Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.06.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ i 1 1 hreyfingu þrisvar eða oftar í viku vera fólk með framhaldsskólapróf. Algengustu form hreyfíngar reyndust vera ganga og hreyfíng í vinnunni. Boltaleikir voru algeng- ir hjá yngri körlum, leikfimi ýmiss konar hjá konum og sund hjá elstu aldurshópum beggja kynja. Um fjórðungur aðspurðra (mismun- andi eftir aldurshópum og kynj- um) var afhuga hvers konar al- menningsíþróttum eða trimmi, hlutfallið var lægst hjá yngstu konunum en hæst hjá þeim elstu. Áhrif Ifkamsþjálfunar á ýmsa sjúkdóma: Reglubundin hreyfing minnkar líkur á: • Kransæðasjúkdómum • Insúlínóháðri sýkursýki • Háþrýstingi • Beinþynningu • Krabbameini í ristli og e.t.v. fletri líffærum • Slitgigt • Offitu • Mjóbaksverk • Kvíða og þunglyndi Eins og fram kemur í meðfylgj- andi töflu hafa allvíðtækar vísinda- legar rannsóknir bent til að reglu- bundin hreyfíng minnki líkur á og/eða dragi úr einkennum þeirra sjúkdóma sem nefndir eru. Rann- sóknir hafa leitt í ljós að reglu- bundin þjálfun lækkar blóðfitu, blóðþrýsting, bætir fitudreifingu, eykur beinþéttni, bætir sykurþol, hvetur ýmis störf ónæmiskerfisins og bætir geðslag fólks. Reglubundin líkamshreyfing minnkar einnig dánartíðni án tillits til orsakar. Þekkt er rannsókn sem gerð var á rúmlega 17.000 karl- mönnum sem útskrifast höfðu frá Harvard-háskóla og þeim fylgt eft- ir frá 1962 til 1988. Áhrif mismikill- ar hreyfingar voru metin. I ljós kom að því meiri orku sem karlam- ir eyddu við hreyfingu þeim mun lægri var dánartala þeirra. Væri litið til manna á sambærilegum aldri var dánartala þeirra sem mestri orku eyddu 13% lægri en dánartala þeirra sem minnstri orku eyddu. Allnokkrar rannsóknir hafa ver- ið gerðar á tengslum hreyfingar og krabbameins. Sem dæmi má nefna nýlega athugun þar sem rúmlega 7.000 konum og 25.000 körlum var fylgt eftir í átta ár að meðaltali. Þol þátttakenda var mælt og hreyfing- arsaga þeirra skráð. Mun meix-i lík- ur reyndust á ótímabærum dauð- daga af öllum ástæðum hjá þeim konum og körlum sem minnst lík- amsþol höfðu. Áhætta af dauða úr krabbameini minnkaði einnig marktækt með auknu þoli og hreyfingu hjá körlum en tengslin voru ekki jafnsterk hjá konum. Mýmargar rannsóknir undanfar- inna ára sýna einnig fram á sterk tengsl milli hreyfingar, líkamsþols og minni áhættu á dauða úr kransæðasjúkdómi. Gagnið virðist vera í hlutfalli við heildarþjálfun, hvort sem það er mælt sem kalor- íunotkun eða heildartími þjálfunar. Til dæmis hafa rannsóknir leitt í ijós að dánartíðni úr kransæða- sjúkdómum er mun lægri meðal fólks sem hreyfir sig að meðaltali um 45 mínútur á dag en þeirra sem hreyfa sig einungis í 15 mínútur alls á dag. Sami munur kemur í ljós hjá körlum sem eyða u.þ.b. 2.000 kaloríum eða meira á víku saman- borið við þá sem eyða 500 kaloríum eða minna í viku hverri. Einnig hefur komið fram að gildi hreyfingar er verulegt þótt fólk sé komið á efri ár og byrji seint. At- hyglisverð er rannsókn þar sem 9.700 konum, sem allar voru eldri en 65 ára, var fylgt eftir í tæplega átta ár. Konur sem hreyfðu sig í meðallagi eða mikið reyndust í um 40% minni áhættu á mjaðmabi’oti og um 30% minni áhættu að fá samfallsbrot á hrygg. I næstu grein munum við fjalla um nýjar leiðbeiningar um ástund- un hreyfingar og líkamsþjálfunar. Sigurður er landlæknir, Anna Björg er verkefnisstjóri Heilsueflingar. fyrirtæki átt mjög erfitt uppdrátt- ar að vaxa og þróast eins og eðli- legt væri. Þar veldur talsverðu sú mikla áhersla, sem við leggjum á að fisk- veiðar séu undirstaða okkár og um þær eigi allt að snúast á kostnað annarrá atvinnugreina. Eg gæti vel séð fyrir mér tals- vert annað ástand í íslenskum verktakaiðnaði, ef hann hefði um árabil haft sérstakt ráðuneyti og ráð- herra eins og sjávarútvegur- inn. Eg sé ekki svo dæmi sé nefnt, að frændur okkar Finnar hafi betri aðstæður til þess að hafa byggt upp sinn verktakaiðnað m.a. með þunga áherslu á sviði hátækni- lausna fyrir kalt veðurlag og vatns- aflsvirkjana. Finnskur verktaka- iðnaður skilar tugum milljarða í út- flutningstekjur árlega. Það er mín skoðun án þess að lít- ið sé gert úr mikilvægi fiskiðnaðar- ins í landinu að okkur mundi til lengdar famast betur, ef við létum meira jafnræði ríkja um mikilvægi atvinnugreina og höguðum okkur samkvæmt því. Vera má að ráðamenn séu svo bundnir á klafa af sægreifunum að þeir geri allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að viðhalda núver- andi ástandi. Eg held það sé ekki raunveralega ástæðan heldur hitt að við erum hræddir við að breyta því sem við höfum. ísland hefur byggst svona upp á sögulegum for- sendum. Það var engin tilviljun að þeir íslendingar sem fluttust til Vesturheims á síðustu öld settust að þar sem þeir héldu að þeir gætu hlaupið eftir rollum og róið til fískjar. Því fyrr sem við sjáum að okkur og drögum úr svokölluðu mikilvægi einnar atvinnugreinar fram yfir aðra því betur mun okkur farnast við að byggja hér upp nútímaþjóð- félag. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri Ármannsfells hf. og fv. formaður Verktakasambands íslands. UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 33 .■ 4 _____________ ______• ] NATO á nornaveiðum? MEÐ tilvísxm í grein Brynjars Armannsson- ar í Moi'gunblaðinu 27. maí síðast liðinn finnst mér ég vera knúinn til að láta skoðun mína í ljós. Mér finnst Brynj- ar að mestu leyti nota hörmungarástand Júgóslavíu til að almennt niður Davíðs Oddssonar, Bill Clinton og NATO. Ég er ekki að taka upj hanskann fyrir þesss aðila heldur lýsa pei'- sónulegri skoðun minni á þessu máli - þessari grein og stríðsátökun- um í Júgóslavíu. Ég vil taka það þó skýrt fram að þekking mín á þessu máli byggist einungis á fréttaflutn- ingi íslenski-a fjölmiðla, CNN og Internetinu. Stríð eru alltaf af hinu illa og skulu ávallt vera síðasti kosturinn í stöðunni. í þessu umrædda til- felli sem Brynjar vísar að mestu í (NATO gegn srbneskum yfirvöld- um) virðast friðsælar lausnir ekki hafa gengið. Eins og Brynjar gef- ur til kynna í fyrri hluta greinar sinnar þá virðast hernaðarítök NATO vera sprottið upp af eigin- hagsmunapoti aðildarríkjanna í viðskiptalegum tilgangi. Það má alltaf færa rök fyrir því að við gætum hagsmuna okkar í hinu og þessu. Það er eðli þess að við yfir- leitt skiptum okkur af öðra fólki og atburðum í kringum okkur. Hvort sem þessir hagsmunir era af tilfinningalegum toga, fjárhags- legum eða einhverju öðra. í þessu tiltekna stríði tel ég ástæðuna vera af tilfinningalegum toga. Það er að segja samúð með fólki sem er drepið, limlest, nauðgað eða hrakið brott með kerfisbundnum hætti frá heimilum sínum. Ég ef- ast um að aðildarríki NATO séu með fjárhagslegan ávinning í þessu stríði. Stríðsreksturinn kostar gríðarlegar fjárhæðir auk þess sem mannúðarhjálp flótta- manna kostar sitt. Með fyrirhug- uðum landhernaði eykst kostnað- urinn enn frekar og það má búast við mannfalli bandamanna. Að halda því fram að þetta stríðsá- stand í Júgóslavíu sé til komið vegna ótta við efnahagsþrenging- ar og atvinnuleysi í aðildarríkjun- um finnst mér vera kaldhæðnis- legt og fjarstæðukennt. Heldur Brynjar að starfsmenn öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna séu að ákæra Milosevic fyrir stríðsglæpi og auki þannig starfsöryggi sitt, með því að ganga í augu Banda- ríkjamanna í þeirri von að þeir greiði upp skuld sína hjá Samein- uðu þjóðunum, sem annars eru að verða gjaldþrota? í Morgunblað- inu bls. 22, sama blaði og grein Brynjars birtist, er Óhugnanleg frétt um meinta kerfisbundna stríðsglæpi serbneskra yfirvalda gegn Kosovo-Albönum. Þar er sagt orðrétt: j,í einum bæjanna höfðu grímu- klæddir hermenn skorið unga drengi á háls, skorið gat á maga ófrískra kvenna og stungið fóstur þeirra með beittum hnífum." Það eru eflaust allir sammála mér um að þetta er vægast sagt ógeðslegt! Ég veit að þetta er ótrúlegt, en heldur Brynjar að þessi fréttaflutningur Morgunblaðsins sé al- farið uppspuni og að- eins hluti af skipu- lögðum nornaveiðum NATO gegn Serbíu? Ég persónulega efast um það. í þessari sömu frétt er einnig vel lýst hvernig serbnesk yfirvöld reyna með kerfisbundnum hætti að niðurlægja og slíta albanska samfélagið í sundur með hrotta- fengnum nauðgunum. Svo ekki sé gleymt að minnast á fjöldamorðin sem óyggjandi sannanir eru fyrir - jafnvel gervihnattamyndir og myndbandsupptökur! Þess ber að geta að þessir stríðsglæpir serbneskra yfirvalda endurspegla ekki endilega vilja og skoðanir serbneskra þegna, á sama hátt og ummæli Davíðs Oddssonar endur- spegla ekki endilega persónulegar skoðanir Brynjars. Ég hef líka samúð með serbnesku þjóðinni sem þarf að sitja hjá þegjandi og horfa á ódæðisverk Milosevic ef hún veit yfirleitt af því. Stór hluti þegnanna hefur einungis aðgang að ritskoðuðum fréttum þar sem stöðugur áróður gegn NATO er látinn dynja á þeim. Ef þegnarnir vita yfirleitt eitthvað um hvað er á seyði og voga sér svo sem að láta skoðanir sínar í ljós og andmæla aðgerðum Milosevic þá eiga þeir von á því að aðgerðimar snúist gegn þeim líka. Ætli Brynjar hefði vakið athygli á skoðunum sínum í Morgunblaðinu ef hann hefði mátt Sumarliði Einar Daðason i<r. Balkanskagastríð Að halda því fram að stríðsástandið í Júgó- slavíu sé til komið vegna ótta við efna- hagsþrengingar og at- vinnuleysi í aðildarríkj- unum fínnst Sumarliða v Einari Daðasyni kald- hæðnislegt og fjar- stæðukennt. búast við því að lögreglusveitir Davíð Oddssonar kæmu til hans nóttina eftir og beittu hann svip- uðu harðæri og Milosevic? Ég ef- ast stórlega um að NATO stjórni helstu fjölmiðlum heimsins. Ef NATO gerir mistök þá fá þeir svo sannarlega að finna fyrir gagnrýni og yfirheyrslum svo um munar. Á hverjum degi heldur NATO blaða- mannafund þar sem þeir reyna að upplýsa eftir bestu getu um að- gerðir sínar. Eðli sínu samkvæmt geta þeir ekki gefið upplýsingar um fyrirætlanir sínar í beinni því serbnesk yfirvöld fylgjast að sjálf- sögðu líka með. Þessi blaða- mannafundur m.a. er sendur út frá CNN. Bandaríkin sem og flest öll Evrópuríki hafa einhvern svartan blett á fortíðinni eins og Brynjar stiklar á. Það höfum við Islendingar líka. Fóra forfeður okkar á landnámsöld ekki í ráns- * ferðir yfir ballarhöf, myrtu fólk og rændu konum? En nú era aðrir tímar og þökk sé upplýsingabylt- ingunni þá komast þjóðir síður upp með slíkt. Höfundur er sjálfstæður atvinnu- rekandi. GSM SÍMAR Á KOMAÁ MORGUN KL. 10:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.