Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ . 52 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 HÁSKÓLABÍÓ FYRIR 990 PUNKTA FERÐU I BlÓ Alfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. Ekkireyna bjóða aðalskassi skólans á ball nema þú sért til í að taka afleiðingunum. Frábær mynd með pottþéttri tóniist. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 .HUDIGITAL Ó Rómeó, Ó ^KI. 5 og7. f| $ m knSlíu fiakeÉHuify Moria lelo PERMANEfíT MIDNIGKT Kl. 5. Kl. 4?55~' “ Kl. 5, 7,9 og 11. Kl. 9 og 11. B.U6. B.i. 16. og 11.15.B.U6. www.samfiim.is E-17 á leið til íslands Betri en nokkru sinni ÞREMENNINGARNIR í E-17 ætla að taka lagið á afmælistónleikum FM 957. MYNDBOND j ----------------- Lítil mynd um stóran mann Risinn minn (My Giunt)________ y G a in a n m y n d ★★ Leikstjórn: Michal Lehman. Handrit og framleiðsla: Billy Crystal. Aðal- hlutverk: Billy Crystal, Gheorghe Muresan og Kathleen Quinlan. 99 min. Bandarísk. Warner myndir, maí 1999. Öllum leyfð. BILLY Crystal er meðal ástsæl- ustu gamanleikara undanfarinna ára og jafnframt allt í öllu í þessari mynd sem fjallar um lítinn karl sem finnur stór- an karl og vill gera hann enn stærri. Sögu- þráðurinn er kunnuglegur og sígildur. Alvar- legir tónar vega sterkt upp á móti hinum gam- ansömu og ekki er hægt að segja að beinlínis sé um sprenghlægilega mynd að ræða. Crystal er þó sjar- merandi gæi og nær, ásamt ótrú- lega stórvöxnum félaga sínum, að halda myndinni þokkalega á floti. Mikið er gert úr stærðarmun per- sónanna og sú staðreynd að Crystal stendur vart út úr hnefa, undir- strikar tröllaukinn vöxt risans. Slagsmálahetjan Stephen Seagal kemur fram í myndinni sem hann i sjálfur og fer nokkuð púður í að gera grín að honum. En í heildina litið er „Risinn minn“ góðlátleg lítil mynd sem ætti að geta verið ágæt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Breska poppsveitin E- 17 treður upp á þaki Faxaskála 22. júní nk.. ásamt Garbage, Merc- ury Rev, Republica og nokkrum íslenskum hljómsveitum. Sunna Osk Logadóttir spjall- aði við hetjurnar úr E-17 um tónleikana og væntanlega breiðskífu. HVER man ekki eftir lögunum „House of Love“, „Deep“ eða jólasmellinum „Stay Another Day“? Flytjendur þeirra, hljómsveit- in East 17, hafa breytt um stíl og einnig nafn og kalla sig nú E-17. Inn- an sveitarinnar ríkir lýðræði og þeir Brian Harvey, Terry Coldwell og John Hendy semja lögin í sameiningu og fá allir að njóta sín í söng og dansi. A afmæli útvarpsstöðvarinnar FM 957 hinn 22. júní næstkomandi ætlar E-17 að taka lagið og mun tilhlökkun unglingsstúlkna og annarra áhang- enda sveitarinnar eflaust verða áber- andi næstu vikur. Asamt East 17 troða upp Garbage, Mercury Rev og Republiea og gnótt íslenskra hljóm- sveita á risavöxnum útitónleikum sem munu fara fram í miðbæ Reykjavík- ur, á þaki Faxaskála. Hlakka til að koma „Við erum í Þýskalandi í augna- blikinu [2. júní] en brátt verður stefnan tekin norður til ykkar á ís- landi,“ sagði hinn glaðlegi Brian Harvey um fyrirhugaða íslandsferð og bætti við að hann væri fullur til- hlökkunar. „Við erum að undirbúa nýja plötu en hún er væntanleg á markað í Bretlandi í haust.“ Hljómsveitin hefur starfað síðan árið 1992 en allir strákamir, auk Tonys Mortimer sem hefur snúið sér að öðru, hafa þekkst síðan í grunn- skóla. Fljótlega eftir að hljómsveitin var stofnuð gerðu þeir plötusamning og eftir það varð ekki aftur snúið. „Við fórum í stúdíó og tókum upp nokkur lög og stuttu seinna áttum við lög í toppsætum allra vinsældar- lista,“ rifjar Brian upp. „Þetta gerð- ist allt mjög hratt, álagið var mikið og að lokum sundraðist hljómsveitin. Síðan tókum við þrír saman aftur sem E-17. Við flytjum aðallega R&B tónlist en það er sú tónlist sem við vildum alltaf flytja.“ -Af hverju hætti Tony í hljóm- sveitinni? „Ætli það hafi ekki verið tónlistar- legur ágreiningur. Hann vildi gera poppaða rokktónlist en við hinir R&B. Þessi tónlist er ólík og því gekk þetta ekki upp.“ -Afhverju tókstu þér hlé frá tón- listinni? „Eg tók mér ekki hlé, ég var rek- inn! Enginn okkar vildí hætta en þannig þróuðust málin. Núna eru vandamálin úr sögunni og við ætlum aldrei að taka annað eins hlé aftur! Það sem mestu máli skiptir er að við erum saman á ný og ég held að það sem gerðist hafi átt að gerast. Nú njótum við þess sem aldrei fyrr að syngja saman. Hljómsveitin kom ekki saman í rúmlega ár og við vor- um sennilega í þungiyndi allan þann tíma. Það tók sinn tíma að komast yfir það en ég held að nýja pfatan sé okkar besta hingað til.“ Tillitssamir við aðdáendur - Þið eruð átrúnaðargoð margra unglingsstúlkna, hafíð þið það í huga við vinnu ykkar? „Eg er ekki viss um að við séum nein átrúnaðargoð. En aðdáendur okkar eru margir hverjir unglingar og vissulega höfum við það í huga, bæði í tónlistinni og 1 myndböndum. Við tökum sérstaklega tillit til aðdá- enda okkar núna þegar við höfum gefið út plötu með R&B tónlist. Við skiptum hægt yfir í aðra tegund tón- listar svo að þeir eigi auðvelt með að fylgja okkur eftir." - Hefur aðdáendahópurinn ekki breyst eins og tónlistin ? „Nei, það held ég ekki. Við sjálfir höfum ekkert breyst, erum bara ör- lítið vitrari." -Þið eruð allir orðnir pabbar, hef- ur það haft áhrif á tónlist ykkar? „Já, það hafði áhrif á eitt lag á plötunni, það heitir „Daddy’s gonna love you“ en við sömdum það til heið- urs dætrum okkar.“ -En sífelld ferðalög um heiminn, hafa þau haft áhrif á ykkur? „Já, örugglega. Við semjum tónlist um það hvernig við sjáum heiminn og sýn okkar á hann hefur óneitan- lega breyst. Við reynum þó alltaf að semja tónlist sem fólk á auðvelt með að skilja. Okkur finnst óþarfi að gera flókna og djúpa texta.“ - Hvernig höndlarðu frægðina? „Því er erfitt að svara. Það kemur einhvern veginn af sjálfu sér, eitt- hvað sem maður verður að gera. Ef maður er ekki sterkur og lætur frægðina stíga sér til höfuðs, þá sér fólk að maður er veikgeðja og missir trú á því sem maður er að gera,“ sagði Brian að lokum. Guðmundur Ásgeirsson Lars von Trier um samstarfíð við Björk ERFIÐ EN ÓTRÚLEGA GÓÐ f BLAÐAMANNAFUNDUR var haldinn í * sænska bænum Trollhattan með Lars von Trier og nokkrum aðstandendum myndar- innar „Dancer in the Dark“ sem verið er að taka upp í bænum. I norska blaðinu Aften- posten segir í gær að með von Trier hafi mætt á fundinn þau Chaterine Deneuve, David Morse og Peter Stormare en ekkert hafi sést til Bjarkar Guðmundsdóttur sem >fer með helsta hlutverk myndarinnar. Aðspurður hvort ekki slægi stundum i brýnu milli svo sterkra listamanna eins og hans og Bjarkar sagði von Trier á fundinum að víst væri stundum heitt í kol- unum. „Hiin er þrjósk og ákveðin,“ segir hann og hlær. „En hún er geðveikislega góð. Ef mér tekst ekki að gera góða mynd þá er það örugglega ekki á hennar ábyrgð.“ Lars von Trier sagði að dogmareglurnar væru ekki við Iýði í þessari mynd enda væri áætlaður kostnaður við gerð hennar um CATHERINE Deneuve, Björk og Lars ,—— — von-Trier-ræða-málin.----------- 120 miHjónir danskra króna og í einu dans- atriði sem nýverið var tekið upp voru not- aðar 100 upptökuvélar og von Trier sagði að bara fyrir þessa einu senu væri 120 klukkutima myndefni sem biði klippingar. Björk leikur aðalpersónu myndarinnar, hina tékknesku Selmu sem kemur sem inn- flyljandi til Bandaríkjanna og fer að vinna í verksmiðju. „Þegar þið sjáið myndina mun- ið þið uppgötva hvers vegna ég valdi Björk í hlutverkið,“ segir von Trier og verður dularfullur á svip. „Ég er hálfgerður rati þegar kemur að tónlist. Ég hlusta mikið á Abba og þegar ég heyri lagið „The Winner Takes It All“ brest ég í grát. En núna er ég búinn að heyra tónlistina hennar Bjarkar og finnst-hún frábærjf-- -----— —i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.