Morgunblaðið - 13.07.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 13.07.1999, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Tuttugu og fímm húsbrunar af völdum raftækja á þessu ári MED BOSABERJUM, RÚrlN OG BIOFLAVÓNÍÐUM Lykilatriði að taka raftæki úr sambandi NáttúruLegt C-vítamfn! Ék eilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri ÞAÐ SEM af er þessu ári hafa 24 húsbrunar orðið af völdum raf- tækja. Að sögn Jó- hanns Ólafssonar, deildarstjóra raf- magnsöryggisdeildar Löggildarstofu, hafa á síðustu árum flestir al- varlegir húsbrunar vegna raftækja orðið af völdum sjónvarpstækja og annarra skyldra raf- tækja s.s. myndlykla, myndbandstækja og hljómflutn- ingstækja. „A þessu hefur nú orð- ið breyting þar sem brunar af völdum eldavéla, uppþvottavéla og þvottavéla eru að aukast mikið.“ Gleymska eða vangá Jóhann segir eftir- tektarvert að í 9 tilfell- um af 24 er um ranga notkun eldavéla að ræða og þá er algeng- ast að fólk gleymi að slökkva á þeim. „Flest- ir eldsvoðar í eldhúsi verða vegna gleymsku eða af vangá. Fólk fer að heiman eða sofnar út frá tækj- um sem kveikt er á. Algengast er að skilið sé við pott á eldavél." Jóhann segir að sumir setji uppþvottavélarnar í gang áður en gengið er til náða en hann segir að slíkt sé einmitt mjög varhuga- vert. „Það á að forðast að skilja raftæki eftir í gangi þegar farið er að heiman eða gengið til náða.“ Fjöltengi eða gaumljós Hann segir að lykilatriði til að sporna við bruna af völdum raf- tækja sé að hafa þau ekki lengur í sambandi en nauðsyn krefur. „í því sambandi má nefna að hægt er að fá fjöltengi með rofa og gaumljósi sem þægilegt getur ver- ið að nota við sjónvarpstæki, myndlykla og myndbandstæki svo dæmi séu tekin. Einnig hafa marg- ir rofa við inngang í viðkomandi rými sem rýfur straum að innstungum." Leyffluhjartanu aflráfla! 81,5% 1 Sólblóma er hátt hlutfaU fjölómett- aðrar fitu og lítið af mettaðri. Með því að velja Sólblóma á * brauðið dregur þú úr hættu á aukinni blóðfitu (kólesteróli). Fita í 100 g Nýtt Lyf við offítu komið á markað XENICAL nefnist lyf sem skráð er til notkunar við offitu og komið er á markað hér á landi. I fréttatilkynn- ingu frá Thorarensen Lyí7Roche kemur fram að lyfið, sem er lyfseð- ilsskylt, virki eingöngu í meltingar- veginum. Það hamlar virkni ensíms- ins lípasa sem brýtur niður fitu og hindrar þannig að líkaminn nýti um þriðjung af þeirri fitu sem neytt er. I fréttatilkynningunni kemur fram að aukaverkanir séu aðallega frá meltingarvegi en mjög fáir hætti í meðferð vegna aukaverkana. Hætta á meltingartruflunum eykst ef lyfið er tekið með fituríkri fæðu. Xenical fæst aðeins gegn lyfseðli en allir læknar mega ávísa lyfinu. Trygg- ingastofnun ríkisins tekur ekki þátt í greiðslu ljfsins nema sjúklingar hafi lyfjaskírteini. Xenical er í 120 mg hylkjum og fæst í 42 og 84 stk. pakkningum sem kosta að hámarki 5.466 krónur og 9.740 krónur. Fram- leiðandi lyfsins er svissneska lyfja- fyrirtækið Hoffman-La Roche. Morgunblaðið/Jim Smart Spurt og svarað um neytendamái Vinningum í töppum gosflaskna hefur fækkað Fæst í apótekum og heilsubúðum Z* • TM inaxin____________ ( BNOiFBPMVLKI Pað er munur á engifer. Zinaxin inniheldur staölaöan engifen-extnakt sem tryggin jafnan styrk virku efnanna í hvemi framleiðslu. Sömu gæðin í hvert sinn. í Kína hefur engiferrót verið notuð við ferðaveiki, sem styrkjandi fyrir meltingarfærin og við bólgum og stirðleika í liðum. HEFUR vinningum í töppum gos- flaskna Vífilfells fækkað frá í fyrra? Fjölgaði flöskum í leiknum með þátttöku Sprite, Fresca og Fanta? „í fyrra voru vinningamir um 250.000 talsins og þar á meðal voru mjög margir „sumarglaðningar" sem voru smávinningar á við lykla- kippur, penna og segla á ísskápa", segir Guðjón Guðmundsson, mark- aðsstjóri kóladrykkja hjá Vífilfelli. „Á síðastliðnu hausti kom fram megn óánægja viðskiptavina með þessa vinninga sem þóttu of smáir og ómerkilegir. Þá töldu viðskipta- vinir einnig að stærstu vinningarn- ir, sem voru bílar, væru ekki æski- legir vinningar því þeim fylgdu kvaðir frá skattstjóra um tekju- skattsgreiðslu sem nam hundruð þúsunda króna. Niðurstaða okkar sem byggð var á þessum upplýsingum var því að fækka vinningum í rúmlega 55.000 í sumar en hafa fleiri veglega vinn- inga. Heildarverðmæti vinninga hefur tvöfaldast milli ára og er nú um 38 milljónir. Með þátttöku ann- arra vörumerkja eins og Sprite og Fanta í leiknum gerum við ráð fyr- ir að flöskum fjölgi um u.þ.b. 15%. ------------------- Heildsölubirgðir af vettlingum. Ymsar stærðir og gerðir. Níðsterkir, verð mjög hagstætt. S. Gunnbjönnsson ehf. v sími 565 6317 > Ferskar kjötvörur og Svínabúið á Kjalarnesi Svínakjöts- verð lækkar um 6% í DAG, þriðjudag, lækka allar svína- kjötsvörur frá Ferskum kjötvörum um 6% til neytenda og er um varan- lega verðlækkun að ræða. I fréttatilkynningu frá kjötvinnsl- unni Ferskum kjötvörum og Svína- búinu á Kjalarnesi kemur fram að lækkunin sé komin til vegna hagræð- ingar og framfara í framleiðslu á svínakjöti. Kjötvörur frá Ferskum kjötvörum eru á boðstólum víða um land, m.a. í Nýkaupi, Hagkaupi, Bónus, 10-11 búðunum og hjá Hraðkaupi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.