Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 52

Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Neptiskörfur /*• ^ ~ Bæði 2ja og v^BWmanna Skólavörðustíg 21a ■‘V; 101 Reykjavík Sími/fax 552 1220 i Málskripi hrossa ræktarmanna ÞRIÐJUDAGINN 15. júní 1999 birtist í Bændablaðinu athyglis- verð grein undir yfir- skriftinni: Frjósemi ís- lenska hrossastofnsins eftir tvo nafngreinda lærdómsmenn í hrossa- rækt þá Hörð Krist- jánsson Ph. D. og Björn Steinbjömsson DVM. Ekki er ég svo vel að mér að ég viti hvað þessi tilgreinda skamm- stöfun þýðir en tel víst að þar sé um lærdóms- stig þeirra að ræða. Umrædd grein er sjálf athyglisverð vegna fræðilegrar umfjöllunar um háttsemi og getu graðhesta, en það vakti ekki sérstaka athygli mína heldur afbrigðileg notkun ís- lenskt máls hjá greinarhöfundum. Eg hefi umgengist hross á langri æfi og tel mig þekkja allvel hátt- erni þeirra allt frá því að þau í uppvexti gengu frjáls í högum, bæði í heimalöndum og víðemi af- réttalanda og einnig hvernig þau svo tóku tamningu, með misjöfnu móti, eftir upplagi hvers og eins. Fram á fullorðins ár þekkti ég háttsemi graðhesta er héldu stóði heimilisins saman og vörðu það fyrir öðrum hestum. Á þessu byggðist m.a. að til urðu athyglis- verð kyn hrossa sem kennd voru við ákveðnar jarðir eða jafnvel bændur en út í það skal ekki nánar farið þótt freistandi væri en þarna var um nokkuð frjálst náttúruúr- val að ræða. En víkjum nánar að málfari öllum er tamt er talað er um ótam- in hross á öllum aldri og af báðum kynjum sbr, stóðhryssa (stóðmeri). Með öðrum orðum að eftir að hrossin em tamin eru þau ekki lengur stóðhross. En að heyra tal- að um stóðin en ekki stóð er nýtt í íslensku máli og þar sé einungis átt við hryssur hjá graðhesti er óskiljanlegt og slæmt illgresi í ís- lensku máli, en að tala um stærð stóðanna og þar átt við hvað séu margar hryssur hjá hverjum stóð- hesti er nánast óskiljanlegt nema eftir að lengra er haldið og fram kemur að greinarhöfundum verður það á að nota hið viðurkennda og skiljanlega orð hryssa og að það hafi verið þetta margar hryssur hjá graðhesti, en ekki þetta stórt stóð. Það er í rauninni óskUjanlegt hvað kemur umræddum greinar- höfundum tU þess að hafna viður- kenndri málvenju og nota í staðinn klaufaleg nýyrði sem enganveginn falla að íslensku máli. Ég lít þetta svo alvarlegum augum að það sé neðan við virðingu hins ágæta Bændablaðs að birta umrædda rit- gerð, ekki fyrir efni hennar heldur vegna ósæmilegs málfars sem ekki má festa rætur í móðurmáli okkar. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem „lærdómsmenn“ okkar í hrossarækt eru staðnir að því að klúðra íslensku máli sbr. útlegg- inguna á orðinu prúðleiki í dómsat- riðum kynbótahrossa. Höfundar þess munu vera tveir fyrrverandi hrossaræktarráðunautar Búnaðar- félags íslands (nú Bændasamtaka Islands) þeh- Þorkell Bjarnason og Kristinn Hugason og merkir að hrossið hafi mikið fax og tagl. I því einu á að felast prúðleiki hrossa og eftir þeim skilningi á að gefa hrossinu einkunn!!! Hér skal að lokum varpað fram spurningu: Eru nokkur dæmi þess að það nægi mönnum að láta hár sitt eða skegg vaxa ósnyrt til þess að verða og kallast prúðmenni? Ég hygg að þess finnist engin dæmi og þá ekki heldur að notað hafi verið orðið stóðin í stað ótiltekins fjölda hryssna eða stóðmera svo notað sé ljótara mál, sem þó allir skilja. gremarmnar og tökum dæmi: I kafla sem ber yfir- skriftina Frjósemi og stærð stóðanna er eft- irfarandi í upphafi kaflans: „Eina breyt- an sem við sáum að hafði veruleg áhrif á frjósemina var stærð stóðanna“. Síðar í sama kafla segir: ,Áhrif stóðstærðar á árangur má einnig skoða á annan hátt með því að athuga samsetningu stóða þar sem fyljun gekk best annarsvegar og verst. hinsvegar“. I framhaldi þessara tilfærðu orða er svo talað um að þetta og þetta margar hryssur hafi verið hjá Netfang: blanco@itn.is Klapparstíg 44 Sími 562 3614 www.blonco.ehf.is Grímur Gíslason Það er óskiljanlegt hvað kemur umrædd um greinarhöfundum til þess að hafna viðurkenndri málvenju, segir Grímur Gíslason, og nota í staðinn klaufaleg nýyrði sem engan veginn falla að íslensku máli, hverjum graðhesti og hvaða áhrif það hafí haft á fyljun hryssnanna og þar er talað mál sem flestir hljóta að skilja. En hvaðan fá greinarhöfundar orðið breytan, eða er það kannski prentvilla? I Orðabók Menningarsjóðs sem út kom árið 1988, á bls. 971, er út- legging á orðinu stóð: ótamin hross í haga, á fjalli o.s.frv. og á næstu blaðsíðu: stóð-hestur, ógelt- ur hestur í stóði, graðfoli. Og það er talað um stóðhross, hesta eða hryssur. Orðabókin notar þarna mál sem Höfundur er fyrrvernndi bóndi. Voyager LX kerra m/bakka og svuntu WíTH L1POSOMF.S OrvaUcí er f\jáokkur tncreases skin dastlcity SfÁftt HUO ■YOIOS Jtj ileiki mar Vinsælu sænsku N. KWA garð- \ húsgögnin eru \ komin aftur. Málfar Ármúla 8-108 Reykjavík NIVEÁ BODY FIRMING LOTION ER NÝTT RAKAKREM SEM ER hROAÐ Tl L AÐ AUKA STINNLEIKA HÚÐARINNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.