Morgunblaðið - 15.07.1999, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tvíhliða viðræður fslands og Bandarfkjanna hefjast í dag
Rætt um málefni
sj ávarútvegsins
TVÍHLIÐA viðræður Bandarikja-
manna og Islendinga um sjávarút-
vegsmál og málefni norðurskautsins
hefjast í Reykjavík í dag og lýkur
þeim á morgun. Þetta eru fyrstu
viðræður af þessu tagi sem þjóðirn-
ar eiga saman. Mary Beth West,
sendiherra og aðstoðarfram-
kvæmdastjóri þeirrar deildar
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sem fer með alþjóðleg málefni sjáv-
arútvegsins og umhverfis- og vís-
indamálefni, er í forsæti bandarísku
nefndarinnar. Nefndina skipa
helztu samningamenn Bandaríkj-
anna á alþjóðasviði í viðkomandi
málaflokkum.
Bandaríska nefndin ræðir hér við
fulltrúa utanríkisráðuneytisins,
sjávarútvegsráðuneytisins og um-
hverfísráðuneytisins og hittir meðal
annarra Áma Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra, Siv Friðleifsdóttur
umhverfisráðherra og sendiherrana
Gunnar Gunnarsson og Eið Guðna-
son. Nefndin fer auk þess til Vest-
mannaeyja og heimsækir Hafrann-
sóknastofnun og Fiskistofu.
Helztu málefnin, sem til umræðu
verða, eru sjávarútvegsmál, svo
sem ríkisstyrkir í sjávarútvegi og
fiskveiðinefnd Norðaustur-Atlants-
hafsins, Alþjóðatúnfiskveiðiráðið,
Fiskveiðinefnd Suðaustur-Atlants-
hafsins, hvalveiðar, fiskveiðistjórn-
un með áherzlu á eftirlit og fram-
seljanlegar aflaheimildir og reynsl-
an af fiskveiðistjórnun í báðum
löndunum.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Hákarlar á Reykjaneshrygg
ÞAÐ hefur gengið þokkalega hjá
Klakki SH frá Grundarfirði, en
skipið hefur undanfarið verið á
karfaveiðuni á Reykjaneshrygg.
Skipverjar hafa m.a. veitt þrjá há-
karla og var þessi stærstur. Hildi-
brandur Bjarnason, í Bjarnarhöfn
á Snæfellsnesi, er umsvifamikill
hákarlaverkandi og varð að vonum
glaður yfir þessari góðu veiði.
Bilun í Cantat III
í gærkvöld
BILUN varð um kl. 20 í gærkvöld í
Cantat III-sæstrengnum sem ligg-
ur um ísland frá Evrópu og Amer-
íku. Talið er að bilunin sé skammt
norðan við Færeyjar. Rúmri
klukkustund síðar var búið að koma
sambandi á til Vesturheims en búist
var við að samband til Evrópu
kæmist í lag þegar liði á nóttina.
Ólafur Stephensen, forstöðumað-
ur upplýsinga- og kynningarmála
hjá Landssímanum, tjáði Morgun-
blaðinu að við bilunina hefði síma-
samband úr landinu rofnað nema sá
fjórðungur talsambands sem fer
jafnan um jarðstöðina Skyggni. Um
kl. 21.15 komst á að nýju netsam-
band við útlönd svo og tal- og
gagnaflutningssamband vestur um
haf en í gærkvöld var jafnframt ver-
ið að flytja sambandið til Evrópu yf-
ir á gervihnött. Bjóst Ólafur við að
samband yrði komið á með morgn-
inum. Ekkert er vitað hvenær við-
gerð verður lokið.
----------------
Harður árekstur
í Kópavogi
HÖRÐ aftanákeyrsla varð á Hafn-
arfjarðarvegi í Kópavogi, um klukk-
an 11 í gærmorgun. Ökumenn voru
einh' í bílunum og fékk annar hnykk
á háls. Hann var fluttur á slysa-
deild. Hinn slasaðist ekki en bílam-
ir skemmdust töluvert. Vegna fram-
kvæmda var Hafnarfjarðarvegurinn
þrengdur þar sem slysið varð.
Fangi undir
læknishendur
EINN fjögurra gæsluvarðhalds-
fanga í tengslum við rannsókn lög-
reglunnar á tilraun til smygls á um
1.000 e-töflum til landsins, sem leit-
arhundur tollgæslunnar þefaði
uppi í hraðpóstsendingu 7. júlí, var
settur í umsjón geðlæknis í gær,
tveimur dögum áður en varðhald
hans átti að renna út. Lét lögregl-
an það i hendur læknis hans að
ákveða um framhaldið, m.a. með
tilliti til innlagnar hans á sjúkra-
hús.
Maðurinn, sem er á fertugsaldri,
var úrskurðaður í stysta gæslu-
varðhaldið af fjórmenningunum,
eða til 16. júlí, en varðhald hinna,
tveggja kvenna og eins karlmanns,
rennur út 20. júlí.
Sparisjóðurinn í Keflavík og
Kaupthing Luxembourg í samstarf
Avaxta tvo milljarða
fyrir lífeyrissjóð
SPARISJÓÐURINN í Keflavík og
Kaupthing Luxembourg S.A. hafa
tekið upp samstarf sem felur í sér að
Kaupthing sjái um eignastýringu og
ávöxtun fjármuna erlendis fyrir við-
skiptavini Sparisjóðsins.
Fyrsti samningurinn þar að lút-
andi hefur nú verið undirritaður og
er hann við Lífeyrissjóð Suðurnesja.
Kveður hann á um að Sparisjóðurinn
og Kaupthing Luxembourg sjái um
vörslu og ávöxtun 2 milljarða króna í
sameiningu fyrh- Lífeyrissjóðinn í
upphafi.
Friðjón Einarsson, framkvæmda-
stjóri lífeyrissjóðsins, segir upphæð-
ina sem Kaupthing Luxembourg
mun ávaxta um 23% af eign sjóðsins.
„Tilgangurinn með samstarfi við
Sparisjóð Keflavíkur og Kaupthing
Luxembourg um eignastýringu er að
leita betri ávöxtunar. Með þessu telj-
um við okkur einnig ná aukinni
rekstrarhagkvæmni þar sem um-
sýslugjald sem Kaupthing tekiu- af
svo stórri upphæð er hagstætt" .
■ Ávaxtar/B2
Morgunblaðið/Arnaldur
Ekið á gangandi
vegfaranda
EKIÐ var á konu á Miklubraut um
miðjan dag í gær á móts við Fram-
heimilið. Hin slasaða hlaut höfuð-
meiðsl við ákeyrsluna og var flutt á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
og lögð inn á gæsludeild. Að sögn
læknis á slysadeild var konan ekki í
hættu og virtist hún hafa sloppið vel.
Engin gangbraut er þar sem slysið
varð en undirgöng ena undir götuna
nokkru vestar. Þá eru grindverk á
umferðareyjum við götuna til að
beina gangandi vegfarendum að und-
irgöngunum eða ljósum við Háaleitis-
braut. Grindverkið nær hins vegar
ekki þangað sem slysið varð.
Sala stakra
korta
álitaefni
LANDMÆLINGAR íslands
hafa hætt lausasölu á stökum
kortum úr verki Haraldar
heitins Sigurðssonar, Korta-
sögu Islands, eftir að kvörtun
vegna lausasölunnar kom
fram af hálfu ekkju höfundar-
ins. Astæða fyrir lausasölunni
var aukaupplag kortanna, sem
Landmælingar fengu frá
Menningarsjóði.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er málið í
höndum lögfræðinga Land-
mælinga og ekkju Haraldar
og er verið að kanna hvort
leyfilegt hafi verið að selja
stök kort úr verkinu í lausa-
sölu. Kortin úr verki Haraldar
voru seld í kortaverslun Land-
mælinga við Laugaveg, en
verslunin var lögð niður þegar
starfsemi stofnunarinnar var
færð til Akraness snemma
þessa árs.
ISérblöð í dag
Viðskiptablað
Morgunblaðsins
Heiðmar Felixson á leið
• til Wuppertal / C1
Sérblac) um viðskipti/atvinnulíf
„Rautt ljós“ á Evrópuleiki
í Eyjum? / C3
■
la.U' >
n tí- .
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is