Morgunblaðið - 13.07.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 13.07.1999, Síða 39
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 39* UMRÆÐAN Sorgardagur í Grjótaþorpi ÞÆR sorgarfréttir bárust okkur íbúum Grjótaþorps með sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins 11. júlí sl. að búið væri að veita Hlaðvarpanum v/Vesturgötu leyfí til skemmtanahalds til klukkan þrjú á næt- urnar. Með í kaupun- um fylgdi leyfi til vín- veitingasölu utanhúss til klukkan átta á kvöldin. Ógjörningur er að gera sér í hugar- lund hvernig rekstrar- aðilar hyggjast standa að þeirri áfengissölu ef ekki við húsgafl okkar íbúa hverfis- ins er næst Hlaðvarpanum búum og þar með fyrir framan nefið á börnunum okkar. Sigríður Erla Jónsdóttir, skemmtanahaldari staðarins, segir í blaðinu það alls ekki meininguna að storka nágrönnum staðarins. Um sé að ræða sjaldgæfa viðburði. Ef svo væri, er það þá ekki alveg nóg til að raska ró íbúa hverfisins? Hvaða viðmiðun setur Sigríður Erla við heimili sitt? Þá áréttar Sigríður Erla í blað- inu að í Hlaðvarpanum hafi verið rekin menningarmiðstöð kvenna í 15 ár og verði gert áfram. Ibúar Grjótaþorps hafa lítið sem ekkert orðið varir við menningarstörf kvenna í Hlaðvarpanum ef undan eru skildar þær örfáu stúlkur sem virðast reyna að verða sér út um vasapeninga með því að halda dansleiki í húsinu fram á rauða nótt og þar með vöku fyrir þeim konum, eig- inmönnum þeirra og börnum er í hverfinu búa. Nokkrar konur gerðu sér ferð á dögun- um út í Viðey og komu í land með ósk upp á tugi ef ekki hundruð milljóna króna af al- mannafé til uppbygg- ingar jógastöðvar á Kirkjubæjarklaustri. Nær væri að þær kæmu hingað í Gijóta- þorpið til okkar, hreinsuðu brennivínið úr Hlaðvarpanum og stunduðu sína íhugun þar. Sigríður Erla segist hafa átt góð samskipti við íbúa í hverfinu og von- ar að svo verði áfram. Undir þær framtíðaróskir skal heilshugar tekið en Sigríður Erla hefur ekki hug- mynd um hvernig samskiptin hafa verið hingað til. Hún er nýtekin við „rekstrinum". Hún segir þær Hlað- varpastelpur eingöngu vera að auka „lífið“ í húsinu: Það er stundum svo mikið „líf“ í húsinu að ólíft er á heimilum íbúa hverfisins. Ef einhver stjóm situr yfir þessari „menningar- miðstöð" í Hlaðvarpanum má hún gjaman koma upp á yfirborðið og hreinsa svolítið tíl í húsinu. Ingibjargarþáttur Sólrúnar Eftir sex bréf greinarhöfundar til borgarstjórans í Reykjavík á jafnmörgum vikum um neyðará- stand það er skapast hefur hér í hverfinu (engu þeirra hefur hún svarað enn, ekki frekar en bréfrit- ari væri hundur) hefur hún nú loks upp raust sína í hinni sömu Morgunblaðsfrétt 11. júlí sl. Ingi- björg Sólrún er pólitískt heljar- menni og ákaflega vel máli farin. Og hún er líka snillingur í að tala ekki um það sem um er rætt. Það gerir hún einmitt í umræddri frétt. Það þarf líka snilling á borð við Ingibjörgu Sólrúnu til að stað- Svefnfriður Leita þarf aftur til valdatíma kommúnista Ráðstj órnarríkj anna, segir Oddur Björnsson, að sambærilegum valdhroka. setja Erotic Club Clinton, Aðal- stræti 4B, innan „miðbæjarsvæð- is, jafnvel þó svo hann teygi sig inn í íbúðarhverfið Grjótaþorp" eins og hún orðar það svo listilega við blaðamann. Að hús er stendur við Fischersund, með aðal- og bakinngang frá Fishcersundi telj- ist ekki standa í íbúðarhverfinu Grjótaþorpi er aðeins á færi slíkra snillinga að skilja. Þess háttar við- miði hefur væntanlega verið beitt á Nesveginum um daginn þegar lítilli verslun með saklausan heim- ilisiðnað var gert að loka án nokk- urs fyrirvara vegna kvartana frá íbúum nærliggjandi húsa. Borgar- Oddur Björnsson yfirvöld hafa, að sögn borgar- stjóra, ekki fjallað um óskir um rýmkun leyfis og lengri af- greiðslutíma, „þannig að íbúar Grjótaþorps hafa enga ástæðu til að vera með yfirlýsingar um það mál“ er haft eftir honum í sömu frétt og greinir frá veitingu fulls skemmtanaleyfis til klukkan þrjú á nóttunni! Leita þarf aftur til valdatíma kommúnista Ráðstjórn- arríkjanna að sambærilegum vald- hroka. íbúar Grjótaþorps eiga ekki að vera með óþarfa yfirlýs- ingar! En borgarstjóri gleymir sinni eigin yfirlýsingu í Morgun- blaðinu 31. mars 1998, þá nokkrum vikum fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í Reykjavík. íbúasamtök Grjótaþorps höfðu kallað eftir við- brögðum borgaryfirvalda vegna veitingareksturs í Aðalstræti 4B, svona til að vita hvar þeir stæðu í komandi kosningum, og ekki stóð á svari: „Tel rekstur í húsinu full- reyndan," sagði borgarstjóri, og lýsti því í fréttinni að leyfi staðarins yrðu ekki endumýjuð. Lögreglan í Reykjavík En snillingarnir leynast víðar. Til að segja eitthvað lætur for- vamafulltrúi lögreglunnar í Reykjavík, Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, hafa eftir sér í títtnefndri frétt að íbúar Grjótaþorps séu haldnir einhvers konar heyrnarbilun. Já, ekki heymarskorti heldur heymarbil- un: „Ekki er hægt að merkja að hávaðinn komi sérstaklega frá ákveðnum veitingastað eins og Oddur Björnsson sagði í samtali við Morgunblaðið sl. fostudag," sagði Karl Steinar. „Við höfum ekki getað tekið undir allt sem (Oddur) talar um og merkt það ein- um veitingastað," bætir Karl við. Greinarhöfundur hefur setið nokkra fundi með Karli Steinari og minnist þess ekki að hafa verið boðið í heyrnarpróf. Hins vegar kemur mjög á óvart að heyra sjálf- an forvarnafulltrúann taka upp * Ibúasamtök Grjótaþorps mót- mæla rangfærslum borgarstjóra ÞAÐ VAR merkileg reynsla núna um helg- ina að verða vitni að viðbrögðum ýmissa Iháttsettra embættis- manna í Reykjavík við þeirri tiltölulega hóf- sömu kröfu íbúa í Grjótaþorpi að svefn- friður verði tryggður í íbúðarhverfinu. Þessi viðbrögð vora fullkom- lega óskiljanleg, bæði íbúum Grjótaþorps og þeim , fjölmörgu Reykvíkingum sem ennþá líta svo á að borgarstjórn og lög- regla í höfuðborginni séu tíl að þjóna borgur- unum og tryggja þeim lágmarks- mannréttindi. Helgi Hjörvar, nýkjörinn forsetí borgarstjórnar, sagði í útvarpsvið- tali á föstudagskvöld að ástandið í Gijótaþorpinu væri óviðunandi en fannst jafnframt við hæfi að skilyrða svai' sitt - EF íbúarnir væru að Isegja satt og rétt frá því að hávaði frá skemmtistöðum héldi vöku fyrir þeim um nætur. Um aðgerðir af hálfu borgarinnar til að tryggja Reykvíkingum svefn- frið hafði forseti borgarstjórnar ekkert að segja en vék talinu að því að nauðsynlegt væri að halda uppi atvinnustarfsemi í borginni og bættí því við að nú væru komnar nýjar reglur svo að borgarstjórn gæti far- ið að sið knattspyrnudómara og út- Ibýtt gulum og rauðum spjöldum til veitingahúsa í borginni. Þetta svar forseta borgarstjómar var með ólíkindum, ekki síst með það í huga að hvorki þarf mikla manngæsku né sér- staka hlýju í garð íbúa Grjótaþorps til að sjá að málið snýst um svefnfrið í íbúðarhverfi í Reykjavík en ekki um vínveitingalöggjöfina almennt. í sunnudags- blaði Morgunblaðsins var rætt við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra þar sem hún hefur litla samúð með frekjulegum kröf- um Grjótaþorpsbúa um svefnfrið. Borgarstjór- inn segir í viðtalinu: „Við höfum ekki fjallað um óskir um rýmkun leyfis og lengri opnun- artíma hjá borginni, þannig að íbúar Grjótaþorps hafa enga ástæðu til að vera með yfirlýsingar um það mál.“ Það er erfítt að sjá hvernig þessi ummæli borgarstjórans geta verið sannleikanum samkvæm því að Hlaðvarpanum var veitt fullt skemmtanaleyfi sl. fimmtudag og geta nú kvenréttindakonurnar látið dansinn duna til kl. þrjú á nóttunni allai' helgar án þess að hafa fyrir því að biðja um leyfi í hvert sinn! Þetta kemur fram í sömu frétt og borgar- stjórinn heldur því fram að engar óskir séu uppi um rýmkun leyfis. Ennfremur segir borgarstjórinn um klámbúlluna „Club Clinton - Erotic Club“ í Grjótaþorpi að: „Umræddur staður teljist til miðbæjarsvæðis, jafnvel þó svo að hann teygi sig inn í íbúðahverfið Grjótaþorp og sam- ræmist starfsemi hans því skipulagi sem gert er ráð fyrir á miðbæjar- svæði, þ.e. verslun, veitingastarf- semi eða öðra slíku.“ Þetta er rangt með farið. Grjótaþorp takmarkaðist fyrir borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur af Aðalstrætí, Túngötu, Garðastræti og Vestur- götu og mun halda áfram að gera það löngu eftir að hennar tími er lið- inn. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, talar máli klám- klúbbanna og skemmtistaðanna í viðtali í sama blaði og vii'ðist ekki hafa áhyggjur af því að vændi og eit- urlyf tengist slíkum stöðum. Um sí- endurteknar kvartanir og kærur Svefnfriður Svar forseta borgar- stjórnar, segir Finnur Guðsteinsson, var með ólíkindum. íbúanna vegna hávaða hefur aðstoð- aryfirlögregluþjónninn þetta að segja: „Ekki sé hinsvegar hægt að merkja að hávaðinn komi sérstak- lega frá ákveðnum veitingastað eins og Oddur Björnsson sagði í samtali við Morgunblaðið og birtist sl. föstu- dag.“ Þessi aðstoðaryfirlögreglu- þjónn tekur fjölmiðlabikarinn þessa helgina fyrir einhverja heimskuleg- ustu yfirlýsingu sem lengi hefur sést á prenti, þar sem hann setur fram þá kenningu að djöfulgangurinn í miðbænum sé einfaldlega það mikill að Oddur Bjömsson sé orðinn svo vankaður að hann viti ekki hvaðan sá hávaði kemur sem heldur vöku fyrir honum um nætm' - og sama gildir þá væntanlega um aðra íbúa í Grjótaþorpi. Þess má þó geta að Fisehersund 3 stendur í 6 metra fjarlægð frá Hlaðvai-panum og við fullyrðum að ekki fyrirfinnist svo sljór aðstoðaryfirlögreglumaður að hann geti ekki úr 6 metra fjarlægð greint á milli tónleikahalds í Hlað- varpanum og hávaða frá skemmti- stöðum utan íbúðahverfisins. Nú er sannleikurinn sá að Oddur Björns- son er tónlistarmaður að atvinnu og leikur í Sinfóníuhljómsveit Islands og hefur ekki greinst með heyrnar- skerðingu. Oddur býr í um 25 metra fjarlægð frá Hlaðvarpanum og á ekki í nokkram vanda með að greina hvort það er Botnleðja eða Big Band Brútal sem er að leika hverju sinni á þeim helgarhljómleikum sem kvennahreyfingin í Hlaðvarpanum telur vera Grjótaþorpinu „til fram- dráttar og fegurðarauka". Framkoma ofantalinna embætt- fsmanna Reykjavíkurborgar, þeirra Helga Hjörvars, Ingjbjargar Sól- rúnar Gísladóttur og Karls Steinars Valssonar, í fjölmiðlaviðtölum nú um helgina er ömurlegt dæmi um valdhroka og skilningsleysi í garð fólks sem hefur það eitt til saka unnið að hafa vakið athygli fjöl- miðla á getuleysi borgaryfirvalda til að tryggja venjulegu fólki frið fyrir klám- og hávaðabúllum sem borgaryfírvöld hafa veitt leyfi til að stunda iðju sína inni í miðju íbúða- hverfi. Að lokum viljum við taka fram að: Við neitum því að A (borg- arstjórn Reykjavíkur) hafi heimild til að leyfa B (Club Clinton og Hlaðvarpanum) að halda vöku fyrir C (íbúum Reykjavíkur). Greinarhöfundur situr ístjóm Ibl'ui- samtaka Grjótaþorps. Finnur Guðsteinsson hanskann fyrir nektar- og eitur- lyfjabúllur bæjarins aðeins sólar- hring eftir að fimm manns var stungið í steininn fyrir tilraun til að<_ smygla 1000 e-pillum inn í landið. Þar af voru tvær útlendar nektar- dansmeyjar, ef marka má hádegis- fréttir RÚV laugardaginn 10 júlí. Karl Steinar bendir í fávisku sinni á að bæði Hlaðvarpinn og Erotic Club Clinton hafi skert leyfi og aðrir veitingastaðir í nágrenninu hafi opið mun lengur. Það era eng- ir aðrir dans- og nektarstaðir í Grjótaþorpinu og Hlaðvarpinn er kominn með fullt leyfi eins og áður greinir. Forvarnahvað? Nýr forseti borgarstjórnar Nýkjörinn forseti borgarstjóm- ar lætur einnig ljós sitt skína í fjöl- miðlum um málefni íbúa Grjóta- þorps og hafði yfirlýsinga hans verið beðið með eftíi-væntíngu. í kvöldfréttum RÚV föstudags- kvöldið 9. júlí fór forsetinn um víð- an völl, útbjó nýtt litakerfi fyrir nektarbúllurnar, gul spjöld og rauð, tók ofan fyrir atvinnulífinu í Reykjavík (hvað kemur það svefn- traflunum borgarbúa við?) og sagði mál íbúa Grjótaþorps alvarlegt, EF það sem þeir segðu reyndist satt. Að öðru leyti var harla lítið sagt í mörgum orðum. Hitt er svo annað að Reykjavíkurborg er að reyna að vera svo fín með sig að leki örlítil peningalykt yfir bæinn á 12 mánaða fresti frá Örfyrisey ætl- ar allt um koll að keyra innan borg- arkerfisins. Bréf eru skrifuð, yfir- lýsingar gefnar og forstjórum hót- að öllu illu ef þeir voga sér að láta slíkt henda nokkurn tímann aftur. Það er sitt hvað atvinnulíf og at- vinnulíf í Reykjavíkinni okkar. Greinarhöfundur óskar nýkjömum forseta borgarstjórnar velfarnaðar í nýju starfi og býður hann hér með velkominn að Mjóstræti 2B (tímasetning að eigin vali) í leit sinni að sannleikanum. Höfundur er hljómlistarmaður. law 5/ Negro Skólavörðustig 21 o 101 Reykjavík Sírai/fox 552 1220 Netfang: blonco@itn.is Veffong: www.blonco.ehf.is V-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.