Morgunblaðið - 16.06.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 16.06.1999, Síða 12
 12 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999_______________________________________________________MORGUNBLABIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart HÆGT verður að gera ýmislegt sér til skemmtunar á þjóðhátíðardaginn á morgun. Hvort allir verða eins skrautlegir og þessi trúður skal þó ósagt látið. Dagskrá hátíðahalda á þjóðhátíðardaginn Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARD AGUR íslands, 17. júní, er á morgun og verður hann að vanda haldinn hátíðleg- ur um allt land með ýmsum hætti. Víða verða farnar skrúð- göngur, ávörp flutt og hljóm- sveitir leika fyrir dansi, auk þess sem ýmislegt verður í boði fyrir yngstu kynslóðina. Reykjavík Dagskrá hátíðahaldanna í Reykjavik hefst kl. 10.00 er for- seti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðs- sonar í kirkjugarðinum við Suð- urgötu. Hátíðardagskrá við Aust- urvöll hefst sfðan með ávarpi Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, borgarstjóra, kl. 10.40, en að því loknu mun forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggja blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, auk þess sem Da- víð Oddsson, forsætisráðherra, flytur ávarp. Jafnframt þessu mun Karlakórinn Fóstbræður syngja, fjallkonan flytja ávarp sitt og Lúðrasveit Reykjavíkur leika. Að lokum verður guðsþjón- usta í Fríkirkjunni þar sem séra Hjörtur Magni Jóhannsson pré- dikar. Eftir hádegið leggja skrúð- göngur af stað frá Hlemmi niður Laugaveg að Ingólfstorgi kl. 13.40 og frá Hagatorgi að Hljóm- skálagarðinum kl. 13.45. Félagar úr Fornbflakl.úbbi íslands munu aka gömlum bflum á undan göng- unni niður Laugaveginn. Að göngunni lokinni, eða kl. 14, hefst barna- og fjölskyldudag- skrá í miðbænum. Stærsta sviðið verður á Arnar- hóli og þar verður m.a. hægt að hlýða á söng Gradualekórs Lang- holtskirkju og sjá atriði úr vin- sælum söngleikjum, auk atriðis úr leikritinu Á kafi. Þá mun Selma Björnsdóttir flytja Evró- visjónlag sitt. Á Ingólfstorgi hefur Lúðra- sveitin Svanur dagskrána sem að öðru leyti er helguð dansi sem ýmsir dansskólar og hópar munu sýna. K116.20 verður svo barna- dansleikur. í Tjarnarsal Ráðhússins syngja Gradualekór Langholtskirkju og Kór félagsstarfs aldraðra og þeir Szymon Kuran og Reynir Krist- jánsson leika nokkur lög. Þessari dagskrá lýkur með leik Harm- ónikufélags Reykjavíkur. Götuleikhúsið mun verða á ferð um miðbæinn meðan dag- skrá stendur yfir og kl.. 14.00 og 14.30 verður Brúðubfllinn með sýningu við Tjarnarborg. Einnig verður hægt að komast í ýmis leiktæki og sjá fimleika- og glímusýningar og sitthvað fleira í Hallar- og Hljómskálagarðinum frá 14.00-18.00. Þá mun 17. júní- lestin aka um Vonarstræti. Upp- lýsingar um týnd börn verða veittar í síma 5106600. Á Kjarvalsstöðum verða sýn- ingarnar „íslensk myndlist“ og „Karel Appel“. Þar verður einnig hátíðardagskrá þar sem útnefnd- ur verður borgarlistamaður. Sér- stök dagskrá verður einnig í Ár- bæjarsafni og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal verður ýmislegt til skemmtunar. I Laugardagshöll verður fjöllista- hópurinn Circus Cirkör með sýn- ing^u kl. 18.00. Um kvöldið verða tónleikar og dansleikir á fjórum sviðum í mið- bænum. KI 20.30 hefjast á stóra sviðinu á Arnarhóli tónleikar þar sem fram koma hljómsveitirnar Skítamórall, Botnleðja, Land og synir, Maus, Ensími, Mínus og dip. Á Ingólfstorgi hefst dans- leikur kl.. 21.00, en þar leika fyr- ir dansi Félag harmónikuunn- enda í Iteykjavík, Rússibanar og Milljónamæringarnir, ásamt söngvurunum Bogomil Font, Ragnari Bjarnasyni og Páli Ósk- ari. Á horni Lækjargötu og Von- arstrætis mun hópur plötusnúða leika danstónlist frá kl.. 20.30, en á sama tíma hefjast í Hljómskála- garðinum sumartónleikar krist- inna manna þar sem fram koma m.a. Páll Rósinkrans, Lofgjörðar- sveit Kefas og Guðlaugur Lauf- dal. ÖUum uppákomunum lýkur á miðnætti nema tónleikunum á Arnarhóli sem lýkur kl. 1. Þess má að lokum geta að Hjálpræðisherinn verður með ár- lega kaffisölu sína á þjóðhátíðar- daginn í Herkastalanum, Kirkju- stræti 2 frá kl. 14-18. Húsið verð- ur opnað aftur kl. 20.30, en kl. 21.00 hefst dagskrá með trúar- legri tónlist. Seltjarnarnes Á Seltjarnarnesi hefst dagskrá hátíðahaldanna með skrúðgöngu kl. 13.00. Farið verður frá dælu- stöðinni á Lindarbraut og að Eiðistorgi, en þar mun Asgerður Halldórsdóttir, formaður Æsku- lýðs- og íþróttaráðs Seltjarnar- ness, setja hátíðina. Að því loknu leikur Lúðrasveit Seltjarnarness þjóðsönginn og íjailkonan flytur ávarp sitt, en síðan tekur við skemmtidagskrá þar sem m.a. verður boðið uppá fimleika- og danssýningu, söng Selkórsins og leikþátt frá Leiklistarfélagi Sel- tjarnarness. Að þessari dagskrá lokinni verða þrautir fyrir börn. Björgunarsveitin Albert sér um fána- og blöðrusölu við upp- haf skrúðgöngu og síðan við Eiðistorg meðan á skemmtidag- skránni stendur. Hún mun einnig halda sína árlegu kaffísölu í fé- lagsheimili Seltjarnarness frá kl. 11.00-16.30. Mosfellsbær Þjóðhátíðardagskráin í Mosfells- bæ hefst kl. 10.00 með sundmóti í Varmárlaug, en kl. 14.00 leggur skrúðganga af stað frá íþrótta- húsinu í Alafosskvos þar sem há- tíðin verður sett og hátíðarræða flutt, en að því loknu fer fram af- hending menningarverðlauna, auk þess sem Skólahljómsveit Mosfellsbæjar Ieikur og Barna- kór Varmárskóla og börn af leik- skólanum Reykjakoti syngja nokkur lög. Frá kl. 15 verður hægt að fá veitingar í Hlégarði og beija flugvélar og flugsvæði á Tungubökkum augum. Einnig verður boðið uppá útsýnisflug. Frá kl. 15.15-17.00 verða flutt ýmis söng- og leikatriði, en dag- skránni lýkur með tónleikum sem hefjast í Hlégarði kl. 21.00. Þar leika hljómsveitirnar Caras De Pao, Piranha og Buttercup. Kópavogur Kópavogsbúar hefja þjóðhátíðar- daginn með víðavangshlaupi barna og skrúðgöngu frá Kópa- vogsvelli að Digraneskirkju, þar sem barnasamkoma mun heljast kl. 11.00. K1 13.00 verður svo far- ið í aðra skrúðgöngu, að þessu sinni frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni, en þar verða ýmiss konar leikir og upp- ákomur fyrir börn. Hátíðin verð- ur hins vegar formlega sett á Rútstúni kl. 14.00 og þar verða einnig flutt hátíðarávörp. Að lok- inni skemmtidagskrá, sem kemur í kjölfar ávarpanna, verður farið í skrúðgöngu að Kópavogsvelli þar sem minningarleikur um Daða Sigurvinsson mun hefjast; kl. 16.30. Hátíðardagskrá eldri borgara mun hins vegar standa yfir í félagsheimili Kópavogs frá 16.00-17.00. Um kvöldið færast hátíðahöld- in aftur á Rútstún, en þar verða tónleikar og skemintiatriði frá 20.30-23.30. Garðabær Garðbæingar hefja þjóðhátíðar- dagskrá sína kl. 10.00 við Hofs- staðaskóla með sérstöku 17. júní- hlaupi barna. Frá kl. 13.00-14.00 verður hátiðarstund við Vídalíns- kirkju þar sem m.a. verður flutt ávarp nýstúdents. Kl. 14.00 verð- ur hins vegar lagt af stað í skrúð- göngu frá Vídalínskirkju og kl. 14.30 verður hátíðin formlega sett við Garðaskóla. Þar verða flutt hátíðarávörp, auk þess sem Ingimundur Siginpálsson, bæjar- stjóri mun afhenda starfsstyrki til listamanna. Þá verður margt skemmtiatriða við Garðaskóla og börn ættu enn fremur að geta skemmt sér á hestbaki eða í ein- hveiju þeirra leiktækja sem verða við Garðaskóla, en kaffi- þyrstir geta gætt sér á kræsing- um af kaffihlaðborði Kvenfélags Garðabæjar sem hefst í Garða- lundi kl. 15.30. Frá kl. 17.00-18.00 verður skemmtidagskrá í Iþróttamið- stöðinni Ásgarði þar sem flutt verða dans- og söngatriði, auk þess sem fimleikadeild Stjörn- unnar verður með sýningu. Dag- skránni lýkur svo með diskóteki fyrir yngri kynslóðina í Garða- lundi. Mun það standa frá 20.00- 22.00. Hafnafjörður Fijálsíþróttamót í Kaplakrika og knattspyrna yngri flokka á Víði- staðatúni eru fyrst á þjóðhátíðar- dagskrá Hafnfirðinga, en klukk- an 13.45 hefst helgistund í Hellis- gerði; prestur verður sr. Einar Eyjólfsson. Frá Hellisgerði verð- ur síðan gengin skrúðganga að Víðistaðatúni þar sem fjölskyldu- skemmtun mun hefjast kl. 15.00. Gissur Guðmundsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, setur þar hátiðina og flutt verða hátíðará- vörp. Flensborgarkórinn, Ávaxtakarfan og Gunnar og Fel- ix munu sjá um að skemmta fólki, en auk þess verða ýmis leiktæki til staðar á Víðistöðum. Þá verður kaffisala Skátafélags- ins Hraunbúa í skátaheimilinu við Víðistaðatún. Dagskráin færist yfir í íþrótta- húsið við Strandgötu kl. 17.00, en þar munu FH og Haukar eigast við. í leikhléi verður fimleikafé- Iagið Björk með sýningu. K1 20.00 hefst svo fjölskyldu- skemmtun á Thorsplani, þar sem fram koma m.a. Eyjólfur Krist- jánsson og Stefán Hilmarsson, Selma Bjömsdóttir, Steinn Ár- mann, Halli og Laddi og hljóm- sveitin Quarashi. Þá hefjast gömludansarnir í Vitanum kl. 21.00 og djasstónleikar í Hafnar- borg kl. 22.00, en dagskrárlok verða kl. 24.00. Reykjanesbær f Reykjanesbæ hefst þjóðhátíðar- dagurinn á Njarðvíkurvelli með íþróttamótum af ýmsum toga, en hátíðin verður sett í Skrúðgarð- inum kl. 14.00, að undangenginni hátíðarmessu í Keflavíkurkirkju kl. 12.30. Að setningu lokinni verður skemmtidagskrá í Skrúð- garðinum þar sem m.a. verður boðið upp á tónlistaratriði af ýmsum toga og fimleikasýningu. Einnig verður margt leiktækja í garðinum, en þar lýkur dag- skránni kl. 16.30. Þráðurinn verður svo tekinn upp að nýju kl. 20.00 á Tjarnar- götutorgi, en þar fer fram kvöld- skemmtun þar sem fram koma m.a. Rúnar Júlíusson og Skari Skrípó. K1 20.00 hefst einnig fjöl- skyldudansleikur í Stapanum og er aðgangur ókeypis. Sandgerði Hátíðardagskráin í Sandgerði hefst formlega kl. 14.00 við vest- urgafl Grunnskólans og verða þar flutt ávörp, auk ýmiss konar tónlistar- og dansatriða. Að þessu loknu, eða kl. 16.00, verður kaffi í samkomuhúsinu, en kvöld- dagskrá hefst svo kl. 20.00 við vesturgafl Grunnskólans. Þar verða í boði skemmtiatriði og diskótek, auk leikja fyrir börn. Hrafnseyri Á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, verður haldin há- tíðarmessa kl. 14.00 í Minningar- kapellu Jóns Sigurðssonar. Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir mun messa, en séra Einar Sigur- björnsson prédikar. Matthías Jo- hannessen, ritstjóri, flytur ræðu dagsins kl. 15.00 og Ingunn Ósk Sturludóttir syngur einsöng við undirleik Margrétar Gunnars- dóttur. Þá verður safn Jóns Sig- urðssonar opnað og verður það opið alla daga í sumar frá kl. 13- 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.