Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samning-ur Línu ehf. við Nor.Web um nettengingu í gegnum raforkukerfí Reykvíkinga Formaður Félags löggiltra endurskoðenda um sýknudóm Miklabraut morgun- dagsins úr vírum Morgunblaðið/Finnur Friðriksson FRÁ undirritun samnings Línu ehf. við Nor.Web. Sitjandi eru, frá vinstri: Steve Pusey, forstjóri Nor.Web, Helgi Hjörvar, formaður verk- efnisstjórnar Línu ehf., og Guðmundur Þóroddsson orkustjóri. Að baki þeim stendur Les Thain, viðskiptastjóri Nor.Web. Sýnir vel ríka ábyrgð stjórn- enda félaga Undirrítaður hefur ver- ið í Lundúnum samn- ingur fulltrúa hins nýja fj arskiptafyrirtækis Línunnar ehf. við breska fyrirtækið Nor.Web um að 100 heimili og smá fyrir- tæki í Reykjavík fái nettengingu í gegnum raforkukerfi Orkuveitu Reykjavíkur. Finnur Friðriksson fylgdist með og ræddi við Helga Hjörvar, formann verkefnis- stj órnar Línunnar. HELGi Hjörvar segir hug- myndina að þessari nýju gerð nettengingar í Reykjavík hafa kviknað haustið 1997. „Þá birtist frétt í Fin- ancial Times um að dótturíyrirtæki Nortel, sem er kanadískur fjarskipt- arisi, hefði þróað nýja tækni til að miðla gögnum um raforkunetið og með því í raun rofið hina „náttúru- legu“ einokun gömlu símamálastofn- ananna sem var til komin vegna þess að þær eiga víra inn í öll hús. Sem betur fer er þó til önnur gerð af vírum sem liggja í öll hús og það eru rafmagnsvírar. I kjölfar þessarar fréttar flutti ég því þá tillögu í stjóm veitustofnana að hafin yrði könnun á möguleikum þess að fara út í rekst- ur þjarskiptafyrirtækis." í framhaldi af þessu segir Helgi að óformlegar samningaviðræður hafi hafist og stóðu þær um nokk- urt skeið, eða þar til fyrir lá hvaða möguleikar vora í boði og hver kostnaður yrði. Þá var ráðist í markaðsathuganir heima fyrir til að kanna hvort forsendur væru fyrir því að stíga næsta skref. Seg- ir Helgi niðurstöður þeirra athug- ana hafa farið fram úr björtustu vonum manna og því hafi ekkert verið því til fyrirstöðu að taka aftur upp viðræður við Nor.Web, sem enduðu með þeim samningi sem nú hefur verið undirritaður. Reykjavík þótti fýsilegur kostur Helgi segir tvær meginástæður liggja að baki því að Nor.Web hafi gengið til samninga við Línuna. „Annars vegar þótti þeim áhuga- verð sú markaðsvinna sem unnin var að frumkvæði Orkuveitunnar. Mörg orkufyrirtæki eru upptekn- ari af tækninni en markaðsmálum en Orkuveita Reykjavíkur hafði annars konar áherslur. Hins vegar sáu þeir hversu gríðarlega út- breidd tölvu- og netnotkun er hér- lendis. Það gefur ákveðna mögu- leika á því að búa til í Reykjavík eins konar fyrirmyndardæmi þar sem markaðshlutdeild verður mjög há. Þá eru þjónustufyrirtæki í net- geiranum í Reykjavík mjög þróuð og líkleg til þess að bregðast mjög fljótt við þessari nýjung og bjóða ýmiss konar nýja þjónustu." Stefnt að því að tengja öll heim- ili á raforkuveitusvæði Hvað varðar sjálfan samninginn segir Helgi að í honum felist að 100 heimili og smá fyrirtæki 1 Reykja- vík fái tilraunanettengingu í gegn- um raforkukerfið. Verður þessum tengingum komið á fyrir næstu jól en ráðgert er að borgarstjóri vígi fyrstu tenginguna á haustdögum og mun það líklega verða í ein- hverjum grunnskóla borgarinnar. Þáttur Nor.Web verður fólginn í því að útvega stjómstöð fyrir allt kerfíð, auk sérfræðiaðstoðar við gerð fjárhags- og markaðsáætlana, og þróun þjónustunnar. Forsenda þess að hægt sé að ráðast í þetta verkefni er þó sú, að sögn Helga, að ljósleiðari verði lagður milli spennistöðva Orkuveitunnar en um hann mun nettengingin liggja. Er gert ráð fyrir að kostnaður við þennan áfanga, þ.e. lagningu ljós- leiðara og tengingarnar, nemi um 350 milljónum króna. Meiningin er þó að hér sé aðeins um fyrsta skrefið að ræða. „Samningnum fylgja drög að frekara samstarfi og um áramót mun Línan ákveða hvort næsta skref verður stigið. I því felst að tengja öll heimili á raf- orkuveitusvæði Orkuveitunnar, þ.e. í Reykjavík, á Seltjamarnesi, í Mosfellsbæ, Kópavogi og hluta Garðabæjar." Það er vonast til að stærsti hluti þessa svæðis verði orðinn tengdur árið 2000-2001. Helgi segir ekki liggja fyrir hvert verðið til neytenda fyrir þessa þjó- unstu verði en þó sé ljóst að það verði vel samkeppnishæft miðað við flutningsgetu. Lína ehf. verði aimenningshlutafélag Fyrirtækið Lína ehf., sem stendur fyrir samningnum við Nor.Web, var stofnað í síðustu viku með 200 milljóna króna hluta- fé. Segir Helgi að það verði fyrst um sinn í eigu Orkuveitu Reykja- víkur en að síðar standi til að gera það að almenningshlutafélagi með dreifðri eignaraðild. Mun það enda ekki vera ætlun Reykjavíku- borgar að standa í fjarskipta- rekstri til langframa. Helgi segir jafnframt að ekki standi til að fara í samkeppni við önnur fyrirtæki á fjarskiptamarkaðnum. „Ætlun okkar er að leggja línuna, hvort sem það er ljósleiðari eða að nýta raforkustrengina, en treysta síðan þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á markaðnum til að stofna til við- skipta á henni. Á ég þar við net- fyrirtæki, símafyrirtæki og aðra aðila sem starfa á þessum mark- aði. Hlutverk Línunnar, eins og Orkuveitunnar, er fyrst og fremst að búa til innviði fyrir atvinnulífið en við höfum ekki í hyggju að keppa við þjónustufyrirtækin á markaðnum." Byltingarkennd tækni Svo vikið sé nánar að þeirri tækni sem hér um ræðir segir Helgi hana hafa ýmsa kosti um- fram hefðbundna netteng- ingu.“Raforkutengingin er t.d. byggð fyrir flutning í báðar áttir en mörg þeirra kerfa sem þróuð hafa verið til þessa eru fyrst og fremst þróuð með afþreyingu í huga og hafa mikla flutningsgetu heim til notandans en litla frá honum. Það að raforkukerfið býður mikla flutn- ingsgetu bæði til og frá notendum gerir það að verkum að þetta er mjög öflug aðferð við „heimavinnu" og mun án efa hafa í för með sér miklar breytingar á daglegu lífi fólks því mun auðveldara verður að vinna vinnu sína heiman frá sér. Annar stór kostur er að þetta er fastlínutenging þannig að notand- inn er alltaf í sambandi. Hann þarf því ekki að hringja inn á netið og fái hann sendingar fær hann þær samstundis. Þetta gefur mögu- leika á margs konar nýrri þjón- ustu. Stærsti kosturinn er þó hraðinn. Nú í upphafi býður þetta kerfi upp á 1000 kb flutningsgetu á sekúndu en ISDN-tenging ræður við 128 kb á sekúndu ef hún er einvörðungu notuð í tölvusamband en 64 kb ef hún er notuð í bæði síma- og tölvu- samband. Þetta stóreykur mögu- leikana á að flytja hljóð og mynd, sem ætti að leiða til meiri notkun- ar og margvíslegrar nýrrar þjón- ustu á Netinu, þótt auðvitað sé erfitt að segja fyrir um hvemig það þróast.“ Helgi segir Reykjavík hafa allt sem þarf til þess að ná árangri í upplýsingasamfélaginu. Þar sé vel menntað fólk, öflug fyrirtæki í hug- búnaðariðnaði og gríðarleg ný- sköpun í atvinnulífi á því sviði. Hann segir hins vegar að hingað til hafi flutningskerfið í upplýsinga- samfélaginu ekki svarað kröfum tímans. „Þetta knýr okkur til að búa til innviði sem hæfa þessu nýja samfélagi, þar sem Miklabraut morgundagsins er ekki úr malbiki heldur vírum." „MÉR finnst þessi dómur sýna hversu ábyrgð stjórnenda og stjórnarmanna félaga er rík og þeir geta ekki yfirfært þá ábyrgð á neina aðra,“ sagði Þorvarður Gunnarsson, formaður Félags lög- giltra endurskoðenda, er hann er spurður álits á dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli Nathan & 01- sen gegn PricewaterhouseCoopers og Gunnari Sigurðssyni endur- skoðanda þess efnis að endurskoð- andinn beri ekki bótaábyrgð vegna fjárdráttar. Ábyrgð sljórnarnianna mikilvæg Þorvarður benti á að hér væri aðeins um héraðsdóm að ræða og ekld vitað hvort málið færi lengra. „Rök dómara koma fram og þeir benda á að pottur hafi verið brot- inn bæði hjá stjórnendum og end- urskoðanda en mér finnst þessi dómur fyrst og fremst sýna þá ríku ábyrgð sem stjórnarmenn taka á sig með því að sitja í stjórn- um félaga. Þeir bera í raun ábyrgð á því að eftirlitskerfi virki.“ Formaðurinn benti einnig á að dómur væri ekki endanlegur fyrr en Hæstiréttur tæki á málinu, Hæstiréttur hefði oft haft aðra ÞÓRIR Haraldsson, aðstoðarmað- ur heilbrigðisráðherra, segir að samningur hafi ekki enn verið end- urnýjaður við Krabbameinsfélag íslands, eins og fram kom í Morg- unblaðinu á þriðjudag, vegna þess að verið sé að gera breytingar á samningnum og samningaviðræð- um sé ekki lokið. Forsvarsmenn heilbrigðisráðuneytisins hefðu hins vegar talið að Krabbameins- félaginu væri ljóst hver staða málsins væri. „Ákveðið var að færa samskipti Krabbameinsfélagsins og ríkisins í form þjónustusamnings og hefur það tekið tíma, en áður voru fleiri en einn samningur sem Krabba- meinsfélagið hafði gert við ríkið um þessa starfsemi,“ segir Þórir. Samningafundur á næstunni Þórir segir að viðræður hafi staðið yfir frá því talsvert fyrir áramót, en það sem einnig hafi taf- ið samningagerðina hafi verið ósk Krabbameinsfélagsins um aukin framlög fyrir þann tíma sem liðinn er fyrr á þessu ári. Hann segir að haldinn verði fundur á næstu dög- um til þess að halda áfram samn- ingagerð. Samningaviðræðum væri ekki lokið og því væri ekki hægt að segja til um hvenær samningurinn yrði endanlega frá- genginn. „Sú stefna liggur hins vegar ljós fyrir af hálfu heilbrigðisráðuneyt- isins að ekki verður dregið úr starfsemi Leitarstöðvarinnar og leitarstöðum ekki fækkað. En auð- vitað geta menn haft mismunandi skoðun en héraðsdómur en hvert einstakt mál væri sérstakt og ekki væri svo Ijóst í þessu tilviki hvert fordæmisgildi málsins væri. Hefur þýðingu fyrir ýmsar stéttir Jakob Möller, formaður Lög- mannafélags íslands, segir að dómur í máli sem þessu gæti haft þýðingu fyrir þær stéttir sérfræð- inga sem selja út vinnu sína eða starfa sem ráðgjafar, svo sem lög- menn, endurskoðendur, arkitekta og verkfræðinga. „Ég hef ekki séð dóminn nema í frásögnum blaða og mér er ekki ljóst hvar mörkin lágu milli fyrirtækisins og endur- skoðandans. Þar skipta ýmis at- riði máli eins og til dæmis hvað endurskoðandinn vissi um að af- stemmingar gjaldkerans voru seint á ferð og hvaða ráð hafði hann gefið en almennt talað hefur endanlegur dómur í svona máli þýðingu fyrir þessar stéttir. Þetta er enn eitt dómsmálið í safnið þar sem fjallað er um kröfur sem gerðar eru til þessara stétta og í hverju einstöku tilviki er metið hvort einstaklingur sem í hlut á uppfyllti þær kröfur," sagði Jakob Möller. skoðanir á því hvað sé eðlilegt end- urgjald og samningaviðræðumar snúast meðal annars um það,“ seg- ir Þórii’. Háskóli Islands Símsvarinn venjulega á íslensku og ensku SÍMSVARI Háskóla íslands, sem fer í gang eftir lokun skiptiborðs, flytur að öllu jöfnu símaskilaboð á íslensku og síðan á ensku. Vegna bil- unar í símsvaranum í síðustu viku gerðist það að skilaboðin voru einungis flutt á ensku. „Símsvarinn fyllist af kveðj- um á ákveðnum tíma og það þarf að hreinsa reglulega út af honum. Það hafði hins vegar ekki verið gert í of langan tíma og þess vegna kom sím- svarakveðjan einungis á ensku. Það er búið að laga þetta og þetta mun ekki koma íýrir aftur,“ segir Hanna Sveinsdóttir, símavörður á skiptiborði Háskóla íslands, vegna athugasemda Péturs Péturssonar útvarpsþular sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag. Aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra um fjárveitingar til K.I. Samningavið- ræðum ekki lokið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.