Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Léttur og skemmtilegur GSM sími. Ending rafhlöðu allt að 5 klst. í notkun, númerabirting og val um 30 hringitóna, þar af 13 stef. Mögulegt að skipta um framhlið símans, auka glær eða silfur ffamhlið fylgir. Með símanum fylgir Frelsi frá Símanum GSM, án allra skuldbindinga; GSM númer, talhólfs- númer, 500 kr. inneign auk 1000 kr. aukainneignar við skráningu. UMRÆÐA Um aðferðir í kjarabaráttu ARI Skúlason skrifaði 26. júní grein í Morgun- blaðið þar sem hann fjallar meðal annars um uppsagnir kennara. Meginniðurstaða hans er að uppsagnir meðal ann- ars kennara séu hættu- legar öðrum launamönn- um og því þurfi þeir að berjast gegn þeim! Samanburðarfræðin Ari segir í grein sinni: „Kjarasamningar hinna einstöku hópa eru stöðug samanburðar- fræði. Allir reyna að ná sem mestu fram og allir miða sig við aðra.“ Eg gef lítið fyrir samanburðarfræðina hans Ara. Mér er nákvæmlega sama þótt aðrir hóp- ar hafi hærri laun en kennarar. Eg miða kröfu mína um laun við það sem þarf til mannsæmandi lífs. Eins og kennaralaun eru núna þá eru þau fjafri því. Eg tel að samanburðarfræðin standi í vegi fyrir árangri í kjarabar- áttu margra hópa. Einkum þeirra hópa sem vinna á töxtunum og geta ekki gert neina sérsamninga. Grunnskólakennarar hafa brotist út úr þessum viðjum með því að þeir gera viðbótarsamninga við sveitar- félögin. Þannig á það að vera. Heild- arkjarasamningur um réttindamál, launatöflur og fleira, lágmarks- samningur og síðan viðbótarsamn- ingar. Þetta er svipað og gengur og gerist á vinnumarkaði. Hópar og einstaklingar beita ýmsum aðferðum til að fá yfirborganir. Nú er komið að kennurum að fara þessa leið og þeir beita þeim aðferðum sem þeim finnst best duga. Samanburðarfræðin í meðförum Ara Skúla- sonar hvílir á hinni vafasömu launaköku- kenningu. Að ein kaka sé til skiptanna fyrir launamenn og ef einn hópur fái meira minnki hlutur hinna. Þetta er rangt. Ef launamenn fá meira þá minnkar hlutur atvinnurekandans. Það er mergurinn málsins. Samanburdarfræði Eg hélt að forystu- ------------7-------- menn ASI hefðu þroskast það mikið, segir Eiríkur Brynj- ólfsson, að þeir væru búnir að vinna sig út úr launa- Eiríkur Brynjólfsson & GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 i^jyæða flísar ^jyæða parket verð ij?óð ^)ó nusta lögguhlutverkinu. Uppsagnirnar „Abyrgð þeirra sem hafa látið undan og þannig stuðlað að því að aðgerðir af þessu tagi hafa skilað árangri er mikil.“ Þetta segir framkvæmdastjóri ASÍ. Semsagt: Ábyrgð þeirra sem semja betur við starfsfólk sitt en lágmarkssamningar segja er mikil. Vá! Það er að segja: Sveitarstjórn- armenn sem hafa gert vel við kennara, skammist ykkar! Ég verð að játa að ég hreinlega skil ekki hvernig framkvæmdastjóri stærstu samtaka launamanna get- ur látið svona orð falla um aðra launamenn. Ég átti von á þessum röddum úr herbúðum viðsemjenda kennara. En það er frjálst val framkvæmdastjóra ASI að gerast forsöngvari í kór avinnurekenda. Friðarskyldan Ara verður tíðrætt um friðar- skylduna. Ekki skal ég gera lítið úr henni. Þetta er hlutur sem hver og einn einasti kennari veltir fyrir sér áður en hann segir starfi sínu lausu. Niðurstaða mín var þessi: Þegar ég sagði kennarastarfi mínu lausu þá var ég ekki að brjóta neina friðarskyldu. Það er réttur hvers vinnandi manns að segja starfi sínu lausu. Kennarafélögin koma ekki á nokkurn hátt að þess- um uppsögnum. Þau hafa ekki brotið neina friðarskyldu. Þær eru ekki fyrirfram skipulagðar. Þetta er sjálfsprottin hreyfing sem á rætur að rekja til kennara á Álfta- nesi fyrir um ári. Allar þessar uppsagnir eru á einstaklingsgrunni. Hver og einn þeirra sem sögðu upp tók sína eig- in ákvörðun. Þetta eru háalvarleg- ar ákvarðanir. Menn gera það ekki að gamni sínu að segja ævistarfinu lausu. Mér er líka kunnugt um að það liggja mismunandi ástæður að baki uppsagnanna. Sumir eru í raun og veru hættir að kenna og farnir í önnur störf. Aðrir líta á þetta sem kjarabaráttu. Ari notar það sem rök að kennararnir sem hafa sagt upp skipuleggi sig og eigi sér talsmenn. Það er alveg rétt. Kennararnir skipuleggja sig. Það á ekki að koma forystumanni í ASÍ á óvart að launamenn skipu- leggi sig og baráttu sína. Uppsagnir Ari heldur því fram að hættan af þessum aðgerðum felist í því að at- vinnurekendur grípi til uppsagna í kjarabaráttu sinni. Hann óttast að þetta geti skaðað ráðningarrétt- indi launamanna. Ekki skal ég gera lítið úr ótta Ara þótt ég deili ekki hræðslunni með honum. Ég bendi á að með sömu rökum mætti dæma verkföll úr leik sem baráttutæki því atvinnurekendur geta beitt verkbönnum. Og hafa reyndar gert. Ég bendi líka á að atvinnurek- Fólk í fréttum í dag Pétur Blöndal ræðir við spænsku leikkonuna Victoriu Abril sem leikur eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni 101 Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.