Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 33 ERLENT Alda mótmæla gegn Milosevic Washington, Belgrad. AFP, Reuters. RPR-flokkur Frakklandsforseta Versnandi staða París. AFP. WILLIAM Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagðist í vik- unni telja líklegt að Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, færi að finna fyrir auknum þrýstingi frá samlönd- um sínum um að segja af sér emb- ætti, ekki síst er fólk færi að finna í auknum mæli fyrir þeim skaða sem loftárásir Atlantshafsbandalagsins hafa valdið í Júgóslavíu. Bandaríkin hafa ítrekað stefnu sína um að engu fé skuli varið til uppbyggingar í Serbíu, fremi sem Milosevic er þar við völd. Ljóst er að fjöldi Serba eru ósáttir við setu hans í embætti og voru mótmælin gegn Milosevic, sem um 10.000 manns tóku þátt í, í miðbæ Cacak í Serbíu á þriðjudag, til marks um það. Hópur stjómarandstöðuflokka í Serbíu, sem kalla sig Samtök um breytingar, stóðu fyrir mótmælun- um, sem talsmenn hópsins sögðu ráðgert að væm þau fyrstu af rúm- lega tuttugu sem haldin yrðu í Ser- bíu á næstkomandi fímm vikum. Fulltrúar stjómarandstöðunnar sem tóku til máls á mótmælafundin- um kröfðust þess að nýjar kosningar yrðu haldnai’ hið fyrsta, að fjölmiðla- frelsi fengi að njóta s£n og að Milos- evic, sem útilokað hefði Serbíu frá samfélagi við aðrar þjóðir, segði af sér embætti. Fregnir bámst af því að lögregla hefði neitað nokkrum erlendum blaðamönnum og baráttufólki fyrir mannréttindum um leyfi til að fara til Cacak. Þá höfðu skipuleggjendum mótmælanna borist hótanir frá lög- reglu, þar sem bann hafði verið lagt við fjöldasamkomum samkvæmt herlögum er tóku gildi 24. mars, er loftárásimar hófust. Lögregla gerði þó ekki tilraun til að dreifa mann- fjöldanum er hann safnaðist saman til að mótmæla. Fréttastofan Beta skýrði svo frá því í gær að bannið hefði verið afnumið þar sem herlög hefðu farið úr gildi sl. laugardag. Engar fregnir höfðu þó borist af þessi frá ríkis- reknum fjölmiðlum í gær. Pavle, patríarki serbnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar, ítrekaði í ávarpi, sem hann hélt í Prizren í Kosovo á þriðjudag , kröfur kirkj- unnar um að Milosevic segði af sér embætti „í þágu almennings." Hefur Pavle áður gagmýnt Milosevic fyrir „hörmulega" stjómarhætti. Alex- ander, krónprins Júgóslavíu, sem fæddur er og uppalinn í Bretlandi, tók undir ummæli Pavles í Pec, í vesturhluta Kosovo, þar sem hann var í heimsókn með patríarkanum. „Slobodan Milosevic verður að fara frá völdum svo að Serbar, Svartfellingar og önnur þjóðarbrot er búa í Júgóslavíu geti lifað saman í sátt og samlyndi," sagði Alexander. Ríkisreknir fjölniiðlar létu mót- mælin sem vind um eyru þjóta Rfidssjónvarpið og nokkur rflds- rekin dagblöð fjölluðu ekkert um mótmælin í Cacak, sem eru þau fyrstu sem haldin era í Júgóslavíu frá því að átökunum í Kosovo lauk. Oháðir fjölmiðlar eins og dagblaðið BIic fjölluðu hins vegar ítarlega um mótmælin og sögðu þau fyrstu sjá- anlegu ki-öfur Serba um lýðræðisleg- ar breytingar í landinu. Sjónvarpsstöðin Studio B í Belgrad, sem Vuk Draskovic og stjómarandstöðuflokkur hans End- urreisnarhreyfmg Serbíu (SPO) stjóma, sýndi engar myndir af mót- mælunum og sagði að einungis um 2.000 meðlimir stjómarandstöðunn- ar hefðu tekið þátt í þeim. Draskovic vildi ekki taka þátt í mótmælaaðgerðunum þar sem hann sagði þær vera tilgangslausar og að rfldsstjóm Milosevic ætti að fá tæki- færi til að bæta ráð sitt og stokka upp í rfldsstjóm landsins. Vextir hækka Washington. Reuters. BANDARÍSKI seðlabankinn hækk- aði í gær vexti um 0.25% og miða að- gerðir bankans að því að lægja þá miklu uppsveiflu sem orðið hefur í bandarísku hagkerfi sl. misseri. Alan Greenspan seðlabankastjóri hafði lýst yfir áhyggjum sínum af því að verðbólga kynni að aukast ef bankinn hæfi ekki fyrirbyggjandi aðgerðir í formi vaxtahækkunar. Skömmu eftir að tilkynnt hafði verið um vaxtahækkunina hækkaði Dow Jones verðbréfavísitalan um 13 stig. Er talið að vaxtahækkunin geti orðið til þess að hlé verði gert á vaxtalækkunum í Evrópu. TUTTUGU og þrjú börn Iétust er eldur braust út í sumarbúð- um skammt frá Hwasung á vesturströnd Suður-Kóreu skömmu eftir miðnætti að stað- artíma í gær. Tvö börn og einn fullorðinn slösuðust í eldsvoð- anum. ÆÐSTI áfrýjunai’dómstóll Frakk- lands staðfesti í gær ákærar á hend- ur Alain Juppé, fyirverandi forsæt- isráðherra Frakklands, en Juppé er sakaður um að hafa átt þátt í meintu fjármálamisferli forystumanna RPR-flokks Jacques Chiracs Frakk- landsforseta á áranum 1988-1994, en Chirac var þá borgarstjóri í París. Var jafnframt tilkynnt í gær að rannsókn væri hafin á núverandi borgarstjóra Parísar, Jean Tiberi, vegna spillingarmála. Juppé, sem var forsætisráðherra Frakklands 1995-1997, var yfirmað- ur fjármála hjá Parísarborg á um- Talið er að um fimm hundruð börn hafi verið í sumarbúðun- um er eldurinn braust út. Flest börnin sem létust voru sex ára að aldri, en að sögn hjálpar- starfsmanna er talið að flest þeirra hafi látist er efsta hæð hússins hrundi undan brunan- ræddu tímabili, 1988-1994, en þá var Chirac sjálfur einmitt borgar- stjóri. Er því haldið fram að á þess- um tíma hafi leiðtogar RPR komið hátt í tvö hundrað starfsmönnum flokksins á launaskrá Parísarborg- ar, án þess þó að þeir störfuðu á vegum hennar. Hafa saksóknarar undanfarið staðið fyrir rannsókn á þessu meinta fjármálamisferli flokksins og gæti Juppé átt yfir höfði sér ákærar fyrir að hafa misnotað opin- bera sjóði, bragðist trausti umbjóð- enda sinna og fyrir hagsmunaá- rekstur. um sem hófst á annarri hæð hússins sem var þriggja hæða. í gær sögðu sérfræðingar ekki miklar líkur á að fleiri fórnar- lömb fyndust. Upptök eldsins eru ókunn en grunur leikur á að hann hafl kviknað út frá gömlum rafmagnsleiðslum. Reuters Eldsvoði í sumarbúðum Hwasung. Reuters. Tollfrjálsri verzlun iiiiian Evrópusambandsins var hætt í nótt Alandseyingar „bjarg- vættir44 Svía og Finna lon. Mariehamn. Reuters. AP. ^ London, Mariehamn. Reuters, AP. ÓFÁIR Svíar og Finnar hugsa nú sjálfsagt hlýlega til hinna þrjózku Alandseyinga, sem frá miðnætti í nótt era einu þegnar Evrópusam- bandsins (ESB), sem mega reka áfram fríhafnarverzlun fyrir fólk sem ferðast frá einu ESB-landi til annars. Heimastjóm Álandseyja tókst með harðfylgi að viðhalda undan- þágu þeirri sem eyjarnar hafa notið frá þátttöku í tollabandalagi og sam- eiginlegum skattareglum ESB, og þar með munu þeir fjölmörgu sem ferðast með ferjunum sem ganga á milli Svíþjóðar og Finnlands og hafa á þeim ferðum óspart nýtt sér möguleikann á því að kaupa toll- frjálst tóbak og áfengi, áfram geta komizt hjá því að greiða þau háu gjöld sem lögð era á slíkan varning í báðum þessum löndum. Eina breyt- ingin sem verður á rekstri ferjanna á þessari leið er að þær verða að koma við á Álandseyjum til að frí- hafnarverzlunin geti haldið áfram með löglegum hætti. Nýrri hafnar- aðstöðu hefur verið komið upp í Mariehamn sérstaklega til að anna þessari „fríhafnarferjuumferð". Feiju- og flughafnarekendur leita nýrra leiða I ferju- og flughöfnum annars staðar í ESB er stemmningin hins vegar öllu þyngri en í Mariehamn, nú þegar ákvörðun ríkisstjórna ESB-landanna um afnám toll- frjálsrar verzlunar innan sam- bandsins, sem tekin var fyrir níu árum, gekk loks endanlega í gildi. Fríhafnai-verzlun um borð í ferjun- um sem t.d. ganga milli Englands og Frakklands hafa að miklu leyti grandvallað rekstur sinn á fríhafn- arverzlun um borð, og þúsundir manna hafa haft atvinnu af slíkri verzlun í flughöfnum álfunnar. En þar hafa menn heldur ekki dáið ráðalausir. Ermarsundsferj- urnar vonast til dæmis til að halda svipaðri vöruveltu með því að selja um borð áfengi, tóbak og aðrar „frí- hafnarvörur", sem skattur hefur verið greiddur af í Frakklandi, en þar er hann miklu lægri en í Bret- landi. Með afnámi fríhafnarverzlun- arinnar falla líka úr gildi þær tak- markanir sem voru á þeim viðskipt- um, þ.e. í stað þess að mega aðeins kaupa eina flösku af sterku áfengi og tvær vínflöskur - svo dæmi sé tekið - verða nú engar hömlur á því hvað hver og einn má kaupa mikið. Og rekstraraðilar alþjóðaflug- vallanna í London, Amsterdam, Brussel, Vín og víðar hafa ákveðið að niðurgreiða fríhafnarvörar með því að greiða virðisaukaskattinn sjálf af þessum vörum í stað þess að bæta honum við vöruverðið. Er þetta gert í trausti þess að veltan haldist svipuð og áður. Tóbak verð- ur þó ekki niðurgreitt með þessum hætti. BAA, sem sér um rekstur al- þjóðaflugvalla Bretlands, hyggst verja 40 milljónum punda, andvirði 4,7 milljarða króna, á ári í niður- greiðslur af þessu tagi, sem félagið hyggur að það geti náð til baka með aukinni veltu og hækkun á flugvall- argjöldum. Mörg störf í húfi En þrátt fyrir aðgerðir af þessu tagi fer ekki hjá því að margir munu missa vinnuna við afnám frí- hafnarverzlunarinnar. Samkvæmt útreikningum hagfræðistofnunar- innar Centre of Economic Business Research í London má reikna með að störfum við ferðamanna- þjónustu í Bret- landi muni fækka um 23.000 í beinu framhaldi af þess- ari breytingu. Veltan í greininni mun samkvæmt sömu útreikningum minnka um sem nemur um 540 milljörðum króna árlega. Fargjöld á ýmsum ferjuleiðum munu óhjákvæmilega hækka; fargjöld með Ermarsunds- gangalestinni „Euroshuttle" hækka strax um 25% vegna þess tekjutaps sem rekstraraðili ganganna telur sig munu verða fyrir vegna brott- falls tollfrjálsu verzlunarinnar. Afnám fríhafnarverzlunarinnar eiga ekki að hafa áhrif á ferðafólk sem kemur frá eða fer til landa ut- an ESB. Eiginlegar fríhafnarverzl- anir munu því áfram verða við lýði í helztu flugstöðvum álfunnar, þótt víst sé að þeim muni fækka. Bangemann veldur titringi Brussel. AP. MARTIN Bangemann, annar af tveimur fráfarandi fulltrúum Þýzkalands í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB), sem um árabil hefur haft iðnaðar- og fjarskiptamál á sinni könnu innan hennar, vakti í gær hörð viðbrögð er hann til- kynnti að strax og hann léti endanlega af störfum fyrir framkvæmdastjórnina myndi hann taka við starfi hjá spænska símafyrirtækinu Telefonica SA. Pauline Green, leiðtogi þingflokks jafn- aðarmanna á Evrópuþinginu, sparaði ekki stóru orðin: „Ég get ekki annað en fyrirlitið þessa ákvörðun. Það stafar sið- leysisdaun af henni, hún er gegnsýrð af spillingu," sagði hún. „Þetta er fullkomlega ófyrirgefanlegt." Bangemann lýsti því yfir að hann færi frá skrifborði sínu í Brussel sem allra fyrst og vís- aði því á bug að hér væri um nokkurn hagsmunaárekstur að ræða, er hann tæki við starfi hjá stóru fyrirtæki í þeim geira sem hann bar ábyrgð á að fylgj- ast með fyrir hönd fram- kvæmdastjórnar ESB. „Almenn regla getur aldrei falið í sér hagsmunaárekstur,“ tjáði Bangemann fréttamönnum í Madríd, þar sem hann átti fund með Juan Villalonga, for- sljóra Telefonica. Bangemann, sem fyrst tók sæti í framkvæmdastjórn ESB fyrir tíu árum, sagði af sér ásamt öllum hinum 19 meðlim- um framkvæmdastjórnarinnar í febrúar sl., eftir að út kom skýrsla óháðrar sérfræðinga- nefndar, þar sem nokkrir með- limir hennar voru sakaðir um að bera ábyrgð á fjársvikum og frændgæzku. Allir hafa þeir setið áfram til bráðabirgða, og munu halda stólum sínum enn um sinn unz ný framkvæmda- stjórn hefur verið skipuð. Framkvæmdastjórnin, sem meðal annars hefur það hlut- verk að hafa eftirlit með því að samkeppnisreglum ESB sé framfylgt, hefur haft til rann- sóknar áform Telefonica um samruna við bandarísku fjar- skiptafyrirtækin MCI Commun- ications og WorldCOM. Einnig hafa tilraunir Telefonica til að yfírtaka spænsku sjónvarps- stöðina Antena 3 verið til skoð- unar í Brussel. Talsmaður Bangemanns til- kynnti að yfirmaður sinn myndi héðan í frá ekki koma nálægt neinum fundum á vegum fram- kvæmdastjórnarinnar, þar sem síma- og fjarskiptamál eru til umræðu, í því skyni að útiloka hagsmunaárekstra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.