Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 56

Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 56
.56 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Framtíðin byrjar núna, Ragnar! RAGNAR Önundarson, fram- kvæmdastjóri Europay á Islandi, fullyrðir í viðtali í Morgunblaðinu 11. júní sl., að hið nýstofnaða kortafyrir- tæki Kort hf. leggi af stað með við- skiptahugmynd sem ekki komi til með að ganga upp, en rökstyður það ekki frekar. Hann nefnir einnig að hún gæti verið tæknilega varasöm! Agæti Ragnar - hvað gengur þér til með fullyrðingum þínum? Ertu kannski að segja almenningi og kort- höfum þínum, að stærstu viðskipta- vinir þínir, eigendur Korts hf., séu ekki færir um að leggja mat á við- skiptahugmyndir yfir höfuð? Ertu kannski með þessu að segja að sú mikla vinna sem lögð hefur verið í stofnun Korts hf. hafí verið illa unnin af þessum viðskiptavinum þínum? Síðar í sama viðtali kveður við nýjan og ánægjulegan tón þegar þú ræðir um hagsmuni kaupmanna sem þína og segir þar orðrétt: „Eg hef áhyggj- ur af því að kaupmenn fjárfesti í tækjum sem ekki muni geta gengið með stöðlunum sem enn eru að breytast eða eru ekki komnir fram.“ Föðurlegt og göfugt er að deila hugsunum þínum með lesendum Morgunblaðsins og helstu viðskipta- vinum þínum, en aldrei grunaði mig að framkvæmdastjóri fyrirtækis eins og Europay ísland hf. væri jafn illa að sér um grunnforsendur þeirrar tækni sem hann sjálfur er að fara að taka í notkun fljótlega. I Ijósi þess vil ég því leiðrétta missagnir framkvæmdastjórans og leiða hann inn á rétta braut að nýju! Sannleikurinn er sá að helstu við- skiptavinir þínir hafa lagt mikla vinnu og fjármuni í að gera þetta hagsmuna- mál kaupmanna og korthafa að veruleika. Eg geri engum þá hugs- un upp að halda að starfsmenn, sem og stjórnarmenn fyrir- tækjanna sem að Korti hf. standa, séu svo skyni skroppnir að þeir geti ekki lagt mat á góða viðskiptahugmynd! Ég vil jafnframt benda á að þeir hafa þegar fjárfest í henni fyrir 175 milljón- ir króna. Fjárfesting- unni er ætlað að skila korthafa og kaupmanni miklu hagræði þegar fram líða stundir. Astæðan fyrir því að þessir aðilar, sem koma úr ýms- um greinum viðskiptalífsins, stofna umarviku Heimilistækj' nýtt kortafyrirtæki og hefja rekstur sem eng- inn þeirra var í fyrir, er óánægja með þjónustu bankakerfísins og gömlu kortafyrirtækj- anna á þessu sviði. Varðandi ummæli þín um tæknileg atriði ertu ekki aðeins á hálum ís, heldur lætur nærri að þú hafir fallið í vökina líka og sért rennblautur að krafsa þig upp á ís- inn aftur. Ég vil benda þér á að sú tækni sem stuðst er við, smart- Þorsteinn kortatæknin, er ekki ný Geirsson af nálinni. Um er að ræða 20 ára gamla tækni sem tekist hefur að þróa með þeim hætti að fjárfestar í verslun og þjónustu eru tilbúnir til að ganga veginn til enda og nýta sér tæknina sem þú virðist hafa efasemdir um! Þetta vekur upp þá spurningu hvort Eruopay og Visa ætli virkilega að gefa út örgjörvakort (smartkort) til þess eins að ná að gefa þau út fyr- ir lok ársins? Verður þetta til kostn- aðarauka fyrir kaupmenn? Er rétt af Kortafyrirtæki Aldrei grunaði mig, segir Þorsteinn Geirs- son, að framkvæmda- stjóri fyrirtækis eins og Europay Island hf. væri jafn illa að sér um grunnforsendur þeirrar tækni sem hann sjálfur er að fara að taka í notkun fljótlega. Europay ísland hf. að gefa út nýtt greiðslukort ef sjálfur framkvæmda- stjóri fyrirtækisins hefur efasemdir um ágæti tækninnar, og sér heldur ekki til lands hvað varðar viðskipta- grundvöll slíkra korta? Spyr sá sem ekki veit! Þeir kortalesarar (posar/snjallar) sem kaupmönnum standa til boða frá Smartkorti ehf. og fleirum taka allar kortagerðir, Visa og Euro meðtalin. Posarnir eru þegar í notkun hér á landi og er mikil ánægja á meðal kaupmanna með þá þar sem þeir eru bæði mjög hljóðlátir og handhægii'. Posar þessir hafa hlotið vottun, og uppfylla alla staðla sem á markaðn- um eru í dag þ.m.t. EMV / Geldkar- te-staðalinn sem stuðst verður við hér á landi. Að lokum vil ég leyfa mér að fullvissa lesendur Morgun- blaðsins, kaupmenn og korthafa um land allt um að sú fjárfesting sem lagt hefur verið í verður bæði kaup- mönnum og öllum viðskiptavinum þeirra til hagsbóta! Það frumkvæði sem Kort hf. hefur sýnt hefur vakið verðskuldaða at- hygli innanlands og utan fyrir áræði, frumkvæði og eftirtektarverða fram- tíðarsýn. Slíkt ætti að þakka í stað þess að sá fræjum tortryggni í ann- ars mjög frjóan akur! Höfundur er framkvæmdastjóri Smartkorta ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.