Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ericsson-símafyrirtækið eignast 19% hlut í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ.COM fyrir um milljarð Hluturinn seldur á 1,3 dollara SÆNSKA símafyrirtækið Ericsson og íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ.COM undirrituðu í gær samning sem felur í sér að Ericsson kaupir nýtt hlutafé í OZ.COM fyrir 13,1 milljón dollara eða tæpan einn millj- arð króna. Þetta er stærsta fjárfest- ing erlends aðila í íslensku hugbún- aðarfyrirtæki til þessa. Eftir samn- inginn er Ericsson eigandi um 19% hlutafjár í OZ.COM. „ERICSSON og Oz eru með þessu að innsigla náið samstarf sitt enn frekar," sagði Skúii Mogensen, for- stjóri OZ.COM, við undirritun samn- ingsins i gær. Langstærsta erlenda fjárfestingin Að sögn Skúla er fjárfesting Ericsson afar ólík fjárfestingu al- mennra fjárfesta að því leyti að með samstarfmu fær OZ.COM beinan að- gang að rannsókna- og þróunarstarfi Ericsson, og einnig að víðfeðmu söluneti Ericsson sem gæfi OZ.COM kost á að dreifa hugbúnaði sínum á heimsvísu. „Hér er um að ræða lang stærstu erlendu fjárfestinguna í íslensku hugbúnaðarfyrirtæki fyrr og síðar. Það er alveg ljóst að þessi fjárfesting mun styrkja OZ.COM verulega, enda ekki aðeins um fjárfestingu að ræða heldur mjög viðamikið sam- starf í alla staði,“ sagði Skúli. Skúli segir að OZ.COM, sem sé mjög smátt fyrirtæki á alþjóðlegan mælikvarða, vilji taka þátt í hinum gífurlega stóra markaði sem verða muni til við samruna síma, Netsins og tölva. Til að geta með raunhæfum hætti náð slíku markmiði þurfi OZ.COM að vera í nánu samstarfi við leiðandi fyrirtæki á markaðnum, eins og Ericsson er. Skúli sagði enn fremur á fjölmiðla- fundinum að forseti íslands, hr. Ólaf- ur Ragnai' Grímsson, hefði reynst þeim hjá Oz einstaklega vel. Á einum fyrsta fundi þeirra með fulltrúum Ericsson var forsetinn viðstaddur, og hann gerði þeim mjög skýrt grein fyrir því að það væri nauðsynlegt fyrir Ericsson að starfa með ungum og framsæknum fyrirtækjum eins og Oz, og það væri Ijóst að þeir hjá Ericsson hefðu tekið hann á orðinu enda væru þeir staddir hér í dag. Ólafur Ragnar Grímsson sagðist vilja óska fyrirtækjunum tveimur, Islendingum og sérstaklega því unga fólki sem hefði unnið að þróun hug- búnaðariðnaðar á íslandi til ham- ingju með þeíssi merku þáttaskil í at- vinnusögu íslendinga, þar sem um væri að ræða stærstu fjárfestingu al- þjóðlegs fyrirtækis í hugbúnaðariðn- aði, þeirri grein sem talin er vera vaxtarbroddur hagkerfis 21. aldar- innar. „Eg hef stundum áður vikið að því að Oz er ekki aðeins skemmtilegt og merkilegt fyrirtæki, heldur hefur það á vissan hátt orðið einskonar tákn fyrir það hvað ungt fólk á ís- landi getur gert í hinu nýja alþjóð- lega hagkerfi þekkingariðnaðarins, og hér í dag er einhver rækilegasta staðfesting á þeim veruleika sem hægt er að hugsa sér, þegar risavax- ið alþjóðlegt fyrirtæki, sem á sér norrænan uppruna, hefur ákveðið að fjárfesta slíkar upphæðir sem hér hefur verið lýst í Óz,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Hann sagði einnig að hann hefði stundum orðað það þannig, að mikil- vægt væri að þeir sem eldri væru áttuðu sig á því að unga kynslóðin á Islandi stæði frammi fyrir nýrri ver- öld. „Hennar verkefni er að sanna það að hægt er að vera í senn góðir Islendingar og sannir heimsborgar- ar á sviði viðskipta, hugvits og tækni. Mér finnst að með þessum samningi Mjorgunblaðið/Halldór Staffan Lindholm, framkvæmdasljóri hjá Ericsson, Skúli Mogensen, forsljóri OZ.COM, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður OZ.COM, og Herman af Trolle, sendi- herra Svfa á Islandi, við undirritun samnings sænska símafyrirtækisins Ericsson og OZ. hér í dag sé verið að staðfesta þann veruleika," sagði hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Fjárfest í framhaldi samstarfs Síðastliðið sumar gerðu OZ.COM og Ericsson með sér samstarfssamn- ing um þróun næstu kynslóðar af samskiptahugbúnaði, sem brúa á bil- ið milli hefðbundinna símakerfa, far- símakerfa og Netsins, og var fyrsta afurð samstarfsins kynnt í maí síð- astliðnum undir nafninu iPulse. Ericsson keypti hlutabréfin í OZ.COM á 1,3 dollara hvert bréf, og var verðið bundið í valkvæðum samningi milli OZ.COM og Ericsson, sem undirritaður var á síðasta ári, um leið og gengið var frá samstarfs- samningi fyrirtækjanna. Þannig hafði Ericsson rétt til að kaupa 19% í fyrirtækinu á því gengi sem bréf gengu kaupum og sölum á þá, og ákvað Ericsson að nýta þann rétt þar sem samstarf fyrirtækjanna hafði gengið vel. Síðan þá hefur verð hlutabréfa OZ.COM í almennum viðskiptum jafnt sem stærri hlutabréfakaupum hækkað, og er skemmst að minnast kaupa Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins hf. og Landsbréfa hf. á einni milljón hlutabréfa þar sem hluta- bréfið var selt á 3,8 dollara. „Þessi fjárfesting segir ekki til um núverandi markaðsvirði félags- ins, enda er það ársgamall valkvæð- ur samningur sem er nýttur hér í dag,“ sagði Guðjón Már Guðjónsson, FRAMHALDSÁRSFUNDUR LIFEYRISSJOÐUR L/EKNA Kirkjusandup 155 Reykjavík Sími: 560 8970. Myndsendir: 560 8910 Stjórn Lífeyrissjóðs lækna boðar til framhaldsársfundar miðvikudaginn 23. júní kl. 17:15 í húsnæði íslandsbanka við Kirkjusandi, 5. hæð. Dagskrá: 1. Fundarsetning. 2. Breytingar á samþykktum. 3. Önnur mál. Á fundinum verða lagðar fram tillögur um breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs lækna. Sjóðfélagar hafa fengið samþykktirnar sendar, en þeir geta einnig nálgast þær á eftirfarandi hátt: 1. Samþykktirnar eru fáanlegar hjá VÍB, Kirkjusandi. 2. Hægt er að fá samþykktirnar sendar. Hafið samband við VÍB í síma 560 8900. 3. Hægt er að fletta upp á samþykktunum á vefnum (undir lífeyrismál], veffang: http://www.vib.is Sjóðfélagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn7 REKSTRARAÐILI: VÍB • Kirkjusandi, 155 Reykjavík • sími: 560-8900 • myndsendir: 560-8910 netfang: vib@vib.is • veffang: www.vib.is stofnandi og stjórnarformaður OZ.COM, í samtali við Morgunblað- ið. Á blaðamannafundinum kom fram að stefnt væri að fjölgun starfa hjá OZ.COM og sagði Guðjón Már að útlit væri fyrir að starfsmönnum OZ.COM myndi fjölga úr um 90 í um 200, á mjög skömmum tíma. Að- spurður um hvar það fólk myndi starfa, en OZ.COM er með starfs- stöðvar á Islandi, í Bandaríkjunum og Svíþjóð, sagði Guðjón Már að þeir myndu stefna að því að efla fyr- irtækið eins mikið og hægt væri á Islandi „en markaðurinn er vissu- lega erfiður varðandi það að ná í gott fólk, þannig að við komum til með að efla félagið til muna í Banda- ríkjunum og í Svíþjóð.“ Guðjón sagði að með þessum samningi væri ætlunin að leggja töluverða áherslu á Evrópumarkað með vörur og þjón- ustu fyrirtækisins. I kjölfar kaupa Ericsson á hluta- bréfum í OZ.COM mun fulltrúi Ericsson taka sæti í stjóm OZ.COM. Staffan Lindholm, framkvæmda- stjóri hjá Ericsson Viljum sjálfstæði og frumkvæði hjá OZ.COM „ERICSSON fjárfestir ekki í ÓZ.COM til að hafa hefðbundinn arð af fjárfestingunni fyrst og fremst. Við fjárfestum í fyrir- tækjum sem við teljum að hafi eitthvað fram að færa á sviði tækni og nýrra vara. Leikurinn hjá okkur gengur út á að styrkja sambandið við OZ.COM og vinna betur að þróun nýrra vara á þessu sviði,“ segir Staffan Lind- holm, framkvæmdastjóri fram- leiðsluvörusviðs Netþjónustu- deOdar Ericsson, í samtali við Morgunblaðið. „Að sjálfsögðu gætum við hugsanlega hagnast á þróun hlutabréfaverðs í OZ.COM en slíkur hagnaður er í öðru sæti hvað mikilvægi varðar,“ segir Lindholm. Horft til framtíðar Staffan Lindholm segir að sam- band hafi komist á mOli OZ.COM og Ericsson fyrir um tveimur ár- um. Hann segir varðandi framtíð- arsýn að meðan Netið sé í dag fyrst og fremst nýtilegt til upp- lýsingaöflunar, muni þróunin verða í átt tO gagnvirkni. „Með vöru eins og iPulse, sem þróað var af OZ.COM í samvinnu við Ericsson, getum við tekið næsta skrefið og gert fjarskipti gagn- virk gegnum Netið.“ „Við hjá Ericsson erum góðir í að koma vöru og þjónustu á markað. En stór áskorun sem við stöndum frammi fyrir er hvernig við getum samþætt þann styrk við skapandi og frumlegt þróun- arstarf í þessum iðnaði sem tekur örum breytingum. Þessu reynum við að ná fram með samstarfi við OZ.COM, því þó við fjárfestum í fyrirtækinu þá breytum við því ekki í deild innan Ericsson. Við viljum að OZ.COM sé áfram frumkvöðuH og haldi ungum anda innan fyrirtækisins,“ segir Staff- an Lindholm og bætir við að varðandi heim tölva og fjarskipta sé mikOvægast að koma nýjum vörum og þjónustu á markað. „Stundum þegar ég tala um þessa hluti sé ég fyrir mér einskonar margmiðlunar-algleymi, og því bíð ég eftir.“ Staffan Lindholm segir að fjár- festingin í OZ.COM sé að vissu leyti smá, á þann hátt að Ericsson verður minnihlutaeigandi í félag- inu. Að hans sögn er hlutdeOdin, 19%, svipuð og í öðrum félögum sem þeir hafa eignast minnOiluta í. Um 95% af tekjum Ericsson utan Svíþjóðar Hefur sameiginlegur arfur vík- ingamenningar komið til góða í samstarfí fyrirtækjanna? „Fyrst og fremst sækjumst við eftir að vinna með bestu fyrir- tækjunum, og það getur ekkert komið í staðinn fyrir það, enda vinnur Eriesson í alþjóðlegu um- hverfi. En persónulega get ég sagt að þar sem ég er Svíi, er ég mjög ánægður með að besta fyr- irtækið á þessu sviði skuli vera ís- lenskt. Og að sjálfsögðu auðveld- ar það samskipti að nokkru leyti að menningin skuli vera svipuð. Eg get til dæmis talað sænsku við Skúla [Mogensen], þó við tölum einnig ensku. Það er skemmti- legra að hafa sama norræna bak- grunninn," segir Lindholm. Ericsson símafyrirtækið er al- þjóðlegt stórfyrirtæki, og starfa hjá því yfir 100.000 starfsmenn í 140 löndum. Staffan Lindholm segir að 5-6% af heOdartekjum Ericsson verði til innan Svíþjóð- ar, en fyrirtækið er sænskt að uppruna eins og kunnugt er, en 94-95% verði til í öðrum löndum. Stærsti markaður fyrirtækisins í dag er að sögn Lindholms í Kína, svo kemur bandaríski markaður- inn og einnig er Vestur-Evrópa mjög stór markaður fyrir fyrir- tækið. Hann bætir við að um helmingur allra símtala í heimin- um fari á einhverjum tímapunkti gegnum símbúnað sem fram- leiddur er af Ericsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.