Morgunblaðið - 16.06.1999, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Aldamótanefnd falið að búa norrænt samstarf undir áskoranir nýrrar aldar
Kópavogur
Varpi ljósi
á þróun
norrænna
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SAMSTARPSRÁÐHERRAR Norðurlandanna héldu út fyrir borgina að loknum fundi sínum í gær þar sem áð
var í Hvalfjarðargöngunum og víðar. Frá vinstri: Peter Angelsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, Jonathan
Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, Hagni Hoydal, sem fer með sjálfstæðismál í færeysku
landsstjórninni, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra.
samfélaga
Á FUNDI norrænna samstarfs-
ráðherra, sem haldinn var í
Reykjavík í gær, var tekin sú
ákvörðun að skipa skyldi nefnd
sérfræðinga til að búa norrænt
samstarf undir þær áskoranir
sem vænta má að norrænu sam-
félögin muni standa frammi fyrir
í upphafi nýrrar aldar.
Formaður nefndarinnar er Jón
Sigurðsson, bankastjóri Norræna
fjárfestingarbankans, en í nefnd-
inni sitja auk hans sjö nefndar-
menn.
Aldamótanefndin fær það hlut-
verk að varpa ljósi á þróunina í
norrænu samfélögunum og skil-
greina á hvaða sviðum löndin geta
nýtt sér sameiginleg einkenni en
þar með munu opnast nýir mögu-
leikar fyrir svæðið í heild og sam-
starfið milli landanna.
Menning, menntun, réttarein-
ing, landamærahindranir, nor-
rænt atvinnusamstarf og tengsl
Norðurlanda við grannsvæði eru
meðal þeirra hugtaka sem nefnd-
inni er ætlað að vinna með.
Á fundinum í gær var einnig
rædd hugmynd um að taka upp
grannsvæðasamstarf við
Skotland, Shetlandseyjar, Orkn-
eyjar, írland og norðvestursvæði
Kanada. Var hún rædd með sér-
stakri áherslu á verndun hafsins
og umhverfismál og verður síðar
rædd í norrænu aldamótanefnd-
inni.
Meðal annarra mála sem ráð-
herrarnir ræddu var stöðu-
skýrsla um norrænt samstarf á
sviði Evrópumála og aukið nor-
rænt samstarf við fijáls félaga-
samtök á Norðurlöndum.
7,6 milljarðar á íjárlögum
nefndarinnar
Á fundinum var gengið frá
tjárhagsáætlun Norrænu ráð-
herranefndarinnar fyrir næsta
ár, en hún hljóðar upp á 7,6 millj-
arða íslenskra króna. Greiða fs-
lendingar 1% af þeirri Qárhæð.
Að sögn Sivjar Friðleifsdóttur
umhverfisráðherra, sem stýrði
fundinum í fyrsta skipti sem nor-
rænn samstarfsráðherra, verður
fénu m.a. varið í að styrkja frjáls
félagasamtök á Norðurlöndum,
norrænt nemendasamstarf og
samstarf á embættismannasvið-
inu.
Siv sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að loknum fundinum
að norrænt samstarf væri afar
mikilvægt fyrir fslendinga.
„Við höfum ekki yfir jafnmörg-
um sérfræðingum að ráða eins og
hinar Norðurlandaþjóðimar
þannig að þetta samstarf er okk-
ur afar mikilvægt, ekki síst á póli-
tíska sviðinu, þegar þrjár Norður-
landaþjóðir era komnar inn í Evr-
ópusambandið, en við stöndum
fyrir utan það ásamt Norðmönn-
um. Vegna þróunarinnar í Evr-
ópu hefur gildi aukins norræns
samstarfs fyrir Islendinga frekar
aukist heldur en hitt,“ sagði Siv.
Að loknum fundi samstarfsráð-
herranna var farið í skoðunar-
ferð út fyrir borgina þar sem áð
var í Hvalfjarðargöngunum, í
Reykholti, við Deildartunguhver
og víðar.
Samfylkingin vill að bensíngjaldshækkunin verði afturkölluð
Ráðherra segir ekki ástæðu til
að dttast verðlagshækkanir
JÓHANNA Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, mælti
fyrir framvarpi til laga á Alþingi í
gær sem miðar að því að aftur-
kalia þá bensíngjaldshækkun sem
kom til framkvæmda 1. júní sl.
„Efni frumvarpsins er að fjár-
málaráðherra verði óheimilt að
hækka bensíngjald á árinu 1999
en frumvarp þetta er þáttur í að-
gerðum sem þingflokkur Samfylk-
ingarinnar beitir sér nú fyrir til
þess að sporna við verðbólgu,"
sagði Jóhanna meðal annars. I
greinargerð frumvarpsins segir
að í forsendum fjárlaga fyrir árið
1999 sé gert ráð fyrir hækkun
bensíngjalds miðað við verðlag
auk 2% viðbótarhækkunar til að
standa undir auknum fram-
kvæmdum í vegagerð fyrir 400
milljónir króna. „í gildandi vegaá-
ætlun er einnig gert ráð fyrir
þessari hækkun en einnig áætluð
endurgreiðsla lánsfjár að fjárhæð
420 millj. kr. Með því að fresta
endurgreiðslum má komast hjá
því að draga úr framkvæmdum
þrátt fyrir að hækkun bensín-
gjalds verði slegið á frest,“ segir
ennfremur í greinargerð.
Jóhanna benti á að Samfylkingin
teldi það afar mikilvægt að stjórn-
völd og Alþingi beittu sér fyrir við-
námsaðgerðum gegn verðbólgu.
„Það er ástæða til þess að geta
þess að í nýafstaðinni kosningabar-
áttu hélt hæstvirtur forsætisráð-
hen-a [Davfð Oddsson] því fram að
það eina sem gæti ógnað stöðug-
leikanum í þjóð-
félaginu og
komið af stað
verðbólguhjól-
inu væri það að
Samfylkingin
kæmist til valda.
Kosningarnar
vora ekki fyrr
afstaðnar en
verðbólguhjólið
fór af stað og
hækkanirnar að dynja yfir lands-
menn. Nú er það hlutskipti sam-
fylkingarinnar að tala fyrir því að
gripið verði til nauðsynlegra að-
gerða, til þess að reyna eins og
kostur er að spoma við því að
verðbólgan fari af stað á nýjan
leik.“
Jóhanna gerði hækkun trygg-
ingafélaganna á iðgjaldi bifreiða-
trygginga einnig að umtalsefni og
sagði að það væri álit Samfylking-
arinnar að vinnubrögð trygginga-
félaganna í aðdraganda hækkunar-
innar gæfu fullt tilefni til að kann-
að yrði af hálfu Samkeppnisstofn-
STEFNT er að því að þingi ljúki
um hádegi í dag eða eftir að sam-
þykktar hafa verið breytingar á
kjördæmaskipun landsins. Þing-
fundur Alþingis hefst kl. 10.30 og
að loknum fyrirspuraum til ráð-
herra fer fram utandagskrárum-
unar hvort fé-
lögin hefðu beitt
ólögmætu sam-
ráði um hækk-
unina. „Þing-
flokkurinn fól
fulltrúum sínum
í efnahags- og
viðskiptanefnd
Alþingis að taka
málið upp og
kalla til fulltrúa
Samkeppnisstofnunar til að fara
yfir þann þátt málsins. Það hefur
þegar verið gert og kom fram hjá
tveimur fulltrúm Samkeppnis-
stofnunar sem mættu á fund
nefndarinnar að Samkeppnisstofn-
un hefði þegar ákveðið að taka
þetta mál upp, þ.e.a.s. Samkeppn-
isstofnun hefur þá sjálf álitið nauð-
synlegt að kanna hvort um verð-
samráð milli ti-yggingarfélaganna
hafi verið að ræða.“
Hækkun SVR endurskoðuð
í umræðunum á eftir kom m.a.
fram að Geir H. Haarde fjármála-
ræða um athugasemdir Sam-
keppnisstofnunar um samkeppni
á fjarskiptamarkaði. Málshefjandi
er Guðmundur Árni Stefánsson,
þingmaður Samfylkingarinnar,
og Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra verður til andsvara.
ráðherra væri andsnúinn fram-
varpinu og sagði að bensíngjalds-
hækkanirnar hefðu ekki átt að
koma nokkrum manni á óvart.
„Allir þeir sem tóku þátt í af-
greiðslu fjárlaga hér fyrir síðustu
jól áttu eða máttu vita að þar var
gert ráð fyrir ákveðnum hækkun-
um bæði á bensíngjaldi og þunga-
skatti," sagði hann. Um aðgerðir
Samfylkingarinnar gegn verðbólg-
unni sagði hann hins vegar eftir-
farandi: „Það er ánægjulegt verð
ég að segja að Samfylkingin, eins
og það heitir, ætlar að beita sér
fyrir því að sporna við verðbólgu.
Það er mjög ánægjulegt ef ríkis-
stjórnin og efnahagsstofnanirnar í
landinu hafa fengið bandamann í
því efni. Mætti ég þá benda hátt-
virtri Samfylkingu á að snúa sér til
R-listans í Reykjavík og biðja um
að hækkunin á fargjöldum SVR
um 25% verði kannski endurskoð-
uð.“
Síðar í ræðu sinni lagði ráðheraa
áherslu á að ekki væri ástæða til að
gera því skóna að miklar almennar
verðlagshækkanir væru endilega
framundan. „Við gerum okkur von-
ir um að verðlagsforsendur fjár-
laganna í ár, sem miðuðu við það
að verðbreyting milli áranna 1998
og 1999 yrði að meðaltali 2,5%,
verði ekki fjarri lagi. Það hefur
farið næiri því að standast [...] en
auðvitað er óheppilegt þegar svona
hækkanir koma inn á einum og
sama tímapunktinum eins og hér
hefur orðið.“
mmmrnm
Þingi lýkur um hádegi í dag
Bæjarráð
hafnar
tillögu
kennara
BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur hafn-
að tillögu kennara um 170 þús. króna
eingreiðslu fyrir síðasta skólaár. Að
sögn Braga Miehaelssonar, for-
manns skólanefndar, hefur kennur-
unum verið gert svipað tilboð og I
Reykjavíkurborg hefur boðið sínum j
kennurum. Brynjar Valdimarsson \
fulltrúi kennara í samninganefnd, j
segir að samþykkt bæjaiTáðs séu
vonbrigði.
Bragi sagði að kennurum hefði
upphaflega verið boðið að ganga til
samstarfs um nýjar tillögur launa-
nefndar sveitarfélaga. „Þeir töldu sig
ekki geta gengið tO þess og töldu að
það mál væri í höndum Kennarasam-
bandsins og buðu okkur að ganga tO
samninga og greiða 170 þús. króna j
eingreiðslu fyrir síðastliðið skólaár," í
sagði hann. „Þeirri tillögu hafnaði f
bæjaiTáð í síðustu viku en í mölitíð- P
inni höfum við gert kennurum tilboð
svipað og Reykjavíkurborg hefur
gert um að vinna að ákveðinni fram-
vindu skólanámsskrár og breyttu
skólastarfi með því að greiða 10 tíma
stöðugildi næsta skólaár." Sagði
hann að fræðslustjóra, kennurum og
skólastjórum hefði verið falið að
gera tillögur að vinnufyrirkomulagi |
og greiðslum, sem yrðu á bilinu .
130-140 þús. á stöðugildi yfir skóla- ;
árið og væri þá miðað við starfs- pP
reynslu kennara og laun.
Ákvörðun hvers og eins
Brynjar Valdimarsson fulltrúi
kennara í samninganefnd segir að
samþykkt bæjarráðs um að hafna
170 þús. króna eingreiðslu séu von-
brigði. „Við erum ekki farin að hug-
leiða neinar aðgerðir enda getum við j
í samninganefndinni ekki gert það,“ j
sagði hann. „Það verður hver og einn |
að taka ákvörðun um hvað hann vOl fc
gera í framhaldi en við munum
væntanlega koma saman í nefndinni
á næstunni til að ræða stöðuna."
Samband ungra
sjálfstæðismanna
Jónas Þór gef-
ur kost á sér
til formennsku
JÓNAS Þór Guðmundsson, 1. vara-
formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, lýsti því yfir á fundi
með ungum sjálf-
stæðismönnum í
Kópavogi sl.
mánudagskvöld
að hann hygðist
gefa kost á sér til
formennsku í
sambandinu á
næsta þingi þess,
sem fram fer í
Vestmannaeyjum
20.-22. ágúst.
„Ég hef áhuga
á því að leggja baráttunni fyrir frelsi
einstaklingsins til orða og athafna lið
og starf innan SUS er spennandi
vettvangur í því efni. Meginverkefn-
ið verður að berjast fyrir framgangi
sjálfstæðisstefnunnar og það eru
mörg verkefni óunnin þegar kemur
að því að draga úr útþenslu ríkisins.
Það verður verðugt verkefni fyrir
ungt sjálfstæðisfólk að hvetja ráða-
menn Sjálfstæðisflokksins til dáða í
þeim efnum og veita þeim jafnframt
málefnalegt aðhald þegar út af
brcgður," sagði Jónas Þór í samtali
við Morgunblaðið.
Núverandi formaður SUS, Ásdís
Halla Bragadóttir, hefur lýst því yfir
að hún gefi ekki kost á sér áfram.
V