Morgunblaðið - 13.07.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 13.07.1999, Síða 56
v 56 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ r 1 ^ HÁSKÓLABÍÓ NYTT OG BETRA' iúm liuuúi iijJjuii :i UjíIíii it JjáiimE^ Drew Barrymore Davíd Arqut -fLC.HÚNHEEURALDREIj WÍ, TOLLAÐ « í TlSKUNNI... Æ FYRIR 990 PUNKTA FERDU IBÍÓ Álfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 MELGl www.samfilm.is S- Þ ÓMAR Ragnarsson söng forðum að ekkert jafnaðist á við sveitaball og það eru svo sannarlega orð að sönnu. Um það voru ballgestir í Njálsbúð í það minnsta sam- mála á laugardagskvöldið er Stuðmenn tróðu þar upp. í för með þeim voru tveir eðal tónlistarmenn; þeir Addi rokk og Úlfur skemmtari og ald- ursbilið var því brúað á svið- inu þótt flestir gestanna væru undir tvítugu. „Sveitaböll eru séríslenskt fyrirbæri og því er mjög gam- an að fá að taka þátt í þeirri upplifun sem þeim fylgir,“ sagði Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður baksviðs í hálfleik. „Sveitaböll hafa verið að þróast í gegnum árin. Hér áður fyrr voru harmonikuböll og dansaðir gömlu dansarnir á öllum böllum. Það hef- ur breyst en þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði hann brosandi og dreif sig svo inn í búningsklefann að skipta um föt því á sveitaböllum með Stuðmönnum er snyrti- mennskan ávallt í fyrirrúmi og klæðnaðurinn eftir því. Böllin hafa breyst Egill Ólafsson söngvari tók því rólega í hléinu og var á því að sveitaböll hefðu breyst í gegnum tíðina. „Við spiluðum fyrst á sveita- böllum fyrir um 25 árum og þetta hefur breyst mikið síðan þá,“ sagði hann. „Ætli það sé ekki bara betra fólk sem kemur á böllin núna? Það er ekki sami „barbari" í gangi. Eg man eftir því hér áður að það log- aði allt í slagsmálum á böllum, slagsmál voru normið. Nú er fólk fyrst og fremst komið til þess að skemmta sér og gleyma raunveru- leikanum um stund. Það er gott að gleyma sér í dansi og söng, hvort sem er með Sigurjóni digra eða Evu á Rifí,“ sagði hann brosandi og á við persónur úr vinsælum Stuð- mannalögum. „Ég gleymi mér líka oft á sviðinu. Þetta er svona „ping- pong“-samband. Við segjum „ping“ og ballgestir verða að segja „pong“, ef það gerist ekki getur maður hætt og snúið sér að einhverju öðru,“ sagði Egill og þurrkaði svit- ann af enninu því fjörið á sviðinu og dansgólfínu var geysilegt og mikill hamagangur. - Eruð þið að halda upp á þrjátíu ára afmæli Stuðmanna með því að koma saman aftur? „Ja, við höfum verið sundur og saman lengi. Það fylgir eiginlega veðurfarinu hvenær við störfum. Ef vindurinn blæs að hausti þá er- um við yfírleitt að spila, ef hann snýr sér í aðra átt þá tökum við frí.“ - Er einhver munur á að spila í Iieykjavík og úti á landi? „Það er enginn munur. Vandamálið með borgina er að það er í fá hús að venda. Við þyrftum að eiga eitt gott félagsheimili í Reykjavík. Úti um allt land eru góð félags- heimili, hver hreppur, hver sýsla, á gott félagsheimili, en ekki menningarborgin Reykjavík. Það er líka ákveðið „sport" að spila úti á landi; „tröll- um og tjúttum og tökum svo lagið í lundi, hvar enginn veit,“ sagði Égill með tilþrifum áður en hann stökk upp á sviðið á ný. Það virtust líka allir vera komnir til þess eins að skemmta sér í Njálsbúð eins og meðfylgjandi myndir bera með sér, þótt tár á kinn og brostin hjörtu mætti einnig fínna meðal unglinganna. En eins og skáldið sagði: „Æskuhryggð er eins og föl á apríldegi" og sárin sem virtust svo djúp um helgina verða algróin á næsta balli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.