Morgunblaðið - 13.07.1999, Page 20

Morgunblaðið - 13.07.1999, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 LANDIÐ VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 297 umsóknir um hreindýraveiðileyfi Vaðbrekku, Jökuldal - Alls bárust 297 gildar umsóknir um hreindýra- veiðileyfi til hreindýraráðs fyrir til- skilinn frest, sem var 25. júní. Um- sóknimar eru nokkru færri en veiðileyfin sem til boða stóðu. Þess- ar umsóknir skiptast með mismun- andi hætti niður á veiðisvæðin, fleiri umsóknir eru á sum svæði en veiðileyfi eru fyrir, en aftur færri umsóknir en leyfi á öðrum svæð- um. Nú hefur hreindýraráð dregið um röð þeirra manna er sóttu um hreindýraveiðileyfi og hafa þeir all- ir fengið númer, svo ljóst er hvar þeir eru í röðinni ef fleiri leyfi koma inn til sölu. Á sumum svæð- um eiga fleiri veiðileyfi eftir að koma í sölu, því að sum sveitarfé- lög úthluta veiðikvóta sínum til bænda og ekki er enn komið í ljós hve mörg þeirra leyfa verða sett í sölu. Enn er því von til að fleiri veiðileyfi bjóðist þar sem enn vant- ar upp á að framboð fullnægi eftir- spurn. Á svæði 1 og 2, sem er Snæfells- svæðið norður á Vopnafjörð, eru gildar umsóknir um veiðileyfi 146 en þar eru nú komin inn 122 veiði- leyfí, svo þar vantar enn 24 leyfi upp á til að hægt verði að sinna öll- um pöntunum. Á svæði 3, Borgar- fjarðarsvæðinu, eru 28 gildar um- sóknir en alls 53 leyfi til sölu. Á svæði 4 eru ekki leyfðar veiðar nú. Á svæði 5, Norðfirði og Eskifirði, eru 32 gildar umsóknir og 35 leyfi tO sölu. Á svæði 6, Breiðdal og Skriðdal austan Grímsár, eru 36 gildar umsóknir en 24 leyfi til sölu. Á svæði 7, Djúpavogshreppi, eru 25 umsóknir um veiðileyfi en ekk- ert leyfi hefur enn komið þar til sölu. Á svæði 8, þ.e. Lón og Nes, er 21 umsókn en 13 leyfi til sölu. Á svæði 9 sunnan Homafjarðarfljóts eru 9 umsóknir en 13 leyfi til sölu. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson SJÁLFBOÐALIÐAR við inngang Þórðarhellis. Árneshreppi - í landi Litlu- Ávíkur er hellir er Þórðarhellir heitir eftir Þórði útilegunianni sem á að hafa verið uppi um ár- ið 1700. Þetta hefur verið all- vinsæl gönguleið ferðafólks undanfarin ár en alltaf öðru hverju hafa fallið skriður fram af klettunum og lent við hellisopið og aur inn í opið þar sem inngangan er lægst. f vetur fóru jarðeigendur í Litlu-Ávík að tala um að svo gengi ekki lengur og höfðu samband við Brynjólf Sæ- mundsson á Hólmavík sem er mikill áhugamaður um náttúru- undur og ferðaleiðir í sýslunni. Þegar Atburðadagatal Stranda- Aðgengi í Þórðarhelli lagfært sýslu, Hvað er á seyði í Strandasýslu?, kom út í vor auglýsti hann eftir sjálfboðalið- um 3. júlí til að gera greiðari aðgang að þeim náttúruundrum sem leynast undir Reykjanes- hyrnu og jafnframt að bjarga Þórðarhelli frá þeirri glötun sem virtist blasa við. Þetta gekk eftir og mættu allnokkrir á svæðið og var hreinsað framan við opið og úr því og er orðið betra aðgengi í hellinn þótt meira þyrfti svo gott yrði. Þegar verkið hófst gaf Búnaðarbankinn á Hólma- vík hjólbörur og Sparisjóður Strandamanna skóflur til verks- ins svo greinilegt er að bæði op- inberir aðilar sem einstaklingar hafa áhuga á náttúruperlum þessa lands. Einnig eru landeigendur bún- ir að merkja leiðina að mestu frá bænum og út í hellinn. Þórðarhellir er u.þ.b. 10,5 m að breidd, 12 m að lengd og 3,10 m á hæð þar sem hæst er en loftið er íhvolft. Reykjanesbær Kvenfélags- konur gáfu sjúkrarúm Keflavík - Nýlega afhentu kven- félagskonur í Kvenfélagi Kefla- víkur í Reykjanesbæ Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja tvö rafknú- in sjúkrarúm að gjöf og kostaði hvort rúm um 200 þúsund krón- ur. Að sögn starfsfólks munu rúmin koma sér vel og þá sér- staklega þegar um þunga sjúk- linga er að ræða sem þarf oft að lyfta. Myndin er tekin við þetta tækifæri og er það ína Dóra Jónsdóttir, formaður kvenfé- Morgunblaðið/Björn Blöndal lagsins, sem afhendir Hallgrími Heilbrigðisstofnunar Suður- Bogasyni, sljórnarformanni nesja, gjafabréfið. Breytingar á vísitölu neysluverðs Mars 1997 = 100 SSKw Frájúnítil júlí 1999 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (16,6%) -0,2% | 011 Matur (14,6%) //\v -0,4% □ 02 Áfengi og tóbak (3,3%) [jj Jk □ +0,3% 03 Föt og skór (5,8%) I m pp I -i,o%iSS 021 Áfengi (4,7%) l.,™ .77. J -1,2% l | 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,9%) □ 71 +1,3% 045 Rafmagn og hiti (8,8%) +3A%\ 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,3%) -0,5% H 053 Raftæki (0,8%) -1.7% I I 06 Heilsugæsla (3,0%) |+0,1% 07 Ferðir og flutningar (17,8%) V ■ +0,8% 072 Rekstur ökutækja (7,2%) □ +0,9% 08 Póstur og sími (1,6%) -0,2% | 09 Tómstundir og menning (13,1 %) S +0,1% 10 Menntun (1,0%) 0,0% 11 Hótel og veitingastaðir (5,2%) Q] +0,7% 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,3%) Q +0,2% 124 Tryggingar (2,7%) □ +0,6% VÍSITALA NEYSLUVERÐS í JÚLÍ: 189,5 stig Q +0,4% Vísitala neyslu- verðs hækkar um 0,4% VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í júlíbyrjun 1999 var 189,5 stig (maí 1988=100 stig) og hækk- aði um 0,4% frá fyrra mánuði. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7% sem jafngildir 6,8% verðbólgu á ári. í frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að neysluverðsvísitala án húsnæðis var í byrjun júlí 191 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Undanfarna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,2%, án húsnæðis um 2,2%. Aðgerðir Seðlabankans skila sér ekki strax í júníbyrjun hafði verðlag hækk- að um 0,8% frá fyrra mánuði, nú er hækkunin á milli mánaða 0,4% og er því hlutfallslega minni en í síð- asta mánuði. Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri segir verðbólguspá Seðla- bankans væntanlega í næstu viku. Hann segir niðurstöðuna nú góðs viti og segir líklegt að mikil hækk- un undanfama mánuði hafi verið kúfur sem ekki endurtaki sig. „Þetta virðist vera að hjaðna aftur og hækkunin nú er mildari en síð- ast. Við erum ennþá áhyggjufullir út af þessu því enn mælist verð- bólgan býsna há,“ segir Eiríkur. Hann segir það markmið Seðla- bankans að halda verðbólgu á Is- landi lágri í samanburði við við- skiptalöndin. „Aðgerðir Seðlabankans, eins og breytingar á vöxtum, em þó ekki að skila sér núna, það tekur lengri tíma.“ Eiríkur segir slíkar aðgerðir ekki hafa áhrif á verðlagið fyrr en að u.þ.b. ári liðnu. Húsnæðishækkanir vega ennþá þyngst Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,6% á tímabilinu, sem olli 0,14% hækkun vísitölu neyslu- verðs. Hækkun á rafmagni og hita um 3,4% hafði í för með sér 0,11% vísitöluhækkun. Verð á bensíni og olíu hækkaði um 1,5% sem olli 0,06% hækkun vísitölunnar. Verðlækkun á fötum um 1,2% leiddi til 0,06% lækkunar á vísitölu neysluverðs og matur lækkaði í verði um 0,2% sem olli 0,04% lækk- un vísitölunnar. Verðbólga að meðaltali 1,1% í EES-ríkjum siðasta árið Verðbólga í EES-ríkjum frá maí 1998 til maí 1999, var 1,1% að með- altali. I Svíþjóð hækkaði neyslu- verðlag um 0,3% og í Þýskalandi og Austurríki um 0,4%. Á sama tímabili var verðbólgan á Islandi 1% og í helstu viðskiptalöndum Is- lendinga 1,4%. Vísitala neysluverðs í júlí 1999, 189,5 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 1999. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.742 stig fyrir ágúst 1999. Viðskipti á Verdbréfaþingi íslands í gær Islenskar sjávaraf- urðir hækka um 6,3% ÚRVALSVÍSITALA aðallista Verð- bréfaþings Islands lækkaði um 0,17% í gær. Lokagildi hennar var 1.200 stig, sem er 9,37% hækkun frá áramótum, en undanfarnar vikur hefur úrvalsvísitalan verið að hækka og síðastliðna viku um 1,95%. Viðskipti á Verðbréfaþingi voru lítil í gær, aðeins um 172 milljónir króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 88 milljónir króna. Mest hækkun á aðallista var á gengi bréfa Nýheija, um 6,4%, og með þau bréf voru jafnframt mestu viðskiptin eða fyrir um 17 milljónir króna. Einnig hækkaði verð á bréfum Islenskra sjávarafurða. Eftir að hafa lækkað um 11,6% í síðustu viku varð í gær hækkun um 6,3% frá fyrra lokaverði í kjölfar frétta um helgina af viðræðum íslenskra sjávarafurða og Norway Seafood um sameiginlegan verksmiðju- rekstur í Evrópu. I síðustu viku var hækkunin mest á gengi Islenska járnblendifélagsins eða um 16,7%, en Kaupþing hafði mælt með kaupum á bréfum félags- ins. Bréfin lækkuðu hins vegar um 0,7% í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.