2 sem verða á Ingólfstorgi í dag, miðviku- dag, kl. 17. A þessum fyrstu tónleik- um í sumar spila Sóldögg og Ensími. LEIÐRÉTT Jeu de Paume í GREIN Morgunblaðsins af vænt- anlegri sýningu Errós í París nú í haust misritaðist nafn listasafnsins sem sýninguna heldur. Nafn safns- ins er Jeu de Paume en ekki Jeu de Pomme og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn í frétt í gær um nýjan formann Hringsins var fóðurnafn varafor- mannsins rangt. Vai-afqmaðurinn er Viggósdóttir og heitir Áslaug. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ásgeir ekki Árni í frétt um heiðursmerki Parkin- sonsamtakanna a Islandi var rangt farið með nafn Ásgeirs Ellertssonar taugasérfræðings. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Bestum árangri á stúdents- prófi náði Karl Hreiðarsson, ágætiseinkunn, 9,1, en næst hon- um komu Kristján Þór Magnús- son og Petrea Guðný Sigurðar- dóttir en þau tvö síðastnefndu fluttu viðstöddum nokkur lög ineð söng og saxafónleik. AIls hefur skólinn útskrifað á tólf ára starfsferli sínum 335 nemendur, þar af 60 af iðnaðar- braut, 119 af öðrum starfsnáms- brautum og 156 með stúdents- próf. karlmönnum í starfi hjá stofnuninni um helming. Árið 1998 voru karl- menn um 50 eða um 3% starfs- manna, en fjöldi kvenna í starfi var 1638 eða 98,8%. Ýmsar aðgerðir eru á döfmni til að ná settu markmiði, s.s samstarf við karlanefnd FIL, breyttar áherslur í atvinnuauglýs- ingum stofnunarinnar og kynningar Eftirlit sam- keppnisyfír- valda mikilvægt - SAMTÖK iðnaðarins telja að sam- keppnisyfirvöld eigi að fylgjast vel með starfsemi markaðsráðandi fyr- irtækja eins og Baugs hf., kemur fram í fréttatilkynningu frá Sam- tökum iðnaðarins. Einnig segir: „Samtök iðnaðarins telja að ekki eigi að gefa sér fyrir- fram að markaðsráðandi fyrirtæki misnoti stöðu sína en hins vegar verði að fylgjast vel með háttsemi þeirra, ekki síst gagnvart birgjum. Svo háttar orðið til að Baugur hf. * hefur verið markaðsráðandi á ís- lenskum matvörumarkaði og hefur enn styrkt stöðu sína verulega með kaupum á verslunarkeðjunni Tíu- ellefu um síðustu helgi. Samtök iðnaðarins hafa sent Samkeppnisstofnun bréf af þessu tilefni: Samtök iðnaðarins telja löngu tímabært að samkeppnisyfirvöld marki sér reglur og geri markaðs- ráðandi fyrirtækjum ljósa grein fyrir því að með þeim verði fylgst. Má í þessu sambandi nefna nokkur atriði sérstaklega. I fyrsta lagi verði ekki liðið að umsamdir af- slættir við birgja skili sér ekki til ± neytenda. í öðru lagi sé þeim óheimilt að selja vörur undir kostn- aðarverði og í þriðja lagi að fylgst verði með því að birgjar verði ekki þvingaðir til ósanngjarnra við- skiptaskilmála s.s. varðandi afslátt- arkjör, afhendingarskilmála eða skilareglur.“ í skólum. Einnig er stefnt að því að skapa umræðuvettvang fyrir starfs- menn, sem eru í starfi hjá Leikskól- *■ um Reykjavíkur, um jafnréttismál. Þetta málþing var fyrsta skrefið í því að gefa körlum í starfi tækifæri til að hittast og ræða það brautryðj- endastarf sem þeir vinna á vettvangi sem áður hefur „tilheyrt" konum. iö «> Kfi Náttúrulegu snyrtivörurnar frá ME hafa marga þá eigin- leika sem húðin þarfnast til að viðhalda mýkt og raka. Nýja Bio-línan er ómótstæðileg. Kynnum náttúrulegu ME húðvörunar frá Marja Entrich í Hveragerðisapóteki, í dag frá 14-18 ^m%^nwngÆafslmtub Heildsöludreifing: Evroís ehf. sími 698-2188 FRÁ Þórsmörk. Fjölskyldu- og fræðslu- helgi í Þórsmörk Morgunblaðið/Ásdís FRÁ málþinginu Karlar í leikskólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.