Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 22
2É FIMMTtfDAGUR í. JUL’f 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Osey hf. verður fyrst fyrirtækja til að hefja byggingaframkvæmdir á nýja hafnarsvæðinu Eldsvoði og erfiður vetur að baki Hafnarfjörður FYRSTA fyrirtækið sem byggir yfir starfsemi sína á nýja hafnarsvæðinu í Hafnarflrði verður Ósey hf. Húsnæði fyrirtækisins brann í nóvember sl. og hefur veturinn verið erf- iður vegna aðstöðuleysis, að sögn Hallgríms Hall- grímssonar, fram- kvæmdaslgóra fyrirtækis- ins. Þegar húsið brann ofan af fyrirtækinu var ætlun- in að taka í notkun nýtt húsnæði eftir 3 mánuði. Hafnarfjarðarbær heimil- aði hins vegar ekki bygg- ingu á athafnasvæði fyrir- tækisins við Hvaleyrar- tjörn, enda hefur verið stefnt að því að flytja at- vinnustarfsemi af því svæði. Ósey fókk þá vil- yrði fyrir lóð á nýja hafn- arsvæðinu. Það hefur þó tekið of langan tíma að gera lóð- ina byggingarhæfa að sögn Hallgríms og á með- an hefur fyrirtækið þurft að vinna allt meira og minna utandyra. Sumarið var því kærkomið fyrir starfsmennina. Stefnt er að því að hefja byggingarfram- kvæmdir í næsta mánuði og sagðist Hallgrímur reikna með að fá lóðina afhenta í kringum 10. júh'. Húsið kemur tilbúið fá Spáni, þ.e.a.s. stálgrind og klæðning, og verður það komið til landsins 22. júlí. Hallgrímur sagði að menn hefðu því 15-20 daga til að ganga frá sökklum undir húsið áður en það kemur á hafnar- bakkann. Byggingin verður alls um 3.500 fermetrar. Sett verður upp dráttarbraut og brautarskáli sem verð- ur 20 metra breiður og 50 metra langur. Auk þess verður útiplan til athafna við skipaviðgerðir. Mikil framsýni í hafnarsvæðinu Nú er starfsemi fyrir- tækisins dreifð á fjóra staði í bænum og af því skapast mikið óhagræði að sögn Hallgríms. Hann Morgunblaðið/Eiríkur Páll VINNA við Val SH 322 er langt komin og verður skipið sjósett í kvöld. Nokkrir starfs- manna Óseyjar standa við skipið. Morgunblaðið/Júlíus HÚSNÆÐI Óseyjar alelda fyrir sjö mánuðum og síðan hafa starfsmenn fyrirtækisins þurft að vinna flest verk- efni utan húss. sagði að húsnæði í þessari atvinnugrein skipti alveg skelfilega miklu máli og allt væri undir því komið. Hallgrímur telur að nýja hafnarsvæðið verði mjög öflugt og gott svæði þegar það kemst í gagnið. „Hugmyndin á bak við þetta hjá Hafnarfjarðar- höfn er mjög góð. Mér finnst það mikil framsýni hjá mönnum að hafa tekið þennan pól í hæðina,“ sagði Hallgrímur. Bæði verður athafnasvæðið gott og þjónusta verður byggð þarna í kringum skipaviðgerðir sem auð- veldar starfsemina. Einnig taldi Hallgrímur það jákvætt að þessi iðn- aður yrði aðskilinn frá annarri hafnarstarfsemi og íbúðabyggðinni í bæn- um. Ósey hf. var sett á lagg- irnar í Garðabæ árið 1987 og hefur ætíð verið í þjón- ustu við fiskiskip, m.a. með smiðum á vindum og fleiru í kringum skip og báta. Fyrir 5 árum flutti Ósey til Hafnarfjarðar og fyrir 2 árum var byrjað að smíða báta frá grunni hjá fyrirtækinu. Að sögn Hallgríms var verkefnastaða góð hjá fyr- irtækinu þegar bruninn varð, en nokkrar tafir urðu á að hægt væri að skila verkefnum vegna að- stöðuleysis sem varð í kjölfar brunans. Verkefn- um hefur ekki fækkað og sagðist Hallgrímur nokk- uð bjartsýnn á að fá nóg að gera í framtíðinni. Það væri þó allt undir útgerð- inni komið. Þegar vel áraði í sjávarútveginum væri nóg að gera við skipaviðgerðir, en þegar samdráttur væri kæmi það niður á skipaiðnaðinum. Hjá Ósey vinna um 30 manns við járnsmíði, en með öðrum iðnaðarmönn- um hafa að öllu jöfnu um 45 manns atvinnu hjá fyr- irtækinu. VIDSKIPTAVINIR ATHUGID A LAUGARDOGIIM I JULI Eftirtaldar allar helstu bílasölur í Reykjavík hafa ákveðið að loka á laugardögum í júlí Aðalbílasalan Bílahöllin Bílasala Guðfinns Bílasala Matthíasar Bílasala Reykjavíkur Bílasalan Bill.is Bílasalan Höfði Bilasalan Planið Bílasalan Skeifan Bílasalan Skeifunni 5 Bílfang JR bílasalan Litla Bílasalan Nýi Bílabankinn Nýja Bílahöllin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.