Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.07.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 LANDIÐ VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 297 umsóknir um hreindýraveiðileyfi Vaðbrekku, Jökuldal - Alls bárust 297 gildar umsóknir um hreindýra- veiðileyfi til hreindýraráðs fyrir til- skilinn frest, sem var 25. júní. Um- sóknimar eru nokkru færri en veiðileyfin sem til boða stóðu. Þess- ar umsóknir skiptast með mismun- andi hætti niður á veiðisvæðin, fleiri umsóknir eru á sum svæði en veiðileyfi eru fyrir, en aftur færri umsóknir en leyfi á öðrum svæð- um. Nú hefur hreindýraráð dregið um röð þeirra manna er sóttu um hreindýraveiðileyfi og hafa þeir all- ir fengið númer, svo ljóst er hvar þeir eru í röðinni ef fleiri leyfi koma inn til sölu. Á sumum svæð- um eiga fleiri veiðileyfi eftir að koma í sölu, því að sum sveitarfé- lög úthluta veiðikvóta sínum til bænda og ekki er enn komið í ljós hve mörg þeirra leyfa verða sett í sölu. Enn er því von til að fleiri veiðileyfi bjóðist þar sem enn vant- ar upp á að framboð fullnægi eftir- spurn. Á svæði 1 og 2, sem er Snæfells- svæðið norður á Vopnafjörð, eru gildar umsóknir um veiðileyfi 146 en þar eru nú komin inn 122 veiði- leyfí, svo þar vantar enn 24 leyfi upp á til að hægt verði að sinna öll- um pöntunum. Á svæði 3, Borgar- fjarðarsvæðinu, eru 28 gildar um- sóknir en alls 53 leyfi til sölu. Á svæði 4 eru ekki leyfðar veiðar nú. Á svæði 5, Norðfirði og Eskifirði, eru 32 gildar umsóknir og 35 leyfi tO sölu. Á svæði 6, Breiðdal og Skriðdal austan Grímsár, eru 36 gildar umsóknir en 24 leyfi til sölu. Á svæði 7, Djúpavogshreppi, eru 25 umsóknir um veiðileyfi en ekk- ert leyfi hefur enn komið þar til sölu. Á svæði 8, þ.e. Lón og Nes, er 21 umsókn en 13 leyfi til sölu. Á svæði 9 sunnan Homafjarðarfljóts eru 9 umsóknir en 13 leyfi til sölu. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson SJÁLFBOÐALIÐAR við inngang Þórðarhellis. Árneshreppi - í landi Litlu- Ávíkur er hellir er Þórðarhellir heitir eftir Þórði útilegunianni sem á að hafa verið uppi um ár- ið 1700. Þetta hefur verið all- vinsæl gönguleið ferðafólks undanfarin ár en alltaf öðru hverju hafa fallið skriður fram af klettunum og lent við hellisopið og aur inn í opið þar sem inngangan er lægst. f vetur fóru jarðeigendur í Litlu-Ávík að tala um að svo gengi ekki lengur og höfðu samband við Brynjólf Sæ- mundsson á Hólmavík sem er mikill áhugamaður um náttúru- undur og ferðaleiðir í sýslunni. Þegar Atburðadagatal Stranda- Aðgengi í Þórðarhelli lagfært sýslu, Hvað er á seyði í Strandasýslu?, kom út í vor auglýsti hann eftir sjálfboðalið- um 3. júlí til að gera greiðari aðgang að þeim náttúruundrum sem leynast undir Reykjanes- hyrnu og jafnframt að bjarga Þórðarhelli frá þeirri glötun sem virtist blasa við. Þetta gekk eftir og mættu allnokkrir á svæðið og var hreinsað framan við opið og úr því og er orðið betra aðgengi í hellinn þótt meira þyrfti svo gott yrði. Þegar verkið hófst gaf Búnaðarbankinn á Hólma- vík hjólbörur og Sparisjóður Strandamanna skóflur til verks- ins svo greinilegt er að bæði op- inberir aðilar sem einstaklingar hafa áhuga á náttúruperlum þessa lands. Einnig eru landeigendur bún- ir að merkja leiðina að mestu frá bænum og út í hellinn. Þórðarhellir er u.þ.b. 10,5 m að breidd, 12 m að lengd og 3,10 m á hæð þar sem hæst er en loftið er íhvolft. Reykjanesbær Kvenfélags- konur gáfu sjúkrarúm Keflavík - Nýlega afhentu kven- félagskonur í Kvenfélagi Kefla- víkur í Reykjanesbæ Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja tvö rafknú- in sjúkrarúm að gjöf og kostaði hvort rúm um 200 þúsund krón- ur. Að sögn starfsfólks munu rúmin koma sér vel og þá sér- staklega þegar um þunga sjúk- linga er að ræða sem þarf oft að lyfta. Myndin er tekin við þetta tækifæri og er það ína Dóra Jónsdóttir, formaður kvenfé- Morgunblaðið/Björn Blöndal lagsins, sem afhendir Hallgrími Heilbrigðisstofnunar Suður- Bogasyni, sljórnarformanni nesja, gjafabréfið. Breytingar á vísitölu neysluverðs Mars 1997 = 100 SSKw Frájúnítil júlí 1999 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (16,6%) -0,2% | 011 Matur (14,6%) //\v -0,4% □ 02 Áfengi og tóbak (3,3%) [jj Jk □ +0,3% 03 Föt og skór (5,8%) I m pp I -i,o%iSS 021 Áfengi (4,7%) l.,™ .77. J -1,2% l | 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,9%) □ 71 +1,3% 045 Rafmagn og hiti (8,8%) +3A%\ 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,3%) -0,5% H 053 Raftæki (0,8%) -1.7% I I 06 Heilsugæsla (3,0%) |+0,1% 07 Ferðir og flutningar (17,8%) V ■ +0,8% 072 Rekstur ökutækja (7,2%) □ +0,9% 08 Póstur og sími (1,6%) -0,2% | 09 Tómstundir og menning (13,1 %) S +0,1% 10 Menntun (1,0%) 0,0% 11 Hótel og veitingastaðir (5,2%) Q] +0,7% 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,3%) Q +0,2% 124 Tryggingar (2,7%) □ +0,6% VÍSITALA NEYSLUVERÐS í JÚLÍ: 189,5 stig Q +0,4% Vísitala neyslu- verðs hækkar um 0,4% VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í júlíbyrjun 1999 var 189,5 stig (maí 1988=100 stig) og hækk- aði um 0,4% frá fyrra mánuði. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7% sem jafngildir 6,8% verðbólgu á ári. í frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að neysluverðsvísitala án húsnæðis var í byrjun júlí 191 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Undanfarna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,2%, án húsnæðis um 2,2%. Aðgerðir Seðlabankans skila sér ekki strax í júníbyrjun hafði verðlag hækk- að um 0,8% frá fyrra mánuði, nú er hækkunin á milli mánaða 0,4% og er því hlutfallslega minni en í síð- asta mánuði. Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri segir verðbólguspá Seðla- bankans væntanlega í næstu viku. Hann segir niðurstöðuna nú góðs viti og segir líklegt að mikil hækk- un undanfama mánuði hafi verið kúfur sem ekki endurtaki sig. „Þetta virðist vera að hjaðna aftur og hækkunin nú er mildari en síð- ast. Við erum ennþá áhyggjufullir út af þessu því enn mælist verð- bólgan býsna há,“ segir Eiríkur. Hann segir það markmið Seðla- bankans að halda verðbólgu á Is- landi lágri í samanburði við við- skiptalöndin. „Aðgerðir Seðlabankans, eins og breytingar á vöxtum, em þó ekki að skila sér núna, það tekur lengri tíma.“ Eiríkur segir slíkar aðgerðir ekki hafa áhrif á verðlagið fyrr en að u.þ.b. ári liðnu. Húsnæðishækkanir vega ennþá þyngst Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,6% á tímabilinu, sem olli 0,14% hækkun vísitölu neyslu- verðs. Hækkun á rafmagni og hita um 3,4% hafði í för með sér 0,11% vísitöluhækkun. Verð á bensíni og olíu hækkaði um 1,5% sem olli 0,06% hækkun vísitölunnar. Verðlækkun á fötum um 1,2% leiddi til 0,06% lækkunar á vísitölu neysluverðs og matur lækkaði í verði um 0,2% sem olli 0,04% lækk- un vísitölunnar. Verðbólga að meðaltali 1,1% í EES-ríkjum siðasta árið Verðbólga í EES-ríkjum frá maí 1998 til maí 1999, var 1,1% að með- altali. I Svíþjóð hækkaði neyslu- verðlag um 0,3% og í Þýskalandi og Austurríki um 0,4%. Á sama tímabili var verðbólgan á Islandi 1% og í helstu viðskiptalöndum Is- lendinga 1,4%. Vísitala neysluverðs í júlí 1999, 189,5 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 1999. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.742 stig fyrir ágúst 1999. Viðskipti á Verdbréfaþingi íslands í gær Islenskar sjávaraf- urðir hækka um 6,3% ÚRVALSVÍSITALA aðallista Verð- bréfaþings Islands lækkaði um 0,17% í gær. Lokagildi hennar var 1.200 stig, sem er 9,37% hækkun frá áramótum, en undanfarnar vikur hefur úrvalsvísitalan verið að hækka og síðastliðna viku um 1,95%. Viðskipti á Verðbréfaþingi voru lítil í gær, aðeins um 172 milljónir króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 88 milljónir króna. Mest hækkun á aðallista var á gengi bréfa Nýheija, um 6,4%, og með þau bréf voru jafnframt mestu viðskiptin eða fyrir um 17 milljónir króna. Einnig hækkaði verð á bréfum Islenskra sjávarafurða. Eftir að hafa lækkað um 11,6% í síðustu viku varð í gær hækkun um 6,3% frá fyrra lokaverði í kjölfar frétta um helgina af viðræðum íslenskra sjávarafurða og Norway Seafood um sameiginlegan verksmiðju- rekstur í Evrópu. I síðustu viku var hækkunin mest á gengi Islenska járnblendifélagsins eða um 16,7%, en Kaupþing hafði mælt með kaupum á bréfum félags- ins. Bréfin lækkuðu hins vegar um 0,7% í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.