Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 1

Morgunblaðið - 15.07.1999, Page 1
11 tmnnH*frifr STOFNAÐ 1913 157. TBL. 87. ARG. FIMMTUDAGUR 15. JULI1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Djukanovic ljær máls á sjálfstæði Ósló. Reuters, AFP. MILO Djukanovic, forseti Svart- fjallalands, sagði í gær að Svartfell- ingar myndu stefna að fullu sjálf- stæði ef viðræður þeirra við Serba um framtíð júgóslavneska sam- bandsríkisins bæru ekki árangur. Djukanovic, sem hefur lengi ver- ið upp á kant við stjórnvöld í Belgrad, vill að dregið verði úr völdum júgóslavnesku stjórnarinn- ar og að sjálfstjórnarréttindi Svart- fjallalands verði aukin. Hann sagði eftir viðræður við Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, að stjórn Svartfjallalands myndi verða sveigjanleg í viðræðunum við flokk Slobodans MOosevics Júgóslavíu- forseta sem hófust í Belgrad í gær. „Eg vil fyrst og fremst tryggja að Svartfjallaland verði lýðræðis- legt ríki, dafni efnahagslega og taki þátt í samrunanum í Evrópu," sagði Djukanovic. „Ef það reynist hins vegar ekki mögulegt [í ríkjasam- bandinu við Serbíu] verður ekki hjá því komist að velja sjálfstæði." N-írskir sambandssinnar setjast ekki í stjórn með Sinn Féin Friðarsamkomu- lagið í uppnámi London, Bclfast. Reuters. ENGAR líkur virtust á því í gær að heimastjórn kaþólskra og mótmælenda á Norður-írlandi yrði skipuð í dag, eins og áætlað hafði verið, eftir að sam- bandssinnar ítrekuðu í gær að afstaða þeirra væri enn sú að þeir gætu ekki samþykkt að setjast í stjóm með fulltrúum Sinn Féin, stjórnmálaarms Irska lýðveldishersins (IRA), nema IRA hæfi afvopnun fyrst. Ekki er ljóst hver framtíð friðarumleitana á N-írlandi verður en bresk stjómvöld munu að öllum líkindum boða í dag endurskoðun á friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa. Sú endurskoðun gæti tekið marga mánuði. Ónafngreindur heimildarmaður Reuters í bresku ríkisstjórninni sagði í gærkvöldi að þessi ákvörðun sambandssinna myndi fresta mynd- un n-írsku heimastjórnarinnar um óákveðinn tíma. Stjórnin myndi eins og málum væri komið fara aftur yfir lykilatriðin varðandi framkvæmd friðarsamkomulagsins. Þessi yfir- ferð gæti tekið „allt sumarið". Með afstöðu sinni í gær hafnaði stærsti fiokkur sambandssinna (UUP) í raun framkvæmdaáætlun sem Tony Blair og Bertie Ahern, forsætisráðherrar Bretlands og Ir- lands, lögðu fram fyrir tæpum tveimur vikum um hvernig standa skyldi að skipun heimastjórnarinnar og afvopnun öfgahópa. Ljóst var af orðum Davids Trimbles, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna (UUP), eftir fund framkvæmdaráðs UUP í Belfast, að sambandssinnar teldu sig enn ekki hafa hlotið fullnægjandi tryggingar fyrir því að IRA myndi sannarlega afvopnast strax í kjölfar skipunar stjórnarinnar, ef af henni yrði. Því væri afstaða UUP í raun óbreytt, að IRA yrði að byrja afvopnun áður en sambandssinnar samþykktu að setj- ast í stjórn með Sinn Féin. Engu að síður kemur n-írska ÞÁTTTAKENDUR í fjöldagöngu í Teheran halda á loft slagorðum til stuðnings klerkastjórninni og myndum af Leiðtogum hennar í gær, þar á meðal Ajatollah Kliomeini, hinum látna leiðtoga íslömsku byltingarinnar í Iran. Tugþúsundir frana fylktu í gær liði til stuðnings klerkastjórninni Iransstjdrn segist hafa náð valdi á ástandinu Teheran. Rcutcrs. ÍRANSSTJÓRN sagði í gærkvöldi að öryggissveitir hefðu náð valdi á uppþotum þeim sem skekið hafa höfuðborgina Teheran frá því í síð- ustu viku, en þessar nýjustu óeirðir þykja hinar alvarlegustu frá því í byltingunni sem kom klerkastjórn- inni til valda í landinu árið 1979. Tugþúsundir stjórnarsinna fylktu í gær liði eftir götum Teheran og fleiri borga til að sýna vanþóknun sína á lýðræðisumbótakröfum þeirra sem staðið hafa að mótmælafundum undanfarinna daga. „Tekizt hefur að ná stjórn á ástandinu," sagði innanríkisráðherr- ann Abdolvahed Mousavi-Lari í út- sendingu íranska sjónvarpsins í gærkvöld. Sagði hann ró vera komna á í Teheran, þar sem í fyrra- dag urðu mikil átök milli umbóta- sinnaðra námsmanna og lögreglu, og að öryggissveitir héldu áfram „umfangsmiklum aðgerðum" til að handtaka þá sem taldir væru hafa staðið á bak við óeirðir. Þegar hefði allnokkur fjöldi verið hnepptur í varðhald, sagði ráðherrann. Fyrr um daginn höfðu tugþúsund- ir borgara gengið fylktu liði um göt- ur höfuðborgarinnar til að lýsa van- þóknun sinni á óeirðunum og hlýddu á talsmann klerkastjórnarinnar lýsa því yfír að þeir sem hefðu átt upp- tökin að þeim mættu búast við því að eiga dauðai’efsingu yfir höfði sér. „Þeir sem hlut áttu að uppþotum undanfarinna daga, eyðileggingu op- inberra eigna og árásum á kerfið verða dregnir fyrir dóm og refsað sem mohareb [þeim sem berjast gegn Guði] og mofsab [þeim sem út- breiða spillingu],“ sagði Hassan Rowhani, ritari þjóðaröryggisráðs írans. Þeir sem ákærðir eru fyrir þessar sakir eiga dauðadóm yfir höfði sér samkvæmt refsilögum Irans, sem grundvallast á Kóranin- um. Ungmenni handtekin Vitni að fjöldagöngunum í gær sögðust hafa séð um 50 ungmenni handtekin og lokuð inni í lögreglu- bílum. Þar á meðal hefði verið kona, sem hélt á spjaldi sem á stóð: „Fyrir hvaða glæp voru þau drepin?“ Þetta skilti vísaði til ungmenna sem sagt er að hafi verið drepin í árás öfgamanna múslima og lög- reglu á friðsamlegan útifund náms- manna sl. fimmtudag, þar sem lýð- ræðisumbóta var krafizt. Sam- kvæmt opinberum tölum lézt einn í árásinni, en hún hrinti af stað hrinu uppþota og óeirða í Teheran. Talsmaður nefndar námsmanna við Teheran-háskóla tjáði Reuters í gær að þeir hefðu ákveðið að hætta heimastjórnarþing- ið saman í dag og þar mun Mo Mowlam, N-ír- landsmálaráðherra bresku stjórnar- innar, biðja þá stjórnmálaflokka, sem rétt eiga á sæti í heimastjórn, að tilnefna fulltrúa sína í stjóm. Sambandssinnar munu væntanlega neita að tilnefna fulltrúa sína og þar sem friðarsamkomulagið kveður á um stofnun samsteypu- stjórnar kaþólskra og mótmælenda er það í rauninni runnið út í sandinn með þessum tíðindum. Ljóst er hins vegar að bresk og írsk stjórnvöld munu leita leiða til að halda friðanimleitunum á N-ír- landi áfram og því er næsta víst að þau boði endurskoðun á friðarsam- komulaginu. Ekki er hins vegar talið líklegt að þau muni ógilda þá þætti samkomulagsins sem þegar hafa komist til framkvæmda og varða t.d. lausn liðsmanna öfgahópanna á N- írlandi úr fangelsi. Blair reyndi að tryggja stuðning sambandssinna Fyrr í gær hafði Tony Blair gert allt til að reyna að tryggja að sam- bandssinnar legðu blessun sína yfir framkvæmdaáætlun breskra og írskra stjórnvalda. I óþökk leiðtoga Sinn Féin bauðst hann þá til að gera breytingar á lagafrumvarpi í sam- ræmi við sjónarmið sem fram höfðu komið við þingumræður á þriðjudag. mótmælaaðgerðum að sinni, en þeir biðu enn eftir svari frá stjórnvöld- um um hvað orðið hefði um „píslar- votta úr röðum námsmanna og lík þeirra". Námsmannanefndin hafði áður gefið út kröfugerðarlista, þar á meðal að ríkislögreglustjórinn yrði rekinn og réttað opinberlega yfír þeim tveimur lögreglumönnum, sem voru reknir fyrir að hafa fyrir- skipað árásina á útifund náms- mannanna í síðustu viku, og að lík- um þeirra sem voru drepnir yrði skilað. í fjöldagöngum gærdagsins, sem valdastétt klerkastjórnarinnar hafði kallað til og nutu stuðnings flestra hófsamra stjórnmálaafla, voru íranskir fánar á lofti og myndir af Ajatollah Khomeini heitnum, fyrr- verandi leiðtoga íslömsku byltingar- innar, sem og af arftaka hans, Aja- tollah Ali Khamenei. Kjötbanni aflétt London. Daily Telegraph, Reuters. BANNI við útflutningi nauta- kjöts frá Bretlandi verður aflétt 1. ágúst, nærri þremur og hálfu ári eftir að Evrópu- sambandið (ESB) kom því á, þegar „kúariðufárið" stóð sem hæst. Þetta var tilkynnt i höf- uðstöðvum framkvæmda- stjórnar ESB í Brussel í gær, en það sló fljótt á fögnuð brezkra bænda yfir tíðindun- um er þeir komust að því hve miklum takmörkunum útflutn- ingurinn verður háður eftir sem áður. Þegar bezt lét námu árs- tekjur brezkra nautgripa- bænda af kjötútflutningi yfir 60 milljörðum króna. Útflutn- ingsbannið var sett í marz 1996, eftir að þáverandi heil- brigðisráðherra Bretlands birti niðurstöður rannsóknar sem sýndi fram á samhengi milli kúariðu og dauða nokk- un-a brezkra ungmenna úr heilahrörnunarsjúkdómnum Creutzfeldt-Jakob. Vitað er um 41 dauðsfall í Bretlandi af völdum þess sjúkdóms fram að þessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.