Morgunblaðið - 09.06.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 09.06.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999 25 Tónlistarverðlaun Norðurlanda Verk Jóns Nordal og Hauks Tómas- sonar tilnefnd VERK Jóns Nordal og Hauks Tóm- assonar eru tilnefnd íyrir hönd ís- lands til Tónlistarverðlauna Norð- urlanda árið 2000. Verðlaunin verða veitt tón- skáldi fyrir eitt til- tekið verk. Streng- jakvartettinn „Frá draumi til draums“ eftir Jón Nordal og Konsert fyrir fiðlu og kammersveit eftir Hauk Tómas- son voru tilnefnd. Strengjakvart- ett Jóns Nordal var saminn vetur- inn 1996-97 og frumfluttur í febr- úar 1997 af Bern- ardel-kvartettinum hjá Kammermús- íkklúbbnum. Heiti verksins og ein- stök kaflaheiti eru tilvitnanir í ljóð Jó- hanns Jónssonar, „Söknuður". Konsert fyrir fiðlu og kammer- sveit eftir Hauk Tómasson var sam- inn 1998 og frumfluttur á Listahátíð í Reykjavík sama ár af Sigrúnu Eð- valdsdóttur og Caput-hópnum. Á liðnum árum hafa einkum stærri verk, oftast stór hljómsveit- arverk eða óperur, verið tilnefnd til verðlaunanna. Á fundi Tónlistar- nefndar Norðurlanda í Færeyjum í byrjun maí, sem Ámi Harðarson og Ingvar Jónasson sátu fyrir Islands hönd, var komist að samkomulagi um að mælast til þess við dómnefnd að hún beindi sjónum sínum að kammerverkum í breiðri skilgrein- ingu þess orðs. I dómnefndinni fyrir íslands hönd er að þessu sinni Selma Guð- mundsdóttir píanóleikari. Akvörðun um verðlaunaverkið verður tekin í september næstkomandi. ----------------- Helstu söfn Parísar opnuð á ný París. AFP. GERT var ráð fyrir því að ýmis söfn í Frakklandi, sem rekin eru af franska ríkinu, yrðu opnuð á ný í dag, miðvikudag, eftir að starfsfólk ákvað að binda endi á þriggja vikna langt verkfall sem valdið hefur gíf- urlegum tekjumissi fyrir söfnin og um leið reitt marga erlenda ferða- menn til reiði. Starfsfólk safnanna ákvað að binda endi á verkfall sem boðað var til að krefjast þess að menntamála- ráðuneytið franska yki mjög starfs- mannafjölda svo hægt væri að minnka vinnuálag starfsfólks, en það kvartar yfir því að fjöldi gesta hafi aukist verulega á síðustu árum, án þess að við því hafi verið brugð- ist. Starfsmenn munu þó endur- skoða þessa ákvörðun sína í lok mánaðar þegar fyrir liggur hvort ríkisvaldið hyggst fjölga starfsfólki eður ei. Mörg af helstu söfnum Frakk- lands voru lokuð á meðan verkfall- inu stóð, m.a. Louvre-safnið, Orsay- safn og Eiffel-tuminn. Gátu fulltrú- ar menntamálaráðuneytisins sér þess til á mánudag að tekjutap vegna verkfallanna myndi nema rúmlega eitt hundrað • og sjötíu milljónum ísl. króna. „Verkfallið er algert áfall fyrir ímynd Parísar,“ sagði Alain-Phil- ippe Feutre, varaformaður samtaka hóteleigenda. „París án Louvre- safnsins er eins og svikið loforð, hluti af pakkanum ekki til staðar. Petta kemur til með að verða okkur dýrkeypt," sagði Feutre. Haukur Tómasson V est-norræn tónleikaröð fær ríflegan styrk Á FUNDI sínum í Reykjavík í gær tilkynnti Norræna menningarmála- nefndin um styrkveitingar ársins. Meðal þeirra vest-norrænu menn- ingarverkefna sem hljóta styrk er Nordvest Musik, Pórarinn Stefáns- son, sem ráðgerir fem stóra sumar- tónleika á ári í þrjú ár, 2000-2002, í Reykjavík, Pórshöfn í Færeyjum og Nuuk. Styrkurinn er 400.000 dansk- ar krónur. Fyrstu tónleikar sumarið 2000 Pórarinn Stefánsson kvaðst þakklátur nefndarmönnum fyrir að veita verkefninu brautargengi með þessum hætti. Hann hefði í upphafi mætt mikilli velvild gagnvart verk- efninu. Um væri að ræða vest-norræna tónleikaröð. Fyrsta árið, sumarið 2000, hæfist dagskráin um miðjan maí með tónleikum Sólrúnar Braga- dóttur og píanóleikarans Einar Steen-Nokleberg. I júní væri röðin komin að þeim Martin Fröstran og Porsteini Gauta Sigurðssyni. í júlí kæmi Trio Nordica fram og í ágúst Sigrún Eðvaldsdóttir og Roland Pönkina. ísland tengist mörgum verkefnum ísland tengist mörgum verkefn- unum og má nefna að norrænu menningarhöfuðborgimar fá 6,2 milljónir danskra króna til fjögurra verkefna, en þar á meðal er Baldr Jóns Leifs fluttur undir stjórn Leifs Segerstam. Menningarmálasjóðurinn úthlut- ar alls 10,4 milljónum danskra króna. Öll verkefnin eru að minnsta kosti í samvinnu þriggja norrænna landa. Morgunblaðið/Þorkell NEFNDARMENN Norræna menningarmálasjóðsins að lokinni úthlutun. Nýjar og notaðar j árniðnaðarvélar! koma til Islands Frá mánudecji 14. júní til föstudagsins 18. júní verðum við á HOTEL ESJU, Reykjavík, sími 505 0950. Þér er veikomið að hitta okkur þessa daga frá kl. 16.00—19.00, vinsamlegast hringið í síma 505 0950 og pantið viðtal. Við verðum með myndir og bæklinga sem sýna hið mikla úrval okkar af nýjum og notuðum vélum. NÝJAR VÉLAR - HÁGÆÐA VÉLAR FRÁ SAHINLER Á MJÖG GÓÐU VERÐI Vökvadrifnar C-pressur, 30-150 tonn. Vökvadr. kantpressur/fjölnota verkstæðispressur 100-150 tonn. Vökvadr. verkstæðispressur 30-150 tonn. Vökvadr. plötuvalsar, plötuþykkt 4-24 mm. Mótordrifnir plötuvalsar, plötuþykkt 0,8-12 mm. Vökva- og mótordrifnar rúllubeygjuvélar. Afskurðarvélar („trimming") 0,8-4 mm. Hringskerar, 1-5 mm þykkt. Lofthamrar, 34-75 kg. Súluborvélar MK-4. Vökvadr. fjölnota prófílsax 45 tonn. NOTAÐAR VÉLAR Við höfum meðferðis tæknilegar lýsingar og myndir af hinu mikla úrvaii sem við eigum af notuðum járniðnaðarvélum: Rennibekkir Fræsarar Borvélar Lárétt og lóðrétt borverk Pressur Súlustansar Plötusöx Kantpressur fyrir plötujárn Beygjuvélar Sagir Siípivélar CNC og hefðbundnar vélar og margt fleira. Hringið í síma 0045 36 786577 eða á Hótel Esju (í síma 505 0950 frá 13. júnQ til að fá nánari upplýsingar og við hlökkum til að hitta þig meðan á dvöl okkur á íslandi stendur. Brdp. Hansen Værktejmaskínep Maagevej 40 DK-2650 Hvidovpe Denmapk Sími: 004536786577 Fax: 604536771780 Netfang: bpdp.hansentele.dk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.