Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ___________________FRETTIR Nýgengi krabbameins á eftir að aukast um 30% índingar fóru að meðaltali 5,5 sinn- um í kvikmyndahús í fyrra Jyddu 814 millj- ónum í bíómiða HELGI Sigurðsson krabbameins- læknir segir í samtali við tímaritið Lyfjatíðindi, sem var að koma út, að nýgengi krabbameins muni aukast um 30% hér á landi til ársins 2010. Astæðan sé fyrst og fremst aldurs- samsetning þjóðarinnar. „Það gera sér ekki allir grein fyr- ir því að krabbameinstilfellum mun fjölga mjög mikið á Islandi á næstu árum. Það tengist aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar - íslenska þjóðin er ung - hlutfallslega mun öldruð- um fjölga á næstu árum, sem gerir að verkum að fram til ársins 2010 mun krabbameinstilfellum fjölga um 30%,“ segir Helgi. í viðtalinu ræðir Helgi aðallega um rannsóknir og meðferð á brjóstakrabbameini. Hann bendir á að nýgengi brjóstakrabbameins hafi á síðustu áratugum þrefaldast en dánartíðni hins vegar staðið í stað. Rannsóknir hafi leitt í ljós að rekja megi orsakir sjúkdómsins meira til umhverfisþátta en áður var talið. „Brjóstakrabbamein er fimm sinn- um algengara á meðal kvenna hér á landi en gerist og gengur í Japan og Kína. Þegar japanskar konur flytja til Vesturlandanna, t.d. til Kalifom- íu, verður sexfóld áhættuaukning hjá annarri kynslóð þeirra miðað við jafnaldra kynsystur þeirra í Japan. Þetta segir okkur að sjúkdómurinn er umhverfissjúkdómur. Mikið hefur verið horft á fæðuþætti eins og dýrafitu, en svo virðist sem dýrafita sídpti litlu máli.“ Helgi segir að nú sé talið að sam- spil lífsvenja og hormónabúskapar konunnar skipti hér verulegu máli. Áhættan virðist t.d. meiri hjá konum sem eiga sitt fyrsta bam seint en hjá konum sem eignast bam um tvítugt. „Það að hafa lifað góðu lífi og getað stýrt bameignum sínum hefur þá neikvæðu hlið að tíðni brjóstakrabba- meins eykst,“ segir Helgi. Rannsóknir sýna fram á gagnsemi hormónalyíja Helgi segir að vægi hormónalyfja við krabbameinsmeðferð sé að aukast, enda hafi komið í Ijós að þau séu jafnvirk og krabbameinslyf, ef ekki virkari. Líkur á endurmeini minnki um 25-30% við notkun krabbameinslyfja í hálft ár eftir að meinið greinist. Svipað eigi við um hormónalyf. Með því að nota þessi lyf saman sé hins vegar hægt að ná mun meiri árangri. Helgi segir að jafnframt komi sí- fellt betur í ljós að geislameðferð eftir skurðaðgerð dragi úr hættunni á að sjúkdómurinn taki sig upp aft- ur. Talið hafi verið að þetta væri eingöngu bundið við staðbundin meinvörp, en nú hafi komið í Ijós að geislameðferð hafi einnig áhrif á fjarmeinvörp. Helgi segir að um tíma hafi menn haft talsverða van- trú á geislameðferð og hún víða nánast lagst af. Á Norðurlöndum og í Kanada hafi menn þrjóskast við og haldið áfram geislameðferð. Nýjar rannsóknir sýni fram á gagnsemi meðferðarinnar. Sennilega verði geislameðferð meira notuð í fram- tíðinni. ÁRIÐ 1998 eyddu landsmenn um 814 milljónum króna í aðgöngumiða í kvikmyndahús og var um 91% þeirra keypt á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar fjölgaði kvikmyndahúsa- gestum um 30 þúsund milli áranna 1997 og 1998, þrátt fyrir að kvik- myndahúsagestum utan höfuðborg- arsvæðisins hefði fækkað um 40 þúsund á tímabilinu. Ástæðan fyrir þessari aukningu er mikil fjölgun kvikmyndahúsagesta á höfuðborg- arsvæðinu, en þeim fjölgaði um 67 þúsund milli áranna. Kvikmyndahúsum á landsbyggðinni fækkar Kvikmyndahúsagestir voru rúm- lega 1,5 milljónir á síðasta ári, sem jafngildir því að hver landsmaður hafi farið 5,5 sinnum í bíó. Aukna bíósókn landans má að talsverðu leyti rekja til sýninga myndarinnar Titanic, en sýningar hennar slógu öll aðsóknarmet. Fækkun kvikmyndahúsagesta ut- an höfuðborgarsvæðisins má að miklu leyti relqa til þess að kvik- myndahúsum utan svæðisins fækk- aði um 5 milli áranna. Á síðasta ári voru starfrækt 25 kvikmyndahús með 45 sýningarsölum á 18 stöðum á landinu. Sætaframboð var rúm- lega 9 þúsund sæti og að meðaltali voru 860 sýningar á viku. Á síðasta ári voru 158 leiknar kvikmyndir í fullri lengd frumsýnd- ar, sem er fækkun frá fyrra ári, en þá voru þær 188 talsins. Flestar myndanna, eða 132, voru bandarísk- ar, en 8 voru breskar og 7 norræn- ar. Þá voru tvær íslenskar kvik- myndir frumsýndar á árinu. Tökur hafnar með Victoriu Abril TÖKUR Á myndinni 101 Reykjavík með spænsku Ieikkon- unni Victoriu Abril hófust í gær í Kvikmyndaveri Islands og tókust mjög vel að sögn aðstandenda. Þær standa yfir til loka júlí á svæðinu 101 Reykjavík, í Kvik- myndaveri íslands og víðar um landið, m.a. á Snæfellsjökli. I öðr- um aðalhlutverkum verða Hilmir Snær Guðnason, Hanna Maria Karlsdóttir og Þrúður ViIIyálms- dóttir. Handritið er skrifað af leik- stjóranum Baltasar Kormáki og er lauslega byggt á skáldsögu Hallgríms Helgasonar 101 Reykjavík. Áætlaður kostnaður er 160 milljónir og stendur til að frumsýna myndina þegar nær dregur aldamótum. I viðtali við Victoriu Abril í blaðinu í dag kemur fram að handritið lá á skrifborðinu hennar í hálft ár áð- ur en hún gerði upp hug sinn um að leika í myndinni og gerðist það á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrr á árinu. ■ SóIargeisli/72 og 73 Morgunblaðið/Friðrik Örn VICTORIA Abril brosir framan í Ijósmyndarann þegar tökur hófust í gær. Höfuðmeiðsli í vinnuslysi Morgunblaðið/Jón Svavarsson MAGNÚS Gunnarsson bæjarstjóri gróðursetur plöntur með aðstoð nýrra íbúa bæjarins. Flóttamennirnir boðnir velkomnir KARLMAÐUR var fluttur á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur með höfuðmeiðsli eftir að hafa fallið af vinnupalli við nýbyggingu í Linda- hverfi í Kópavogi í gær. Meiðslin voru þó ekki talin alvarlegs eðlis. Fulltrúi frá Vinnueftirliti ríkisins var kvaddur á vettvang til að kanna aðstæður. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að húsi við Rauðarárstíg í gærmorg- un vegna vatnsleka í íbúð í eigu Krabbameinsfélagsins. Fyrir slysni flaut heitt vatn um alla íbúðina og náði það upp í þröskuldshæð, en skemmdir voru þó ekki taldar miklar. H AFN ARF JARÐ ARBÆR hélt í gær formlega móttöku fyrir þá 23 flóttamenn frá Kosovo sem búsettir eru í bænum. Hófst at- höfnin í Hásölum, sal safnaðar- heimilis þjóðkirkjunnar við Strandgötu þar sem Magnús Gunnarsson bæjarstjóri ávarp- aði gesti og söng- og tónlistar- atriði voru flutt. Þá flutti einn Kosovo-Albananna ávarp. Að því búnu var Smiðjan, Byggða- safn Hafnarfjarðar, skoðað og að lokum gróðursetti hópurinn plöntur hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar við Hvaleyrar- vatn til þess að sýna vináttu og samhug á táknrænan hátt. Meðal gesta í móttökunni voru fulltrúar 17 hafnfirskra stuðn- ingsfjölskyldna við flóttamenn- ina. Sérblöö í dag KR-ingar sluppu með skrekkinn gegn Fylki/C2 Eyjamenn fara til Albaníu í for keppni Meistaradeildar/C4 Fylgstu með nýjustu fréttum Sérblað um viðskipti/atvinnulíf www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.