Morgunblaðið - 13.07.1999, Page 38

Morgunblaðið - 13.07.1999, Page 38
-* 38 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Að ósekju vegið að Halldóri SUM MÁL eru þannig vaxin að engu er líkara en þau kippi þjóðinni úr sambandi þegar um þau er fjall- að. Lindarmálið er þannig mál. Um það á sjálfsagt eftir að verða fjallað síðar útfrá öðrum sjón- arhóli en menn hafa verið færir um síðustu misseri. Það eru auðvit- að allir ósáttir við að þjóðin skuli hafa tapað miklum fjármunum - og eðlilegt að reyna að draga lærdóma af mis- tökum. Niðurstaðan sakleysi En burtséð frá því, þá var málinu komið í ákveðinn farveg - það var sent til ríkissak- sóknara. Þar átti að kanna hvort tilefni væri til ákæru eða frekari aðgerða. Þetta var lögformlegur far- vegur og ég minnist þess ekki að gerðar væru athugasemdir við þann framgangsmáta. Nú er niðurstaða komin - hún felur í sér þær lyktir að ekki reyndist tilefni ákæru eða frek- ari aðgerða. Það er ígildi þess að stjómendur fyrirtækisins séu sýknir saka. Þegar sú niðurstaða er fengin er afar ógeðfellt að haldið sé áfram að dæma þá með margvíslegum hætti. Það var farið eftir leikreglum. Samt er haldið áfram. Og þá er stutt í ofsókn. Nú er þess að gæta að einstak- lingamir sem við sögu komu hafa samfellt verið til umfjöllunar með neikvæðum hætti í fjölmiðlum áram saman. í því er fólgin vemleg refs- ing - bæði fyrir þá og fjölskyldur þeirra. Það er full ástæða til að taka mið af þeirri staðreynd þegar nú er haldið áfram að fjalla um málið. Atvinnuofsóknir og einelti Því miður virðist það stundum vera lenska í okkar þjóðfélagi að eft- ir að búið er að gefa merki um að eitthvað kunni að vera aðfinnsluvert til dæmis við stjómun stofnana og fyrirtækja, þá sé það umfram annað einhverjum einstaklingum að kenna og sjálfsagt sé að hundelta þá. Þetta fyrirbæri, eða jafnvel lögmál, skuld- ast yfirleitt því að menn era vanfær- ir um að fjalla um eðli mála, orsök þeirra og afleiðingu, - eiga bágt með að vera málefnalegir. Ástæða þess að ég nú lyfti penna er að mér blöskrar hvernig póli- tískir vinir mínfr hafa farið að ráði sínu með refsigleði og rangsleitni í garð einstaklingsins Halldórs Guðbjama- sonar, íyrrverandi bankastjóra Lands- bankans. Ég get ekki skilið það öðravísi en sem atvinnuofsóknir og einelti - og því get ég ekki orða bundist. Sumir stjómmálamenn virðast ekki sætta sig við þá faglegu niðurstöðu sem fram er komin að Halldór sé sýkn saka, heldur liggi áfram einhvers konar Leikreglur Hárfín lína, segir Óskar Guðmundsson, getur verið á milli aðhalds og eineltis. óljós sök hjá honum. Stundum er engu líkara en stjórnmálamenn hafi gefist upp á að veita pólitískum valdamönnum aðhald - og fari þá út í að elta embættismenn - í vanmætti sínum gagnvart ráðherravaldinu. Oddvitar á villigötum Nú er þess að gæta að Halldór Guðbjamason er einn þeirra manna sem komist hafa til áhrifastarfa í bankaheiminum á grundvelli þess að vera bankamaður. Þrátt fyrir það talaði oddviti Samfylkingarinnar á Suðurlandi um að það væri „pólitísk ráðning" ef Halldór yrði bankastjóri Seðlabankans, og gefur þar með í skyn að Halldór hafi ekki faglega burði til starfans. Halldór hefur hins vegar alla sína starfstíð verið banka- maður, auk þess að hafa góða menntun - það væri því fagleg ráðn- ing ef hann yrði bankastjóri Seðla- bankans. Oddviti Samfylkingarinnar á Suðurlandi hefur því lent í blind- þoku á hinni pólitísku heiði skil- greininganna. Þannig getur jafnvel mætustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar orð- ið á. Meiraðsegja oddviti Samfylk- ingarinnar í Reykjavík hefur tekið þátt í þessari aðför að einstaklingn- um Halldóri Guðbjarnasyni. Oddvit- inn heldur því fram að það væri óeðlilegt að Halldór yrði seðla- bankastjóri þarsem hann hefði farið illa með almannafé og gefið Alþingi rangar upplýsingar. Ef að þetta er hugsað þröngt væri um alvarlegar ásakanir að ræða sem auðvitað væra ekki settar fram nema með ítarleg- um rökstuðningi. Líklegra er að odddviti minn hafi - í hita leiksins - sett þetta fram svona almennt og vítt - og þá fer ekki hjá því að litið sé yfir þingheim. Ætli þeim fækkaði ekki fjöðranum í stássstofum Al- þingis ef þetta almenna sakarefni yrði tilefni atvinnusviptingar? Hætt er við að þá yrði þingheimur sköll- óttur. Þegar bestu stjórnmálamönn- um þjóðarinnar verður á að renna sér svo slysalegar fótskriður er ekki nema von að minni spákörlum og - kerlingum verði fótaskortur á hálu svelli siðferðisumræðunnar. Þetta sýnir og hversu hárfín lína getur verið á milli aðhalds og eineltis. Nei, auðvitað væri það bæði for- kastanlegt og siðlaust ef Halldór yrði látinn gjalda þess að hafa verið sem bankastjóri Landsbankans stjórnarformaður Lindar nema að íyrir lægi sekt hans eða afglöp í starfi. Hann er að lokinni rannsókn sýkn og saklaus og enginn hefur heimild til að ráðast að mannorði hans með þeim ógeðfellda hætti sem raunin er. Og hann er auðvitað full- bær að verða seðlabankastjóri. Sjálfum finnst mér eins og stjórn- málamenn hafi gefist upp á að taka pólitískt á efnahags- og bankamál- um. Þessi uppgjöf endurpeglast í þeim ömurlega eltingaleik við ein- stakling sem við höfum orðið vitni að. Á meðan er þegjandi og hljóða- laust verið að umbylta gjörvöllu peninga- og bankakerfi þjóðarinnar. En það er pólitík. Höfundur er blaðamaður. Óskar Guðmundsson ÞAÐ LAGÐI lykt frá Faxamjöli. Það bil- aði eitthvað sagði for- stjórinn og baðst af- sökunar. Borgarstjór- inn skipti skapi og hót- aði, hótaði að sjá til þess að verksmiðjunni yrði lokað. Það var ekkert annað. Ég man þá tíð þegar Grandinn og vesturhöfnin iðuðu af athafnalífi, unnið var við báta, fiski landað, vírar splæstir, net bætt ' '' og annað eftir því. Það er ekki þannig í dag, enda er ég viss um að borgarstjórinn sem fann fýlu í miðbænum væri ekki um of hrifinn ef útlend- ingur, eða menningarviti, sæju milli blómakeranna óhreinan sjómann að splæsa vír. Slíkt er ekki boðlegt að- eins nokkrum mánuðum áður en Reykjavík verður ein af mörgum menningarborgum Evrópu. Því skal barist; burt með allt sem gefur frá sér lykt, er ekki hreint og því ekki jp. broddborguram bjóðandi. Reyndar held ég að menning þessarar þjóðar liggi einna mest í sjó, sjósókn og sumum öðram atvinnugreinum, en það er að sjálfsögðu útúrdúr. Þar sem hægt er að finna lykt af fiski er sennilega best að endumýja engin starfsleyfi og koma slíkri atvinnu út úr menningarborginni. Menningin sér um sína. Þeir sem hafa menn- ingu þurfa ekki lykt. Ferðamálafrömuður mætti í sjónvarpsfréttir og náði ekki upp á nef sér. Útlendingar nokkrir höfðu fundið vonda lykt í miðbæ Reykjavíkur. Frömuð- urinn vildi láta loka Faxamjöli. Sennilega hefur verið búið að segja útlendingunum að Reykjavík væri menningarborg, ekki slor borg. Óheppilegt. Ætli erlendir ferða- menn, flestir allavega, viti ekki að íslenska þjóðin stundi fiskveiðar sér til framfærslu? Því þá að fela fyrir gestum okkar hverjir við í raun eram? Hún er merkileg konan sem er borgarstjóri. Getur verið að henni sé illa við vinnandi fólk og þá sem ég hef alltaf talið að væra góðir og gegnir meðal annars til að halda menningunni gangandi? SÍF er far- ið úr Reykjavík, Faxamarkaður þarf að fara, Marel er að fara og borgarstjórinn vill ekki fiskimjöl í menningarborginni. Það er fleira sem borgarstjórinn gerir og ég skil ekki. Hún snaraði milljónum til að opna félagsmiðstöð handa samkyn- hneigðum. Karlmenn sem gimast konur og konur sem vflja karlmenn þurfa kannski líka félagsheimili með sínum líkum. Kannski var framlagið til samkynhneigðra afgangur af menningunni sem hefur jú forgang á allt og alla. Reyndar skil ég ekki hvaða bakgrann það fólk hefur sem er í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er eins og þessu fólki sé ekkert heil- agt þegar kemur að menningu og sú árátta þess að ráðast að höfninni þess vegna er ótrúleg. Því ósköpun- um er ekki verkið klárað, fyllið bara í höfnina og byggið þar menningar- hús við menningarhús. Samt verða ég að spyrja mig einnar spumingar enn: Er það fólk sem nú vill byggja tónlistarhús í höfninni, sama hvað það kostar og þó aðeins lítill hluti almennings, kannski 5 prósent, hafi áhuga á þessu öllu saman, ekki Mengun Ég man þá tíð, segir Birgir Hólm Björgvinsson, þegar Grandinn og vesturhöfnin iðuðu af athafnalífi. sama fólkið og defldi hvað harðast á Davíð Oddsson þegar lét byggja Ráðhús og Perlu? Að lokum vfl ég í fullri vinsemd benda menningarvitum borgarinn- ar á góða leið til að losna úr fýl- unni. Farið til Þingeyrar, allri lykt hefur verið eytt í því plássi. I stað- inn viljum við hin fá vinnufúsa Þingeyringa tfl að bræða loðnu. Góða ferð. IJöfundur er stjórnarmaður i Sjó- mannafélagi Keykjavikur. Hver er í fýlu? Birgir Hólm Björgvinsson Maður er nefndur SAMA morgun og seinni grein mín um fjármálalega hlið fram- leiðslunnar á þáttaröð- inni „Maður er nefnd- ur“ birtist hringdi Hannes Hólmsteinn Gissurarson í mig og vildi fá að vita hver hefði kjaftað þessu í mig og hvers málpípa ég væri. Hann tók það ekki sem gilt svar að ég væri bara ég sjálfur í skrifum mínum og spurði mig hvað ég hygðist gera þegar þeir rækju þetta ofan í mig. Ég bauð þeim að gera það, ég mundi bregðast við því þeg- ar það gerðist. Bauð hann mér þá vinnu við þættina. Átti ég, á fundi með þeim er vinna tæknivinnuna, að koma þeim á rétt spor. Hann stakk upp á því að ég þægi fyrir viðvikið um 50.000 krónur í laun. Ég afþakk- aði. í kjölfarið á símtalinu var mér svo boðsent bréf undirritað af Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstarétt- arlögmanni þar sem hann fyrir hönd umbjóðanda síns, Alvíss, fer Sjónvarpsefni Þáttaröðin „Maður er nefndur“ er gerð af vanefnum með blessun Sjónvarpsins, segir Geir Hölmarsson, og það eigum við áskrif- endur ekki að líða. fram á að ég upplýsi um heimildir mínar. Síðan hefur ríkt þögn úr þeirri átt. Þögnin var rofin í Degi 1. júlí sl. þar sem Jónas Sigurgeirsson segir um skrif mín: „Ég vona svo sannar- lega, að það hafi ekki haft áhrif á hann, að hann er nátengdur kvik- myndagerðinni Hugsjón, sem hefur verið að móta hugmynd um fram- leiðslu svipaðra þátta fyrir Stöð 2.“ Eina leiðin til að verjast svona pill- um er að treysta á heilbrigða skyn- semi þeirra sem lesa. Ég á hálfbróð- ur sem vinnur og á hlut í kvik- myndagerðinni Hugsjón. Við ólumst ekki upp saman og það vita allir sem okkur þekkja að samgangur okkar á milli er afar lítill. Hins veg- ar eram við bræður, ég veit af hon- um og hann af mér, og ég hef hing- að til getað leitað til hans hvenær sem er og vona að hann viti að til mín getur hann alltaf leitað. Á mín- um þrettán áram í þessum bransa hef ég einu sinni unnið fyrir Hug- sjón. Það var fyrir um sjö áram þegar ég var hlaupagikkur eftir raf- hlöðum og spólum í einu verkefni. Þetta era mín „nánu“ tengsl við Hugsjón. Þessi pilla sem Jónas Sig- urgeirsson laumar klaufalega fram með því að gera sér upp velvild í minn garð, þar sem hann vonar sannarlega að ég sé ekki málpípa fyrir öfund og úlfúð í kvikmynda- geiranum, er máttlaus því ég teng- ist ekki kvikmyndageiranum og hef ekki tengst honum í a.m.k. fimm ár. Ég er ekki meðlimur í Félagi kvik- myndagerðarmanna, ég er ekki fé- lagsmaður í Framleiðendafélaginu, ég er áskrifandi að Sjónvarpinu með yfirgripsmikla þekkingu á sjónvarpsframleiðslu og veit hvenær verið er að svína á okkur. Þáttaröðin „Maður er nefndur" er gerð af vanefnum með blessun Sjónvarpsins og það eigum við áskrifendur ekki að h'ða. Ég held að næsta skref sé að biðja Neytendasamtökin að hlutast til um að áskrifendur Sjónvarpsins fái afslátt af áskriftargjöldum. Það þykir eðlilegt að þeir sem selja útlitsgallaða vöra gefi afslátt frá fullu verði. Ég sé ekki að það sé skilyrt að varan þm-fi að vera í strikamerktum umbúð- um. Annað vil ég taka fram varðandi greinina sem birtist í Degi. Þar hefur blaðamaðurinn eftir mér að ég hafi áhuga á að skrifa um dagskrárstefnu Sjón- varpsins í heild sinni og metnaðarleysi í þátta- gerð sem þar ráði ríkj- um. Þetta er svolítið ónákvæmt, líklega hef ég ekki talað nógu skýrt við blaðamanninn. Mér finnst EKKI að Sigurður Valgeirs- son reki metnaðarlausa dagskrár- gerð. Ég tel hins vegar Sigurð vera í afar vanþakklátu starfi. Það sem ég hef áhuga á að ræða er metnaðar- leysi stjórnanda Sjónvarpsins gagn- vart starfsfólki sínu og Sjónvarpinu sem slíku. Til undirbúnings því hef ég formlega spurt Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóra nokkurra spurninga og hann hefur vísað þeim til framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, sem ég treysti til að hlýða yfirmanni sínum og svara mér án þess að draga lappirnar. Víkur nú að tölum og útreikning- um. Dagur hefur heimildir fyrir því að þátturinn kosti Sjónvarpið 150.000 krónur. Gott og vel, hér hafa borist nýjar upplýsingar. Bætum þeim við þær nýju upplýsingar sem ég hef og reiknum dæmið upp á nýtt. Ég trúi því að Sjónvarpið kaupi þættina á 150.000 krónur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson tjáði mér, aðspurður, að styrkur Ný- sköpunarsjóðs væri til 25 viðtals- þátta við framherja eða 100.000 á þátt. Samtals gerir þetta 250.000 krónur til framleiðslu á viðtalsþátt- um við framherja. Þetta gefur til kynna að framleiðendurnir hafi gert ráð fyrir kostnaði upp á a.m.k. 250.000 krónur og hafi kynnt sín mál þannig við fjármögnun á þeim. Ég veit til þess að þeir hafa sent um- sóknir til félagasamtaka og hags- munasamtaka víða um land þar sem farið er fram á að viðtöl við þeirra fólk verði styrkt um 100.000 krónur á þátt. Hefði Sjónvarpið ekki átt að taka tillit til þessa við kaup sín? Ætti kaupverðið ekki að vera 50.000 krónur? Sjónvarpinu hlýtur að hafa verið kunnugt um þessa styrki og með því að greiða 150.000 krónur fyrir þáttinn samþykkir það að heildarverð hvers þáttar sé 250.000 krónur. Þessar tölur era fyrir utan styrk Menningarsjóðs upp á 2.000.000 króna. Það getur verið að þeir hafi ekki náð að selja hvern þátt og það dragi niður meðaltalið. Hins vegar geri ég ráð fyrir í mínum útreikn- ingum að það vinni um sjö manns við framleiðsluna en hjá Alvís starfa við þættina tveir til þrír menn. Það þýðir að ég ofmet kostnaðinn í mín- um útreikningum en vanmet hann ekki eins og Jónas Sigurgeirsson heldur fram. I samtali mínu við Hannes Hólm- stein kom fram að Sjónvarpið kaup- ir aðeins sýningarrétt að þáttunum. Ég geri þá ráð fyrir að Alvís eigi það efni sem tekið var upp, sem og það sem ekki fer í þættina. Hannes Hólmsteinn segist hafa séð við vinnslu á annarri þáttaröð hvflíkur fjársjóður gömlu þættimir væru. Éftir nokkur ár verða nýju þættirnir gamlir og orðnir að fjársjóði. Kvik- myndasafn íslands selur úr sínum fjársjóði hverja byrjaða mínútu á 15.000 til 30.000 krónur. Hver mun selja mínútur úr fjársjóðnum „Mað- ur er nefndur"? Höfundur hefur starfað við sjón■ varp í þrettín ár. Geir Hólmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.