Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 67
FRÉTTIR
Framhalds-
skólaferð
í Þórsmörk
Morgunblaðið/Jim Smart
Stálu bíl og klesstu á
FERÐAFÉLAGIÐ Benjamín dúfa
stendur dagana 2.-4. júlí næstkom-
andi fyrir árlegri ferð framhalds-
skólanna í Þórsmörk.
Að Benjamín dúfu standa nem-
endafélög Fjölbrautaskólans í
Breiðholti, Menntaskólans við
Sund, Verzlunarskóla íslands og
Framtíðin, Menntaskólanum í
Reykjavík.
Ferðin kostar 4500 kr. Innifalið í
því eru rútuferðir báðar leiðir og
tjaldstæði í Húsadal til tveggja
nátta. Lagt verður af stað frá
gervigrasinu í Laugardal kl. 18.00,
20.00 og 22.00 föstudaginn 2. júlí og
komið verður til baka á sunnudeg-
inum.
Miðasala fer fram dagana 29.
júní, 30. júní og 1. júlí milli 18.00 og
22.00 í Nemendakjallara Verzlun-
arskóla íslands, Fjósinu, Mennta-
skólanum i Reykjavík (bak við
Gamla skóla), Nemendakjallara
Menntaskólans við Sund og Undir-
heimum Fjölbrautaskólans í Breið-
holti.
TVEIR ungir menn sem leið áttu
um Skeifuna í Reykjavík á
þriðjudag, stálu þaðan nýlegum
bíl, af BMW-gerð, en eigandi bfls-
ins hafði skilið hann eftir í gangi
á meðan hann skrapp frá um
stund.
Að sögn lögreglu óku mennirn-
ir bflnum að Hlíðahverfinu og í
Stakkahlíðinni keyrðu þeir aftan
á kyrrstæðan bfl, með þeim af-
leiðingum að hann kastaðist á
annan kyrrstæðan bfl. Eftir
ákeyrsluna stukku þeir út úr
bflnum og hlupu á brott, en lög-
reglan náði þeim eftir nokkra
eftirför og flutti þá upp á lög-
reglustöð, þar sem átti að yfir-
heyra þá.
Nokkrar skemmdir urðu á bfl-
unum, en bflnum sem var stolið,
ásamt öðrum bflanna sem ekið
var á, var ekið á brott með
kranabfl.
Morgunblaðið/Jim Smart
EIGENDUR, Katel Lárus Gíslason og Edda Norðdahl, í nýja húsnæðinu.
Katel flytur í Nóatún 17
KATEL, innrömmun- og gjafavöru-
verslun, er flutt úr Listhúsinu í
Nóatún 17 (Nóatúnshúsið). Katel er
gamalt innrömmunarfyrirtæki með
mikið úrval rammalista, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Einnig eru seldir þar speglar sem
hægt er að fá innrammaða. Ráðgjöf
er veitt í innrömmun og uppsetn-
ingu listaverka. Einnig er verslunin
með gjafavörur, myndir og vegg-
spjöld.
Eigendur Katel eru Lárus Gísla-
son og Edda Norðdahl.
Herrifflakeppni og sýning
HIÐ íslenska byssuvinafélag held-
ur keppni í skotfimi með herriffl-
um laugardaginn 3. júlí kl 10 ár-
degis á skotsvæði Skotfélags
Reykjavíkur. Mæting er stundvís-
lega kl. 9.30.
Skotið verður í 3 greinum: 100 m
standandi með opnum sigtum - 20
skot, 300 m liggjandi með opnum
sigtum - 20 skot og 300 m liggjandi
með sjónauka - 20 skot. Eingöngu
verða leyfðir óbreyttir herrifflar
ekki yngri en úr seinni heimsstyrj-
öld. Heimilt er að taka þátt í einni
grein eða fleirum. Byssuólar eru
leyfðar.
Öllum er heimil þátttaka. Keppn-
isgjald er 1.500 krónur.
Herminj asýning
A sýningunni verða m.a. til sýnis
rifflar, hríðskotabyssur, byssu-
stingir, einkennisbúningar og
fleira. Aðgangseyrir er 200 krónur.
HJARÐARHAGI -LAUS
Rúmgóð og falleg 3ja herbergja
íbúð í kjallara. Stærð 80 fm. Góðar
innr. Ljóst parket. Tengt f. þvottavél
á baði. Verð 7,9 • millj. tAUS
STRAX. 9605
HAMRABORG - KÓP.
3ja herbergja ib. á 3. hæð í
lyftuhúsi. Stæði i bílageymslu.
Baðherb. allt nýl. standsett.
Suðursvalir. Stærð 70 fm. Verð 7,6
millj. 9604
BIRKIMELUR - AUKAHERB.
Góð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð
ásamt aukaherb. í risi. Gott svefn-
herbergi. Tvær samliggjandi stofur.
Stærð 78 fm. Góð eign á góðum
stað. Verð 8,8 millj. Áhv. 5 m. húsb.
9708
Sími 533 4040 Fax 588 8366
Armúla 21
DAN V.S. WIIUM, hdi. lögg. fastelgnasali.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Kynning
i dag, kl. 14—18
í Háaleitis Apóteki,
Hagkaupi Kringlunni,
Lyfjabúð Hagkaups Mosfellsbæ,
Egilsstaða Apóteki,
Egilsstöðum.
- Kynningarafslátlur -
Tegundirnar eru til í svörtu,
bláu, brúnu og gulu og
stærðum 36-42
Verð 6.995
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA KRINGLAN
við Snorrabrout • Reykjavík j Krínglunni 8—12 • ReyL)avik
Sími 551 8519 | Sími 5689212
PÓSTSENDUM SAMD&GURS
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Fjárfestar
Unnið er að stofnun fyrirtækis
með mikla vaxtarmöguleika.
Um er að ræða einkaleyfis-
verndaða vöru fyrir hinn
almenna neytenda.
Markaðsvæði: Evrópa
Áhætta er talsverð en
ávöxtunarmöguleikar góðir.
Leitað er eftir fáum fjársterkum
aðilum sem hafa áhuga á að taka
þátt í þessu spennandi verkefni.
Áhugasamir sendiö inn upplýsingar
til auglýsingadeildar Morgunblaðsins
merkt:F49
Nú er lag...
... aö vera meó
frá upphafi
í skapandi og
uppbyggjandi
verkefni sem á
eftir að hafa
jákvæö áhrif
fyrir hinn
almenna
neytenda.