Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 29

Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 29 Ránarborg, fyrirtæki Þorsteins Vilhelmssonar, kaupir í Hraðfrystihúsinu hf. „Á að geta orðið mjög gott félag“ „MÉR lízt vel á það sem er að gerast með sameingingu Gunnvarai-, Ishús- félags ísiirðinga og Hraðfrystihúss- ins. Þess vegna ákvað ég að fara í það í samvinnu við Þormóð ramma - Sæ- berg að kaupa hlut í hinu sameinaða fyrirtæki. Þegar eignir hafa verið seldar og hagrætt í rekstrinum á þetta að geta orðið mjög gott félag,“ segir Þorsteinn Vilhelmsson í samtali við Morgunblaðið. Fyiirtæki í eigu Þorsteins, Ránar- borg, hefur keypt 10% hlut í hinu sameinaða félagi af Islandsbanka F&M, en Þormóður rammi - Sæberg keypti jafnmikið. Saman eiga þessi fyrirtæki því 20% í hinu sameinaða félagi og Islandsbanki jafnmikið, en til stendur að selja hlut hans. Hlutur fyrri eigenda er þá 60% samanlagt. Þorsteinn Vilhelmsson segist von- ast til þess að salan á 20% Islands- banka verði í góðri samvinnu við Ránai'borg og Þormóð ramma - Sæ- berg, en hann verður fulltrúi fyrir- tækjanna tveggja í aðalstjórn félags- ins. „Við teljum að þarna eigi að geta orðið til gott félag með góða kvóta- stöðu og það eigi að vera hægt að reka það með hagnaði," segir Þor- steinn. Hann segir að þessi kaup hans tengist ekki á nokkum hátt brotthvarfi hans frá Samherja fyrir skömmu. Þetta sé nýtilkomið og ein- faldlega góður fjárfestingarkostur. Reynsla Þorsteins mun nýtast vel Róbert Guðfinnsson, formaður stjórnar Þormóðs ramma - Sæ- bergs, tekur í sama streng og Þor- steinn. Hann segir þetta góðan fjár- festingarkost og er viss um að hægt verði að ná góðum árangri í rekstri þess eftir sameiningu og hagræð- ingu í kjölfar hennar. „Við höfum áhuga á að vinna með þessu fólki. Eftir þessa miklu upp- stokkun verður til fyrirtæki, sem verður fullfært um að standa sig í þessum harða heimi. Okkur lízt einnig vel á að fara þarna inn í sam- vinnu við Þorstein Vilhelmsson. Hann er reynsluríkur og sterkur stjómandi. Hann hefur áhuga á því að halda áfram í sjávarútvegi og reynsla hans og þekking mun vafa- laust nýtast hinu sameinaða fyrir- tæki vel,“ segir Róbert Guðfinns- son. „Kvótinn er meinið“ Fiskverkunin Unnur á Þingeyri segir starfsfólki sínu upp „ÞAÐ er nauðsynlegt að endur- skipuleggja reksturinn. Verð á leigu- kvóta er allt of hátt og sömu sögu er að segja af mörkuðunum. Þess vegna segjum við fólkinu upp störfum. Kvótinn er meinið, að þurfa að leigja til sín allan fisk. Það stendur þessu öllu fyrir þrifum,“ segir Sigfús Jó- hannsson, eigandi og framkvæmda- stjóri Unnar ehf. á Þingeyri, í sam- tali við Morgunblaðið. Unnur er eina starfandi fisk- vinnsluhúsið á Þingeyri eftir að starfsemi Rauðsíðu stöðvaðist. 14 manns hafa unnið við söltun í fisk- verkunarhúsi fyrirtækisms að und- anfijrnu og nokki'ir hafa starfað við beitningu og á sjó. Unnur var stofn- uð fyrir nokkmm ámm og hefur unnið 300 tonn á ári, verkað í salt og harðfisk. Fyrirtækið er með eina trillu en fleiri báta í viðskiptum og hefur þurft að leigja um 200 tonn af kvóta til að halda vinnslunni gang- andi. Einnig hefur fiskur verið keyptur á fiskmörkuðum. „Þótt fólkinu hafi verið sagt upp störfum emm við ekkert að fara að loka. Það era allir á sjó í dag. Þetta er bara varúðarráðstöfun til að sjá til hvað gerist með nýju fiskveiðiári, enda koma sumar uppsagnanna ekki til framkvæmda fyrr en í haust. Þeg- ar maður sér að dæmið gengur ekki upp breytir maður einhverju ef mað- ur getur. Við höfum nú frekar verið að auka vinnsluna en hitt að undan- förnu, en það þarf svo mikla peninga til að fá fískinn upp úr sjónum. Það fæst enginn fiskur úr sjó án þess að borga einhverjum öðram fyrir hann áður. Ég er bara með litla trillu með 10 tonn á henni, tvo aðkomubáta og skakbátana sem era að byrja. Meinsemdin er sú að þú þarft að borga okurverð fyrir fiskinn ein- hveijum Pétri eða Páli áðm' en þú tekur hann úr sjónum og verður að vera með alls konar raglvesen í kringum það. Svo lifa fleiri kvóta- bankar á þessu líka. Verðið á mörk- uðunum er einnig of hátt og fiskur- inn þar ekki nógu góður heldur. Það er bezt að fá fiskinn beint upp úr bátunum,“ segir Sigfús Jóhannsson. ---------------- Marokkó lokar á út- lendinga RÍKISSTJÓRN. Marokkó hefur hvatt spænsk sjávarútvegsfyrh'tæki til að stofna fyrirtæki með sjávai'út- vegsfyrirtækjum í Marokkó þar sem erlendum skipum verður ekki leyft að stunda veiðar innan lögsögu Marokkó eftir áramót. Um 500 spænsk skip stunda veiðar við Marokkó en sjávarútvegsráðherra Spánar er að leita nýrra veiðisvæða fyrir flotann víðs vegar um heiminn. í Hagkaupi 1 *- m I iif Dömugallabuxur verð frá 989 kr. Dömujoggingbuxur verð frá 989 kr. Dömujoggingpeysur verð frá 1.295 kr. Herraflíspeysur verð frá 989 kr. Herraskyrtur verð frá 789 kr. Regngallar verð frá 1.995 kr. Sportskór verð frá 1.995 kr. Sandalar verð frá 1.295 kr. HAGKAUP Meira úrval - betri kaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.