Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 55

Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 55. Markaðsfræði fyrir æðar- bændur í BÆNDABLAÐINU 18. maí rita æðarbændumir Asgeir Jóns- son, Eysteinn Gíslason, Jón Bene- diktsson, Jónas Helgason, Pétur Guðmundsson og Sigurður Þórólfs- son heilsíðugrein sem öll er svar við andmælum þeim er ég fékk birt í blaðinu við fyrri grein þeirra 30. mars um málefni æðardúnsgreinar- innar. í hvorugri greininni er mitt nafn nefnt, þó ekki fari milli mála að þeir eigi við mig, mínar nýjungar í dúngreininni og mín viðskipti, enda t.d. dregið dár að hertæknilegum bakgrunni mínum sem hönnuði Dúnn Mér gengur best í sam- keppni, segir Jón Sveinsson, hún er dún- greininni í heild holl. dúnhreinsivéla. Ritstjóri Bænda- blaðsins neitaði mér án sérstakra skýringa um að svara öðru sinni og þá mismunun hef ég þegar klagað fyrir formanni bændasamtakanna, en hann ekki virt mig svars svo ég álykta að rógskrif þessa þrönga hóps æðarbænda séu bæði ritstjóra og for- manni þóknanleg. Megininntak greina æðarbændanna er það álit að til að hindra sveiflur í dúnverði sé verðsamráð æðar- bænda og dúnútflytj- enda æskilegt. Þá telja þeir engar nýjungar hafa komið fram í dún- hreinsivélum síðustu ár, en ég vinn tugmillj- óna útflutningsverð- mæti í vélum af eigin hönnun á hverju sumri svo ég hlýt að vera þeim ósammála. Þeim hugnast af ótilgreindum ástæðum ekki að ég ráði fólk sérstaklega til að flýta fjaðratínslu og þar með fullvinnslu ársframleiðslunnar og uppgjöri við bændur. Þeir telja að frjáls samkeppni eigi ekki við í þessum viðskiptum, sveiflujöfnun náist einungis með verðsamráði og verði allir útflytjendur dúns að taka þátt en ég hafna samráði alger- lega af illri reynslu, mér gengur best í samkeppni og hún er dúngreininni í heild holl. Verðsamráð alltaf svikið Ég átti sumarið ‘96 samráð við aðra dúnút- flytjendur um verð til bænda og þar sem ég gaf fría hreinsun, var samkomulagið að ég greiddi ekki meira en 43.000 kr/kg en þar sem hreinsun var metin á 7.000 kr/kg, mættu aðrir sem tækju fyrir hreinsun greiða 50.000 kr/kg brúttó. Yfirlýstur tilgangur var að hindra að menn neyddust til að hækka verð á dúni til erlendra kaupenda, sem sagt hindra að markaðurinn biði skaða. Þetta ár Jón Sveinsson stöðugum vexti 'N Þú getur lengi haldið áfram að auka eignir þínar. Ef þú ert vakandi fyrir því hvar möguleikana er að finna geturðu alltaf komist hærra. Mjög góð ávöxtun hefur einkennt Alþjóða hlutabréfasjóð Kaupþings í Lúxemborg allt frá stofnun. Sjóðurinn er í stöðugum vexti. Frá áramótum hefur hann stækkað um rrflega helming og er nú 8,2 milljarðar. Á sama tíma hefur gengið hækkað um rúm 16%. Með áskrift opnast þér leið til að njóta sömu ávöxtunar og stóru fjárfestarnir. Kynntu þér málin hjá okkur eða í sparisjóðunum. Þú hefur kost á ávöxtun sem hæfir draumum þínum. KAUPÞING tapaði ég á vinnslu og missti við- skipti uppá 200 kg miili ára. Eftir á gumaði Jónas Helgason, sem hreinsar fyrir Xco, af því að hjá sér væri hreinsikostnaður fyrir bónd-j ann komin niður í 4.000 kr/kg en viðurkenndi svo að Xco greiddi sér 2.000 kr/kg uppbót eftirá. Þannig voru kjör Xco undireins gerð mín- um hagstæðari eftir að samið hafði verið við mig um að halda ákveðnu verði en bændum í viðskiptum við Xco greinilega uppálagt að þegja yf- ir því, svo ég myndi ekki svara. Þetta logn í innlendri samkeppni var síður en svo notað til að hlífa er- lendum kaupendum en útflutnings- verð fór uppí allt að 75.000 kr/kg í upphafi ‘97 en ég tók ekki þátt í því enda lýk ég alltaf hreinsun og sölu fýrir haustið og vissi þar fyrir utan að með slíku verði myndi ég ekki selja dún árið eftir. Þá þögðu æðar- bændur. Ég hlýt því að efast um heilindi þeirra nú í óskum um verð- samráð útflytjenda og álykta heldur að þeir sem og málgagn og æðar- ráðunautur bændasamtakanna séu keppinautum mínum meðfærileg handbendi. Leiðbeiningarþjónusta og hreinsitækni úrelt Bændur hamra á því að leiðbein- ingarþjónustan sé góð. Sé svo, hversvegna skilja margir dún eftir í hreiðrum í fyrstu leit þar sem hann eyðileggst? Hversvegna^* geyma margir dúninn sumarlangt, fúnandi í opnum, óupphituðum úti- húsum? Hversvegna hef ég fengið mikið magn dúns sem var fúinn eft- ir að hafa verið tíndur eftir út- leiðslu, þar að auki fullan af hrossaskítskögglum, dauðum æð- arungum o.s.frv.? Bændur spyrja hver meti hvaða stöðvar hreinsi nógu vel. Það er markaðurinn sem kaupir af þeim stöðvum sem standast gæðakröfur sem kaupendur setja en hafna dún-^- kaupum af stöðvum sem ekki ná máli í hreinsun, hvorki í gæðum né afhendingarhraða, en á hvoru- tveggja strandaði hjá Xco og Kjöt- umboðinu þegar ég reyndi að miðla sölu fyrir þá ‘98. Bændur hafa horn í síðu frjálsr- ar samkeppni sem þó hefur skilað þeim ríkjum sem hana aðhyllast mestum framförum og velmegun þegnanna en á hinn bóginn hinum sem hana forðast algerri örbirgð. Að segja „samkeppni er góð til síns brúks, en...“ er líkt og taka náung- ann kverkataki og segja um leið: „súrefni er gott til síns brúks, en...“ Bændur mótmæla því að fram- leiðslan hafi minnkað. Þá fullyrð- ingu skulu þeir taka upp við Hag-"* stofuna sem skáir heÖdardúnút- flutning og Löggildingarstofuna sem stillir þá vigt sem ég veg á framleiðslu 60 bænda árlega. Reyndar láta þeir að því liggja að maður fæddur eftir miðja öldina sé ekki fær um að fjalla um sögu dún- framleiðslunnar en af forneskjuleg- um anda skrifa þeirra er mér reyndar ekki alveg Ijóst við hvaða öld þeir eiga. Þá segja bændur dúnþvott óþarfan sem væri mikil uppgötvun fyrir Japani sem flytja inn 10.000 tonn gæsadúns árlega og þvo hann allan. Bændur geta komið þessum „fróðleik“ á fram- færi við japanska iðnaðarráðuneyt- ið gegnum ræðismann Japans á Is- landi. Bændur mótmæla því að árs- gamall, óþveginn dúnn hafi rýrnað að gæðum samanborið við ferskan, nýunninn dún, en lögmál lífefna- fræðinnar gilda víst jafnt á Islandi sem í Japan. Bændur virðast telja sig þess umkomna að miðla nýjum fræðum til 120 milljóna manna há- tækni- og iðnaðarþjóðfélags hinum megin á hnettinum. Aður en æðar- bændur almennt afhenda enn eitt sumarið dúninn til undir- málsvinnslu, skyldu þeir íhuga hvor skuldunautum sínum nægr orðskviður Eysteins sem hann við- hafði áður en hann skellti á mig símanum þegar ég bauð honum frítt að koma honum í bein við- skipti við japanska kaupendur og ná þannig útflutningsverði: „pen- ingar eru nú ekki allt“. Kaupþing hf. • Ármúla 13A • Reykj'avík simi 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is Höfundur er iðnrekandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.