Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 15.07.1999, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR fsland leggur fram tillögu í Alþjóðaviðskiptastofhuninni f Genf Ríkisstyrkir í sjávar- útvegi verði afnumdir Á þá að hætta að gefa okkur kvóta og eigum við að fara að taka á okkur sjómannaafsláttinn og greiða virðisauka? Staðan víð- ast mjög góð „ÞAÐ voru komnir 205 laxar á land úr Haffjarðará í gærkvöldi, það er mildð og fallegt vatn í ánni og bull- andi ganga,“ sagði Einar Sigfússon í gærmorgun, talan sem hann nefn- ir á því við þriðjudagskvöld. Þetta er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra og kvartaði þó enginn þá. Einar sagði enn fremur að einn 20 punda væri stærstur það sem af væri, en nýlega hefðu tveir í sama stærðarflokki, jafnvel enn stærri, slitið sig lausa eftir harðar glímur. Annar í Miðnesfljóti, hinn í Þrengslunum. „Báðir laxarnir sáust vel og glímumar við þá voru langar en báðar enduðu með því að laxamir slitu,“ sagði Einar enn fremur. Mok í Leirvogsá Mikil veiði hefur verið í Leir- vogsá síðustu daga, eða eftir að Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon Andri Olafsson, 12 ára, veiddi maríuiískinn sinn í Elliðaánum á sunnudaginn, rúmlega 7 punda hæng, í Fljótinu á Black Brahan númer 10. vatnið í henni sjatnaði eftir rign- ingarnar. Á sunnudaginn veiddist t.d. 21 lax í ánni og á mánudaginn 26 laxar. Á þriðjudag komu reynd- ar aðeins fimm á land, en þá vom komnir alls 147 laxar á land sem er frábær útkoma. Fréttir úr ýmsum áttum Á hádegi sunnudags vora komn- ir 24 laxar á land úr Gljúfurá. Það er fremur lítið og ekki er vatnsleysi um að kenna það sem af er sumri. Vel gæti þó glæðst í þeim straumi sem nú er í hámarki. Á hádegi þriðjudags vora komn- ir 22 laxar á land úr Fáskrúð sem þykir piýðilegt, Fáskrúð er síð- sumarsá og á sama degi í fyrra vora komnir 23 laxar á land. Síð- asta sumar endaði fímavel. Síðasta holl landaði 7 löxum og sá talsverð- an lax á ferðinni. Sömu sögu er að segja um Krossá á Skarðsströnd, þar vora komnir 8 laxar á land í gær sem þykir gott í þeirri verstöð svo snemma sumars. Grugg hamlar veiðum Eystri-Rangá hefur verið gruggug og illveiðandi síðustu daga en fregnir herma að vatnið sé nú óð- um að hreinsast. Gruggið hefur pirrað menn nokkuð því orðið hef- ur vart við hörkugöngur, lax stökkvandi á brotum, en hann hef- ur tekið illa eða ekki í drallunni. Á þriðjudag voru komnir 130 laxar á land, en hreinsi áin sig má búast við skjótum og öram breytingum. Gragg hámlar einnig veiðum í Ámessýslu þar sem hlaupið í Hagafellsjökli hefur drullað út Hvítá og Ölfusá með þeim afleið- ingum að lax gengur treglega í bergvötnin og veiðist varla nema fyrir tilviljun á stöng í gragginu. Hins vegar er netaveiðin í Ölfusá feiknagóð. Tveir vora komnir úr Langholti fyrir skömmu, 17 af Pall- inum við Selfoss og dag eftir dag sjá menn varla lax á Iðunni svo dæmi séu tekin. ÞILOFNAR FYRIR SUMARBUSTAÐINN O Ui < AEG WKL 501 500W H40xB28xD8 5.550 kr. WKL 751 750W H40xB36xD8 5.990 kr. WKL 1001 1000W H40xB44xD8 6.390 kr. WKL1500 1500W H40xB60xD8 6.730 kr. WKL 2000 2000W H40xB84xD8 7.590 kr. r-1 B R Æ Ð U R N I R L©J< DRMSJ SON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Rannsakar votheysveikisýkil í sauðfé Leggst bæði á dýr og menn Votheysveikisýkill- inn eða Listeria monocytogenes er skæður sjúkdómsvaldur manna og dýra. Kristín Björg Guðmundsdóttir er að byrja á lokaáfanga doktorsverkefnis síns um votheyssýkilinn í sauðfé, fóðri þess og umhverfi. „Sýkillinn hefur verið rannsakaður í búfé áður. Fyrst er sjúkdómsins getið hér á landi um síð- ustu aldamót eða fljót- lega eftir að menn hófu að fóðra búfé með vot- heyi. Það var síðan Guð- mundur Gíslason læknir sem staðfesti sjúkdóminn með ræktun á fjórða ára- tugnum. Páll A. Pálsson, fyrrverandi yfirdýralæknir, stundaði einnig rannsóknir á vot- heysveiki. Sýkillinn getur einnig valdið matarsýkingum í mönn- um. Fyrsta tilfelli Listeríusýk- ingar í manni var greint árið 1961. - Hvers vegna valdirðu þér þetta doktorsverkefni? „Votheysveikisýkillinn veldur íslenskum bændum töluverðu tjóni á hverju ári. Hann lifir í jarðvegi og plöntum. Sýkilinn má finna í saur heilbrigðra manna og dýra. í illa verkuðu votheyi og stöku sinnum í þurrheyi getur sýkillinn fjölgað sér og valdið faröldrum meðal sauðfjár og hrossa. Nú á seinni áram hafa faraldrarnir einkum tengst fóðr- un með rúlluheyi." Kristín segir að markmiðið með verkefninu sé að afla þekkingar á útbreiðslu og tíðni stofna votheyssýkilsins í sauðfé, vetrarfóðri og umhverfi sauðfjárins við aðstæður hér á landi. „Eg legg áherslu á að bera saman stofna úr sjúkum dýram við stofna úr heilbrigðum dýram, fóðri og umhverfi." Þá segist Kristín einnig athuga hvort sömu stofnamir ræktast frá bæj- um yfir tveggja ára tímabil, eða hvort nýir stofnar leysi þá gömlu af hólmi.“ - Hver eru einkenni sjúk- dómsins í sauðfé? „SýMUinn getur valdið niður- gangi með lystarleysi og deyfð. Þá getur hann einnig valdið fóst- urláti, oft í allstórum stíl. Kind- umar ná sér þá oftast fljótt aft- ur. Versta tegundin er heila- og heilahimnubólga. Þá drepast kindumar oftast nema fljótt sé gripið inn í með sýklalyfjagjöf. Unglömb fá blóðsýkingu og háan hita, þau drepast á 1-3 dögum.“ Kristín segir að sýkillinn geti orsakað matvælasýkingu í mönn- um, era þá bamshafandi konur, nýfædd börn og ónæmisbældir einstaklingar í áhættuhópi. Helstu einkenni sjúkdómsins í mönnum er heila- og heilahimnu- bólga og fósturlát. Ekki hefur verið sýnt fram á með _________ óyggjandi hætti að samhengi sé milli sýkinga í mönnum og dýram. - Hefur eitthvað komið á óvart í þess- um rannsóknum þín- um á sýklinum? — „Fram að þessu hef ég aðallega verið að safna stofn- um. Ég hef tekið sýni á nokkram sauðfjárbúum, saursýni úr heil- brigðum dýrum, fóðri og um- hverfi. Ég hef einnig safnað stofnum úr sjúkum dýram. í haust hefst síðan lokaáfangi Kristín Björg Guðmundsdóttir ► Kristín Björg Guðmundsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1962. Hún lauk dýralæknisprófí frá Dýralækna- og landbúnaðarhá- skólanum í Kaupmannahöfn árið 1989 og hóf doktorsnám við sama skóla árið 1996. Kristín Björg hefur starfað á rannsóknardeild dýrasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu frá árinu 1991. Eiginmaður hennar er Árni Sigurðsson veðurfræðingur og eiga þau tvo syni, Sigurð Kára 6 ára og Guðmund Garðar 4 ára. Aflar sér þekkingar á útbreiðslu og tíðni stofna votheyssýkils- ins í sauðfé verkefnisins þar sem stofnarnir verða greindir nánar, m.a. með aðferðum sem byggja á erfða- tækni. Þetta fer fram við Dýra- læknaháskólann í Kaupmanna- höfn.“ Kristín segist þá munu bera saman stofnana, en ýmislegt bendir til að sýkingarhæfni þeirra sé mismikil. Það sé því of snemmt að draga ályktanir á þessu stigi málsins. Kristín starfar hjá yfirdýralæknisemb- ættinu á tilraunastöðinni á Keld- um. Yfirdýralæknisembættið og Vísindasjóður RANNÍS styrktu fyrsta hluta verkefnisins. Nýlega hlaut hún svo styrk frá Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins sem ásamt fleiri aðilum styrkir loka- hluta verkefnisins." - Stefndirðu alltaf að dýra- lækningum? „Já, frá því ég man íyrst eftir mér hef ég verið með hugann bundinn við þær. Ég er alin upp í Reykjavík en var ung farin að lesa Dagfinn dýralækni og íylla her- bergið mitt með smákvikindum. Mál þróuðust reyndar þannig í minni bamæsku að ég flutti rúmið mitt fram á gang þar sem loftið var ekki orðið gott í herberginu mínu og plássið takmarkað. Þar var ég með finkur og páfagauka, fiskabúr, naggrísi og hamstra." Þegar Kristín var fermd fékk hún folald frá frænda sínum sem hún tamdi með aðstoð vinkonu sinnar. Á menntaskólaáranum var _________ ófáum stundum eytt á Rangárvöllum þar sem hrossið var í haga. Þar segist hún hafa kynnst sveitastörfum. - Hyggstu starfa sem dýralæknir þeg- ar námi lýkur? „Eftir að ég lauk námi í dýralækning- um í Danmörku vann ég þar í nokkur ár við dýralækningar. Það var mjög gefandi og skemmtilegur tími. Ég hef hins- vegar kosið síðustu ár að sinna rannsóknum og stefni að því að starfa áfram á því sviði.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.