Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 22

Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 22
2É FIMMTtfDAGUR í. JUL’f 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Osey hf. verður fyrst fyrirtækja til að hefja byggingaframkvæmdir á nýja hafnarsvæðinu Eldsvoði og erfiður vetur að baki Hafnarfjörður FYRSTA fyrirtækið sem byggir yfir starfsemi sína á nýja hafnarsvæðinu í Hafnarflrði verður Ósey hf. Húsnæði fyrirtækisins brann í nóvember sl. og hefur veturinn verið erf- iður vegna aðstöðuleysis, að sögn Hallgríms Hall- grímssonar, fram- kvæmdaslgóra fyrirtækis- ins. Þegar húsið brann ofan af fyrirtækinu var ætlun- in að taka í notkun nýtt húsnæði eftir 3 mánuði. Hafnarfjarðarbær heimil- aði hins vegar ekki bygg- ingu á athafnasvæði fyrir- tækisins við Hvaleyrar- tjörn, enda hefur verið stefnt að því að flytja at- vinnustarfsemi af því svæði. Ósey fókk þá vil- yrði fyrir lóð á nýja hafn- arsvæðinu. Það hefur þó tekið of langan tíma að gera lóð- ina byggingarhæfa að sögn Hallgríms og á með- an hefur fyrirtækið þurft að vinna allt meira og minna utandyra. Sumarið var því kærkomið fyrir starfsmennina. Stefnt er að því að hefja byggingarfram- kvæmdir í næsta mánuði og sagðist Hallgrímur reikna með að fá lóðina afhenta í kringum 10. júh'. Húsið kemur tilbúið fá Spáni, þ.e.a.s. stálgrind og klæðning, og verður það komið til landsins 22. júlí. Hallgrímur sagði að menn hefðu því 15-20 daga til að ganga frá sökklum undir húsið áður en það kemur á hafnar- bakkann. Byggingin verður alls um 3.500 fermetrar. Sett verður upp dráttarbraut og brautarskáli sem verð- ur 20 metra breiður og 50 metra langur. Auk þess verður útiplan til athafna við skipaviðgerðir. Mikil framsýni í hafnarsvæðinu Nú er starfsemi fyrir- tækisins dreifð á fjóra staði í bænum og af því skapast mikið óhagræði að sögn Hallgríms. Hann Morgunblaðið/Eiríkur Páll VINNA við Val SH 322 er langt komin og verður skipið sjósett í kvöld. Nokkrir starfs- manna Óseyjar standa við skipið. Morgunblaðið/Júlíus HÚSNÆÐI Óseyjar alelda fyrir sjö mánuðum og síðan hafa starfsmenn fyrirtækisins þurft að vinna flest verk- efni utan húss. sagði að húsnæði í þessari atvinnugrein skipti alveg skelfilega miklu máli og allt væri undir því komið. Hallgrímur telur að nýja hafnarsvæðið verði mjög öflugt og gott svæði þegar það kemst í gagnið. „Hugmyndin á bak við þetta hjá Hafnarfjarðar- höfn er mjög góð. Mér finnst það mikil framsýni hjá mönnum að hafa tekið þennan pól í hæðina,“ sagði Hallgrímur. Bæði verður athafnasvæðið gott og þjónusta verður byggð þarna í kringum skipaviðgerðir sem auð- veldar starfsemina. Einnig taldi Hallgrímur það jákvætt að þessi iðn- aður yrði aðskilinn frá annarri hafnarstarfsemi og íbúðabyggðinni í bæn- um. Ósey hf. var sett á lagg- irnar í Garðabæ árið 1987 og hefur ætíð verið í þjón- ustu við fiskiskip, m.a. með smiðum á vindum og fleiru í kringum skip og báta. Fyrir 5 árum flutti Ósey til Hafnarfjarðar og fyrir 2 árum var byrjað að smíða báta frá grunni hjá fyrirtækinu. Að sögn Hallgríms var verkefnastaða góð hjá fyr- irtækinu þegar bruninn varð, en nokkrar tafir urðu á að hægt væri að skila verkefnum vegna að- stöðuleysis sem varð í kjölfar brunans. Verkefn- um hefur ekki fækkað og sagðist Hallgrímur nokk- uð bjartsýnn á að fá nóg að gera í framtíðinni. Það væri þó allt undir útgerð- inni komið. Þegar vel áraði í sjávarútveginum væri nóg að gera við skipaviðgerðir, en þegar samdráttur væri kæmi það niður á skipaiðnaðinum. Hjá Ósey vinna um 30 manns við járnsmíði, en með öðrum iðnaðarmönn- um hafa að öllu jöfnu um 45 manns atvinnu hjá fyr- irtækinu. VIDSKIPTAVINIR ATHUGID A LAUGARDOGIIM I JULI Eftirtaldar allar helstu bílasölur í Reykjavík hafa ákveðið að loka á laugardögum í júlí Aðalbílasalan Bílahöllin Bílasala Guðfinns Bílasala Matthíasar Bílasala Reykjavíkur Bílasalan Bill.is Bílasalan Höfði Bilasalan Planið Bílasalan Skeifan Bílasalan Skeifunni 5 Bílfang JR bílasalan Litla Bílasalan Nýi Bílabankinn Nýja Bílahöllin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.