Morgunblaðið - 16.06.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.06.1999, Qupperneq 12
 12 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999_______________________________________________________MORGUNBLABIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart HÆGT verður að gera ýmislegt sér til skemmtunar á þjóðhátíðardaginn á morgun. Hvort allir verða eins skrautlegir og þessi trúður skal þó ósagt látið. Dagskrá hátíðahalda á þjóðhátíðardaginn Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARD AGUR íslands, 17. júní, er á morgun og verður hann að vanda haldinn hátíðleg- ur um allt land með ýmsum hætti. Víða verða farnar skrúð- göngur, ávörp flutt og hljóm- sveitir leika fyrir dansi, auk þess sem ýmislegt verður í boði fyrir yngstu kynslóðina. Reykjavík Dagskrá hátíðahaldanna í Reykjavik hefst kl. 10.00 er for- seti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðs- sonar í kirkjugarðinum við Suð- urgötu. Hátíðardagskrá við Aust- urvöll hefst sfðan með ávarpi Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, borgarstjóra, kl. 10.40, en að því loknu mun forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggja blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, auk þess sem Da- víð Oddsson, forsætisráðherra, flytur ávarp. Jafnframt þessu mun Karlakórinn Fóstbræður syngja, fjallkonan flytja ávarp sitt og Lúðrasveit Reykjavíkur leika. Að lokum verður guðsþjón- usta í Fríkirkjunni þar sem séra Hjörtur Magni Jóhannsson pré- dikar. Eftir hádegið leggja skrúð- göngur af stað frá Hlemmi niður Laugaveg að Ingólfstorgi kl. 13.40 og frá Hagatorgi að Hljóm- skálagarðinum kl. 13.45. Félagar úr Fornbflakl.úbbi íslands munu aka gömlum bflum á undan göng- unni niður Laugaveginn. Að göngunni lokinni, eða kl. 14, hefst barna- og fjölskyldudag- skrá í miðbænum. Stærsta sviðið verður á Arnar- hóli og þar verður m.a. hægt að hlýða á söng Gradualekórs Lang- holtskirkju og sjá atriði úr vin- sælum söngleikjum, auk atriðis úr leikritinu Á kafi. Þá mun Selma Björnsdóttir flytja Evró- visjónlag sitt. Á Ingólfstorgi hefur Lúðra- sveitin Svanur dagskrána sem að öðru leyti er helguð dansi sem ýmsir dansskólar og hópar munu sýna. K116.20 verður svo barna- dansleikur. í Tjarnarsal Ráðhússins syngja Gradualekór Langholtskirkju og Kór félagsstarfs aldraðra og þeir Szymon Kuran og Reynir Krist- jánsson leika nokkur lög. Þessari dagskrá lýkur með leik Harm- ónikufélags Reykjavíkur. Götuleikhúsið mun verða á ferð um miðbæinn meðan dag- skrá stendur yfir og kl.. 14.00 og 14.30 verður Brúðubfllinn með sýningu við Tjarnarborg. Einnig verður hægt að komast í ýmis leiktæki og sjá fimleika- og glímusýningar og sitthvað fleira í Hallar- og Hljómskálagarðinum frá 14.00-18.00. Þá mun 17. júní- lestin aka um Vonarstræti. Upp- lýsingar um týnd börn verða veittar í síma 5106600. Á Kjarvalsstöðum verða sýn- ingarnar „íslensk myndlist“ og „Karel Appel“. Þar verður einnig hátíðardagskrá þar sem útnefnd- ur verður borgarlistamaður. Sér- stök dagskrá verður einnig í Ár- bæjarsafni og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal verður ýmislegt til skemmtunar. I Laugardagshöll verður fjöllista- hópurinn Circus Cirkör með sýn- ing^u kl. 18.00. Um kvöldið verða tónleikar og dansleikir á fjórum sviðum í mið- bænum. KI 20.30 hefjast á stóra sviðinu á Arnarhóli tónleikar þar sem fram koma hljómsveitirnar Skítamórall, Botnleðja, Land og synir, Maus, Ensími, Mínus og dip. Á Ingólfstorgi hefst dans- leikur kl.. 21.00, en þar leika fyr- ir dansi Félag harmónikuunn- enda í Iteykjavík, Rússibanar og Milljónamæringarnir, ásamt söngvurunum Bogomil Font, Ragnari Bjarnasyni og Páli Ósk- ari. Á horni Lækjargötu og Von- arstrætis mun hópur plötusnúða leika danstónlist frá kl.. 20.30, en á sama tíma hefjast í Hljómskála- garðinum sumartónleikar krist- inna manna þar sem fram koma m.a. Páll Rósinkrans, Lofgjörðar- sveit Kefas og Guðlaugur Lauf- dal. ÖUum uppákomunum lýkur á miðnætti nema tónleikunum á Arnarhóli sem lýkur kl. 1. Þess má að lokum geta að Hjálpræðisherinn verður með ár- lega kaffisölu sína á þjóðhátíðar- daginn í Herkastalanum, Kirkju- stræti 2 frá kl. 14-18. Húsið verð- ur opnað aftur kl. 20.30, en kl. 21.00 hefst dagskrá með trúar- legri tónlist. Seltjarnarnes Á Seltjarnarnesi hefst dagskrá hátíðahaldanna með skrúðgöngu kl. 13.00. Farið verður frá dælu- stöðinni á Lindarbraut og að Eiðistorgi, en þar mun Asgerður Halldórsdóttir, formaður Æsku- lýðs- og íþróttaráðs Seltjarnar- ness, setja hátíðina. Að því loknu leikur Lúðrasveit Seltjarnarness þjóðsönginn og íjailkonan flytur ávarp sitt, en síðan tekur við skemmtidagskrá þar sem m.a. verður boðið uppá fimleika- og danssýningu, söng Selkórsins og leikþátt frá Leiklistarfélagi Sel- tjarnarness. Að þessari dagskrá lokinni verða þrautir fyrir börn. Björgunarsveitin Albert sér um fána- og blöðrusölu við upp- haf skrúðgöngu og síðan við Eiðistorg meðan á skemmtidag- skránni stendur. Hún mun einnig halda sína árlegu kaffísölu í fé- lagsheimili Seltjarnarness frá kl. 11.00-16.30. Mosfellsbær Þjóðhátíðardagskráin í Mosfells- bæ hefst kl. 10.00 með sundmóti í Varmárlaug, en kl. 14.00 leggur skrúðganga af stað frá íþrótta- húsinu í Alafosskvos þar sem há- tíðin verður sett og hátíðarræða flutt, en að því loknu fer fram af- hending menningarverðlauna, auk þess sem Skólahljómsveit Mosfellsbæjar Ieikur og Barna- kór Varmárskóla og börn af leik- skólanum Reykjakoti syngja nokkur lög. Frá kl. 15 verður hægt að fá veitingar í Hlégarði og beija flugvélar og flugsvæði á Tungubökkum augum. Einnig verður boðið uppá útsýnisflug. Frá kl. 15.15-17.00 verða flutt ýmis söng- og leikatriði, en dag- skránni lýkur með tónleikum sem hefjast í Hlégarði kl. 21.00. Þar leika hljómsveitirnar Caras De Pao, Piranha og Buttercup. Kópavogur Kópavogsbúar hefja þjóðhátíðar- daginn með víðavangshlaupi barna og skrúðgöngu frá Kópa- vogsvelli að Digraneskirkju, þar sem barnasamkoma mun heljast kl. 11.00. K1 13.00 verður svo far- ið í aðra skrúðgöngu, að þessu sinni frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni, en þar verða ýmiss konar leikir og upp- ákomur fyrir börn. Hátíðin verð- ur hins vegar formlega sett á Rútstúni kl. 14.00 og þar verða einnig flutt hátíðarávörp. Að lok- inni skemmtidagskrá, sem kemur í kjölfar ávarpanna, verður farið í skrúðgöngu að Kópavogsvelli þar sem minningarleikur um Daða Sigurvinsson mun hefjast; kl. 16.30. Hátíðardagskrá eldri borgara mun hins vegar standa yfir í félagsheimili Kópavogs frá 16.00-17.00. Um kvöldið færast hátíðahöld- in aftur á Rútstún, en þar verða tónleikar og skemintiatriði frá 20.30-23.30. Garðabær Garðbæingar hefja þjóðhátíðar- dagskrá sína kl. 10.00 við Hofs- staðaskóla með sérstöku 17. júní- hlaupi barna. Frá kl. 13.00-14.00 verður hátiðarstund við Vídalíns- kirkju þar sem m.a. verður flutt ávarp nýstúdents. Kl. 14.00 verð- ur hins vegar lagt af stað í skrúð- göngu frá Vídalínskirkju og kl. 14.30 verður hátíðin formlega sett við Garðaskóla. Þar verða flutt hátíðarávörp, auk þess sem Ingimundur Siginpálsson, bæjar- stjóri mun afhenda starfsstyrki til listamanna. Þá verður margt skemmtiatriða við Garðaskóla og börn ættu enn fremur að geta skemmt sér á hestbaki eða í ein- hveiju þeirra leiktækja sem verða við Garðaskóla, en kaffi- þyrstir geta gætt sér á kræsing- um af kaffihlaðborði Kvenfélags Garðabæjar sem hefst í Garða- lundi kl. 15.30. Frá kl. 17.00-18.00 verður skemmtidagskrá í Iþróttamið- stöðinni Ásgarði þar sem flutt verða dans- og söngatriði, auk þess sem fimleikadeild Stjörn- unnar verður með sýningu. Dag- skránni lýkur svo með diskóteki fyrir yngri kynslóðina í Garða- lundi. Mun það standa frá 20.00- 22.00. Hafnafjörður Fijálsíþróttamót í Kaplakrika og knattspyrna yngri flokka á Víði- staðatúni eru fyrst á þjóðhátíðar- dagskrá Hafnfirðinga, en klukk- an 13.45 hefst helgistund í Hellis- gerði; prestur verður sr. Einar Eyjólfsson. Frá Hellisgerði verð- ur síðan gengin skrúðganga að Víðistaðatúni þar sem fjölskyldu- skemmtun mun hefjast kl. 15.00. Gissur Guðmundsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, setur þar hátiðina og flutt verða hátíðará- vörp. Flensborgarkórinn, Ávaxtakarfan og Gunnar og Fel- ix munu sjá um að skemmta fólki, en auk þess verða ýmis leiktæki til staðar á Víðistöðum. Þá verður kaffisala Skátafélags- ins Hraunbúa í skátaheimilinu við Víðistaðatún. Dagskráin færist yfir í íþrótta- húsið við Strandgötu kl. 17.00, en þar munu FH og Haukar eigast við. í leikhléi verður fimleikafé- Iagið Björk með sýningu. K1 20.00 hefst svo fjölskyldu- skemmtun á Thorsplani, þar sem fram koma m.a. Eyjólfur Krist- jánsson og Stefán Hilmarsson, Selma Bjömsdóttir, Steinn Ár- mann, Halli og Laddi og hljóm- sveitin Quarashi. Þá hefjast gömludansarnir í Vitanum kl. 21.00 og djasstónleikar í Hafnar- borg kl. 22.00, en dagskrárlok verða kl. 24.00. Reykjanesbær f Reykjanesbæ hefst þjóðhátíðar- dagurinn á Njarðvíkurvelli með íþróttamótum af ýmsum toga, en hátíðin verður sett í Skrúðgarð- inum kl. 14.00, að undangenginni hátíðarmessu í Keflavíkurkirkju kl. 12.30. Að setningu lokinni verður skemmtidagskrá í Skrúð- garðinum þar sem m.a. verður boðið upp á tónlistaratriði af ýmsum toga og fimleikasýningu. Einnig verður margt leiktækja í garðinum, en þar lýkur dag- skránni kl. 16.30. Þráðurinn verður svo tekinn upp að nýju kl. 20.00 á Tjarnar- götutorgi, en þar fer fram kvöld- skemmtun þar sem fram koma m.a. Rúnar Júlíusson og Skari Skrípó. K1 20.00 hefst einnig fjöl- skyldudansleikur í Stapanum og er aðgangur ókeypis. Sandgerði Hátíðardagskráin í Sandgerði hefst formlega kl. 14.00 við vest- urgafl Grunnskólans og verða þar flutt ávörp, auk ýmiss konar tónlistar- og dansatriða. Að þessu loknu, eða kl. 16.00, verður kaffi í samkomuhúsinu, en kvöld- dagskrá hefst svo kl. 20.00 við vesturgafl Grunnskólans. Þar verða í boði skemmtiatriði og diskótek, auk leikja fyrir börn. Hrafnseyri Á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, verður haldin há- tíðarmessa kl. 14.00 í Minningar- kapellu Jóns Sigurðssonar. Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir mun messa, en séra Einar Sigur- björnsson prédikar. Matthías Jo- hannessen, ritstjóri, flytur ræðu dagsins kl. 15.00 og Ingunn Ósk Sturludóttir syngur einsöng við undirleik Margrétar Gunnars- dóttur. Þá verður safn Jóns Sig- urðssonar opnað og verður það opið alla daga í sumar frá kl. 13- 20.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.